Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 27. mars 1992 Dagskrá fjölmiðla I kvöld, kl. 23.00, er á dagskrá Stöðvar 2 bíómyndin Drápseðlið. Ungur maóur er til meðferð- ar á sjúkrahúsi vegna sjúklegrar ofbeldishneigðar sinnar. Starfsmenn sjúkrahússins leggjast gegn því að hann verði útskrifaður því þeir vita að hann er langt frá því að vera læknaður og til alls vís. Sjónvarpið Föstudagur 27. mars 14.50 HM í handknattleik. Bein útsending frá leik íslendinga og ísraelsmanna í Innsbruck. 16.20 Hlé. 18.00 Flugbangsar (11). 18.30 Hvutti (7). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Tíðarandinn. 19.25 Guð sé oss næstur (6). (Waiting For God.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Kastljós. 21.10 Gettu betur (6). Seinni þáttur undanúrslita. 22.15 Samherjar (16). (Jake and the Fat Man.) 23.00 Tvíleikur. (Duet For One) Bandarísk bíómynd frá 1986 byggð á leikriti eftir Tom Kempinski. Stephanie Anderson er fiðlu- leikari og á glæstan feril fram undan en eftir læknis- rannsókn kemur í ljós að hún er með mænusigg og verður að draga sig í hlé. Eiginmað- ur hennar er veikgeðja og upptekinn af sjálfum sér og flýr í fang annarrar konu. Stephanie er orðin einræn og leitar á náðir geðlæknis og þótt samskipti þeirra séu stormasöm í fyrstu lægir öld- ur um síðir og ástir takast með þeim. Aðalhlutverk: Julie Andrews, Alan Bates, Max von Sydow og Rupert Everett. 00.45 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Stöð 2 Föstudagur 27. mars 16.45 Nágrannar. 17.30 Gosi. 17.50 Ævintýri Villa og Tedda. 18.15 Ævintýri í Eikarstræti. 18.30 Bylmingur. 19.19 19:19 20.10 Kænar konur. (Designing Women.) 20.35 Ferðast um tímann. (Quantum Leap III.) 21.25 Hvað snýr upp?# (Which Way is Up?) Þessi gamanmynd er laus- lega byggð á sögunni „The Seduction of Mimi" eftir Linu Wertmuller og skartar Richard Pryor í þremur aðal- hlutverkanna. Aðalhlutverk: Richard Pryor, Lonette McKee og Margaret Avery. 23.00 Drápseðlið.# (Killer Instinct.) Eiga geðsjúklingar skilið betri meðferð en þeir fá í dag? Lisa DaVito (Melissa Gilbert úr Húsinu á slétt- unni) starfar á sjúkrahúsi og kynnist þar ungum manni, Freddie, sem er til meðferð- ar vegna sjúklegrar ofbeldis- hneigðar sinnar. Lisa og lögfræðingur sjúkrahússins (Woody Harrelson úr Staupasteini) leggjast gegn því að Freddie sé útskrifaður af sjúkrahúsinu því hún veit að hann er langt frá því að vera læknaður og til alls vís. Aðalhlutverk: Melissa Gilbert, Woody Harrelson og Femando Lopez. Stranglega bönnuð börnum. 00.35 Zúlú-stríðsmennimir. (Zulu.) Myndin greinir frá því þegar Bretar lentu í stríði við Zulu hermenn. Bretarnir vom töluvert færri en betur vopn- um búnir. Aðalhlutverk: Michael Caine, Stanley Baker, Jack Hawkins og Nigel Green. Stranglega bönnuð börnum. 02.50 Dagskrárlok. Rásl Föstudagur 27. mars MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir • Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Guðrún Gunnarsdóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.45 Krítík. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.40 Helgin framundan. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 „Ég man þá tið". 09.45 Segðu mér sögu. „Heiðbjört'* eftir Frances Druncome. Aðalsteinn Bergdal les (7). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Mannlífið. 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbékin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir ■ Auglýs- lngar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Út í loftið. Rabb, gestir og tónlist. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Demantstorgið" eftir Merce Rodorede. Steinunn Sigurðardóttir les (2). 14.30 Út í loftið - heldur áfram. 15.00 Fréttir. 15.03 Útilegumannasögur. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sinfónískar etýður ópus 13 eftir Robert Schumann. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. 17.45 Eldhúskrókurinn. 18.00 Fréttir. 18.03 Átyllan. 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 20.00 Þjéðleg tónlist frá Vest- ur-Indíum. 21.00 Af öðru fólki. 21.30 Harmonikuþáttur. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Sr. Bolli Gústavsson les 34. sálm. 22.30 í rökkrinu. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Föstudagur 27. mars 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til líísins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Fjölmiðlagagnrýni. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 15.00 B-heimsmeistarakeppn- in í handknattleik: ísland- ísrael. 16.15 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. - Vasaleikhúsið. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram, meðal annars með pistli Gunnlaugs Johnsons. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Vinsældalisti Rásar 2 - Nýjasta nýtt. 21.00 Gullskífan: „1999" með Prínce frá 1982. 22.07 Landið og miðin. 00.10 Fimm freknur. Lög og kveðjur beint frá Akureyri. Umsjón: Þröstur Emilsson. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 02.00 Fréttir. - Rokkþáttur Andreu Jóns- dóttur. 03.30 Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Næturtónar. 07.00 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 27. mars 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Aðalstöðin Föstudagur 27. mars 07.00 Útvarp Reykjavík. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna stjórna morgun- útvarpi. Litið í blöðin, viðtöl, veður og færð, umræður, tónlist o.fl. 09.00 Stundargaman. Umsjón: Þuríður Sigurðar- dóttir. íslenskan það er máhð kl. 9.15. Guðni Kolbeinsson flytur. 10.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. Uppáhaldslögin, afmælis- kveðjur, óskalög, veður, færð, flug o.fl. Opin lína í síma 626060. 12.00 Fréttir og róttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson og Þuríður Sigurðardóttir. 13.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. 14.00 Svæðisútvarp. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. Suðumes/Keflavík/Grinda- vík/Hafnir/Sandgerði/Vogar. 15.00 í kaffi með Ólafi Þórðar- syni. 16.00 Á útleið. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. 17.00 íslendingafélagið. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 19.00 „Lunga unga fólksins." Umsjón: Jóhannes Kristjánsson. 21.00 Vinsældarlisti grunn- skólanna. Umsjón: Gylfi Þór Þorsteins- son. 22.00 Sjöundi áratugurinn. Umsjón: Þorsteinn Eggerts- son. 24.00 Nætursveifla. Bylgjan Föstudagur 27. mars 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með skemmtilegan morgunþátt. Það er fátt sem þau láta sig ekki máli skipta og svo hafa þau fengið Steinunni ráðagóðu til liðs við sig en hún gefur ykkur skemmtilegar og hagnýtar ráðleggingar varðandi heimilishaldið. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Góð tónlist og létt spjall við vinnuna. Mannamál kl. 14 og 16. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim em engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Sím- inn er 671111. 19.30 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Helgin byrjar á hárréttan hátt á Bylgjunni, hressileg stuðtónlist og óskalögin á sínum stað. Rokk og róleg- heit alveg út í gegn. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Föstudagur 27. mars 17.00-19.00 Axel Axelsson tekur púlsinn á því sem er að gerast um helgina. Axel hit- ar upp fyrir helgina með góðri tónlist. Síminn 27711 er opinn fyrir afmæliskveðjur og óskalög. Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. # Spennandi föstudagur Dagurinn í dag er þrunginn spennu. íslenska handbolta- landsliðiö, strákarnir okkar, stolt þjóðarinnar til margra ára, mun berjast fyrir tilveru- rétti sínum á meðal þeirra bestu. Takist strákunum að leggja lið ísraels að velli, sem ekki er gefið miðað við frammistöðuna að undan- förnu, verða þeir að bíða með öndina í hálsinum og hjartað í buxunum eftir úrslitum í leik Dana og Norðmanna. Hand- boltasérfræðingar í stofum heima gráta nú klaufalegt tap gegn Norðmönnum og ótrú- legt jafntefii gegn Dönum. Ef, ef, ef, tuldra menn og naga neglur. Þetta þurfti ekki að fara svona, kveina menn. Útlitið er vissulega dökkt en meðan vonin lifir er þetta ekki búið spil. íslendingar gætu hrifsað annað sætið í riðlin- um af Dönum og komist þar með í A-keppnina. # Sökudólg- anna leitað Ef illa fer má búast við hörð- um viðbrögðum frá hand- boltaáhugamönnum. Þeir munu leita að sökudólgum. Kannski segja menn að Héð- inn hafi verið of grófur, Júlíus of ragur, Sigurður Bjarna of bráður, Kristján of meiddur, Valdimar of linur eða Birgir of klaufskur. Hugs- anlega munu margir skella skuldinni á Þorberg þjálfara og segja að undirbúningur- inn hafi verið út í hött og vit- lausir menn valdir í liðið. Ein- hverjir munu gráta Jakob og aðrir Alfreð. Handboltaþjálf- ari einn hefur gagnrýnt Þor- berg fyrir að kippa Sigurði Sveinssyni inn í hópinn á síðustu stundu en hvernig hefði leikurinn gegn Pólverj- um farið án hans? Sveinsson er enn sami galdrakarlinn þótt hann sé kominn nokkuð til ára sinna. Já, hefði átt að láta ungu leikmennina klára dæmið? Gunnar Andrésson var góöur gegn Belgum en hefur ekki verið notaöur síðan. Einar Gunnar er frystur. Vangaveltur af þessu tagi munu tröllríða fjölmiðl- um ef íslendingar komast ekki í hóp A-þjóða. Ef hins vegar allt fer á besta veg verða strákarnir okkar hetjur og Þorbergur sæmdur orðu. Þetta er sannarlega grimmur heimur og það verður meira en lítið spennandi að fylgjast með gangi mála í dag. Svo má auðvitað kenna dómurun- um um allt eða kuldanum í handboltahöllinni. Afsakan- irnar verða nægar ef á þeim þarf að halda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.