Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. mars 1992 - DAGUR - 7 Góður hagur Osta- og smjörsölunnar: Ostaneysla Islendmga eykst ár frá ári - útflutningur á osti jókst í fyrra eftir nokkurra ára samdrátt Rekstur Osta- og smjörsölunn- ar gekk vel á síðasta ári. Heild- arsalan nam rétt rúmum fjór- um milljörðum króna og jókst um 612,4 milljónir sem er 18%. Sala á smjöri og smjörva dróst saman en mikil aukning varð á sölu osta og nokkur á Léttu og laggóðu. Mestu mun- ar um aukinn útflutning á ost- um en á árinu 1991 voru flutt út 755 tonn af ostum, þar af 525 tonn af 45% osti en sú teg- und var ekki flutt út árið 1990. í ársskýrslu Osta- og smjör- sölunnar er að finna ýmsan fróð- leik um osta- og smjörneyslu íslendinga. Þar kemur fram að á þeim 33 árum sem fyrirtækið hef- ur starfað hefur smjörneyslan sveiflast upp og niður. Hámarki náði hún árið 1974 þegar smjör- salan var 2.000 tonn. Síðan hefur hún verið talsvert minni, féll nið- ur í 1.100 tonn árið 1985 og var þó smjörvinn talinn með. Undan- farin ár hefur salan á smjöri, smjörva og Léttu og laggóðu ver- ið 1.200-1.300 lestir og árið 1991 reyndist hún vera 1.272 lestir. Öðru máli gegnir um ostinn en sala á honum hefur aukist jafnt og þétt allar götur frá 1959. Það ár nam innanlandssala á osti 520 tonnum en í fyrra var hún komin í 2.874 tonn. Hún hafði með öðr- um orðum nærfellt sexfaldast á 32 árum. Nú er svo komið að íslendingar eru sjöttu í röðinni yfir mestu ostaþjóðir heims og hafa skotið þjóðum eins og Sviss- lendingum, Hollendingum og Dönum aftur fyrir sig. Að vísu er hluti skýringarinnar á þessari miklu ostneyslu sá að í alþjóðleg- um skýrslum er skyr flokkað sem ostur. Vinsælustu ostarnir eru sem fyrr 26% Gouda og brauð- osturinn og sækir sá síðarnefndi heldur á. Við erum heldur slakari í feit- metisneyslunni enda kannski eins gott. Þar eru við í tólfta sæti. Heildarneysla þjóðarinnar á feit- meti var 4.117 tonn árið 1990 en þar af var hlutur smjörs, smjörva og Létts og laggóðs 1.658 tonn eða 40,27%. í fyrra hafði hlut- deild þessara vara heldur dregist saman. Þá nam salan 1.624 tonn- um og markaðshlutdeildin var 39,61%. Útflutningur osta hefur tekið miklum sveiflum á starfstíma Osta- og smjörsölunnar. Hámarki náði hann árið 1978 þegar 2.894 Á hverju ári er kosinn Ostameistari ársins hjá Osta- og smjörsölunni. Sú sein varð þessa heiðurs aðnjótandi í fyrra var Elísabet Svansdóttir í Búðardal en hún sést hér kanna þroska Brieosta. tonn voru flutt út. Árið 1985 var útflutningurinn 1.314 tonn en síðan dróst hann saman ár frá ári og var kominn í 223 tonn árið 1990. í fyrra tók hann aftur kipp og var 755 tonn. Verðmæti út- flutningsins rúmlega þrefaldað- ist, úr 138,5 milljónum króna í 444 milljónir. Starfsemi Osta- og smjörsöl- unnar felst ekki síst í rannsókn- um og tilraunum með nýjar fram- leiðsluvörur. Á síðasta ári litu ýmsar nýjungar dagsins ljós, svo sem fjórar tegundir af ostabökum sem framleiddar eru í kökudeild fyrirtækisins og ný lína af smur- ostum frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Einnig birtust tvær tegundir að nýju eftir nokkra fjarveru, Tilsitter og Port Salut sem framleiddar eru af Mjólkur- samlaginu í Búðardal. Pá má geta þess að útgáfa bæklinga og uppskriftabóka er vaxandi hluti starfsemi Osta- og smjörsölunnar. í október var gef- ið út blað með uppskriftum að kökum og brauði og seldist það í 18.000 eintökum. Þá má geta þess að uppskriftabækurnar Ostalyst og Matarlyst seljast vel, sú fyrrnefnda hefur selst í yfir 20.000 eintökum en sú síðar- nefnda er að nálgast 12.000 ein- tök. Að Osta- og smjörsölunni standa fimmtán mjólkursamlög um allt land og er hlutur þeirra í heildarframleiðslunni mjög mis- mikill. Langstærst er Mjólkurbú Flóamanna en þar eru lögð inn 35,76% af allri innveginni mjólk á landinu. Næst kemur Mjólkur- samlag KEA með 19,39% af allri Blaðaljósmyndir 1991 Ljósmyndasýning Blaðamannafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélags íslands í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri Opið laugardag 28. mars frá kl. 12.30-21.00 og sunnudag 29. mars frá kl. 12.30-19.00 Aðgangseyrir kr. 200 Sýning fyrir alla fjölskylduna Ath! Aðeins þessa tvo daga SLa Blaöamannafélag íslands ÁIKA BLI ILFORD Áhugaljósmyndara- klúbbur Akureyrar Islands innveginni mjólk en hlutur norð- lensku samlaganna fimm er um 40%. Forstjóri Osta- og smjörsöl- unnar er Óskar H. Gunnarsson en í stjórn fyrirtækisins sitja Þór- arinn E. Sveinsson formaður, Birgir Guðmundsson varafor- maður, Þórólfur Gíslason ritari, Vífill Búason og Magnús Ólafs- son. -ÞH Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri dagana 10. og 11. apríl nk. Fundurinn hefst föstudaginn 10. apríl kl. 9.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagðar fram tillögur um breytingar á sam- þykktum félagsins. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga Gnmtiur ★ 7% raunvextir og verðtrygging ★ Sparnaðartími 3-10ár ★ 25% skattafsláttur ★ Lánsréttur í lok sparnaðartíma ★ Innstœða eignarskattsfrjáls ★ Ákjósanlegur lífeyrissjóður Gunnur er húsnœðisreikningur l.andsbankans. Ilann er bundinn i 3-10 ár og ngtur ávalll bestu ávöxtunar- kjara sem bankinn bgdur. I.eggja þarf inn á Grunn reglulega og er hámarksinnlegg á árinu ná kr. 428.360,- eða kr. 107.090,- ársfjórðungslega. Skuttafsláttur af innlagðri upphæð er 25%. l’annig gefur til dœmis 400.000,- króna innlegg 100.000,- krónur í skattafslátt. Grunnifylgir sjálfkrafa lánsréttur vegna hásnæðis. Hámarkslán ernál.8 milljónir króna. Grunnur erþannig bæði góð sparnaðarleiðfyrir þá sem hyggja á hás- næðiskaup eða byggingu og kjörinn lifegrissjóður fyrir sparifjáreigendur. Landsbankinn býður viðskiptavinum að millifœra greiðslur af h'inkareikningi gfir á Grunn, mánaóarlega eða í lok hvers ársfjórðungs. Hafið samband við næsta átibá l.andsbankans og starfsmenn þar munu fáslega veita nánari upplýsingar um Grunninn. Dœmi um sparnað á Grunni: Forsendur: * Lagðareruinnkr. 10.000 ílokhvers mánaðar. * Skattafsláttur er 25% af heildarinnleggi. * 7% raunvextir reiknast mánaðarlega og leggjast * Miðað er við fast verðlag. við höfuðstól í árslok. Sparnaðartími 3 ár 5 ár lOár Samtals innborgad 360.000 600.000 1.200.000 Vextir 38.165 112.229 511.167 Innstœda med vöxtum 398.165 712.229 1.711.167 Skattafsláttur 90.000 150.000 300.000 Samtals vextir og skattqfsláttur 128.165 262.229 811.167 IJppsöfnuð raunávöxtun 22.83% 15.97% 10.94% Sparnaðartími Margfeldi af höfuðstól ] Há m a rksupphœð 3 ár 2 600.000 4 ár 3 1.200.000 5-10 ár 4 1.800.000 i Til að náfullum skattafslœtti fyrir árið 1992 þarfað leggja inn eigi síðar en 31. mars 1992. Landsbanki íslands Útibúin á Norðurlandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.