Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 27. mars 1992 Hvaðeraðgerast? Reykjavíkurkvartettinn. Frá vinstri Zbigniew Dubik, fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lág- fiðla, og Inga Rós Ingólfsdóttir, selló. Akureyrarkirkja: Reykjavíkurkvartettiim á tónleikum á sunnudag Rey kj avíkurkvartettinn spilar á tónleikum í Akur- eyrarkirkju nk. sunnudag 29. mars kl. 17 á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Kvartettinn skipa þau Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Zbign- iew Dubik, fiðla, Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðla og Inga Rós Ing- ólfsdóttir, selló. Flutt verða verk eftir Jón Leifs, E. Grieg og Beethoven. Rétt er að geta þess að fyrir tón- listarskólanema er ókeypis aðgangur. Reykjavíkurkvartettinn var stofnaður árið 1990. Hann hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, t.d. á Myrkum músíkdög- um, Kirkjulistahátíð í Reykjavík, á Sumarhátíð á Þingeyrum og á hátíð strengjakvartetta í Litháen í september sl. Upplyfting og Rúnar Júlíusson í Sjailamim Leikdeild Ungmf. Skriðuhrepps: Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps bregður fyrir sig betri fætinum um helg- ina með leiksýninguna um Bör Börsson jr. í gærkvöld var allra síðasta sýning á Melum í Hörgárdal þar sem verkið hefur verið sýnt 17 sinnum en 18. sýningin verð- ur í Ljósvetmngabúð í S- Þingeyjarsýslu á laugar- dagskvöld og hefst hún kl. 2L____________________ Freyvangsleikhúsið: Þriðja sýningar- helgi á Messíasi Freyvangsleikhúsið sýnir rokkóperuna „Messías Mannsson" tvisvar um helgina. Sýningarnar verða í kvöld og annað kvöld og hefjast báða dagana kl. 20.30. í næstu viku verða sýning- ar á fimmtudag og síðan á föstudags- og laugardags- kvöld, auk miðdegissýning- ar á sunnudag. Akureyri: Bókamarkaðnum lýkur á sunnudag Stóra bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda og Skjaldborgar hf. í kjallara kjörmarkaðs KEA við Hrísalund lýkur á sunnu- dag. Óhætt er að segja að markaðurinn hafi gengið vel, því yfir 30 þúsund bæk- ur hafa þegar selst. Þessa síðustu daga verður sér- stakt tilboð á bókum. Meðal annars verður boðið upp á 12 bóka bókapakka fyrir 500 krónur. Bókamarkaðurinn verð- ur opinn í dag kl. 9 til 19, á morgun kl. 10 til 18 og á sunnudag kl. 13 til 18. Upplyfting á KEA Hljómsveitin Upplyfting ásamt Sigrúnu Evu Ár- mannsdóttur sér um fjörið á Hótel KEA annað kvöld, laugardagskvöld. Hjörtur Howser Ieikur fyrir matar- gesti. Leikfélag Akureyrar frumsýnir um helgina íslandsklukkuna eftir Hall- dór Laxnes og af því tilefni býður Hótel KEA upp á leikhúsmatseðil fyrir 1900 krónur sem samanstendur af rjómalagaðri laxasúpu með hvítlauksristuðum brauðteningum, léttsteikt- um lambavöðva á villi- sveppagrunni og kaffi og konfektköku. Bflasalan Stórholt: Toyota-sýning ámorgun Bílasalan Stórholt á Akur- eyri verður á morgun, laug- ardag, kl. 10-17 með sýn- ingu á öllu því nýjasta frá Toyota. Þarna verða nýjustu gerðir af Toyota Camry, Toyota 4runner, Toyota Corolla og Toyota Hilux. Auk þess að skoða þessa nýju gerðir Toyota-bifreið- anna gefst fólki kostur á setjast undir stýri og prófa bílana. Starfsmaður frá auka- hlutadeild Toyota verður á staðnum. Leikfélag Dalvíkur: Tvær sýningar á Rjúkandi ráði um helgina Sýning Leikfélags Dalvíkur á söng- og gamanleiknum Rjúkandi ráð eftir Pír O. Man, öðru nafni Stefán Jónsson og Jónas og Jón Múli Árnasynir, gengur mjög vel og þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna jafnvinsæla sýn- ingu hjá félaginu. Er áhorf- endafjöldinn orðinn um þúsund manns. Tvær sýningar verða um helgina, föstudag og laugar- dag, og hefjast kl. 21 bæði kvöldin. Auglýst er að hér sé um síðustu sýningar á þessum vinsæla gamanleik að ræða. Skákfélag Akureyrar: Fimmtánmín. mót í kvöld Skákfélag Akureyrar held- ur 15 mínútna mót í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Teflt verður í skákheimil- inu við Þingvallastræti. Þetta er sjötta og næst síðasta stigamótið í röð 15 mínútna móta í vetur og jafnframt góð æfing fyrir deildakeppnina um aðra helgi, en þar er sveit Skák- félags Akureyrar í topp- baráttunni í 1. deild. Ungmennafél. Efling: Sýnir tvo einþáttunga á Breiöumýri Ungmennafélagið Efling í Reykjadal frumsýnir tvo einþáttunga á Breiðumýri í kvöld kl. 21.00. Um er að ræða „Fugl í búri“ eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur og „Kona“ eftir Dar- io Fo og Franca Rame. Næstu sýningar verða sunnudaginn 29. mars kl. 16.00, þriðjudaginn 31. mars kl. 21.00, föstudaginn 3. apríl kl. 21.00, laugar- daginn 4. apríl kl. 15.00 og sunnudaginn 5. apríl kl. 21.00. Aðeins er um fáar sýn- ingar að ræða og því betra að tryggja sér miða f tíma. Miðapantanir eru teknar í síma 43110 milli kl. 13 og 16 alla virka daga og í síma 43145 sýningardagana. Norðurljósin: Fjáröflunarhátíð á sunnudagiim Fjáröflunarhátíð Norður- ljósanna, kvikmyndir og kaffi, verður haldin á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri næstkomandi sunnudag og hefst kl. 16. Norðurljósin eru samnefn- ari fyrir hóp barna sem hafa verið á leiklistarnámskeið- um hjá Erni Inga og mun hópurinn fara á heimsmót barnaleikhópa í Tyrkiandi í næsta mánuði. Sýndar verða tvær stuttar kvikmyndir eftir Örn Inga, einnig upptaka með Norð- urljósunum, óvæntar uppá- komur verða og glæsilegt kaffihlaðborð. Vonast er til að einstaklingar sem fyrir- tæki sjái sér fært að styrkja ieikhópinn til Tyrklandsfar- arinnar. Aldreián dóttur minnar í Borgarbíói Borgarbíó á Akureyri sýnir um helgina kl. 21 stór- myndina Aldrei án dóttur minnar með Sally Field, Alfred Molina, Sheila Ros- enthal og Roshan Seth í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og greinir frá bandarískri konu sem fór með írönskum eiginmanni til írans ásamt dóttur þeirra. Þar breyttist líf þeirra í martröð og baráttu upp á líf og dauða. Klukkan 21.05 verður sýnd gamanmyndin Holly- woodlæknirinn með Micha- el J. Fox í aðalhlutverki. Klukkan 23 verða sýndar myndirnar Dularfullt stefnumót (Mystery Date) og Glæpagengið (Mobsters). Á barnasýningum á sunnudag kl. 15 verða sýnd- ar myndirnar Lukkuláki og Supermann. Björgunarsveitin Ægir á Grenivík: Opið hús í nýrri félagsaðstöðu Á morgun, laugardaginn 28. mars kl. 14.00, verður björgunarsveitin Ægir á Grenivík með opið hús. Tilefnið er að sveitin hefur fengið inni í gamla Kaup- félagshúsinu við Ægisgötu og er þar að taka í notkun nýja félagsaðstöðu. Boðið verður upp á kaffi- veitingar, auk þess sem búnaður sveitarinnar verð- ur til sýnis. Þá verður í gangi samkeppni um nafn á nýju aðstöðuna og verður veitt viðurkenning fyrir það nafn sem notað verður. Grenvíkingar og nær- sveitarmenn eru hvattir til þess að líta við á Ægisgöt- unni á morgun og kynna sér starfsemi björgunarsveitar- innar. Akureyri: Biggí Mar hjá IiB og flöri Skemmtiklúbburinn Líf og fjör efnir til dansskemmt- unar í Alþýðuhúsinu Skipa- götu 14 á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöldið 28. mars kl. 22 til 03. Húsið verður opnað kl. 21.30. Hljómsveit Birgis Marinóssonar sér um fjörið. Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestur um Grímsvötn í Vatnajökli Magnús T. Guðmundsson flytur opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í dag. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.00 en ekki kl. 16.00 eins og missagt var í Degi í gær. Magnús nefnir fyrirlest- urinn: Grímsvötn í Vatna- jökli: Innri gerð eldstöðvar undir jökli. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Nissan-sýning um helgina Um helgina verður bílasýn- ing í sýningarsal bifreiða- verkstæðis Sigurðar Valdi- marssonar að Óseyri 5 á Akureyri. Þar verður sýnd- ur Nissan Patrol með 4.2 bensínvél og sjálfskiptingu. Einnig verður Nissan Sunny til sýnis. Sýningin verður opin milli 14 og 15 á laugardag og sunnudag. Akureyri: Austurlenskur maturáUppanum í gær, fimmtudag, byrjaði veitingastaðurinn Uppinn á Akureyri á þeirri nýbreytni að bjóða upp á austurlensk- an mat. Um er að ræða thailenskan, kínverskan og indverskan mat. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Lögð verður áhersla á að halda verði skaplegu, mikilli fjölbreytni og góðri þjónustu. A næstu mánuðum verð- ur síðan boðið upp á veislur og heimsendingar. Þeir á Uppanum mælast til þess að Akureyringar komi og prófi þessa nýbreytni. Innan skamms mun Upp- inn hafa aftur opið í hádeg- inu á virkum dögum og verður þá boðið upp á aust- urlenska hraðrétti. Borða- pantanir eru teknar í síma 24199. Akureyri: Undir tungl- inu í 1929 - Eyjólfur á Uppanum Hljómsveitin Undir tungl- inu, leikur fyrir dansi f skemmtistaðnum 1929 í kvöld og annað kvöld. Að venju verður boðið upp á happy hour úr krana á milli kl. 23.30 og 00.00. Eyjólfur Kristjánsson skemmtir gestum Uppans í kvöld og annað kvöld. Akureyri: Portið opið ámorgun Að vanda verður líf og fjör í Portinu í nýju slökkvi- stöðinni við Árstíg á Akur- eyri á morgun, laugardag- inn 28. mars, kl. 11 til 16. Á boðstólum verður m.a. broddur, minjagripir og veggplattar, prjónuð barna- föt, spil, bækur, plötur, myndir, lax, brauð, lakkrís, postulínsvörur, keramik og kartöflur. Akureyri: Sýning Leifs Breiðprð heldur áfram Sýning Leifs Breiðfjörð í Gallerí AllraHanda á Akureyri heldur áfram um helgina. Á morgun, laugar- dag, verður opið frá kl. 10 til 18. Sýningin stendur út næstu viku. í kvöld leikur hljómsveitin Upplyfting í Sjallanum. Hljómsveitin Upplyfting er að verða ein sú elsta í dans- hljómsveitabransanum hér á landi og hefur átt mörg vinsæl lög sem komið hafa út á hljómplötum á síðustu árum. Síðustu ár hefur söngkonan Sigrún Eva Ármannsdóttir sungið með hljómsveitinni og eins og flestir vita mun hún standa við hlið Sigríðar Beinteins- dóttur á sviðinu í Svíþjóð í apríl nk. þar sem þær syngja sem fulltrúar íslands Harmonikuunnendur: Kafflhlað- borð í Lóni Harmonikuunnendur verða með kaffihlaðborð í Lóni við Hrísalund á Akureyri, sunnudaginn 29. mars frá kl. 15-17 og eru allir vel- komnir. Akureyri: Sýning blaða- ljósmyndara í anddyri íþrótta- hallarinnar Að undanförnu hefur íbú- um höfuðborgarsvæðisins gefist kostur á að sjá ljós- myndasýningu Blaða- mannafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélags íslands í Reykjavík. Nú hefur tekist að fá sýning- una, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn syðra, norður yfir heiðar. Sýningin verður í anddyri íþróttahallarinnar á Akur- eyri um helgina á morgun, laugardaginn 28. mars, kl. 12.30 til 21 og nk. sunnu- dag, 29. mars, kl. 12.30 til 19. Rétt er að ítreka að sýn- ingin verður aðeins þessa tvo daga. Aðgangseyrir að sýning- unni er 200 krónur. í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Á laugardagskvöldið verður stórsýningin Það er svo geggjað - Saga af sveita- balli og fer nú hver að verða síðastur til að sjá þessa skemmtilegu sýningu sem gengið hefur í Sjallan- um síðustu helgar. Hljómsveitin Vinir og synir leikur fyrir dansi til kl. 03.00 og tekur Rúnar Júlíusson lagið með hljóm- sveitinni á dansleiknum. í Kjallaranum verður karaoke söngvélin opin fyr- ir gesti og hafa nokkrar nýj- ar plötur bæst í safnið. Æfingabúðir skólalúðra- sveita í Hrafnagilsskóla: Tónleikar fyrir ahnemung Um helgina gengst Tónlist- arskóli Eyjafjarðar fyrir æfingabúðum skólalúðra- sveita á Norðurlandi í Hrafnagilsskóla í Eyja- fjarðarsveit. Þátttakendur koma víðs vegar að af Norðurlandi og verða um 200 talsins, flestir á aldrin- um 7-16 ára. Aðalleiðbein- endur verða Skarphéðinn Einarsson, Michael Jacques og Norman H. Dennis en auk þeirra munu aðrir stjórnendur sveitanna og kennarar leggja hönd á plóginn. Dagskráin hefst í kvöld með tónleikum Lúðrasveit- ar Akureyrar, sem er fimm- tíu ára um þessar mundir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á sunnudag verða svo tónleikar þar sem fram koma sveitir þær sem þátt taka í æfingabúðunum og leika þar hver í sínu lagi og sameiginlega. Hefjast þess- ir tónleikar kl. 14. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta og hvetja þetta unga tónlist- arfólk til dáða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.