Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 12
Nýtt leikhústilboð i Smiðju Blandaðir sjávarrréttir og grísamedalíur með Madeirasósu Verð fyrir 1-10 kr. 1.900 - Fyrir 11 eða fleiri kr. 1.800 Á Bauta alla daga 12" pizza og Coce á aðeins kr. 590 Dýraspítali á Akureyri: Starfsemin hefst í byrjun nýs árs“ - segir Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir 99 A A bygginganefndarfundi á Akureyri var nýverið sam- þjkkt erindi þar sem Elfa Agústsdóttir, dýralæknir, og Höskuldur Jónsson, tamninga- maður, bæði að starfi í Eyja- fírði, fengu veitingu fyrir lóð við Sörlaskjól 2-4 í Lögmanns- hlíðarlandi ofan Akureyrar til að byggja á dýraspítala og hesthús. Hestamennska sem tómstunda- gaman nýtur ört vaxandi vin- sælda um land allt. Akureyri og Akureyri: Hafspil innsigl- að vegna van- goldiima opin- berra gjalda Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri innsiglaði Hafspil hf. á Akureyri um miðjan þennan mánuð og enn sem komið er hefur innsiglið ekki verið rofíð. Björn Rögnvaldsson, aðalfull- trúi hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri, segir að Hafspil hafi verið innsiglað vegna vangoldinna opinberra gjalda, staðgreiðslu og virðisaukaskatts. Björn segir að fyrirtækið hafi enn sem komið er ekki gert skil. Hann vildi ekki upplýsa hversu háa fjárhæð Hafspil skuldaði í opinber gjöld. Hafspil framleiðir vökvaknú- inn búnað í skip, s.s. línu- og netaspil. óþh nærsveitir eru þar engin undan- tekning og sem eðlilegt er hefur starf dýralækna aukist verulega. Dýraspítali er rekinn í Reykja- vík, en slíka stofnun hefur vant- að Akureyri. Nú skal verða breyting þar á. „Löngu er orðið ljóst að dýra- spítala vantar á Akureyri og því sóttum við Höskuldur um að reisa slíka byggingu á Akureyri. Lengi var hugmyndin að byggja dýraspítala gegnt Akureyri í landi Austurhlíðar. Frá því hefur verið horfið og ákjósanlegur staður að okkar mati er í hest- húsahverfinu nýja í Lögmanns- hlíð. Leyfið er fengið og því skal hugmyndinni hrint í framkvæmd. Nú er að teikna húsið sem verður um 300 fermetrar. Bygginga- framkvæmdir hefjast í júní og allt á að verða tilbúið í byrjun nýs árs. Að hafa boðlega aðstöðu til að svæfa hross fyrir aðgerð, að hafa aðgang að röntgentækjum sem sjúkrastíum gerir starfið mun markvissara. Já, betri árangur næst ekki það eina er lýt- ur að hestunum heldur á ég við öll dýr sem eru krönk,“ sagði Elfa Agústsdóttir. ój í hita leiksins í gær. Stefán Jón íbygginn á svip og drengirnir í VIMA spenntir mjög. Mynd: Golli Spurningakeppni framhaldsskólanna: Verkmenntaskólinn í úrslit Lið Verkmenntaskólans á Akureyri er komið í úrslit í spurningakeppni framhalds- skólanna. í gær lögðu dreng- irnir í VMA hið knáa lið Menntaskólans við Hamrahlíð að velli með 25 stigum gegn 21. Lið VMA skipa þeir Rúnar Sigurpálsson, Skafti Ingimarsson og Pétur Maack Porsteinsson. Liðsstjóri og þjálfari er Benedikt Barðason. í kvöld mætast lið Menntaskól- ans á Akureyri og Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og kemur þá í ljós hvort drengjunum í VMA verður að ósk sinni, að mæta liði MA í úrslitum. SS Sameiginlegt kynningarátak ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi: Veglegur kynningarbæklingur á íjórum tungumáluin fyrsta skrefíð Smásagnasamkeppni Dags og Menor: Finuntíu sögur á borði dómnefndar bæklingurinn verður prentaður í 50 þúsund eintökum og dreift í vor Norðausturlandi. Að útgáfunni standa aðilar í ferðaþjónustu á svæðinu auk sveitarfélaga. Bæklingurinn, sem verður 32 í vor verður gefínn út veglegur upplýsingabæklingur um nátt- úrufar og ferðaþjónustu á Ríflega 50 smásögur bárust í smásagnasamkeppni dagblaðs- ins Dags og Menningarsam- taka Norðlendinga en skila- frestur rann út 16. mars sl. Aðstandendur samkeppninnar eru mjög ánægðir með þessa þátttöku og segja greinilegt að sagnasmiðir Ieynist víða. Þriggja manna dómnefnd mun freista þess að finna í flóði þessu tvær smásögur sem taka öðrum fram hvað varðar byggingu, framsetningu og frumleika í efn- isvali. Höfundur sögunnar sem dómnefnd telur besta hlýtur að launum Heimskringlu Snorra Sturlusonar og heildarútgáfu verka Shakespeares en báðir þessir bókapakkar eru gefnir út hjá Máli og menningu. Höfundur sögunnar sem lendir í öðru sæti fær verk Shakespeares í sinn hlut. Dómnefndarmenn eru nú að lesa smásögurnar gaumgæfilega en niðurstöður eiga að liggja fyrir 12. apríl næstkomandi. Þá fer fram verðlaunaafhending í sér- stöku hófi og verða verðlauna- sögurnar birtar í Degi skömmu síðar. SS síður í lit, er á fjórum tungu- málum og prentaður í 50 þús- und eintökum. Það er þriggja manna starfs- hópur, skipaður þeim Páli Þór Jónssyni á Húsavík, Jóni Illuga- syni í Mývatnssveit og Guðmundi Þórarinssyni í Kelduhverfi, sem hefur haft veg og vanda að útgáfu á þessum kynningarbæklingi. Þeir þremenningar hófu að starfa að málinu á síðasta ári og frá því á sl. hausti hafa þeir einbeitt sér að útgáfunni. Páll Þór Jónsson sagði í samtali við Dag að bæklingurinn væri fyrsta skref í „markaðssetningu“ á Norðausturlandi fyrir ferða- menn. Ýmsir aðilar á svæðinu frá Fnjóskadal í vestri til Vopna- fjarðar í austri hefðu ákveðið að taka höndum saman og kynna svæðið sameiginlega. Auk kynn- ingarbæklingsins, sem ber heitið „Norðausturland - sólríkt og sérstakt“ verður fjármagni varið til auglýsinga í tímaritum og árlegum ferðaþjónustubókum auk þess sem minni ferðaþjón- ustuaðilar á svæðinu verða styrkt- ir til þátttöku á ferðakaupstefn- unni Vest Norden á Akureyri í haust. Allt í allt segir Kristján að í ár verði um þrem milljónum króna varið til kynningarmála. „Með útgáfu á þessum bæklingi leggjum við af ýmsa áður útgefna kynningarbæklinga, t.d. Mývatnsbækling og Húsavíkur- bækling, og sameinumst um einn 32ja síðna bækling, sem byggir fyrst og fremst á litmyndum, sem Rafn Hafnfjörð hefur tekið. Bæk- lingurinn verður með öllum nauð- synlegum upplýsingum um ferða- þjónustu á svæðinu en megin- áherslan er lögð á að sýna fjöl- breytileika náttúru á svæðinu frá Vaðlaheiði til Vopnafjarðar. Þar er ótal margt athyglisvert að sjá,“ sagði Páll Þór. óþh Bflainnflutningur og bílaeign: Tæplega 137.000 bflar á íslandi - 2,1 íbúi á hverja fólksbifreið Á árinu 1991 voru fluttir til landsins 11.900 bflar, þar af um 800 notaðir. Bflainnflutn- ingurinn á síðasta ári var nokk- uð undir meðaltali næstu ára á undan. Upplýsingar þessar koma fram í nýútgefnum Verslunartíðindum og fram kemur að af nýjum bíl- um voru fólksbílar rúmlega 9.000. Innflutningur nýrra bíla á síðasta ári var svo til upp á bíl sá sami og meðaltal næstu 6 ára á undan. Þó nokkuð færri notaðir bílar voru fluttir inn en var að meðaltali síðustu ár. Nokkur breyting er varðandi fjölda eða skiptingu fólksbíla, sendibíla og lítilla vörubíla innbyrðis, en það má að hluta til reka til breyttra skráningarreglna. Á síðustu tveimur árum hefur orðið veruleg fjölgun á bílum sem skráðir eru sendibílar eða svokallaðir VSK- bílar. Reglur um virðisaukaskatt gerðu slíka bíla hagkvæma. Bílaeign í árslok 1991 var tæp- lega 137.000 bílar, þar af rúmlega 122.000 fólksbílar. Þetta eru svipaðar tölur og frá fyrra ári. í árslok 1989 voru 2,0 íbúar á hvern fólksbíl í landinu en í dag eru þeir 2,1. Langflestir fólksbílar komu á síðasta ári frá Japan eða 71,1%, því næst frá Rússlandi 6,6%, frá Frakklandi 6,1%, frá Bandaríkj- unum 4,6% og frá Þýskalandi 4,4%. Vörubílar komu flestir frá Svíþjóð og Þýskalandi, en flestar sendibifreiðir frá Japan eða 60,5%. Meðalaldur skráðra bíla í árs- lok 1991 var 7,5 ár, en meðalald- ur afskráðra bíla var 13,7 ár. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.