Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 27. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓR3SON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óvissa um framtíðar- skipan sjávarútvegsmála Núgildandi stefna í sjávarútvegi hefur verið lengi í mótun en segja má að henni hafi ver- ið fylgt í um 10 ár, með minniháttar breyt- ingum af og til á því tímabili. Um sjávar- útvegsstefnu stjórnvalda hefur ávallt staðið talsverður styr, enda um gífurlegt hags- munamál að ræða sem aldrei verður hægt að ná fullkominni samstöðu um. Stjórnvöld hafa þó fram til þessa ávallt lagt þunga áherslu á að ná sem breiðastri samstöðu um sjávarútvegsstefnuna. Af þeim sökum hefur jafnan farið mikill tími í að sætta andstæð sjónarmið, þegar lög um stjórn fiskveiða hafa komið til kasta Alþingis. í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða og Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins er gert ráð fyrir að löggjöfin verði endurskoðuð fyrir árslok 1992. Með þessu ákvæði var á engan hátt gefið í skyn að miklar breytingar þyrftu að eiga sér stað á lögunum; tilgangur þess var einungis að tryggja að lögin yrðu endur- skoðuð í ljósi fenginnar reynslu og nauðsyn- legar lagfæringar gerðar. Núverandi ríkis- stjórn hefur skipað nefnd til að endurskoða lögin í samræmi við fyrrnefnt ákvæði. Það hefur vakið verðskuldaða athygli - og jafn- framt áhyggjur — að nefnd þessi er eingöngu skipuð fulltrúum stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að veita fulltrú- um stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi enga aðild að nefndarstarfinu, ber vott um skammsýni í ljósi þess sem að framan er sagt. Það ber einnig vott um skammsýni af hálfu ríkisstjórnarinnar að setja nefndinni tvo formenn. Slíkt fyrirkomulag er ekki væn- legt til árangurs. Enginn veit með vissu á hvaða stigi endurskoðunarstarf nefndarinnar er, því hún hefur ekkert látið frá sér fara þess efnis. Hins vegar bera ummæli nefndarformann- anna tveggja í blöðum að undanförnu það með sér að þeir tala ekki sama tungumálið. Misvísandi ummæli þeirra gefa mjög ákveðna vísbendingu um að innan nefndar- innar ríki alvarlegur ágreiningur um grund- vallaratriði núgildandi fiskveiðistefnu. Sú staðreynd eykur enn á þá óvissu sem þegar ríkir um framtíðarskipan sjávarútvegsmála hér á landi. BB. Hraðfrystihús ÓlafsQarðar endurnýjað: Flæðilínan er fjrsta skrefið - í átt til frekari fullvinnslu aflans, segir Jóhann Guðmundsson framkvæmdastjóri í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar er nýlega búið að setja upp flæðilínu og þrátt fyrir smá- vandamál í upphafi Iofar þetta nýja fyrirkomulag góðu, að sögn Jóhanns Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Enn er reksturinn þó þungur og fjár- magnskostnaður mikill. „En við ætlum að berjast,“ segir hann. Flæðilínan var sett upp í húsi sem áður tilheyrði fyrirtæki Magnúsar Gamalíelssonar en varð hluti af Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar þegar Sæberg hf. keypti meirihlutann í síðar- nefnda fyrirtækinu. Fram á haustið 1990 var unnin rækja í húsi MG en hætt í nóvember af því sú vinnsla bar sig ekki lengur. Síðan hefur húsið ekki verið notað en fiskvinnsla fyrirtækisins fór fram í gamla frystihúsinu fram undir síðustu jól. „í nóvember sl. var ráðist í framkvæmdir hér,“ segir Jóhann. „Rækjuverksmiðjan var tekin niður og við ákváðum að einbeita okkur að frystingunni. Fyrirtækið átti engan rækjukvóta svo það var sjálfhætt, það er ekki hægt að reka rækjuvinnslu eins og hobbí. Það var ráðist í endurbætur hér, teknir niður milliveggir og allar lagnir endurbættar. Þetta var frystihús hér áður fyrr og gamli vinnslusalurinn var stækkaður og tækjaplássið aukið. Astæðan fyrir því að ráðist var í þessar framkvæmdir var sú að það var annað hvort að færa vinnsluna til nútímans eða hætta þessu. Þessar sömu breytingar hafa verið gerðar annars staðar á síðustu árum svo við erum frekar seint á ferð. Gamla húsið var óhentugt fyrir þessa tegund vinnslu svo nú stendur það ónot- að að mestu.“ Allt annað líf - Þessi flæðilína sem sumir vilja kalla frystitogaralínu, í hverju liggur hagræðið af henni? „Það liggur í jöfnu flæði hrá- efnisins í gegnum vinnsluna. Áður var flakað í bakka sem síð- an söfnuðust upp og biðu eftir að komast áfram. I þessum bökkum beið fiskurinn í allt að tvo tíma, hann var undir fargi og safinn pressaðist úr honum. Nú líða ekki nema 5-10 mínútur frá því fiskurinn er hausaður þangað til hann kemur inn í frysti svo hann heldur safanum í sér. Með því móti fæst betra hráefni og betri nýting. Fyrir fólkið er breytingin mikil, vinnuaðstaðan er miklu betri. Er það ekki, Ingibjörg?“ spyr hann konu sem kemur inn í Jóhann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri fyrir framan gamla frystihúsið sem nú stendur að mestu autt. kaffistofuna þar sem við sitjum að spjalli. „Þetta er allt annað líf,“ segir hún, „þó við höfum kannski ver- ið heldur bráðlát.“ „Þarna á hún við dálitla byrj- unarörðugleika sem við höfum átt við að glírna," segir Jóhann. „Þetta er stór aðgerð og miklar breytingar svo það er engin furða að þeim fylgi einhver smávanda- mál i upphafi. Þau þarf að leysa og við erum að því.“ Stefnum að aukinni fullvinnslu Jóhann segir að nú séu um 60 manns á launaskrá hjá fyrirtæk- inu í frystihúsi og bræðslu. „Það hefur ekki breyst mikið. Við fækkuðum um tvo starfsmenn fyrr í vetur og svo höfum við flutt fólk til úr þjónustustörfum inn í vinnslurásina. Að öðru leyti hef- ur ekki orðið nein breyting á mannahaldi.“ - í frystihúsunum hér í ná- grenninu, á Dalvík og í Hrísey, hefur verið tekin upp ný vinnslu- aðferð. Eruð þið ekkert að velta slíku fyrir ykkur? „Við höfum gert það, en það er mjög kostnaðarsamt að koma upp vinnslu í smápakkningar. Við stefnum að því að auka full- vinnslu hráefnisins og flæðilínan er fyrsta skrefið í þá átt. Flutningarnir auðvelda okkur að auka fjölbreytnina í vinnslunni. Hér er meira pláss og betra fyrir- komulag.“ - Hvað verður um gamla frysti- húsið? „Það er óleyst vandamál sem við eigum raunar sameiginlegt með öðrum fyrirtækjum þar sem sameining hefur átt sér stað. Eins og er nýtum við húsið ekki að öðru leyti en því að þar er frysti- klefi sem við notum og svo eru skrifstofurnar þar. Við berum bara kostnað af húsinu. Það væri óskandi að húsið nýttist öðrum atvinnurekstri og við erum að leita leiða til þess. Ein hugmynd- in er að stækka frystiklefann og breyta húsinu í frystigeymslu sem vantar hér á staðnum. Húsið gæti líka hentað vel fyrir fiskmarkað, en það er ekki í okkar verkahring að stofna slíkt fyrirtæki." Samstarf frystihúsa Hraðfrystihús Ólafsfjarðar tekur nú við fiski úr tveimur togurum Sæbergs hf., Múlabergi og Sól- bergi, en auk þess rekur Sæberg frystitogarann Mánaberg. Stund- um tekur húsið við fiski úr bátum en þeir eru ekki í föstum við- skiptum. „Það hefur gengið þokkalega að halda uppi fullri vinnslu. Við eigum ágætt samstarf við önnur frystihús hér við Eyjafjörð, þau hafa bjargað degi og degi hjá okkur og við hjá þeim á móti. Þar njótum við góðs af Múlagöngun- um sem gera alla aðdrætti trygg- ari. Hins vegar höfum við miklar áhyggjur af minnkandi fiskiríi því við þurfum ekki minna en 2.400 tonn í húsið á ári og helst meira, allt að 3.000 tonnum. Rekstur bræðslunnar er fremur þungur. Hún getur annað öllum beinum sem til falla við Eyjafjörð svo það var eiginlega áfall fyrir okkur þegar ráðist var í að endurbyggja Krossanesverk- smiðjuna. Nú erum við að bræða loðnu en við höfum fengið 1.800 tonn á þessari vertíð. Þau komu öll úr Guðmundi Ólafi sem gerð- ur er út héðan.“ Þörf á ítrasta aðhaldi Kostnaðurinn við endurbæturnar nemur um 25 milljónum króna, en þar af kostaði flæðilínan sjö milljónir. Jóhann segir að þó reksturinn sé þungur og fjármagns- kostnaður mikill ætli þeir að berjast. „Með þessum breyting- um höfum við skapað forsendur fyrir því að við getum spjarað okkur, en til þess þarf að beita ítrasta aðhaldi í rekstrinum. Annars gengur dæmið ekki upp,“ segir hann. Jóhann er aðfluttur í Ólafs- fjörð, kom þangað í ágúst 1990 þegar framtíð fyrirtækisins var í mikilli óvissu. Hann er ættaður frá Flateyri („Hann er alinn upp hjá Einari Óddi,“ skýtur áður- nefnd Ingibjörg inn í) og var þar til sjós. Síðan fór hann í Tækni- skóla íslands og í framhaldsnám í Danmörku í tæknifræði og rekstrarfræði sjávarútvegsins. -ÞH Alls geta 18 konur unnið í einu að snyrtingu en til stendur að bæta við fleiri línum fyrir sérpakkningar. Þær segja að það sé allt annað líf að vinna við flæðilínuna en gamla fyrirkomulagið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.