Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 31. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓL.I G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Saimleikanum verður hver sárreiðastur Skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar hélt Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og þáverandi forsætisráðherra, því fram að lesa mætti út úr stefnuskrá Alþýðuflokksins og málflutningi ein- stakra forystumanna hans í kosningabaráttunni, að Alþýðuflokkurinn hefði hug á að ísland gerðist aðili að Evrópubandalaginu. Þessi yfirlýsing Steingríms olli á sínum tíma miklum taugatitringi meðal Alþýðu- flokksmanna. Um það leyti sem Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, var að ljúka stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum lýsti hann því yfir í fjölmiðlum að fyrrnefnd fullyrðing Steingríms Hermannssonar væri ein meginástæðan fyrir því að Alþýðuflokkurinn teldi sér ekki fært að halda fyrra stjórnarsamstarfi áfram. Steingrímur hefði vísvitandi farið með ósannandi í garð Alþýðuflokksins. Athyglis- vert er að rifja þessa deilu upp nú, í Ijósi síðustu at- burða. Ef marka má skýrslu um utanríkismál, sem fyrrnefndur Jón Baldvin Hannibalsson, núverandi ut- anríkisráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi, boðar ríkis- stjórnin stefnubreytingu gagnvart hugsanlegri aðild íslands að Evrópubandalaginu. í skýrslunni segir ut- anríkisráðherra að með því að hafna inngöngu í Evr- ópubandalagið alfarið sem valkosti séu íslendingar „að slá hendinni á móti möguleikum til aukinna áhrifa á mótun ákvarðana, sem munu hafa áhrif á framtíð ís- lands, hvort sem það er aðili eða ekki. Því fylgir einnig valdaafsal að standa utan EB,“ segir í skýrslu utanríkisráðherra. Þar segir ennfremur: „En það er umhugsunarvert að ísland er nú að verða viðskila við norræna samvinnu, því önnur Norðurlönd meta það svo að nú sé lag til þess að ganga inn í EB sem ekki gefist aftur. Því er nauðsynlegt að fram fari hér í ráðu- neytinu og stjórnarstofnunum ítarleg úttekt á því hvað EB aðild hefði í för með sér. Að lokinni slíkri út- tekt verður fyrst hægt að hafna aðildarkostinum að vandlega athuguðu máli. “ Af tilvitnuðu köflunum úr skýrslu utanríkisráðherra er ljóst að ráðherrann er alls ekki fráhverfur því að ísland gerist aðili að EB. Reyndar segir hann að nauðsynlegt sé að ráðuneyti og stjórnarstofnanir kanni ítarlega kosti og galla EB aðildar, væntanlega sem fyrst. Orðalag skýrslunnar ber það með sér að könnunin eigi að fara fram undir þeim formerkjum að aðild að EB sé hinn jákvæði kost- ur, sem alls ekki megi hafna nema að vandlega yfir- veguðu máli. Með skýrslu sinni er utanríkisráðherra að gera til- raun til að fara með þetta mikilsverða mál „annan hring“. íslendingar hafa þegar ákveðið að aðild að EB komi ekki til greina. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur meira að segja lýst því yfir að aðild að EB verði ekki tekin á dagskrá hjá ríkisstjórninni á yfirstand- andi kjörtímabili. Þá yfirlýsingu gaf hann m.a. vegna áðurnefndrar fullyrðingar Steingríms Hermannssonar í síðustu kosningabaráttu. Hins vegar hefur Jón Baldvin Hannibalsson nú staðfest með skýrslu sinni að fullyrðing Steingríms um afstöðu forystu Alþýðu- flokksins til EB aðildar var á rökum reist. Hér sannast hið fornkveðna að sannleikanum verður hver sár- reiðastur. BB MENOR - menningar- dagskrá í apríl f w- irjwiv- a . I Miðvikudagur 1. apríl - Bifröst Sauðárkróki kl. 21: Sæluvika Skagfirðinga, Rökkur- kórinn syngur undir stjóm Sveins Amasonar, einsöngvari Jóhann Már Jóhannsson. Föstudagur 3. apríl - íþróttahúsið Sauðárkróki kl. 21: Sæluvika Skagfirðinga, Skagfirska söngsveitin í Reykja- vík syngur Vínar- og ópemtónlist undir stjóm Björgvins Þ. Valdi- marssonar, einsöngvarar Halla S. Jónsdóttir, Fríður Sigurðardóttir, Svanhildur Sveinbjömsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Ragnheiður Fjeldsted. - Bifröst Sauðárkróki kl. 23: Sæluvika Skagfirðinga, gömlu dansamir, hljómsveit Geirmund- ar leikur fyrir dansi. Laugardagur 4. apríl - Akureyrarkirkja kl. 12: Há- degistónleikar, ritningarlestur, Bjöm Steinar Sólbergsson leikur á orgel verk eftir Bach og Liszt. Léttur hádegisverður í Safnaðar- heimili á eftir. - Glerárkirkja kl. 14: Lúðrasveit Akureyrar, 50 ára afmælistón- leikar, stjómandi Atli Guðlaugs- son, gestir Lúðrasveit Hafnar- fjarðar. - Félagsheimilið Blönduósi kl. 16: Kammerhljómsveit Akureyr- ar, stjómandi Öm Óskarsson, einleikari Sigrún Eðvaldsdóttir fíðluleikari, Richard Simm og Tom Higgerson píanó. Verk eftir Saint-Saens, Mendelsohn, A. Copland. - Miðgarður í Skagafirði kl. 21: Sæluvika Skagfirðinga Söng- skemmtun kl. 20.30. Karlakór- inn Heimir, Rökkurkórinn, Skag- fírska söngsveitin. - Bláhvammur Skipagötu Akur- eyri kl. 21.30: Harmoníkutón- leikar, Félag harmoníkuunnenda við Eyjafjörð og Harmoníkufélag Þingeyinga. Dansleikur á eftir með harmoníkuleik. - Hlíðarbær, Akureyri, kl. 21: Arshátíð söngsins á vegum Mánakórsins. Matur og kaffi (Matargestir þurfa að panta miða í símum 25462 og 26838). Kór- söngur, X-tríóið, fjöldasöngur gesta, stjómendur Gordon Jack og Birgir H. Arason. Herramenn leika fyrir dansi frá kl. 23.30. Allir velkomnir. Sunnudagur 5. apríl - Félagsheimilið Skúlagarður í Kelduhverfi kl. 15: Söngmót Kirkjukórasambands N-Þingeyj- arsýslu. Sex kórar syngja. Stjóm- endur: Björg Bjömsdóttir, Krist- veig Bjömsdóttir, Vigdís Sigurð- ardóttir, Margrét Bóasdóttir. - íþróttaskemman á Akureyri kl. 17: Kammerhljómsveit Akureyr- ar, stjómandi Öm Óskarsson, einleikarar Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Richard Simm og Tom Higgerson píanó. Verk eftir Saint-Saéns, Mendelsohn, A. Copland Fimmtudagur 9. apríl - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30: Vortónleikar Kórs Menntaskólans á Akureyri, stjómandi Hólmfn'ður Benedikts- dóttir, einsöngur og hljóðfæra- leikur á vegum kórfélaga og nemenda M.A. Dórothea Dagný Tómasdóttir, píanó. Verk eftir Mozart, Dowland, Carl Orff, Beatles og fl. Laugardagur 11. apríl - Ásbyrgi í Miðfirði kl. 21: Árleg söngskemmtun Karlakórsins Lóuþrælar og kvennakórsins Sandlóumar, stjómandi Ólöf Pálsdóttir, Elínborg Sigurgeirs- dóttir, píanó, gestir Galgopar frá Akureyri. Miðvikudagur 15. apríl - Hótel Vertshús, Hvammstanga, kl. 21: Tónlistarfélag V-Húna- vatnssýslu. Blúsbandið Trega- sveitin. Miðvikudagur 22. apríl (síðasti vetrardagur) - Freyvangur í Eyjafjarðarsveit kl. 21: Söngskemmtun: Galgopar og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hljóm- sveit Finns Eydal leikur fyrir dansi á eftir. Föstudagur 24. apríl - Á sal Tónlistarskólans á Akur- eyri kl. 20.30: Tónleikar nem- enda á efri stigum söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri. Er- lend efnisskrá frá öllum tíma- bilum söngbókmenntanna. Laugardagur 25. apríl - Tjamarborg Ólafsfirði kl. 21: Kirkjukór Ólafsfjarðar (í tilefni af væntanlegri ferð kórsins til Finnlands, Litháens og Póllands í sumar). . Kórsöngur, tvísöngur, píanóleikur Lidia Kolosowska, stjómandi Jakub Kolosowski. Á efniskrá em íslensk lög. Sunnudagur 26. apríl - Akureyrarkirkja kl. 20.30: Passíukórinn, stjómandi Roar Kvam. Flutt verður Misa Criolla eftir Ariel Ramirez og O, Sing onto the Lord eftir Handel. - Dalvíkurkirkja kl. 20.30: Kirkjukór Dalvíkurkirkju, stjóm- andi Hlín Torfadóttir. Á efnisskrá er Requiem eftir Fauré og verk eftir Mozart. Mánudagur 27. apríl - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.00: Vortónleikar söngdeildar (milli 30 og 40 nem- endur) Tónlistarskólans á Akur- eyrar. íslensk sönglagahátíð í til- efni af ári söngsins. Föstudagur 1. maí - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 14: Tónleikar forskóla- deildar Tónlistarskólans á Akur- eyri. - Akureyrarkirkja kl. 20.30: Kirkjukór Akraneskirkju, stjóm- andi Jón Ólafur Sigurðsson, orgel Orthulf Pmnner. Requiem og Cantique de Jean Racine eftir Fauré. Laugardagur 2. maí - Akureyrarkirkja kl. 12: Há- degistónleikar, ritningarlestur, léttur hádegisverður. Bjöm Steinar Sólbergsson leikur á orgel verk eftir Bach og Gigout. Sunnudagur 3. maí - Ýdalir í Aðaldal kl. 15: Tón- leikar að afloknu móti íslenskra kvennakóra. Kvennakórinn Lissý, stjómandi Margrét Bóas- dóttir. Kvennakór Siglufjarðar, Allir þeir sem standa að hvers konar list- og menningarstarfi á Norður- landi eru hvattir til að tilkynna við- burði næsta mánaðar til tengiliða Menor, eigi síðar en síðasta þriðjudag hvers mánaðar. Tengiliöir Menor eru: N-Þingeyjarsýsla: Anna Helgadóttir, símar 96-52108/ 52105. S-Þingeyjarsýsla: Sigurður Hall- marsson, sími 96-41123. stjómandi Elías Þorvaldsson. Kvennakór Suðumesja, stjóm- andi Sigvaldi S. Kaldalóns. Freyjukórinn Borgarfirði, stjóm- andi Bjami Guðráðsson. Kvennakór úr Rangárvallasýslu, stjómandi Margrét Runólfsson. Leikfélag Akureyrar íslandsklukkan eftir Halldór Lax- ness, leikstjóm og leikgerð Sunna Borg. Fim. 2. apríl kl. 17.00, fös. 3. apríl, laug. 4. apríl, kl. 17.00, aðrar dagsetn- ingar auglýstar síðar. Upplýsing- ar og miðasala í síma 24073 kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Leikfélag Húsavíkur Gaukshreiðrið eftir Dale Wass- erman. Fös. 3. apríl kl. 20.30, laug. 4. apríl kl. 15.00, síðustu sýningar. 9-11. aprfi verða 3 sýn- ingar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Upplýsingar og miðasala í síma 41129 kl. 17-19. Freyvangsleikhúsið Freyvangur Eyjafjarðarsveit: Messías mannssonur, Rokk- ópera. Fim. 2. apríl, fös. 3. apríl, laug. 4. apríl, kl. 20.30 sun. 5. apríl. kl. 15.00, aðrar dagsetn- ingar auglýstar síðar. Upplýsing- ar og miðasala í síma 31196. Ungmennafélagið Efling Breiðumýri í Reykjadal: Fugl í búri eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur og Kona eftir Dario Fo, leikstjóri María Sigurðardótt- ir. Fös. 3. apríl kl. 21.00, laug 4. apríl kl. 15.00, sun. 5. apríl kl. 21. Upplýsingar og miðasala í síma 43110 kl. 13-16 og 43145 sýningardagana. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Samkomuhúsið Akureyri: Betl- araóperan eftir John Gay, leik- stjóri Jón Stefán Kristjánsson. Frumsýning þriðjudag 28. apríl kl. 20.30, mið. 29. apríl, fim. 30. apríl kl. 20.30. Gallerí Allrahanda Listagili á Akureyri. Opið 14-18 virka daga. Safnahúsið á Sauðárkróki Sæluvika Skagfirðinga: Elías B. Halldórsson sýnir grafík og olíumálverk. Opið kl.15-19 virka daga og 14-18 um helgar. Sæluvika Skagfirðinga, Sauðár- króki: Ingaló eftir Asdísi Thor- oddsen. Akureyri/Eyjafjörður: Hrefna Harðardóttir, símar 96-21788/25642. Siglufjörður: Elías Þorvaldsson, símar 96-71224/71319. Skagafjörður: Ólafur Halldórsson, sími 95-38056. A-Húnavatnssýsla: Vignir Einarsson, símar 95-24147/ 24310. V-Húnavatnssýsla: Sveinn Bjömsson, sími 95-12486. (Geymiö listann). Hafið samband við tengiliði Menor!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.