Dagur - 31.03.1992, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 31. mars 1992
Jón Haukur Brynjólfsson
Iþróttir
Stórleikur Miklosko bjargaði West Ham
- Man. Utd. enn tveimur stigum á eftir Leeds Utd. - Durie skoraði og Tottenham vann!
Enn æsist ieikurinn í ensku
knattspyrnunni og spennan á
toppnum virðist nú setja svip
sinn á leik efstu liðanna tveggja í
1. deild sem berjast um titilinn.
Allir ieikir þeirra hafa nú á sér
svip úrslitaleiks og það gefur
mótherjunum aukinn kraft. Þá
eru liðin sem berjast við botninn
stórhættuleg og berjast upp á líf
og dauða fyrir hverju stigi. Það
má því að venju búast við mörg-
um óvæntum úrslitum á loka-
sprettinum. En skoðum þá leiki
Iaugardagsins.
• Topplið Leeds Utd. fékk botn-
lið West Ham í heimsókn á Elland
Road þar sem taugaspenna beggja
liða setti mark sitt á leikinn. Leeds
Utd. hefði átt að vinna leikinn, en
West Ham hefði einnig getað sigr-
að og markalausa jafnteflið kom
hvorugu liðinu vel. Leeds Utd. var
langt frá sínu besta, en hefði þrátt
fyrir það átt að vinna öruggan sigur
og hefði gert það ef ekki hefði
komið til stórleikur Ludek Mikl-
osko í marki West Ham. Fimm
sinnum í síðari hálfleik bjargaði
hann meistaralega eftir nær stöð-
uga sókn heimaliðsins allan síðari
hálfleikinn, en ef Lee Chapman
hefði ekki misnotað dauðafæri hjá
Leeds Utd. í fyrri hálfleik hefði iið-
ið losnað úr taugaspennunni. Eric
Cantona sýndi frábæra takta hjá
Leeds Utd. og virtist líklegastur
leikmanna liðsins til að opna þétta
vöm West Ham. Þá var barátta
Gordon Strachan og David Batty á
miðjunni með ólíkindum og liðið
verður ekki sakað um að hafa ekki
lagt sig fram, en það dugði ekki að
þessu sinni.
• Manchester Utd. fékk það erf-
iða verkefni að sækja heim lið
Q.P.R. sem hafði burstað Utd. á
Old Trafford 4:1 á nýársdag. Nú
gekk þó betur og þrátt fyrir marka-
laust jafntefli var leikurinn spenn-
andi og vel leikinn. Man. Utd. var
heppið í fyrri hálfleik er skot Andy
Impey hjá Q.P.R. hafnaði í stöng,
en í þeim síðari fékk Andrej Kant-
chelkis gott færi fyrir Man. Utd.
eftir mjög góða hælsendingu Ryan
Giggs. Q.P R. sótti mun meira í
leiknum og liðið er greinilega í
uppsveiflu, en vöm Man. Utd. var
þétt fyrir og varðist öllu sem að
Urslit
Zenith-bikariim
Nottingham For.-Southamplon 3:2
1. deild
Aston Villa-Norwich 1:0
Leeds Utd.-West Ham 0:0
Manchester City-Chelsea 0:0
Notts County-Crystal Palace 2:3
Oldham-Sheffield Wed. 3:0
Q J’iL-Manchester Utd. 0:0
ShefField Utd.-Liverpool 2:0
Tottenham-Coventry 4:3
Wimbledon-Arsenal 1:3
2. deild
Tranmere-Leicester 1:2
Barnsley-Blackburn 2:1
Brighton-Cambridge 1:1
Bristol City-Oxford 1:1
Charlton-Middlesbrough 0:0
Ipswich-Derby 2:1
Port Vale-Plymouth 1:0
Portsmouth-Swindon 1:1
Southend-Grimsby 3:1
Watford-Bristol Rovers 1:0
Wolves-Millwall 0:0
Newcastie-Sunderland 1:0
Úrslit í vikunni:
2. deild
Derby-Plymouth 2:0
þeim kom, en Utd. liðið mátti vera
ánægt með jafnteflið og enn sem
fyrr er staða liðsins mun vænlegri
en keppinautanna frá Leeds og
ólíklegt að liðið láti meistaratitil-
inn ganga sér úr greipum.
• Loks kom heimasigur hjá
Tottenham og það sem meira var,
Gordon Durie skoraði í deildaleik í
fyrsta sinn frá því fyrir jól og hann
hafði mörkin þrjú í leiknum gegn
Coventry. Fyrsta markið gerði
Durie á 6. mín., en Shaun Flynn
jafnaði fyrir Coventry á 24. mín.
Gary Lineker náði forystunni fyrir
Tottenham að nýju með skalla og á
síðustu mín. fyrri hálfleiks bætti
Durie þriðja marki liðsins við. Öll
hætta virtist liðin hjá Tottenham,
en Coventry hafði ekki gefist upp
og David Smith lagaði stöðuna í
3:2, en Durie fullkomnaði þá
þrennu sína og staðan orðin 4:2
fyrir Tottenham. Lloyd McGrath
minnkaði síðan muninn í 4:3 með
marki fyrir Coventry og síðustu 5
mín. leiksins fóru að mestu fram
Gary Lineker skallar hér boltann framhjá Steve Ogrizovic, markverði Coventry, í 4:3 sigri Tottenham.
innan vítateigs Tottenham, en lið-
inu tókst að halda út og tryggja sér
þennan mikilvæga sigur.
• Arsenal vann öruggan útisigur
Scott Gemmill var maðurinn á bak við sigur Nott. For. í úrslitaleik Zenith
bikarsins gegn Southampton.
Zenith bíkarínn í
safn Nott. Forest
Úrslitaleikurinn í hinni um-
deildu Zenith bikarkeppni fór
fram á Wembley á sunnudaginn
að viðstöddum um 68.000 áhorf-
endum. Nottingham For. sigraði
lið Southampton 3:2 eftir fram-
lengdan leik, en þessi bikar-
keppni var sett á fót fyrir 1. og 2.
deildarliðin eftir að ensku liðin
voru dæmd í bann í Evrópu-
keppnunum.
Leikurinn hófst rólega, en virtist
fljótt vera afgreiddur er Forest náði
2:0 forystu í fyrri hálfleik. Sout-
hampton gafst þó ekki upp og náði
að jafna í 2:2 í síðari hálfleik og var
nærri því að tryggja sér sigur.
Andy Marriott, sem lék í marki
Forest, varði naumlega þrumuskot
Terry Hurlock á lokamínútum
leiksins og leikurinn því fram-
lengdur. Archie Gemmill, þjálfari
Forest, sá son sinn, Scott Gemmill,
ná forystunni á 15. mín. með við-
stöðulausu skoti eftir homspymu
og síðan tryggja Forest sigurinn í
leiknum er 8 mín. vom eftir af
framlengingunni og vítaspymu-
keppni blasti við. Gemmill átti
einnig stungusendingu í gegnum
vöm Southampton sem Kingsley
Black skoraði úr annað mark
Forest rétt fyrir hlé og þá héldu
flestir að leikurinn væri unninn hjá
Forest. En annað kom á daginn og
góð skallamörk frá Matthew Le
Tissier og miðverðinum Kevin
Moore gáfu Southampton færi á
óvæntum sigri. En jafnvel án
Stuart Pearce, fyrirliða síns, sem
meiddist á 17. mín. náði Forest að
tryggja sér sigur í lokin, enda liðið
ekki óvænt því að leika úrslitaleiki
á Wembley.
• Þá var á sunnudag leikur í 2.
deild þar sem Newcastle sigraði
nágranna sína og aðalkeppinauta,
Sunderland, með eina marki leiks-
ins. Þ.L.A.
á Wimbledon og sigur liðsins var
aldrei í hættu eftir að hafa náð 2:0
forskoti á fyrstu 7 mín. leiksins.
Ray Parlour skoraði strax á fyrstu
mín., en vamarmenn Wimbledon
töldu hann þó rangstæðan og Ian
Wright bætti öðm marki við fyrir
Arsenal áður en vamarmenn
Wimbledon höfðu jafnað sig á
fyrra markinu. Robbie Earle skor-
aði fyrir Wimbledon á 61. mín., en
4 mín. síðar skallaði Kevin Camp-,
bell inn eftir sendingu Anders
Limpar þriðja mark Arsenal og
gulltryggði sigur liðsins.
• Öldham vann ömggan sigur
gegn Sheff. Wed. sem nú virðist
hafa misst alla von um að krækja í
efsta sætið. Graeme Sharp gerði
fyrsta mark Oldham á 3. mín. og
leikmenn Sheffield-liðsins virtust
gefast upp. Richard Jobson bætti
öðm marki Oldham við með skalla
á 55. mín. og lokaorðið átti Neil
Adams 10 mín. síðar, en Rick
Holden lagði upp öll mörkin.
• Liverpool reið ekki feitum
hesti frá viðureign sinni gegn
Sheff. Utd. Heimamenn nýttu sér
vel slakan vamarleik Liverpool og
Brian Deane skoraði tvívegis fyrir
Sheff. Utd. án þess að Liverpool
tækist að svara. Fyrra markið gerði
Deane af löngu færi eftir að Bmce
Grobbelaar, markvörður Liver-
pool, hafði farið í skógarferð út
fyrir vítateig, fengið skot í brjóstið,
sem hrökk fyrir fætur Deane, sem
þakkaði gott boð og sendi boltann í
netið.
• Manchester City hefur ekki
gengið sem best að undanfömu og
varð að láta markalaust jafntefli á
heimavelli gegn Chelsea duga.
City hefur nú misst af öllum mögu-
leikum á titlinum, en liðið getur þó
haft þar áhrif því að bæði Leeds
Utd. og Man. Utd. eiga eftir að
leika gegn Man. City.
• Ekki vantaði mörkin í leik
Notts County og Crystal Palace
sem lauk með 3:2 sigri Palace og
County virðist á leið í 2. deild. Það
byrjaði þó vel hjá County, liðið
komst í 2:0 með mörkum Craig
Short og Kevin Wilson sem liðið
keypti frá Chelsea í vikunni. Pal-
ace hafði þó ekki gefist upp, þeir
Chris Coleman og Mark Bright
náðu að jafna í 2:2. En það var síð-
an Paul Mortimer sem tryggði Pal-
ace sigurinn með þriðja marki liðs-
ins undir lok leiksins.
• Aston Villa hefur gengið mjög
illa að skora í undanfömum leikj-
um og það blés ekki byrlega lengi
vel í leiknum gegn Norwich. Steve
Staunton tókst þó loks að brjóta ís-
inn undir lok leiksins með heppnis-
marki sem reyndist sigurmark
leiksins.
2. deild
• Kenny Dalglish og gullkálfamir
hans hjá Blackbum hafa nú misst
efsta sætið í deildinni eftir tap gegn
Bamsley. Duncan Shearer, sem
liðið keypti frá Swindon fyrir
700.000 pund í vikunni, kom þó
Blackbum yfir í leiknum.
• Ipswich undir stjóm John
Lyall, sem lengi var stjóri hjá West
Ham með góðum árangri, er nú
komið í efsta sætið. Tvö mörk
Jason Dozzell dugðu gegn einu
marki frá Paul Simpson fyrir
Derby.
• Peter Shilton og lið hans Ply-
mouth er nú komið í mikla fall-
hættu í deildinni.
• Wolves tókst ekki að sigra
Millwall þrátt fyrir að Alex Rae,
leikmaður Millwall, væri rekinn út
af. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Leeds Utd. 36 18-15- 3 65:31 69
Manchester Utd. 34 18-13- 3 53:24 67
Sheflield Wednesday 35 17- 9- 9 54:48 60
Livcrpool 34 14-13- 7 38:31 55
Arsenal 34 14-12- 8 59:38 54
Manchester City 35 15- 9-11 45:42 54
Crystal Palace 36 12-13-11 47:55 49
Nottingham For. 32 14- 8-1049:42 47
QPR 36 10-17- 941:39 47
Aslon Villa 35 13- 8-14 36:36 47
Everton 35 11-13-11 45:39 46
Chelsea 36 11-13-12 43:49 46
Oldham 36 12- 8-16 55:58 44
Norwich 35 11-11-13 44:48 44
Sheffield Utd. 34 12- 7-15 52:54 43
Wimbledon 35 10-13-12 40:44 43
Coventry 35 10-10-15 34:37 40
Tottenham 33 11- 6-16 42:46 39
Southampton 33 9-10-14 32:46 37
Luton 35 7-11-18 28:59 32
Notts County 35 7-10-18 35:50 31
West Ham 33 6-10-17 28:48 29
2. deild
Ipswich 37 19-10- 8 56:39 67
Blackburn 38 19- 9-10 59:40 66
Cambridge 39 17-14- 8 54:37 65
Middlesbrough 35 17-10- 8 43:29 61
Leicester 37 17- 8-12 48:44 59
Charlton 38 17- 8-13 46:42 59
Portsmouth 37 16-10-11 56:42 58
Derby 38 17- 7-14 53:45 58
Southend 39 16- 9-14 57:51 57
Swindon 38 15-11-12 63:51 56
Wolves 37 14-10-13 46:41 52
Bamsley 38 14- 9-1531:45 51
Watford 38 14- 8-16 40:42 50
Miliwall 38 14- 8-16 54:62 50
Tranmere 36 11-15-10 42:43 48
Bristol Rovers 39 12-12-15 46:56 48
Newcastle 39 11-13-15 56:66 46
Sunderland 36 12- 7-17 48:51 43
Grimsby 37 11-10-16 42:54 43
Bristol City 39 10-13-15 42:56 43
Oxford 38 11- 8-19 55:60 41
Plymouth 38 11- 8-19 35:53 41
Brighton 39 10-10-19 47:63 40
Port Vale 39 8-13-18 35:51 37