Dagur - 31.03.1992, Side 14

Dagur - 31.03.1992, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 31. mars 1992 Aðalfundur Aðalfundur íslandsbanka hf., árib 1992, verbur hald- inn í Súlnasal, Hótel Sögu, mánudaginn 6. apríl 1992 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Abalfundarstörf í samræmi vib 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Abgöngumiðar ab fundinum og atkvæbaseblar verba afhentir hluthöfum eba umbobsmönnum þeirra í úti- búi íslandsbanka, Kringlunni 7, 1., 2. og 3. apríl næst- ^ komandi kl. 9.15-16.00 svo og á fundardegi. ~ Ársreikningur félagsins fyrir árib 1991, ásamt tillögum < þeim sem fyrir fundinum liggja, verður hluthöfum til ? sýnis á sama stab. Reykjavík, 20. mars 1992. Bankaráb íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI r ÚTBOÐ VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboð- um í eftirtalin tvö verk á Norðuriandi vestra: 1. Hegranesvegur 1992. Lengd kafla 1,8 km, magn 14.500 m3. 2. Siglufjarðarvegur 1992. Lengd kafla 6,2 km, magn 78.000 m3. Verkum þessum skal lokið 30. september 1992. Útboðsgögn fyrir bæði verkin verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 31. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1992. Vegamálastjóri. J .t— Systir okkar, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, lést 29. mars í Seli. Ingibjörg og Lára Halldórsdætur. Eiginmaður minn og faðir okkar, FRIÐJÓN ÓLAFSSON, Hafnarstræti 71, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 1. apríl, kl. 13.30. Brynhildur Stefánsdóttir, Ingibjörg Friðjónsdóttir, Magni Fríðjónsson. Móðursystir m(n, ANNA STEFÁNSDÓTTIR, frá Eyjardalsá, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. apríl, kl. 13.30. Heiður Vigfúsdóttir. Kvikmyndarýni Jón Hjaltason Fordómar Borgarbíó sýnir: Aldrei án dóttur minnar (Not Without My Daughter). Leikstjóri: Brian Gilbert. Aðalhlutverk: Sally Field, Alfred Mol- ina, Sheila Rosenthal og Roshan Seth. Pathe Entertainment 1990. Hversu oft hefur því ekki verið haldið fram að lík böm leiki best - þetta er víst vísdómur úr Biblíunni - og að engan veginn beri að stuðla að blöndun kynþáttanna. Ólíkir menningarheimar séu oft á tíðum slíkar andstæður að engin von sé um brúarbyggingu þar á milli, jafnvel þó ástin leggi til smíðaefnið. Öfgamenn bregða yfir sig sauðagæru og predika vísdóm um að það sé öllum fyrir bestu að þeldökkir búi í dökkra manna landi, brúnir í brúnra manna landi, gulir hjá gulum, rauðir hjá rauðum og hvítir meðal sinna líkra; ef út af þessu sé bmgðið leiði það til vandræða og blóðsúthellinga. Því miður á þessi speki sér stoð í raunveruleikanum. Kannski væri það öllum fyrir bestu að hafa sandkassana einlita eða hvað? Aldrei án dóttur minnar er kvik- mynd um þennan sambúðarvanda ólíkra kynþátta. Þetta er áhrifa- mikil mynd, að sögn byggð á sönnum atburðum og það verður aldrei af henni skafið að nógu trú- verðug er hún. Þetta er jafnframt spennumynd en spennan er aldrei þessi þægilegi ertandi straumur í hjartanu, þvert á móti er hún ert- andi, óþægileg. Sagan er einföld; hjón (Sally Field og Alfred Mol- ina) eiga sér eitt bam, hann er læknir, hún heimavinnandi. Þau eru búsett í Bandaríkjunum, hún er þar í heimahögum sínum en hann er ættaður frá íran. írakar ráðast á írani og allt fer á annan endan. Þrátt fyrir að hafa byrjað átökin þá var Saddam Hussein hetja Vesturlandamanna á þessum árum, um leið var Khomeini kall-. aður öllum illum nöfnum. Vistin í Bandaríkjunum gerist Molina erfið og þar kemur að hann fær talið konu sína á að heimsækja ættingja í Iran. Ferðin á aðeins að standa í tvær vikur en í íran tekur atburðarásin aðra stefnu. Molina vill ekki fara heim aftur og kúgar konu sína til að setjast að í Iran. Aldrei án dóttur minnar er sagan um baráttu móður við fjandsamlegt ríkiskerfi, grimmlyndan eiginmann, einstæð- ingsskap og ótta. Hún vill fara heim aftur en ekki án ungrar dótt- ur sinnar. Aldrei hef ég séð kvikmynd sem er jafn sneisafull af mikilvægum smaátriðum og Aldrei án dóttur minnar er; leggið við því augu og eyru sem er að gerast í bakgrunni; hafið í huga allar staðhátta- og siðalýsingar er ber fyrir. Ekki horfa eins og kýr á leið heim úr haga; ekkert er auðveldara en að hneykslast og fordæma Islam og áhangendur hans en hafið t.d. í huga að læknirinn er (eftir því sem myndin segir) hrakinn frá Bandaríkjunum. Hann er öðruvísi, frá öðrum menningarheimi, en hann reynir hvað hann getur að samlagast en mætir aðeins fjand- skap á vinnustað. í íran berst læknirinn einnig við kynþáttafor- dóma; þrátt fyrir stríðið og skort á læknum á hann erfitt með að fá vinnu í heimalandi sínu; hann er kvæntur bandarískri konu og er því tortryggilegur. Leggið við því hlustir sem sagt er; fjölskylda læknisins er fábrotið sveitafólk og öfgakennt í trú sinni. Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur í dag ritað Páli Hjart- arsyni siglingamálastjóra bréf með ósk um greinargerð um Við matarborðið segir háskólapró- fessorinn allt of mikla áherslu lagða á tiltekna klæðavenju islamskra kvenna. Fleira mætti telja upp í þessum dúr en það er fleira sem við verðum að hyggja að. Er sennilegt að Islam feli í sér einhverja þá ógn er réttlæti þann hræðsluáróður gegn islamstrúar- mönnum er tröllriðið hefur Vest- urlöndum hin síðari ár? Ef marka má Aldrei án dóttur minnar þá er, eða var samfélagið sem Khomeini k(3m á í íran alls ekki byggt á ein- hug og þegjandi samþykki allra íbúa. Vopnaðir verðir fylla allar götur, unglingar eru gripnir þar sem þeir eru að leik, smalað upp í bfla og keyrt á vígstöðvamar þar sem þeir eru jafnvel notaðir til að fara um jarðsprengjusvæði á und- an hermönnunum - þetta er skelf- ingarsamfélag þar sem vopnin tala. í raun er Islam ekkert vömmerki fyrir skelfingu. Sannleikurinn er sá að trúarbrögð em í kjama sín- um andfúl. Þau halda fram sann- leika sem allir verða að fallast á annars em þeir trúvillingar, fjand- menn og réttdræpir þegar tíminn kemur. Umburðarlyndi er ekki til. Sá sem segist hafa fundið sann- leikann, allan sannleikann og ekk- ert nema sannleikann lætur aldrei af honum og þegar bætist við að þessi sannleikur gerir mennina frjálsa þá hefur boðandinn ekkert svigrúm til að sýna umburðar- lyndi. notkun slökkviefnisins Halon 1301 í skipum og um þær leiðir sem greina koma til þess að notk- un á Halon 1301 sé hætt svo fljótt sem kostur er. Samkvæmt reglum nr. 260/ 1969 um slökkvibúnað í skipum er kveðið á um slökkvikerfi sem sé vatnsýrikerfi, C02 kerfi eða kvoðukerfi. Ekki er kveðið á um að Halon skuli notað. Samkvæmt reglum nr. 522/ 1984 er heimilt að nota Halon 1301 sem slökkvibúnað í skipum. Siglingamálastofnun viðurkennir búnað sem settur er í skip og hef- ur umsjón með öllu eftirliti. Við- gerðir og viðhald er hins vegar í höndum seljenda búnaðarins eða umboðsmanna þeirra. Eins og málum er háttað í dag á að takmarka notkun Halons bæði í skipum og á landi sam- kvæmt Montreal samþykkt. Þar er gert ráð fyrir að notkun á Halon 1301 verði um 50% af núverandi notkun árið 1995 og að árið 2000 verði ekki lengur notað Halon 1301. Samkvæmt 17. samþykkt IMO (International Maritime Organ- ization) er gert ráð fyrir að upp- setning nýrra kerfa verði ekki heimiluð eftir 1. júlí 1992 og tímamörk að öðru leyti í sam- ræmi við Montreal samþykktina. Halon er ósoneyðandi efni, en jafnframt besta slökkviefni sem fáanlegt er til notkunar þar sem í senn er mannaumferð og við- kvæmur rafeindabúnaður, eins og er til dæmis í vélarrúmum skipa. Af þessum sökum hefur samgönguráðherra óskað eftir því að siglingamálastjóri geri grein fyrir þeim kostum sem til greina koma til þess að hætta notkun efnisins. Framsóknarvist Spilakvöld Þriggja kvölda keppni Þriðja spilakvöld. Framsóknarvist að Hótel KEA miðvikudaginn 1. apríl kl. 20.30. Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld. Góð heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. Halldór Blöndal, samgönguráðherra: Óskar greinargerðar um notkun slökkviefiiisins Halon í skipum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.