Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 9. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Virkasta verð- lagseftirlitið Frjáls verðlagning er ríkjandi hér á landi á flestum sviðum verslunar og þjónustu. Slíkir viðskiptahættir auka samkeppni og eru tví- mælalaust af hinu góða, svo framarlega sem samkeppnin fer fram á jafnréttisgrundvelli. Reynslan hefur þó sýnt að til þess að frjáls- ræðið skili almenningi þeim ávinningi sem því er ætlað, þarf að hafa vakandi auga með fram- kvæmdinni. Virkt og víðtækt verðlagseftirlit er því ef til vill mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr. Verðkannanir eru nú framkvæmdar örar en áður og taka til fleiri þátta viðskiptalífsins en nokkru sinni fyrr. Þetta er ánægjuleg stað- reynd og framtakið þakkarvert, hvort sem lögskipuð verðlagsyfirvöld eiga í hlut ellegar neytendafélög og fjölmiðlar. Með hjálp verð- kannana hefur neytendum verið sýnt fram á að þeir geta sparað ótrúlegar fjárhæðir með því að vera á varðbergi gagnvart hinni mjög svo frjálsu álagningu sem leyfð er á flestum sviðum verslunar og þjónustu. Gífurlegur verðmunur milli verslana og þjónustufyrir- tækja staðfestir það sem flestir vissu fyrir, að frjáls álagning er alls engin trygging fyrir því að verði vöru og þjónustu sé haldið í lág- marki. Þvert á móti er ljóst að óheyrilega há álagning er ennþá fremur algeng. Jafnframt er sýnt að fyrirmæli um að samræma ekki verðlagningu með ólögmætum samráðum eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Lærdómurinn sem neytendur hljóta að draga af þessu er sá, að stöðugur verðsaman- burður sé vænlegasta leiðin til að halda útgjöldum í lágmarki. Þótt Verðlagsstofnun, neytendafélög og fjölmiðlar séu iðin við að kanna verð, dugir það hvergi nærri til. Slíkar kannanir veita að vísu aðhald og stuðla að aukinni samkeppni milli fyrirtækja, auk þess sem þær hljóta að leiða til þess að neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra sem bjóða lægsta verðið. En almenningur verður jafn- framt að leggja sitt að mörkum. Það verður best gert með því að hver og einn kappkosti að efla eigið verðskyn og gera eigin verð- könnun hvenær sem því verður við komið. Þegar öllu er á botninn hvolft er bætt verð- skyn leið til betri kjara. Það eru neytendurnir sjálfir sem hafa virkasta verðlagseftirlitið með höndum. BB. Jöfnim Hér verður stuðst við kafla í grein Jónasar Fr. Jónssonar, sem ber heit- ið „Jafnt vægi atkvæða - Prófsteinn lýðræðis" og birtist í tímaritinu „Stefni“, 4. tölublaði 42. árgangi 1991. Kaflinn nefnist „Leiðir til úrbóta". „Hrinda þarf stefnunni í framkvæmd“ Þetta er heiti á lokakafla áðurnefndr- ar greinar Jónasar Fr. Jónssonar í tímaritinu „Stefni“. í kafla þessum víkur höfundur Stefnisgreinarinnar að stefnuyfirlýsingum núverandi ríkisstjórnar. í niðurlagi kaflans segir Jónas orðrétt: „Við þetta mætti aðeins bæta setningunni: Skal þetta gert með fækkun þingmanna.“ Þetta er kjarninn í tillögum margra sjálfstæðismanna og formanns Alþýðuflokksins. Um leiðir að þessu marki segir Jónas eftirfarandi orðrétt. „Aðalatriðið er að misvægi atkvæða verði leiðrétt sem fyrst og það gert án þess að þingmönnum fjölgi. Til viðbótar þessu ætti að stefna að því að einfalda reglur um úthlutun þingsæta." Jónas sýnir fram á það að fjölga þurfi um 50 þingsæti til að jöfnuður náist með núverandi kerfi. Núverandi misvægi kjósenda í síðustu alþingiskosningum 1991 voru 182.990 kjósendur á kjörskrá. Kosið var um 63 þingsæti. Pað voru 2905 kjósendur á bak við hvern þingmann að meðaltali. Skipting þingsæta og atkvæði á bak við hvern þingmann var þessi; einnig er sýnt frávik frá meðaltali, kjós- endafjöldi á þingmann í landinu: Þingsxti Kjósendur Fiávikfrá -Skipting á þingm. meðallal Reykjavík 18 4078 + 1173 Reykjanes 11 4035 + 1130 Vesturland 5 1978 - 927 Vestfirðir 5 1317 -1588 Norðurl. vestra 5 1438 -1467 Norðurl. eystra 7 2633 - 272 Austurland 5 1824 -1081 Suðurland 6 2328 - 577 atkvæðisréttar Önnur grein Pessi samanburður sýnir alvarlegt misvægi atkvæðisréttar miðað við búsetu kjósenda í landinu. Þrátt fyrir þetta tryggja kosningareglurnar eðli- legt vægi þingsæta á milli stjórnmála- flokka. Þetta gerist þannig að í hverju kjördæmi eru eitt eða fleiri þingsæti, þar sem heildaratkvæða- vægi flokka ræður meiru um val þingmanna, en val kjósendanna sjálfra í kjördæminu. Vaxandi óánægja er með þetta kerfi hjá lands- byggðarkj ósendum. Kjósendur á Suðvesturlandi eru einnig óánægðir með það að vægi atkvæða þeirra sé notað til að velja þingmenn í öðrum kjördæmum, til að jafnvægi náist á milli flokkanna. Það fer ekki á milli mála að kjósend- ur eiga erfitt með að sætta sig við að frambjóðandi, sem hefði náð kjöri eftir venjulegum hlutfallsreglum, þurfi að víkja fyrir öðrum frambjóð- anda, sem vegna atkvæðavægis flokks hans í öðrum kjördæmum hlýtur þingsætið. „Fækkun þingmanna - sama kerfi“ Þetta er heiti á undirkafla í grein Jónasar og þar segir orðrétt: „Ef þessi leið yrði farin, myndi kosningakerfið verða óbreytt að undanskyldu því að þingmönnum allra kjördæma, nema Reykjavíkur og Reykjaness, yrði fækkað um tvo og „flakkarinn" svonefndi færður til Norðurlands eystra (raunfækkun í því kjördæmi er um 1, verða alls 5).“ Þetta jafngildir því í framkvæmd að alþingismenn verði 51 í stað 63ja nú. Sumir rökstyðja þessa fækkun, að ef sú krafa verði viðurkennd að ráðherrar kalli fyrir sig varamenn á þing, meðan þeir gegna ráðherra- stöðu, verði jafnmargir á þingfarar- kaupi, eins og nú er, þrátt fyrir fækk- un þingmanna. Einnig eru þau rök, að salur Alþingis rúmi ekki, með góðu móti sæti fyrir tólf þingmenn til við- bótar núverandi tölu alþingismanna. Samkvæmt þessu kerfi verður meðal- tal á bak við hvern þingmann 3588 kjósendur. Þingmannatala kjördæma og með- altal kjósenda á bak við þingmann og frávik frá þessu landsmeðaltali: Þingsæti Kjósendur Frávik frá -Skipting á þingm. iandsml. Reykjavík 18 4078 + 490 Reykjanes 12 3698 + 110 Vesturland 3 3296 - 292 Vestfirðir 3 2196 -1493 Norðurl. vestra 3 2396 -1192 Norðurl. eystra 5 3685 + 97 Austurland 3 3040 - 548 Suðurland 4 3492 - 96 Þessi samanburður sýnir að aðeins þrjú kjördæmi ná meðaltali kjósenda á bak við þingmenn sína. Næst til að ná þessu marki er Suðurland, sem skortir þó 384 kjósendur, á hvern þingmann sinn, til að ná landsmeðal- tali. Reykjavík er með 8820 fleiri kjósendur, en meðaltal kjósenda á hvern þingmann segir til um. í óbreyttu kerfi eru 21.114 kjós- endur umfram meðaltal á kjósanda á alþingismann í Reykjavík. Reykja- neskjördæmi er með alls 1320 kjós- endur fleiri, ef miðað er við meðaltal kjósenda á hvern þingmann. Þetta er mikil breyting frá núverandi kerfi, þar sem Reykjanes hefur 12.430 kjósendur umfram þingmannatölu í núverandi kerfi. Sú hugmynd, sem hér er rædd, sýnir að Reykjavík mundi skorta aðeins tvö þingsæti til að ná kjósendajafnvægi, með þessu breytta kerfi. Eftir meðaltalinu mundi Norðurland vestra eiga rétt til tveggja þingsæta í stað þriggja, sem tillaga Jónasar gerðir ráð fyrir. Eftir sama útreikningi ná Vestfirðir tæp- lega tveimur þingsætum, ef fylgt er blint þessari meðaltalsreglu um kjós- endafjölda að baki hverjum þing- manni. Hér er það spurning hvort færa eigi til viðbótar sitt hvort þingsætið frá Vestfjörðum og Norðurlandi vestra til Reykjavíkur. Ég held að enginn sé tilbúinn að svara því ját- andi. Til að tryggja hlut þeirra kjör- dæma betur, sem hafa kjósendur að baki þingmönnum sínum samkvæmt meðaltalsreglunni, er eðlilegt að reglur um skiptingu jöfnunarþing- Fjölmiðlastríð um silfurfyllingar í tönnum: Er amalgam sá skaðvaldur sem haldið er fram? í fjölmiðltim hefur að undanförnu borið á umræðum um meinta skaðsemi svonefndra amalgam- fyllinga í tönnum, en það er það sem í daglegu máli er kallað silf- urfyllingar. Upp hafa risið samtök þeirra sem halda þvi fram að kvikasilfursgufur sem losna úr læðingi þessa umdeilda efnis valdi fjölmörgum alvarlegum sjúkdóm- um. Tannlæknar hafa ekki viljað taka undir þessar ásakanir á hend- ur þessa efnis og segja auk þess að enn hilli ekki undir neitt efni sem komið gæti í stað amalgam. Amalgam er samsett úr fjórum frumefnum: kvikasilfri, tini, silfri og kopar, en áður var oft notað zink í stað koparsins. Kvikasilfrið er fyrir- ferðarmest þessara efna, yfirleitt er um helmingur efnablöndunnar kvika- silfur. Að sögn andstæðinga amalgams lekur kvikasilfrið stöðugt úr fyll- ingunum og binst í viðkvæmum líf- færum, svo sem heila, nýrum, lifur, skjaldkirtli og fleiri stöðum þar sem það veldur hægfara kvikasilfurs- eitrun. í fréttatilkynningu sem Degi hefur borist frá sænska Tannsjúkdóma- sambandinu segir að þessa eitrun megi þekkja af ýmsum einkennum. Birtur er langur Iisti yfir „algeng ein- kenni kvikasilfurseitrunar af völdum amalgams" og auk þess haldið fram að hún geti valdið sjúkdómum á borð við heila- og mænusigg (MS), Alz- heimer, flogaveiki og nokkrum fleiri. Einnig segir þar að „fjöldi fólks með þessa sjúkdóma (hafi) fengið umtals- verðan bata eftir úthreinsun amalgams úr tönnum, sérstaklega fólk með heila- og mænusigg". Loks er þess getið að þýsk heilbrigðisyfirvöld hafi bannað notkun amalgam og að sænsk yfirvöld vari við því að konur láti setja í sig silfurfyllingar á meðgöngu- tímanum. Amalgam-styrjaldirnar þrjár Amalgam hefur verið notað sem tannfyllingarefni frá því snemma á nítjándu öld. í það minnsta þrívegis hafa risið upp bylgjur mótmæla gegn notkun þess, bylgjur sem danski tann- læknaprófessorinn Preben Hörsted- Bindslev líkir við styrjaldir. Hann segir að sú fyrsta hafi byrjað skömmu eftir að farið var að nota efnið og hafi gengið svo langt að bandarísku tann- læknasamtökin kröfðust þess af félögum sínum að þeir skrifuðu undir eið um að nota ekki amalgam. Síðar hafi komið í ljós að þær sýkingar sem valdið höfðu banninu hefðu stafað af misnotkun og skorti á hreinsun tanna fyrir fyllingu frekar en af efninu sjálfu. Eftir það fóru tannlæknar að nota amalgam í miklum mæli og í fyrri heimsstyrjöldinni voru samdir staðl- ar um samsetningu þess og notkun. En Adam var ekki lengi í Paradís því um miðjan þriðja áratuginn hófst önnur amalgamstyrjöldin þegar þýskur læknir kvaðst geta sýnt fram á að kvikasilfrið í amalgam gæti haft eitrunaráhrif í viðkvæmu fólki. Um þetta urðu miklar deilur sem stóðu fram í seinni heimsstyrjöldina. Að henni lokinni var allt með kyrr- um kjörum og tannlæknar notuðu amalgam athugasemdalaust fram á áttunda áratuginn þegar þriðja styrj- öldin hófst en hún stendur enn. Þá komu fram skýrslur um fjölmarga sjúkdóma sem amalgam var sagt eiga sökina á og í kjölfarið komu sögur um ótrúlegan bata eftir að fyllingar höfðu verið fjarlægðar úr tönnum sjúklinga. Þrjú form kvikasilfurs Ástæðan fyrir því að svo erfitt hefur reynst að setja þessar deilur niður er sú staðreynd að það er mjög erfitt að mæla kvikasilfur í líkamanum og enn erfiðara að mæla áhrif þess á starfsemi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.