Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. apríl 1992 - DAGUR - 13 Aðalfundur Verkfræðingafélags íslands: „Rödd verkfræðinga heyrist of lítið í þjóðfélagsirniræðimni“ Aðalfundur Verkfræðingafé- lags íslands var haldinn mið- vikudaginn 25. mars sl. Á fundinum kom fram m.a. að mikil gróska var í öllum starfi félagsins á starfsárinu. Rösk- lega 100 verkfræðingar störf- uðu í sjálfboðavinnu í hinum ýmsu deildum og fastancfnd- um félagsins á árinu. I Verk- fræðingafélaginu eru nú 1030 félagar, en nokkuð hefur skort á síðustu árin að nýútskrifaðir verkfræðingar gengju í það. Á fundinum kom fram að félags- menn hafa í fyrsta sinn um langa hríð áhyggjur af atvinnu- málum sínum og mun félagið því í auknum mæli sinna þeim. Fjárhagur félagsins fer nú batnandi og eru nú aðeins 2-3 ár þar til búið verður að greiða nið- ur nær allar byggingarskuldir vegna húss félagsins að Engjateig 9. Fyrir um fjórum árum stóð menntamálanefnd VFÍ ásamt Þróunarnefnd Háskóla íslands að úttekt á námi við Háskólann. Önnur úttekt á kennslunni stend- ur nú fyrir dyrum og í samvinnu við menntamálaráðuneyti og Háskóla þá fer nefnd þessi yfir prófgögn allra þeirra er óska að nota starfsheitið verkfræðingur, en prófgögn vegna þess koma úr skólum víðsvegar að úr heimin- um. Þannig stendur félagið vörð um starfsheitið verkfræðingur. Á starfsárinu var öllum skuld- lausum félagsmönnum send fé- lagsskírteini Verkfræðingafélags íslands, sem vottorð um að við- komandi verkfræðingur uppfylli kröfur þær sem gerðar eru um inngöngu í Verkfræðingafélag íslands og eigi þar með rétt til að nota skammstöfunina FVFÍ. Fé- lagsskírteinin veita handhöfum einnig umtalsverðan afslátt af vöru og þjónustu ýmissa fyrir- tækja. „Tendraðu ljós“ - söngvar og sögur Hrefnu Tynes Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja bók sem inniheldur það besta af söngvum og sögum Hrefnu Tynes f.v. skátahöfðingja. Bókin ber nafnið Tendraðu ljós. Banda- lag íslenskra skáta og Hörpuút- gáfan gefa bókina út í tengslum við 80 ára afmæli Hrefnu 30. mars 1992. „Söngvar og sögur Hrefnu hafa verið skátum og öðrum hugsjóna- mönnum einstakur fjársjóður, sem þeir meta og þakka. Efni bókarinnar er að mestu til orðið á lifandi vettvangi í leik og starfi. Hrefna Tynes hefur frá unga aldri verið óþreytandi að miðla öðrum af lífsgleði sem lætur eng- an ósnortinn sem er samvistum við hana eða til hennar heyrir. Hver man ekki „Tendraðu lítið skátaljós“ og „Guð minn láttu gæsku þína“?“ segir í frétt frá útgefanda. Bókin „Tendraðu ljós“ er í fal- legu bandi og einkar hentug söng- og handbók í skátastarfi sem og öðru æskulýðsstarfi. Útgáfunefnd bókarinnar skipa: Áslaug Friðriksdóttir, Edda Jónsdóttir og Ingibjörg Þorvalds- dóttir. Fyrst um sinn mun bókin seld í áskrift og verður fáanleg hjá skátafélögum um land allt. I Reykjavík í Skátabúðinni við Snorrabraut og skrifstofu B.Í.S. Einnig hjá Hörpuútgáfunni, sími 93-12860, Akranesi. Talsmannakerfí „Rödd verkfræðinga heyrist of lítið í þjóðfélagsumræðunni og er það bagalegt því innan vébanda VFÍ eru fróðustu menn um ýmis tækniatriði sem fjölmiðlar láta sig varða. Fagleg og hlutlæg umræða er æskilegri en æsifréttir sem ein- kennast af þekkingarskorti, sér- lega á þetta við þegar atburðir verða af völdum hamfara eða óhappa,“ segir í frétt frá Verk- fræðingafélaginu af aðalfundin- um. Þar segir ennfremur að fé- lagið hafi komið á svokölluðu talsmannakerfi sem er liður í þá átt að miðla fjölmiðlum þeim fréttum sem sannastar eru hverju sinni. Jafnframt er talsmönnum félagsins ætlað að vekja athygli á verkfræðilegum og tæknilegum sjónarmiðum og almennt að kynna sjónarmið verkfræðinga. Talsmannakerfið nær yfir mála- flokka eins og orku og iðnaðar- mál, efnahagsmál, menntamál, húsnæðis-, byggða- og sveitar- stjórnarmál, byggingar- • og mannvirkjamál sem og sjávarút- veg, samgöngumál o.fl. Félagið 80 ára 19. apríl nk. Verkfræðingafélag íslands var stofnað 19. apríl 1912. Þessa verður minnst með fjölbreyttri dagskrá á árinu, sem allar deildir og nefndir innan félagsins taka þátt í. Afmælishátíðin hófst þann 1. febrúar sl. með hófi félagsins að Hótel Sögu. Heiðursgestur var forseti íslands frú Vigdís „Daglegt ljós“ - ný útgáfa af gamalli bók Bókin Daglegt Ijós hefur verið ófáanleg nokkuð mörg undanfar- in ár. Margir hafa spurt um hana og viljað eignast hana, en því miður var ekki hægt að verða við óskum þeirra, því að bókin var gjörsamlega uppseld. Nú hefur verið ráðin bót á þessu. Er nú verið að ganga frá 3. útgáfu bókarinnar í prentsmiðj- unni og verður hún send í bóka- verslanir næstu daga. I fyrstu verður hún aðeins til í smekklegri kápu, en eftir stuttan tíma mun hún einnig verða til sölu í bandi. Bókin er tilvalin tækifærisgjöf til vina og kunningja, jafnt yngri sem eldri, t.d. sem afmælisgjöf, fermingargjöf, o.fl. Ólafía Jóhannsdóttir gaf þessa bók fyrst út árið 1908 í stóru upplagi. Seld- ist hún mikið um allt land. Ólafía dó 1924, en áður en hún dó bað hún Arthur Gook á Akur- eyri, að sjá um 2. útgáfu bókar- innar. Af ýmsum ástæðum varð þó dráttur á því að af því yrði. En 1952 gaf Arthur Gook bókina út í stóru upplagi. Seldist hún vel eins og fyrr, og varð mjög vinsæl, en hefir nú verið ófáanleg í allmörg ár, eins og áður er sagt. Við sem að þessari útgáfu stöndum vonum, að allir þeir, sem þráð hafa að fá Daglegt Ijós fagni því, að það er aftur komið á markaðinn. Vonum við, að það megi enn verða mörgum til bless- unar og uppbyggingar. Bókin verður fyrst um sinn til sölu í Reykjavík í anddyri Hall- grímskirkju og Kirkjuhúsinu við Kirkjutorg 4, og á Akureyri í Bókabúð Jónasar í Hafnarstræti, hjá Jóni Oddgeir Guðmundssyni Glerárgötu og hjá Guðvini Gunnlaugssyni, Vanabyggð 9, Akureyri, sími 22510. (Fréttatilkynning) Finnbogadóttir og aðalræðumað- ur var forsætisráðherra Davíð Oddsson. Heiðursfélagar Verk- fræðingafélags íslands voru útnefndir þetta hátíðakvöld, forseti íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir, Halldór Haukur Jónsson, fyrir forystu í atvinnu- málum, Haraldur Ásgeirsson, fyrir vísindastörf og Hinrik Guðmundsson, fyrir störf að félagsmálum VFÍ. En áður hefur Einar B. Pálsson prófessor verið útnefndur heiðursfélagi. Hitann og þungann af afmælis- árinu ber afmælis- og kynningar- nefnd. Fyrirhuguð er alþjóðleg ráðstefna dagana 28. og 29. maí nk. um náttúruhamfarir og varnir gegn þeim. Má segja að ráðstefn- an verði hápunktur afmælisárs- ins. Eftir aðalfundinn er fram- kvæmdastjórn félagsins þannig skipuð: Vífill Oddsson formaður; Guðmundur G. Þórarinsson, varaformaður; Halldór Þór Hall- dórsson, fráfarandi formaður; Brynja Guðmundsdóttir, með- stjórnandi; Árni Árnason, vara- meðstjórnandi; Svana Helen Björnsdóttir, meðstjórnandi og Sveinn Ingi Ólafsson, varameð- stjórnandi. Skrifstofa félagsins er í Verk- fræðingahúsi að Engjateig 9, Reykjavík. Þar starfa þær Arn- björg Edda Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og Guðríður Ó. Magnúsdóttir bókari. Úr svörunarherbergi Gulu línunnar. Gula línan með grænt númer“ 99 Hinn 21. mars sl. tók Gula línan formlega upp grænt númer, sem er 99-6262. Þar með gefst lands- byggðarfólki kostur á að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu á Gulu línunni, án þess að þurfa að greiða fyrir langlínusímtal. „Miðlun hf. stofnaði Gulu lín- una árið 1987 og hefur þjónustan vaxið jafnt og þétt ár frá ári. Gula línan gefur upplýsingar um vörur og þjónustu og er ekkert smátt of smátt, og ekkert stórt of stórt. Vanti fólk upplýsingar um smávörur, verslanir, heildsölu- fyrirtæki, umboð, iðnfyrirtæki eða hvers konar þjónustu liggur beinast við að hringja í Gulu lín- una, fá allar þessar upplýsingar á einu bretti og spara sér þar með tíma og fyrirhöfn. Þessi þjónusta er augljós hag- ræðing fyrir landsbyggðarfólk sem hefur alla tíð þurft að nota símann mikið við að afla sér upp- lýsinga," segir í frétt frá Gulu lín- unni. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! FRAMHALDSSKÓLINN Framhaldsskólinn á Húsavík ■djjl. LAUGUM Ný framhaldsskólastefna fyrir Þingeyjarsýslur Ráðstefna um skólamál í Félagsheimili Húsavíkur, föstudaginn 10. apríl 1992. Ráðstefnustjórar: Sr. Kristján Valur Ingólfsson og Katrín Eymundsdóttir. DAGSKRÁ: 1. Kl. 13.30 Setning. Ávarp: Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. 2. Kl. 13.40-14.00 Stutt kynning á núverandi skólaskipan á Laugum og Húsavík. Hannes Hilmarsson, skólameistari Laugum. Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari Húsavík. 3. Kl. 14.00-14.15 Kynning á skólastefnu héraðsnefndar Eyjafjarðar. Guðný Sverrisdóttir, oddviti héraðsnefndar Eyjafjaröar. 5 mín. hlé (frímínútur!) 4. Kl. 14.20-15.30 Hvaða hlutverki eiga sveitarfélögin að gegna í uppbyggingu og rekstri framhaldsskólanna? Baldvin Baldursson, formaður héraðsnefndar S-Þing. Sigurbjörg Jónsdóttir, formaður héraðsnefndar N-Þing. Sólrún Jensdóttir, menntamálaráðuneyti. Benóný Arnórsson, oddviti Reykdælahrepps. Þorvaldur Vestmann, forseti bæjarstjórnar Húsavíkur. Guðmundur Bjarnason, alþingismaður. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Kaffiveitingar í boði bæjarstjórnar Húsavíkur. Ný, samræmd skólastefna fyrir Þingeyjarsýslur. 5. Kl. 15.30-16.00 Kl. 16.00-17.00 Kristján Yngvason, formaður skólanefndar Framhaldsskólans á Laugum. Stefán Haraldsson, formaður skólanefndar Framhaldsskólans á Húsavík. Kristrún (saksdóttir, menntamálaráðuneyti. Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, formaður nemendafélags Framhaldsskólans á Laugum. Hörður Harðarson, formaður nemendafélags Framhaldsskólans á Húsavík. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. 6. Kl. 17.05-18.00 Umræður, ráðstefnuslit. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á skólamálum. Skólanefndir framhaldsskólanna á Laugum og Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.