Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. apríl 1992 - DAGUR - 5 Áskell Einarsson. sæta nái ekki til þeirra, svo að úrslit í þessum kjördæmum ráðist af endan- legu vali þeirra. Öðru máli gegnir um hin kjördæmin, sem ekki hafa meðal- tals kjósendafjölda á bak við þing- menn sína. Miðað við síðustu alþing- iskosningar ættu hér hlut að máli síð- asti þingmaður Vesturlands, Vest- fjarða, Norðurlands vestra, Austur- lands og Suðurlands. Kostur áðurnefndrar tillögu er sá að hún raskar ekki kjördæmiskerfinu frá 1959, þótt hún geti mjög raskað hag fámennari kjördæma og alþingis- manna, sem hlut eiga að máli. Þessi tillaga hefur einnig þann kost að við- halda jafnvægi milli þingflokka. Til- lagan festir núverandi kjördæmi í sessi, sem gætu orðið umsýsluhéruð heimastjórnar á viðfangsefnum ríkis- ins, sem nú eru í umsjá miðstýrðra stofnana í Reykjavík. Til að ná þessu verður að binda kjördæmin, sem heimastjórnarskipulag í stjórnar- skránni. Stór, hreyfanleg kjördæmi Ein þeirra hugmynda, sem Jónas hreyfir í grein sinni er þessi: „Breytileg kjördæmamörk: Hugsa mætti sér að kjördæmamörk yrðu breytileg og þau ákveðin af Hagstof- unni, á ákveðnu árabili eða einhverj- um tíma fyrir kosningar." Hér á höfundur vafalaust við stór kjördæmi, með hlutfallskosningum. Með þessum hætti myndu hagsmunir hinna smærri flokka njóta sín áfrarn. Með tilliti til þess, að höfundur hugs- ar sér kjördæmamörkin hreyfanleg, er eðlilegt að ganga út frá sem jafn- astri þingmannatölu í hverju kjör- dæmi. Áður hafði Jónas stungið upp á að þingmenn væru 37, með 5.000 kjósendur, að baki hverjum, ellegar 46 þingmenn með 4.000 kjósendur að baki hverjum þingmanni. Til þess að hlutfallskosningar njóti sín í fram- kvæmd þurfa helst að vera ekki færri en 5 þingmenn í kjördæmi, en talan 7 er miklu æskilegri, miðað við jafn- ræði á milli flokka. í fljótu bragði er mjög erfitt við íslenskar aðstæður að útfæra þessa tillögu. Hins vegar má hugsa sér til- færslu á milli núverandi kjördæma, þannig að ekki færri kjósendur verði að baki hverjum þingmanni, en með- altalið segir til um. í>að má hugsa sér frávik á hvorn veginn um sig um 10% frá meðaltali kjósenda á þingmann. Þetta gæti leitt til röskunar á núver- andi kjördæmaskipan, ef halda á við það mark að ekki verði færri en 5 þingmenn í hverju kjördæmi. Emmenningskjördæmin Ekki fer hjá því, að einmennings- kjördæmaleiðin nýtur fylgi margra, og er Jónas Fr. Jónsson einn þeirra. í grein sinni stingur hann upp á tveim- ur hugmyndum. Sú fyrri er hin svo- nefnda breska leið. Færanleg mörk einmenningskjördæmanna, sem væru endurskoðuð með vissu milli- bili. Talar hann um 37 eða 46 ein- menningskjördæmi og er þá gert ráð fyrir 4.000-5.000 kjósendum í hverju kjördæmi. Ef miðað er við hærri kjósendatöluna ætti Reykjavík að skiptast í 14-15 kjördæmi, og ef síð- ari leiðin er valin verða 18 einmenn- ingskjördæmi í Reykjavík. Allir hljóta að sjá að þetta er hjákátlegt í framkvæmd og vafalaust verða kjör- dæmin það landfræðilega smá, að þetta kerfi verður broslegt í raun. Ef miðað er við hærra kjósendamarkið væru Vestfirðir að undanskilinni Reykhólasveit og Strandasýslu eitt einmenningskjördæmi. Slíkt víðlendi á sér fyrirmynd í enskri kjördæmaskipan, að því er varðar nyrsta hluta Skotlands og eyjarnar. Ekki er vafamál að menn eigi erfitt með að kyngja þessum andstæðum í kjördæmakerfinu. Ein- menningskjördæmi hafa þann stóra kost að þau hreinsa flokkakerfið. Einmenningskjör og landslistar Síðari leið Jónasar, þ.e. blönduð leið landskjörs og einmenningskjör- dæma, er athygliverðari. Vegna jöfnunaráhrifa landskjörs má hugsa sér stærri frávik í íbúafjölda ein- menningskjördæma. Þýska kosningakerfið til neðri deildar er þannig að landinu er skipt upp í næstum jafnfjölmenn einmenn- ingskjördæmi, og samhliða fer fram landskjör í hverju sambandsríkj- anna. Flokkur, sem nær ákveðnum hundraðshluta atkvæða, á rétt á þingsæti samkvæmt þessu kerfi, þótt flokkurinn hafi ekki fengið kjörinn þingmann í einmenningskjördæmi. Staða þýsku sambandsríkjanna er einnig tryggð með fulltrúakjöri þinga þeirra til efri deildar þýska þingsins. Verði farin einmenningskjördæma- leiðin, er þýska leiðin miklu manneskjulegri en hin breska og ef til vill sú eina sem er framkvæmanleg við íslenskar aðstæður. Valið er á milli tveggja leiða Ekki er ljóst hvaða leið verður valin til að stuðla að jafnvægi atkvæðisrétt- arins. Landsbyggðarmenn verða að gera sér grein fyrir því að þeir verða að ná sáttum við meirihluta þjóðar- innar, ef landsbyggðin á að halda hlut sínum á við þéttbýlið. Þetta er kjarni málsins. Þetta næst ekki með því að misbjóða rétti annarra. Hér verður valið á.milli þýsku leiðarinnar og endurbættrar skipanar stórra kjör- dæma. í þessu sambandi kemur til álita ein af ábendingum stjórnarskrár- nefndar frá því í desember 1982, sem einnig hefur verið í umræðunni. Til- lagan er sú, að kjördæmin verði sex talsins. Fjögur þeirra fylgi fjórðungs- skipaninni, þ.e. utan Suðvestur- lands, sem skiptist í tvö kjördæmi, Reykjanes og Reykjavík. í þessari ábendingu var gert ráð fyrir fastri þingmannatölu hvers kjördæmis og ellefu uppbótarþingsætum, sem út- hlutað væri til viðbótar eftir eldri reglum. Inn í þessar hugmyndir hafa einnig komið hugdettur um að kjós- andi geti greitt atkvæði, bæði persónubundið og flokkslista, sem ekki þarf að færa saman flokkslega. Samkvæmt stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar er stefnt að auknum persónurétti kjósenda við val þing- manna. Hér í þessari grein verður ekki lagður dómur á málflutning Jónasar Fr. Jónssonar. Það verður gert í þriðju og síðustu greininni. Áskell Einarsson. Höfundur cr framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga. Þannig var auglýst á 8. áratugnum þegar fram- leiðendur tann- fyllingarefna töldu sig hafa fundið arftaka amalgam. Hann er ófund- move ö Ishere, einstakra líffæra. í áðurnefndri fréttatilkynningu andstæðinga amalgam er vitnað í niðurstöður sér- fræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar sem halda því fram að amalgam í tönnum sé stærsta uppspretta kvikasilfurs í mannslíkamanum og töluvert meiri en td. í fiskmeti úr menguðum sjó. Þetta stangast á við niðurstöður tannlækna sem vitnað er til í sömu tilkynningu en þeir telja upptöku lík- amans á kvikasilfri úr amalgam tölu- vert minni. í yfirlýsingu sem Alþjóða- samtök tanníækna birtu í málgagni sínu, Dental World, nú í vor er bent á að kvikasilfur sé til í þrenns konar formi. í fyrsta lagi sé upprunalegt kvikasilfur sem notað sé af tannlækn- um en það gefi vissulega frá sér gufur. Þær gangi hins vegar í efna- samband við súrefni og breytist í ólífrænt kvikasilfur sem er annað form efnisins. Ólífrænt kvikasilfur berist inn í líkamann á ýmsan hátt, helst þó með mat, en það haldist yfir- leitt í óbreyttu formi og fari út með þvagi. Þriðja formið er lífrænt kvika- silfur sem er baneitrað. Það komi fyrst og fremst úr fiski sem veiddur er í menguðu vatni en einnig úr sumum tegundum áburðar og skordýraeiturs. í yfirlýsingu tannlækna segir áð það sé sýnt að „mjög lítill hluti fólks er haldinn ofnæmi fyrir kvikasilfri og að einungis örfáir úr þeim hópi bregðist við amalgam-fyllingu“. Slíkt sé þó aðeins hægt að fullyrða eftir rannsókn ofnæmisfræðinga, en sé sú raunin eigi að sjálfsögðu að forðast amalgam-fyllingar í þeim einstakl- ingum. í bók eftir áðurnefndan Hörsted-Bindslev segir að enn hafi ekki fundist neitt efni sem geti komið að öllu leyti í stað amalgam. Sum þeirra efna sem fram hafa komið á síðustu árum hafi ekki þann styrk sem efnið þarf að hafa, önnur séu ekki nægilega rannsökuð til þess að hægt sé að sýkna þau af skaðlegum áhrifum. Það er því niðurstaða tann- lækna að þeir geti ekki hætt að nota amalgam. Þeir viðurkenna að af efn- inu geti stafað hætta í vissum tilvik- um, en að hún sé einstaklingsbundin og fjarri því að vera jafnútbreidd og andstæðingar amalgam halda fram. Hins vegar sé sjálfsagt að sýna fyllstu varúð við notkun efnisins. Varað við fljótræði í frétt Tannsjúkdómasambandsins sænska kemur fram að þýsk heil- brigðisyfirvöld hafi bannað notkun amalgam „vegna mikils kvikasilfurs- leka úr amalgami, sem veldur kvika- silfurseitrun" eins og segir þar. Bannið tók gildi 1. mars sl. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að um er að ræða bann við ákveðinni tegund amalgam, svonefndu „gamma 2“ afbrigði. Að sögn tannlækna er hér uin að ' ræða gamalt afbrigði sem fyrir löngu sé hætt að nota víðast hvar í heimin- um. 1 þessari tegund var notað zink og áttu fyllingar úr því efni til að molna eða losna. Sú hætta hafi minnkað verulega eftir að farið var að nota kopar í stað zinks. Það afbrigði nefnist „non-gamma 2“ og er nú útbreiddast. I frétt Tannsjúkdómasambandsins sænska er að finna ítarlegar leiðbein- ingar um það hvernig fólk skuli bera sig að við að láta fjarlægja amalgam úr tönnum sínum. Þeir tannlæknar sem Dagur talaði við vöruðu við fljótræði í þessum efnum því þótt vissulega gætu komið upp tilvik þar sem einstaklingar þyldu ekki amalgam þá stafaði yfirgnæfandi meirihluta fólks engin hætta af efninu. Lokaorð áðurnefndrar yfirlýsingar Alþjóðasamtaka tannlækna eru á þá leið að besta aðferðin til að komast hjá því að fá silfurfyllingar í munninn sé fyrirbyggjandi tannhirða. Þar er raunar mælt með því að blanda flúor í drykkjarvatn sem er engu minna umdeilt en amalgam. En það er önn- ur saga. -ÞH Lifandi tónlist Fimmtud. 9.,fostud. 10. og laugardaginn 11. apríl Halli Davíðs DROPINN HAFNARSTRÆTI98 ■ AKURETRI Fyrir ferminguna Mjög vandaðir skrifborðsstólar í mörgum litum Hagstætt verð Kr. 11.115,- stgr. ra>] yörubœr Þ LYMJ HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÖSTHÖLF 266 602 AKUREYRI SlMi (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.