Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 9. apríl 1992 Akall um hjálp! Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygíi þína á þeim mannréttindabrotum sem sagt er frá hér að neðan og vonar að þú sjáir þér fært að skrifa bréf til hjálpar fórnarlömb- um þessara mannréttindabrota. Þú getur lagt fram þinn skerf til þess að samviskufangi verði lát- inn laus eða að pyntingum verði hætt. Boðskapur þinn getur fært fórnarlömbum „mannshvarfa" frelsi. Þú getur komið í veg fyrir aftöku. Fórnarlömbin eru mörg og mannréttindabrotin margvís- leg, en hvert bréf skiptir máli. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings því fólki sem hér er sagt frá, og krefst einungis undirskriftar þinnar. Hægt er að gerast áskrif- andi að þessum kortum með því að hringja á skrifstofu samtak- anna að Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940 eða senda okkur línu í pósthólf 618, 121 Reykjavík. Gvatemala Axel Mejía er starfsmaður Covenant House athvarfsins fyrir heimilislaus börn í Gvatemala- borg. Hann hefur verið áreittur, barinn og fengið hótanir frá því í nóvember 1990 þegar hann gerði tilraun til að hindra 13 starfs- menn Borgaralegu öryggissveit- anna (SIPROCI) við barsmíðar á þrem heimilislausum börnum. í SIPROCI eru einnig meðlim- ir úr þjóðarlögreglunni, fjármála- lögreglunni og herlögreglunni. Atburðurinn í nóvember 1990 gerðist fyrir utan Covenant House athvarfið, sem hefur verið í fararbroddi í að rannsaka glæpi lögreglunnar gagnvart heimiiis- lausum börnum. Þar er m.a. um að ræða áreitni, pyndingar, óút- skýrð mannshvörf og dráp. Axel Mejía þekkti tvo árásarmennina sem meðlimi í þjóðarlögreglunni og fjármálalögreglunni. Mánuði síðar, reyndu fimm vopnaðir menn, þar af einn sem var íklæddur grænni herpeysu, að ræna Axel Mejía er hann var á leið heim til sín í Gvatemala- borg. Fjölskylda hans skarst í leikinn og kom í veg fyrir brott- nám hans. Axel Mejía var aðalvitni í rannsókn, sem fram fór um miðj- an apríl 1991, á misþyrmingum barnanna þriggja. Tveim vikum seinna bárust honum nafnlausar hótanir í gegnum síma. í maí var hann orðinn svo hræddur um líf sitt að hann flutti frá Gvatemala til Mexíkó. Hann sneri aftur heim í ágúst og byrjaði strax að vinna í Covenant House við endurhæfingu eiturlyfjaneytenda í San Mateo Milpas Auas sem er stjórnsýslulegur hluti Antígua Guatemala, Sacatepéquez deild- ar. Hinn 10. nóvember 1991 komu tveir óþekktir menn að endurhæfingastöðinni og spurðu eftir Axel Mejía. Þegar þeir voru spurðir að nafni sögðu þeir: „Axel veit hverjir við erum,“ og fóru svo. Amnesty International hefur ríka ástæðu til að óttast um öryggi Axel Mejía. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að tryggja öryggi Axel Mejía og koma í veg fyrir hefnd- araðgerðir gegn honum fyrir þátt hans í að verja heimilislaus börn gegn mannréttindabrotum. Skrifið til: Presidente Jorge Serrano Elías Presidente de la República de Guatemala Palacio Nacional Guatemala. Mjanmar U Nu, hinn 85 ára gamli fyrrver- andi forsætisráðherra Mjanmar (áður Búrma) var settur í stofu- fangelsi 29. desember 1989 af Ríkisstofnuninni um endurreisn laga- og reglna (SLORC) sem eru ríkjandi hernaðarleg yfirvöld í Mjanmar. U Nu var handtekinn fyrir að neita að segja af sér sem meðlim- ur í táknrænni samsteypustjórn sem hann og stuðningsmenn hans mynduðu í september 1988, á hátindi þjóðaruppreisnar gegn 26 ára herstjórn í landinu. U Nu lýsti því yfir að hann væri enn lögmætur forsætisráðherra Búrma, eftir sigur í kosningum sem voru haldnar 1960. Arið 1962 var hann handtekinn í upp- reisn hersins sem hershöfðinginn Ne Win leiddi, og sat í fangelsi í 4 ár. Hann hefur staðfastlega neitað að segja af sér sem for- sætisráðherra samsteypustjórnar- innar, nema hershöfðinginn, Ne Win, viðurkenni að hann hafi haft rangt fyrir sér þegar hann rændi völdum. Eftir að U Nu var sleppt úr haldi, dvaldist hann 11 ár í útlegð en sneri aftur til Mjanmar árið 1980 þegar fyrirskipuð var almenn sakaruppgjöf. Þegar að hreyfing lýðræðisins var sem sterkust árið 1988, stofnaði U Nu Bandalagið fyrir lýðræði og friði. Var bandalagið löglega skráður stjórnarmálaflokkur í byrjun, en lýst ólöglegt af SLORC í febrúar 1991. U Nu var einnig meinað að taka þátt í kosningunum í maí 1990, þar sem Þjóðarbandalag lýðræðisins vann sigur. Samt sem áður hefur SLORC ekki enn afsalað sér völdum til réttkjörinn- ar ríkisstjórnar landsins. U Nu er haldið í stofufangelsi án undangenginna réttarhalda né ákæru á hendur honum, sam- kvæmt lögum frá árinu 1975. Samkvæmt þeim er leyfilegt að halda einstaklingi í allt að 5 ára gæsluvarðhaldi. U Nu sem er búddisti er haldið í einangrun, ásamt konu sinni, á heimili þeirra í Rangún. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að U Nu verði látinn laus nú þegar og án nokkurra skilyrða. Skrifið til: Senior General Saw Maung Chairman StateLawand Order Restoration Council Yangon Union ofMyanmar. Máritanía Sow Abou Mamadou, er 33 ára gamall undirforingi í sjóhernum, frá Djéol í suðurhluta Mauri- taniu, sem „hvarf“ eftir að hann var handtekinn í desember 1990 og var síðan haldið í einangrun- arvarðhaldi í höfuðborginni Nouakchott. Samkvæmt sumum heimildum er jafnvel talið að hann hafi látist af völdum pynd- inga í varðhaldinu. Sow Abou Mamadou er einn þúsunda svartra Máritaníu- manna, sem handteknir voru í nóvember og desember 1990, flestir af Hal-Pulaar- eða Fula- ættbálki. Þetta gerðist í kjölfar tilraunar sem gerð var til þess að kollvarpa ríkisstjórninni sem er stýrt af þjóðernishópi Mára. Yfirvöld hafa þó ekki getað lagt fram neinar sannanir um að raun- verulegt valdarán hafi verið í undirbúningi og er ástæða til að ætla að handtökurnar hafi verið framkvæmdar vegna þjóðernis þeirra sem voru handteknir. Fangarnir voru pyndaðir í bækistöðvum hersins og á lög- reglustöðvum. Voru margir hengdir með fæturna upp í loft og barðir á iljarnar. Aðrir fengu raf- Nýtt Samkort, sem er tengi- kort við Eurocard og þannig fullgilt kort á alþjóðlegan mælikvarða, hefur nú séð dagsins Ijós. Kreditkort hf. gefur þetta kort út í samvinnu við Samtök samvinnuverslana, en það eru samtök allra þeirra kaupfélaga á íslandi sem reka smásöluverslun. Þetta nýja kort skartar mynd af eldfjallinu Heklu á framhlið, og er þannig í sama stíl og önnur kort fyrirtækisins sem sýna íslenskt landslag. Nýja Samkort- ið er hið fyrsta í röð svokallaðra tengikorta sem Kreditkort hf. gefur út, en svo nefnast þau Eurocard greiðslukort sem gefin eru út í samvinnu við samtök og félög. Eins og komið hefur fram í fréttum verður síðar á þessu ári hafin útgáfa svokallaðs Sport- magnsstraum í kynfærin eða hold þeirra brennt. Enn aðrir voru grafnir lifandi eða hengdir án nokkurra réttarhalda. Svipað ferli pyndinga og aftakna án réttarhalda hefur verið þekkt í Máritaníu síðan 1986. Amnesty International hefur upplýsingar um nöfn 339 fanga sem hafa „horfið“ eða verið drepnir. Ríkisstjórnin tilkynnti í apríl 1991 að öllum þeim, sem hand- teknir voru í nóvember og des- ember 1990, hefði verið sleppt. Samt sem áður var Sow Abou Mamadou og hundruðum ann- arra pólitískra fanga ekki sleppt og eru mál þeirra óleyst. Ríkis- stjórnin lét stofna nefnd til þess að rannsaka kringumstæður við handtökur þeirra, ástæðurnar fyrir þeim og meðferð fanganna í varðhaldi. Eingöngu starfsmenn hersins eiga að sögn sæti í nefnd- inni þ. ám. nokkrir sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í yfir- heyrslu fanganna eftir handtöku. Störfum nefndarinnar er að öll- um líkindum lokið þó enn hafi engar niðurstöður rannsóknar- innar verið gerðar opinberar. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf, ef hægt er á frönsku eða arabísku, og farið þess á leit að hafin verði rannsókn á afdrifum Sow Abou Mamadou og hundr- uða annarra „horfinna“, og að þeir sem gefið hafi út fyrirskipan- ir eða framkvæmt pyndingar, eða aftökur án dóms og laga, verði leiddir fyrir dómstóla. Skrifið til: Son Excellence Monsieur le Colonel Maaouya Ould Sid’ Ahmed Taya Président du Comité militaire de salut national Chefde l’Etat BP184 Nouakchott Mauritanie korts í samvinnu við íþróttafélög í landinu. Nýja Samkortið er sérstakt að því leyti, að það getur auk þess að vera alþjóðlegt greiðslukort einnig verið félagsmannakort í kaupfélögunum. Þannig er allt í einu korti, - greiðslukort og fé- lagsmannakort. Sem félagsmanna- kort veitir Samkortið korthafan- um ýmis hlunnindi, svo sem aðgang að sérstökum tilboðum; afslátt og fréttabréf. Nokkur rétt- indi í öðrum kaupfélögum fylgir einnig félagsaðild, og ýmsar leið- ir verða skoðaðar til að auka gildi félagsaðildar í kaupfélagi. Á meðan nýja Samkortið verð- ur markaðsfært undir kjörorðun- um „í heimabyggð og heiminum öllum“, þá munu kaupfélögin áfram leggja áherslu á, að „Kaupfélagið er gott fyrir alla, - en best fyrir félagsmenn“. Orlofsferðir Vlf. Einingar sumarið 1992. Sjö daga hringferð um landið verður farin dag- ana 23. til 29. júlí ef næg þátttaka fæst. Gist verð- ur á hótelum í tveggja manna herbergjum með upp- búnum rúmum. Verð kr. 30.000,00 or. mann. Innifalið í verði: Akstur, gisting, morgun- og kvöld- verður. Þriggja daga ferð í Landmannalaugar dagana 7. til 9. ágúst ef næg þátttaka fæst. Verð kr. 5.000,00 pr. mann. Innifalið í verði: Akstur og grillveisla á laugardags- kvöld. Að öðru leyti verður fólk að nesta sig sjálft. Hámarksfjöldi er 40 manns í hvora ferð. Dagsferð aidraðra verður farin iaugardaginn 15. ágúst í Skagafjörð. Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og skrán- ing í ferðirnar er á aðalskrifstofu félagsins, Skipa- götu 14, Akureyri, sími 23503. Tekið á móti pöntunum frá og með mánu- deginum 4. maí nk. FERÐANEFND. EININGAR. Gunnar R. Bæringssun, framkvæmdastjóri Kreditkorts hf. (til hægri), afhendir Þóri Páli Guðjónssyni, formanni Samtaka samvinnuverslana, fyrsta nýja Samkortið. Nýtt Samkort - í senn alþjóðlegt greiðslukort og félagsmannakort í kaupfélögunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.