Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 9. apríl 1992 70. tölubiað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Sverrir Leósson. stjórnarformaður Útgerðarfélags Akurcyringa, flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Honum á vinstrí hönd eru f.v. Gunnar Ragnars, framkvæmdastóri ÚA og stjórnarmennirnir Halldór Jónsson, Asgeir Magnússon, Sigurður Jóhannesson og Pétur Bjarnason. Mynd: Goiii. Pormóður rammi á Siglufirði: Rekinn með 85,5 milljóna hagnaði á síðasta ári Rekstur Þormóðs ramma hf. á Siglufírði skilaði 85,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári eft- ir fjármagnsgjöld. Velta fyrir- tækisins nam 888,2 miiljónum á árinu og voru skuldir lækk- aðar um 200 milljónir króna. Hagnaður Þormóðs ramma á árinu 1990 var 58,3 milljónir króna. Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, segist vera ánægður með rekstur- inn á síðasta ári. „Reksturinn kom mjög vel út og það er ljóst að sameining Þormóðs ramma og Drafnar hf. auk útboðs á nýju hlutafé og sölu arðlausra eigna Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. í gær: Engin rök fyrir því aö sjávar- útvegurinn greiði auðlinaaskatt sagði Sverrir Leósson, stjórnarformaður, þegar hann flutti skýrslu stjórnar I skýrslu stjórnar Útgerðarfé- lags Akureyringa hf., sem Sverrir Leósson, formaður hennar flutti á aðalfundi félagsins í gær, segir að ekki sé undir neinum kringumstæðum hægt að færa fyrir því rök að Akureyri: Engar lokanir Þau þrettán fyrirtæki á Akur- eyri, sem skulduðu virðisauka- skatt og staðgreiðslu og bæjar- fógetaembættið á Akureyri hafði gefíð síðasta frest til að greiða, gerðu upp áður en kom til lokana. Björn Rögnvaldsson, aðalfull- trúi hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri, segir að fyrirtækin hafi haft frest til hádegis í gær til þess að gera upp og fyrir þann tíma hafi þau öll greitt skuldir sínar, samtals 8,2 milljónir króna. óþh sjávarútvegurinn eigi að greiða fyrir aðgang að auðlindinni í sjónum, hvort sem það sé kall- að auðlindarskattur, aflagjald eða eitthvað annað. „Slíkar umræður verða að bíða síns tíma og sá tími kemur ekki fyrr en allri þessari aðlögun er lok- ið og fyrirtækin hafa fengið svigrúm til þess að afskrifa þann kostnað sem af þessu hef- ur leitt,“ segir í skýrslunni. Eins og fram hefur komið nam hagnaður af rekstri ÚA á síðasta ári 86,6 milljónum króna. Heild- areignir félagsins í árslok voru bókfærðar á ríflega 3,3 milljarða króna. Þá námu skuldir rúmum 1,8 milljarði króna og var eigið fé í árslok því 1,478 milljarður króna. Raunaukning eigin fjár á síðasta ári nam 6%, en var um 17,2% árið áður. Eiginfjárhlut- fall var í árslok 44,7%, en var 44,6% um næstliðin áramót. Hreint veltufé er nú 11,6 milljón- ir og veltufjárhlutfall 1,02, en var 174,5 milljónir og 1,40 árið áður. í ársskýrslu ÚA kemur fram að þessa lækkun megi rekja til kaupa á Árbaki „auk þess sem fjárfestingar á árinu voru að miklu leyti fjármagnaðar með fé úr rekstri.“ Heildarafli skipa félagsins nam rúmum 23 þúsund tonnum í fyrra, sem var tæplega þúsund tonnum meiri afli en árið 1990. Þarna hafði sitt að segja að Sól- bakur EA-307 var í fullum rekstri allt síðasta ár, en aðeins þrjá mánuði árið 1990. Bróðurpartur framleiðslu ÚA fór í fyrra á fimm markaðssvæði. Sem fyrr eru Bandaríkin stór, en hlutur þeirra hefur þó dregist umtalsvert saman. Að sama skapi hefur aukist verulega útflutningur til Frakklands og reyndar hefur magnhlutur Japans, Bretlands og Þýskalands einnig aukist. í fyrra störfuðu að meðaltali 500 manns hjá ÚA, en voru að meðaltali 450 árið 1990. Hluthaf- ar í félaginu voru um 1.800 í árslok. Á aðalfundinum í gær var tillaga stjórnar um að greiða hlut- höfum 10% arð samþykkt. óþh hefur tekist og það er ekki hægt að segja annað en afkoma fyrir- tækisins hafi verið mjög góð. Lausafjárstaða þess er mjög góð, sem er að stórum hluta vegna nýs hlutafjár,“ sagði Róbert. Eigið fé Þormóðs ramma var 385 milljónir króna um síðustu áramót, sem er 38%. Eigið fé var rúmar 190 milljónir í fyrra, en hefur nú tvöfaldast. Hlutafé í Þormóði ramma er 240 milljónir króna að nafnvirði. Róbert segir að á aðalfundi félagsins verði lagt til að auka hlutaféð. „Við viljum styrkja fyrirtækið enn frekar og breikka eignaraðildina,“ segir Róbert. Hluthafar í Þormóði ramma eru um 160 talsins og er hátt í 70% hlutafjár í eigu heimamanna. Stærstu hluthafar eru Marteinn Haraldsson hf. og Ríkissjóður, sem á 20%. Að sögn Róberts hefur ekki verið rætt að Ríkis- sjóður selji hlut sinn í fyrirtæk- inu. Róbert segir að lagt verði fyrir aðalfundinn að greiða hluthöfum 10% arð, en það hefur ekki verið gert áður í sögu Þormóðs ramma. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur Þormóður rammi velt meiru en sömu mánuði síðasta árs. „En það er ljóst að útlitið með afkomu er tvísýnt, sem helg- ast fyrst og fremst af óvissu um verð á saltfiski. En við erum ekk- ert svartsýnir,“ sagði Róbert og bætti við að erfitt væri að spá fyr- ir um rekstur á nýjustu einingu Þormóðs ramma, Sunnu SI-67, sem nú er í sinni fyrstu veiðiferð. „En það skip er mjög vel fjár- magnað og mun því ekki sliga fyrirtækið á nokkurn hátt,“ sagði Róbert Guðfinnsson. óþh Skinnauppboði lauk í Kaupmannahöfn í gær: 5% verðlækkun á mink og bláref A skinnauppboöi í Kaup- mannahöfn, sem lauk síðdegis í gær, varð um 5% lækkun á bæði minka- og blárefaskinn- um miðað við uppboðið í febrúar sl. Fjöldi íslenskra skinna var boðinn upp í gær, en Arvid Kro, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra loð- dýraræktenda, hafði í gærkvöld ekki spurnir af sölu þeirra. Af um 4 milljónum minka- skinna seldust 3,4 milijónir og var meðalverð á skinn 125 dansk- ar krónur, eða um 1150 íslenskar krónur. Þá voru boðin upp um 95 þúsund blárefaskinn og seldust 77% þeirra. Arvid sagði að skýringin á verðlækkuninni væri mikið fram- boð á skinnum. Auk nýrra skinna væri verið að selja birgðir frá fyrri árum. óþh Verður gervisnjór framleiddur í Böggvisstaðafjalli? - raunhæfur kostur, að mati Jóns Hafldórssonar, verslunarmanns í Sportvík á Dalvík Jón Halldórsson, verslunar- maður í Sportvík á Dalvík, sem lengi hefur verið í fram- varöarsveit skíðaáhugafólks á Dalvík, hefur mikinn áhuga á kaupum á tækjabúnaði til snjóframleiðslu fyrir skíða- svæðið í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur. Jón fór nýlega til Östersund í Svíþjóð til að kynna sér notkun og rekstur á slíkum tækjabúnaði og niður- staða hans að afíokinni þeirri ferð er sú að hér sé um að ræða raunhæfan möguleika sem mönnum beri að skoða í fullri alvöru. Það þarf víst ekki að fjölyrða um hvernig snjóleysið í vetur og raunar undanfarna vetur hefur leikið skíðafóik hér norðan heiða. Miklir fjármunir hafa verið lagðir í uppbyggingu skíðasvæðisins á Dalvík með dýrum skíðalyftum og nú síðast glæsilegu húsi og því er mikil- vægt að geta haft svæðið opið fyrir almenning sem lengst yfir veturinn þannig að það skili tekjum. Með þetta í huga ákvað Jón að gera alvöru úr því að kanna þcssa hugmynd, sem hann segist hafa lengi velt fyrir sér. En hvernig gengur slík snjó- frantleiðsla fyrir sig? Að sögn Jóns er gríðarlega mikið vatn lykilatriði. Tækjabúnaðurinn dælir vatninu út í loftið í fínum úða, sein síðan frýs. Eftir því sem frostið er meira, þeim mun betri verður árangurinn. Hugs- unin er sú að snjóframleiðslu- tækin, sem vega rúm 500 kíló, yrðu færanleg. Settir yrðu niður brunahanar á mörgum stöðum í skíðabrekkunum og tækjabún- aðurinn tengdur við þá. Með því móti þyrfti ekki að eyða mikilli orku í að flytja til snjó í skíðabrekkunum. Ljóst er að auk kostnaðar við kaup á sjálfum tækjabúnaðin- um, þyrfti að leggja í töluverð- an kostnað við vatns- og raf- lagnir að honum. Jón segir erfitt að skjóta á heildarkostnaðinn, en úti í Svíþjóð kostar sjálft snjóframleiðslutækið um 2 mill- jónir króna. Jón gerir sér góðar vonir um að þessi hugmynd verði að veruleika. Þarna sé um að ræða kost, sem fleiri aðilar á Dalvík en hann telji raunhæfan. Á næstu misserum verður ntálið kynnt og síðan væntanlega tek- in ákvörðun. Á þessu stigi er hins vegar ómögulegt að segja hvort hugmyndinni verður hrundið í framkvæntd. óþhj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.