Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. apríl 1992 - DAGUR - 11 Fatasöfnunin vegna Kúrda: Fötin komin til skila Fötin sem fólk gaf í söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar til bágstaddra Kúrda eru nú komin á leiðarenda. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar var nýlega á ferð á meðal Kúrda og fylgdist með útdeiiingu fatnaðar í skól- um og á barnaheimilum. Enn á eftir að deila einhverju magni af fötum út en búið er að skipuleggja hvert síðustu fata- sendingarnar eiga að fara og reiknað er með að dreifingu fatnaðarins Ijúki á næstu dögum. Islendingar tóku tilmælum Hjálparstofnunarinnar um fata- gjafir handa Kúrdum af meiri rausn en nokkurn hafði órað fyrir. Mikið magn af fatnaði safn- aðist saman á nokkrum dögum um allt land. Norðlendingar létu ekki sitt eftir liggja og safnaðist mikið magn af fötum saman á flestum stöðum - einkum voru Siglfirðingar örlátir að öllum öðr- um ólöstuðum. Fatnaðurinn var síðan sendur héðan til Danmerk- ur þar sem Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar tók við hon- um og annaðist áframhaldandi flutning hans til fjallahéraðanna í norðurhluta írak við tyrknesku landamærin þar sem hinir land- flótta Kúrdar hafa bækistöðvar sínar. Jónas Þórisson ferðaðist um bvggðir Kúrda ásamt starfs- bræðrum sínum frá Danmörku og kvað þá hafa unnið mikið starf við erfiðar aðstæður. Mjög „Skyldu þessir leistar passa í skóna mína?“ - Islenska ullin kemur sér vel í kulda og vosbúð hinna land- flótta fjallabúa. Handbók fyrir skokkara Út er komin handbók fyrir þá sem vilja auka þrek sitt og þol, Skokkarinn 1992. Bókin, sem er 64 bls., er ætluð jafnt byrj- endum og þeim sem lengra eru komnir. Fjallað er um öll helstu atriði sem skipta máli fyrir skokkara svo sem áhrif skokks á líkamann, utbúnað, hlaupalag, teygjur, æfingaaðferðir, æfingaáætlanir, ráðleggingar um undirbúning fyr- ir hlaup, mataræði og meiðsli. Auk þess er í bókinni skrá yfir hlaup árið 1992, hraðatöflur, æfingadagbók og afrekaskrá aldursflokka í hálfmaraþoni og maraþoni. Skokkarinn 1992 er gefinn út af Útbreiðslunefnd Frjálsíþrótta- sambands íslands. Höfundar eru Sigurður P. Sigmundsson og Gunnar Páll Jóakimsson. Bókin kostar 1.200 kr. Hún fæst á Akureyri í Bókabúð Jónas- ar í Hafnarstræti. Auk þess er hægt að panta hana hjá Frjáls- íþróttasambandi íslands í síma 91-685525. ánægjulegt væri að sjá hversu vel hafi gengið að koma hjálpinni til skila. Erlendar hjálparstofnanir höfðu alla yfirumsjón með dreif- ingu fatnaðarins en fengu inn- lenda aðila í hverju þorpi til liðs við sig. Innfæddir önnuðust þannig síðasta stig dreifingarinn- ar - að ráðstafa fatnaði til fjöl- skyldna og skiluðu síðan listum til hjálparstofnunarinnar um hversu margar flíkur hver fjöl- skylda fékk. Jónas kvaðst hafa séð með eigin augum bæði börn og fullorðna komna í íslenskar lopapeysur og annan fatnað. ÞI Sértilboð: Eitt símtal og við gerum þér tilboð AKUREYRI 96*24838 Bílaleigan Örn Flugvöllur og Tryggvabraut 1. ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175 VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR RVS-AVIS Licency íslcnskar lopapeysur - skyldi ein- hver þekkja sina? •Á'>V. St SUNNUHUÐ VERSIXJNARMTOSTÖÐ Munið laugardagsopnun Fermingar- og páskaskreytíngar Kerti, servíettur Fermingargjafir í úrvalí BLÓMABUÐIN LAUFÁS Dragtír í úrvali 20% afsláttur til páska Nýtt frá LINDON HABRO Þvi færð fermingargjöfina hjá okkur t.d. orðabækur, fræðibækur, gestabækur, albúm, töskur, skartgripaskrín. Einnig mikíð úrval af kortum og gjafapappír, myndum og myndarömmum Pað borgar síg að líta ínn IH TENS3Í útvarpsvekjarar Frá kr. 1.990,- QfRafland hf. Tónlist á föstudag frá kl. 14-16 - Arnar Quðmundsson Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 -Trygging s. 21844 - M. H. Lyngdal s. 26399 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Allt undír eínu þakí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.