Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 09.04.1992, Blaðsíða 6
6 -OAGUR - Fimmtudagur 9. apríl 1992 Tónlist Tónleikar Skagfirsku söngsveitarmnar Föstudaginn 3. apríl efndi Skag- firska söngsveitin í Reykjavík til tónleika á Sauðárkróki í tengsl- um við Sæluviku Skagfirðinga. Tónleikarnir voru haldnir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Stjórnandi söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari á píanó Sigurður Marteinsson. Söngsveitin er vel skipuð söng- mönnum og hlutfall karla- og kvennaradda gott. Sópran og alt hafa að jafnaði gott vald á hlut- verkum sínum og tenór er veru- lega góður. Bassinn er hins vegar veikasta rödd kórsins. Hann skortir talsvert í fyllingu og breidd. Efnisskrá Skagfirsku söng- sveitarinnar var metnaðarfull. Fyrst voru tvær Kyríur, hin fyrri úr Missa secunda eftir Hans Leo Hassler, og hin síðari eftir W. A. Mozart. Bæði þessi verk söng kórinn undirleikslaust af öryggi og fallega. Blær flutningsins var við hæfi og smekklegur og bar vitni vönduðum vinnubrögðum stjórnandans. Næst á efnisskrá var Gloría eft- ir A. Vivaldi. Kórinn flutti fyrstu sjö kafla verksins og kafla ellefu og tólf. Einsöngskaflann Domine Deus flutti Svanhildur Sveinbjörns- dóttir og hún og Ragnheiður D. Fjeldsted sungu dúettinn Lauda- mus te. Báðar skiluðu hlutverk- um sínum vel. í heild var flutningur Glorí- unnar allgóður. Best fór kórinn með upphafskaflann, Gloria, og Propter magnam gloriam. í þeim var skemmtilegur þróttur og ákveðni ásamt nákvæmni í inn- komum og takti. Hljómur kórs- ins var nær ævinlega hreinn og einstakar raddir komu vel út, nema einna helst bassinn. Hins vegar kom fyrir, að ekki náðist sú lyfting, sem æskileg hefði verið. Svo var til dæmis um Domine Fili og Cum Sancto spiritu. Nokkrum sinnum voru innkomur ekki alveg nógu öruggar, svo sem í upphafi Et in terra pax homini- bus. Þá flutti kórinn þrjá negra- sálma. Hæst bar flutning á Swing Low, Sweet Chariot, sem var með því besta, sem heyrst hefur til íslenskra kóra á þessu sviði. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson sungu einsöng í þessu lagi og gerðu það vel af innileika. Forvitnilegur var flutningur söngsveitarinnar á ísland eftir Sigfús Einarsson við ljóð eftir Freystein Gunnarsson. Verkið er íslenski kaflinn í samnorrænni kantötu. í verkinu söng Fríða Sigurðardóttir einsöng. Hún hef- ur mikla rödd, en ekki alveg nógu stýriláta. Þá flutti kórinn verk eftir söngstjórann, Björgvin Þ. Valdi- marsson við Heim til þín ísland, ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Upphafshluti verksins er með þjóðlegum blæ, sem minnir í raddsetningu og lagferð á íslensk þjóðlög. Miðbik þess er talsverðu litlausara og almennara að gerð, en í lokin er aftur rifjaður upp andi upphafsins. Kórinn flutti verkið af öryggi og áheyrilega. Tónleikum Skagfirsku söng- sveitarinnar lauk með flutningi þriggja óperu- og óperettulaga. Flutningur lagsins Rauðasta rósin var fallegur. Kórinn sýndi skemmtilega getu í jöfnum styrk- breytingum. Einsöngvarar voru Fríða Sigurðardóttir og Guð- mundur Sigurðsson. í þessum hluta tónleikanna bar hæst Ástar- dúett úr Sígaunabaróninum eftir J. Strauss. Halla S. Jónasdóttir og Guðmundur Sigurðsson sungu einsöng. Raddir þeirra eru mjög áheyrilegar og féllu vel saman. Kórinn stóð sig einnig vel og var þýður og fallegur á að heyra. Aft- ur á móti skorti nokkuð á það, að flutningur á lokalagi efnisskrár- innar, Innreið gestanna úr Tann- hauser eftir R. Wagner, væri sá sem skyldi. Talsvert skorti á þann hetjulega þrótt, sem hæfir þessu verki, og fyrir kom að raddir brustu á einstaka tónum. Þá náði bassi ekki þeirri breidd, sem til hefði þurft. Undirleikur Sigurðar Marteins- sonar var mjög öruggur og féll vel að flutningi á blæbrigðaríkan og hóflegan hátt. Hann er greini- lega góður liðsmaður í tónlistar- flutningi. Tónleikar Skagfirsku söng- sveitarinnar voru sæmilega sóttir. Því, að ekki komu fleiri, kann að hafa valdið útsending sjónvarps á lokaþætti spurningakeppni fram- haldsskólanna, sem var á sama tíma. Körinn er greinilega mátt- ugt hljóðfæri og fær um að flytja flókna og torvelda tónlist svo að sómi er að. Hins vegar á hann jafn ljóslega sín mörk, sem ekki er æskilegt að farið sé yfir. Haukur Ágústsson. Lúðraþytur í Glerárkirkju - afmælistónleikar Lúðrasveitar Akureyrar SJALUNN Föstudagur: Pálmi Gunnarsson og Mannakorn Húsið opnað kl. 23.00. Miðaverð kr. 1.000 Laugardagur: Omar af ýmsu tagi Glæný skemmtidagskrá með Omari Ragnarssyni, Pálma Gunnarssyni og Mannakornum Kvöldverður, skemmtun og dansleikur kr. 2.900 Matseðill: Rjómalöguð sjávarréttasúpa Léttreykt lambalæri með hunangsgljáðum kartöflum og sherrýbættri sveppasósu Kaffi og konfekt Mannakorn leika fyrir dansi til kl. 03.00 Húsið opnað kl. 19.30. Miðaverð á dansleik kr. 1.000 Kjallarinn: Rúnar Þór og félagar í Kjallaranum fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld Lúðrasveit Akureyrar efndi til afmælistónleika í Glerárkirkju laugardaginn 4. apríl. Sveitin á að baki fimmtíu ár í starfi. Það er því full ástæða til hátíðarhalda. í; tengslum við afmælið hefur verið gefið út veglegt afmælisrit, þar sem rakin er í stuttu máli ferill lúðrasveitarinnar. Ritið er prýtt miklum fjölda mynda, sem gefa því mjög aukið gildi. Tónleikarnir í Glerárkirkju hófust með því að hljómsveit eldri félaga lék fjögur lög undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Leik- ur hljómsveitarinnar var talsvert góður og þróttmikill og virtust þessir „gömlu blásarar" ekki hafa ýkja miklu gleymt. Inn í leik hljómsveitarinnar var skotið öðr- um dagskrárliðum, svo sem af- hendingu viðurkenninga til fyrri félaga og stjórnenda, afhendingu gjafa og ávarpi núverandi for- manns hljómsveitarinnar, Einars Gunnars Jónssonar og Halldórs Jónssonar, bæjarstjóra. Hljómsveitin fékk til sín gesti. Það voru félagarnir í Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Þeir léku fjögur lög undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar. Einleikari á euphon- ium í laginu Don’t Mock Baroque var Lárus Brandsson og hann lék fallega og einnig hljómsveitin. Henni tókst einnig talsvert vel í verkinu Minningar frá íslandi, syrpu eftir Ernest Majo. Hin tvö verkin, Nótt á Nornastóli eftir M. Moussorsky og Sálmur og sig- urmars úr Aidu, voru ekki eins vel leikin og virtust vera nokkru ofan við getu hljómsveitarinnar - nema þá að mun meiri æfing kæmi til. Léttsveit Lúðrasveitar Akur- eyrar lék þrjú lög samkvæmt efn- isskrá og eitt aukalag. Stjórnandi hennar er Atli Guðlaugsson. Leikur hljómsveitarinnar var þróttmikill og með talsverðri sveiflu. Meiri nákvæmni hefði mátt vera í leiknum á nokkrum stöðum. Hann átti það til að verða lítils háttar óskýr í innkom- um og ósamtaka. Léttsveitin er ný af nálinni í starfsemi Lúðra- sveitar Akureyrar. Hún á án efa eftir að eflast og verða góð viðbót jafnt við starfsemi Lúðrasveitar Akureyrar sem tónlistarlíf almennt í Akureyrarbæ. Næstsíðasta atriðið á efnisskrá var leikur afmælisbarnsins, Lúðra- sveitar Akureyrar. Hún lék sex verk. Leikur sveitarinnar var ágætur í Don Pedro eftir Johan Nijs og góður í Rómönsu fyrir saxofón eftir Franz Kovanda. í síðarnefnda verkinu lék Ingvi Vaclav Alfreðsson sóló á alt- saxofón. Ingvi lék með fallegum tóni og músíkalskt. Hins vegar skorti lítillega á að hann hefði fullt vald á til dæmis hendingar- lokum og kemur þar til lítilshátt- ar skortur á tæknilegri getu, sem ián efa mun ekki verða til lang- frama. Trompetistar lúðrasveitarinnar fengu gott tækifæri til þess að sýna hæfni sína í laginu Happy Trumpets eftir W. Schneider Argenbúhl. Þeir stóðu sig í heild tekið vel. Hið sama var um hljóm- sveitina í þessu verki. í sumum verkanna ætlaði hljóm- sveitin sér ekki af. Sérstaklega á það við um syrpu laga úr óperum Verdis. Þar gætti iðulega mikils óöryggis, sem kom fram í óskipu- legum leik, sem á stundum varð beinlínis þvöglulegur. Afmælistónleikunum lauk með því, að Lúðrasveit Akureyrar og Lúðrasveit Hafnarfjarðar sam- einuðust og léku fjögur lög, tvö undir stjórn hvors stjórnanda. Þetta var góður og þróttmikill endapunktur á góðri afmælishátíð, sem var öllum þeim, sem að komu til sóma og gestum áreið- anlega til ánægju. Það ánægjulegasta við tónleik- ana er það, að þeir sýndu greini- lega, að Lúðrasveit Ákureyrar er engan veginn komin á fallanda fót, þrátt fyrir fimmtíu ára starfs- aldur, heldur full af þrótti og starfsvilja. Hún er skipuð góðum tónlistarmönnum, sem ekki ótt- ast að ráðast í ný verkefni og sem eflaust eiga eftir að auðga tónlist- arlíf byggðarinnar um ókomin ár sem hingað til. Þeim öllum er árnað heilla í framtíð. Haukur Ágústsson. Mataræði og mannlíf - rit um könnun heilbrigðisráðuneytisins á mataræði íslendinga Manneldisráö hefur gefið út ritið Mataræði og mannlíf um könnun heilbrigðisráðuneytis á mataræði íslendinga. Fyrsta skýrsla um könnunina kom út í fyrra þar sem fjallað var um sameiginleg einkenni á matar- æði Islendinga. I ritinu Matar- æði og mannlíf er hins vegar greint frá mismunandi fæðu- venjum fólks eftir búsetu, atvinnu, heimilistekjum og menntun. Það vekur athygli að áhrif bú- setu, atvinnu og menntunar á mataræði karla eru óvenju skýr hér á landi borið saman við ná- grannaþjóðir. Heimilistekjur hafa einnig áhrif á fæðuvalið en samt sem áður virðist hollusta fæðunnar engu síðri meðal tekju- lægri hópa en þeirra tekjumeiri. Mataræði kvenna dregur síður dám af atvinnu eða menntun heldur en mataræði karla. Þegar á heildina er litið borða fullorðnir karlar með stutta skólagöngu að baki eða með búsetu í strjálbýli feitasta og trefjasnauðasta fæðið en fólk á höfuðborgarsvæði og Akureyri borða fituminnsta og trefjaríkasta fæðið. í skýrslunni er einnig greint frá næringargildi einstakra máltíða eftir aldri og kyni og hversu al- gengt sé að fólk borði morgun- verð og heita máltíð. Skýrt er frá neyslu algengra skyndibita eftir aldri og kyni og borið er saman næringargildi heitra máltíða í mötuneytum og heimahúsum. Ritið Könnun á mataræði ís- lendinga - Mataræði og mannlíf er til sölu á skrifstofu Manneldis- ráðs, Ármúla 1 a, í Skólavöru- búð Námsgagnastofnunar og Bóksölu stúdenta við Háskóla íslands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.