Dagur - 14.04.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 14. apríl 1992
Fréttir
Andrésar Andar leikarnir í Hlíðarflalli:
„Að leik í leit að keppnisskíðamönnmn framtíðar
- segir Kristinn G. Lórenzson, formaður framkvæmdanefndar
44
Andrésar Andar leikarnir á
skíðum hefjast miðvikudaginn
22. apríl nk. Leikarnir eru
langfjölmennasta skíðamót
sem haldið er á landinu í ár.
Þátttakendur eru 739, á aldrin-
um 6-12 ára, frá 16 héruðum.
Starfsmenn mótsins eru vel á
annað hundrað.
Dagskrá Andrésar Andar leik-
anna hefst miðvikudaginn 22.
apríl kl. 18,00 með skrúðgöngu
frá Lundarskóla að íþróttahöll-
inni. Við mótssetningu flytur sr.
Hannes Örn Blandon andakt og
Húsavík:
Bæjarmala-
punktar
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að styrkja íþróttasamband
fatlaðra um kr. 50.000 vegna
þátttöku fatlaðs íþróttafólks á
Ólympíuleikum fatlaðra á
Spáni.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að barnaheimilið Bestibær
verði lokaö vegna sumarleyfa
á tímabilinu 13. júlí til 11.
ágúst.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að beina því til bygginga-
nefndar að hún taki til athug-
unar að götuheitinu „Ásgarðs-
vegur" á Húsavík verði breytt
í „Ásgarð."
■ Bæjarstjóri kynnti á fundi
bæjarráðs nýlega, tillögu að
samningi við íþróttafélagið
Völsung um rekstur íþrótta-
valla bæjarins á árinu 1992.
Bæjarráð samþykkti tillöguna
og heimilaði bæjarstjóra að
ganga frá samningum.
■ Landbúnaðarráðherra hef-
ur lýst vilja sínum til að sett
veröi upp á Húsavík útstöð
eða útibú frá Landgræðslunni
með einum starfsmanni til að
byrja með. Bæjarráð fagnar
þessum fyrirætlunum og lýsir
yfir vilja sínum til að stuðla að
því í samvinnu við ráðuneytið
og landgræðsluna að þessar
áætlanir geti orðið að veru-
leika.
■ Stjórn framkvæmdalána-
sjóðs hefur samþykkt að
leggja til við bæjarstjórn að
sjóðurinn kaupi hlutabréf FH f
íshafi hf. og Höfða hf., í íshafi
kr. 10.000.000 á genginu 4,50
og í Höfða kr. 10.000.000 á
genginu 1,53.
■ Byggingancfnd hefur hafn-
að erindi frá Kaupfélagi Þing-
eyinga, með þremur atkvæð-
um gegn tveimur, þar sem KÞ
sækir um leyfi til að byggja
viðbyggingu við matvöruversl-
un sína að Garðarsbraut 5.
Um er að ræða létta byggingu,
(límtrésbyggingu) á steyptum
sökklum og með steypta
plötu, alls 585,9 ferm.
■ Byggingancfnd hefur hafn-
að erindi frá íbúum að Stóra-
garði 9, þar sem sótt er um
leyfi til að fella fjögur 5 metra
há birkitré á lóðarmörkum
milli Stóragarðs 7 og 9, vegna
bílastæðafratnkvæmda.
■ Á fundi húsnæðisnefndar
nýlega, kom fram að nefndin
mun afhenda 12 nýjar íbúðir á
þessu ári. Sótt hefur verið um
framkvæmdalán fyrir 6 íbúð-
um, nýjum eða notuöum.
Miðað við að sú umsókn verði
tekin til greina, telur nefndin
að markaðurinn sé nokkuð
mettaður við núverandi
ástand.
Vilhelm Már Þorsteinsson, skíða-
maðurinn knái frá Akureyri, set-
ur leikana. Keppnin hefst morg-
unin eftir með stórsvigi sjö og
átta ára.
Hlíðarfjall verður undirlagt
vegna leikanna fram á laugardag,
en verðlaunaafhending verður í
íþróttahöllinni að kvöldi hvers
keppnisdags. Keppendur munu
búa flestir í Lundarskóla, en
einnig í íþróttahöllinni og frá
þessum stöðum verður ekið með
krakkana í rútum á mótsstaðinn í
Hlíðarfjalli.
Styrktaraðilar mótsins eru
þrír, þ.e. Pepsí á íslandi, Vaka-
Helgafell og Alsport.
„Andrésar Andar leikarnir í ár
eru þeir 17. sem haldnir eru og
þeir næst fjölmennustu hingað
til. Leikarnir voru fyrst haldnir
1975 og þá voru keppendur rúm-
lega 100. Nú er fjöldinn kominn
yfir 700 og þess má vænta að
hann aukist enn, slíkar eru vin-
sældirnar. Við lítum fyrst og
fremst á Andrésar Andar leik-
ana sem leik á skíðum, en því
ber þó ekki að neita að við erum
einnig að leita að keppnisskíða-
mönnum framtíðarinnar. í Alpa-
greinum taka þátt 694 krakkar, í
göngu 48 og í stökki 66,“ sagði
Kristinn G. Lórenzson, formaður
framkvæmdanefndar Andrésar
Andarleikanna í Hlíðarfjalli. ój
Kristinn G. Lórenzsson, ívar Sigmundsson og Friðrik Adolfsson allir úr
framkvæmdastjórn Andrésar Andar leikanna.
, Framhaldsskólarnir í Þingeyjarsýslu:
„I imnuin huga er ekki vamarbarátta heldur sókn“
- segir Birkir Þorkelsson, skólameistari
Ný framhaldsskólastefna fyrir
Þingeyjarsýslur var til umræðu
á ráðstefnu um skólamál sem
Framhaldsskólinn á Laugum
og Framhaldsskólinn á Húsa-
vík stóðu fyrir á Húsavík sl.
föstudag. Ráðstefnan var
nokkuð vel sótt af sveitar-
stjórnamönnum og áhugafólki
um skólamál. Frummælendur
á ráðstefnunni voru 18, auk
þess sem nokkrir tóku til máls
undir liðnum önnur mál. Á
döfinni er samstarf og verka-
skipting milli skólanna og aðild
sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum
að báðum skólunum. Ekki eru
allir fullkomlega sammála um
fyrirhugað samkomulag, en á
ráðstefnunni komu sjónarmið
manna í Ijós og hún hefur án
efa þjónað tilgangi sínum á
þann hátt að fræða og upplýsa
þátttakendur um ýmsar hliðar
skólamálanna í héraði.
í lok ráðstefnunnar var flutt til-
laga um skipan sjö manna nefnd-
ar sem halda muni áfram að
kanna hugsanlega verkaskiptingu
skólanna og námsframboð
þeirra, og hvort og þá með hvaða
hætti sveitarfélögin sameinist um
framhaldsskólana. Þessi nefnd
skal vera skipuð tveimur fulltrú-
um frá hvorri hérðaðsnefnd, ein-
um fulltúa frá hvorum skóla og
einum fulltrúa frá Húsavíkurbæ.
„Mér fannst ráðstefnan ákaf-
lega þörf og gagnleg þegar til
lengri tíma er litið. Það er heil-
mikið verk óunnið í héraðinu en
það þýðir ekkert að láta deigan
síga heldur verður að halda
áfram og stilla saman strengina til
átaka í þessum málum. í mínum
huga er ekki til varnarbarátta í
skólamálunum heldur bara sókn.
Því fyrr sem menn átta sig á
stöðu mála, því betra,“ sagði
Guðmundur Birkir Porkelsson,
skólameistari á Húsavík,
aðspurður um áhrif ráðstefnunn-
ar.
„Ráðstefnan var fyrst og
fremst umræðuvettvangur til að
gefa skólamönnum og ráða-
mönnum tækifæri til að tjá sig um
þessi málefni. Við ætluðum að
reyna að útskrifa á næsta ári tíu
nemendur eftir fjögra ára nám á
framhaldsbraut en mér heyrðist á
ráðherra að það væri þyngra fyrir
fæti með þetta en ég átti von á.
Það þýðir ekkert að við séum
búnir að gefast upp. í heild var ég
mjög ánægður með ráðstefnuna
og ég held að hún hafi verið mjög
upplýsandi, við erum búnir að
vinna grunnhugmyndir í átt að
skólaskipulagi og þarna voru þær
kynntar,“ sagði Hannes Hilmars-
son, skólameistari á Laugum,
aðspurður um álit sitt á ráðstefn-
unni. IM
Níu sóttu um starf
flugmálastjóra
Skák____________
Helgarskákmót
á Akureyri
Alls bárust 9 umsóknir um
starf flugmálastjóra, sem
nýlega var auglýst laust til
umsóknar en umsóknarfrestur
rann út 10. apríl sl.
Eftirtaldir aðilar sóttu um
stöðuna: Erling Aspelund, starfs-
mannastjóri hjá SIS, Grétar H.
Óskarsson, framkvæmdastjóri
hjá Flugmálastjórn, Guðmundur
Matthíasson, framkvæmdastjóri
hjá Flugmálastjórn, Haukur
Hauksson, varaflugmálastjóri,
Hörður Hafsteinsson, flugmað-
ur, Pórður Óskarsson, flugum-
sjónarmaður, Þórður Örn Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri hjá
Flugmálastjórn, Þorgeir Pálsson,
prófessor og Þorsteinn Þorsteins-
son, verkfræðingur. -KK
Norræn nemendakeppni þjóna-
og matreiðslunema:
Þjónanemi af
Fiðlaranum sigraði
Helgarskákmót hefst á Akur-
eyri á sumardaginn fyrsta,
fimmtudaginn 23. aprfl. Tefld-
ar verða sjö umferðir eftir
Monrad kerfi. Umhugsunar-
tími er 1 klst. og 30 mínútur á
36 leiki og síðan 30 mínútur til
að Ijúka skákinni.
Fyrsta umferð hefst kl. 14 á
sumardaginn fyrsta og önnur
umferð kl. 20 sama dag. Föstu-
daginn 24. apríl verður teflt kl.
16 og 21, laugardaginn 25. apríl
Sjöunda og síðasta 15 mínútna
stigamót Skákfélags Akureyr-
ar var haldið sl. sunnudag.
Rúnar Sigurpálsson sigraði
með glæsibrag, fékk 8 vinninga
af 8 mögulegum. Þórleifur
Karlsson varð annar með 6'/2
v., Sigurjón Sigurbjörnsson
fékk 5V2 og Sveinbjörn Sig-
urðsson 4.
Fimm bestu mótin hjá hverjum
kl. 10 og 16 og lokaumferðin
hefst kl. 10 sunnudaginn 26.
apríl.
Heildarverðlaun eru ríflega 60
þúsund krónur og er mótið öllum
opið. Þremur skákmönnum hefur
verið boðið sérstaklega á mótið
og þekktastur þeirra er Halldór
G. Einarsson frá Bolungarvík.
Nánari upplýsingar um mótið má
fá í síma 96-23635 en sem fyrr
segir er helgarskákmótið öllum
opið. SS
og einum í vetur telja í stigagjöf-
inni og lokastaðan varð þessi: 1.
Rúnar Sigurpálsson 42 stig. 2.
Þórleifur K. Karlsson 34 stig. 3.
Sigurjón Sigurbjörnsson 25 stig.
Þessir þrír röðuðu sér í verð-
launasætin og var reyndar orðið
ljóst að Rúnar og Þórleifur
myndu vinna til verðlauna en
nokkur barátta var um þriðja
sætið. SS
Um helgma fór fram í Finn-
landi, norræn nemendakeppni
á vegum nefndar hótel- og
veitingahúsa og hótel- og veit-
ingaskóla á Norðurlöndum.
Tveir íslenskir keppendur, þau
Sigmar Örn Ingólfsson og
Rebekka Jane Clarke, gerðu
sér lítið fyrir og unnu gullverð-
laun í keppni þjónanema.
Sigmar Örn er að læra á Fiðlar-
anum á Akureyri en Rebekka á
Hótel Óðinsvé í Reykjavík.
Auk þess kepptu matreiðslu-
nemar í þessari norrænu keppni
og þar höfnuðu íslensku kepp-
endurnir tveir í þriðja sæti. Til
þátttöku í þessari keppni var
boðið tveimur þjónanemum og
tveimur matreiðslunemum.
íslensku keppendurnir höfðu
áður unnið samskonar keppni
hér heima, í Hótel- og veitinga-
skólanum.
Keppnin hófst á föstudag og
stóð fram á sunnudag. Dóm-
nefnd var skipuð fyrirliðum allra
liða, að því undanskildu að dóm-
urum var ekki heimilt að dæma
eigið lið. -KK
Grenivík:
Minnisvarði um
drukknaða sjómenn
Sunnudaginn 14. júní, á sjó-
mannadaginn, verður afhjúp-
aður minnisvarði um drukkn-
aða sjómenn, í kirkjugarðinum
á Grenivík. Minnsivarðinn er
gerður af Jón Sigurpálssyni,
myndlistarmanni á ísafirði.
Það eru tvö félög á Grenivík
sem standa fyrir gerð minnisvarð-
ans, Kvenfélagið Hlín og Lions-
klúbburinn Þengill. Kostnaður-
inn við verkið er meiri en klúbb-
arnir tveir ráða við og því verður
einnig leitað eftir frjálsum fram-
lögum. -KK
Stigamót Skákfélags Akureyrar:
Rúnar Sigurpálsson
hreppti efsta sætið
- fékk fullt hús á síðasta mótinu