Dagur - 14.04.1992, Síða 3

Dagur - 14.04.1992, Síða 3
Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Akureyri: Bæjarmáia- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt samningsuppkast viö Möl og sand hf. um kaup á 13.000 tonnum af steinefni til gatna- gerðar. Kaupverð er kr 12.525.000. ■ Yfirverkfræðingur bæjarins lagði fram tillögu að malbikun gangstétta á árinu 1992 á fundi bæjarráðs fyrir helgi. Samtals er um að ræða malbikun 8000 fermetra að upphæð 8.0 millj- ónir króna. Bæjarráð sam- þykkti tillöguna. ■ Bæjarráð hefur farið þess á leit við Samband ísl. sveitar- félaga að teknar verði upp við- ræður við Iðnaðarráðuneytið um möguleika þess að koma á fót svokölluðum fríiðnaðar- svæðum hér á landi. ■ Skipulagsnefnd tók fyrir að nýju fyrir skömmu, erindi frá Svani Eiríkssyni arkitekt, f.h. stjórnar kirkjugarða, þar sem óskað er eftir að fá að stað- setja líkhús og kapellu á Höfð- anum við kirkjugarðinn. Meiri- hluti skipulagsnefndar mælir með því að orðið verði við erindinu. Hallgrímur Indriða- son, skipulagsnefndarmaður, lét m.a. bóka að hann gæti ekki fallist á hugmyndir um fyrirhugaðar byggingafram- kvæmdir á meibrún ofan Aðalstrætis og Lækjargötu. Hann taldi byggingafram- kvæmdir varasamar á þessum stöðum vegna skriðhættu, auk þess sem byggingar væru mjög áberandi og skaða svipmikið landslag svæðisins. ■ Hafnarstjórn kaus sér nýj- an formann á fundi sínum nýlega, í stað Gunnars Ara- sonar, sem gegnt hefur for- mennsku í stjórninni í nær sex ár. Fyrir valinu varð Jónas Þorsteinsson. ■ Hafnarstjórn sanvþykkti til- lögu hafnarstjóra um kaup á flotbryggju og landgangi frá „Króla“, samtals að upphæð kr. 1.166.300. Flotbryggja þessi er aðallega keypt til að auðvelda landgöngu farþega af skemmtiferðaskipum er koma tii Akureyrar. ■ íþrótta- og tómstundaráð samþykkti á fundi sínum nýlega að fela starfsmönnum Akureyrarvallar að gera nauð- synlegar lagfæringar á Sana- velli, skipta um marknet o.fl. ■ Atvinnumálanefnd ræddi nýlega á fundi sfnum mögu- leika á því að fá fyrirtæki til þess að flytja starfsemi sína til Akureyrar. Samþykkt var að skipa starfshóp til að vinna að þessu máli. í starfshópinn voru skipaðir, Jón Gauti Jónsson, Guömundur Ómar Pétursson og Guðmundur Stefánsson. ■ Jafnréttisfulltrúi greindi á fundi jafnréttisnefndar nýlega, frá ákvörðun kennarafundar GA um að ekki verði kennt í kynjaskiptum deildum í 8. bekk næsta vetur. Jafnréttis- nefnd lýsti vonbrigðum sínum með þá ákvörðun, þar sem ljóst er að tímabundin kennsla í kynjaskiptum deildum kem- ur stúikum örugglega til góða og ekki verður séð að dreng- irnir tapi á því. Plaströraverksmiðja keypt: Frá Kópavogi á Krókúin - fyrstu snjóbræðslurörin þegar seld Nokkrir aðilar á Sauðárkróki hafa keypt Kóbra-plast hf. í Kópavogi en það fyrirtæki hef- ur einkum framleitt snjó- bræðslurör. Kaupin voru ákveðin í síðustu viku og í næsta mánuði flyst framleiðsl- an norður á Sauðárkrók. Fyrst um sinn verða rörin framleidd í Kópavogi og hafa nýju eigend- urnir þegar selt fyrstu fram- leiðsluna, 2500 metra af snjó- bræðslurörum. Þegar Dagur leit við í Kóbra- plasti sl. föstudag var verið að framleiða á fullu og aðaleigend- urnir allir mættir á staðinn. Þeir Ásbjörn Skarphéðinsson, raf- virki, Björn Bjarnason, vörubif- reiðarstjóri, og Jón Geirmunds- son, pípulagningamaður. Ýmsir aðilar á Sauðárkróki skipta með sér fjórða hlutnum í fyrirtækinu. Að sögn Ásbjörns hafa kaup á litlu fyrirtæki verið í undirbún- ingi frá því í haust í gegnum Átak hf. á Sauðárkróki, átaksverke'fn- ið í atvinnumálum. Ásbjörn lét kaupverð ekki fylgja sögunni en sagði að um einhverjar milljónir væri að ræða. „Það fæst ekkert fyrir minna í dag,“ sagði Skeifukeppni á Hólurn: Jóhanna Stella sigraði Hinn árlegi Skeifudagur ném- enda Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal var sl. laugardag. Sigurvegari í Skeifukeppninni að þessu sinni varð Jóhanna Stella Jóhannsdóttir á Snældu og vann hún einnig til verð- launa í fleiri greinum. Sautján nemendur kepptu á Skeifudeginum, en sigursælust var Jóhanna Stella, því auk þess að sigra í Skeifukeppninni, sigr- aði hún í fimiprógrammi B og hlaut Eiðfaxabikarinn fyrir umhirðu og ástundun. Aðrir sig- urvegarar á Skeifudeginum voru: Hermann Karlsson á Rán sem sigraði í fjórgangi og Jón Páll Sveinsson á Brömu fékk verð- laun fyrir ásetu frá Félagi tamn- ingamanna. Blíðskaparveður var á Skeifu- deginum á Hólum og áhorfendur um tvö hundruð. SBG Akureyri: Þvotti stolið Tvennum nýjum Levi’s galla- buxum var stolið af snúru við Birkilund 12 á Akureyri sl. föstudagskvöld eða aðfaranótt laugardags. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, rannsóknarlög- reglumanns, hefur töluvert borið á þjófnaði af þvottasnúr- um í vetur. í umræddu tilviki eru snúrurn- ar á lóð bak við íbúðarhús og þar er enginn umgangur. Buxurnar voru ekki slitnar af snúrunni heldur teknar af og klemmurnar skildar eftir. Hafi einhverjir séð til þjófanna eru þeir beðnir að láta húsráðendur eða lögregluna vita. „Það hefur borið nokkuð mik- ið á því í vetur að þvotti er stolið af snúrum. Helsta ráðið gegn þessu er að skilja ekki eftir föt á snúrum yfir nótt því fötunum hefur yfirleitt verið stolið í skjóli nætur,“ sagði Gunnar. SS Ásbjörn. Að undanförnu hefur staðið yfir leit að húsnæði undir starfsemina og sagði Ásbjörn þau mál vera að komast í höfn. Þó Kóbra-plast hafi einkum framleitt snjóbræðslurör þá er hægt að framleiða margs konar önnur plaströr af stærðinni 16-32 millimetra á þykkt. Ásbjörn mun koma til með að vinna mest við framleiðsluna af eigendunum en það fer eftir framleiðslunni hvað marga fleiri þarf til. „Tíminn frá vori og fram á haust hefur verið vertíð í snjóbræðslurörunum og ef við framleiðum á vöktum þá mun þurfa 2-3 menn. Annars fer þetta eftir kostnaði við hráefni og öðru slíku,“ sagði Ásbjörn. Kóbra-plast er þriðja fyrirtæk- ið sem Ásbjörn á þátt í að flytja á Sauðárkrók. Fyrst var það gælu- dýrafóðurverksmiðja frá Akur- eyri og svo snyrtipinnaverk- smiðja frá Hafnarfirði. Bæði fyrirtækin eru starfandi í dag en Ásbjörn hefur hætt afskiptum af snyrtipinnunum. „Ég hætti hjá kaupfélaginu í fyrra og það verð- ur einhvern veginn að bjarga sér. Maður vonar að þetta verði til góðs. Það munar um hvað lítið sem gert er þegar þrengingar eru í atvinnumálum. Átaksmenn hafa verið okkur ákaflega hjálp- legir. Þeir aðstoðuðu okkur að finna fyrirtækið og nú er eftir- leikurinn okkar,“ sagði Ásbjörn að lokum. -bjb Aðaleigendur Kóbra-plast hf. sem flyst frá Kópavogi til Sauðárkróks. Björn Bjarnason og Jón Geirmundsson standa fyrir aftan Ásbjörn Skarphéðins- son, með „maskínuna“ sér við hlið. Mynd: -bjb Vegaframkvæmdir í Skagafirði: Fjörður bauð best Tilboð í vegaframkvæntdir á Hegranesvegi og Siglufjarð- arvegi í Skagafirði voru opn- uð í gær. Boðin var út 5,3 km nýbygging á Siglufjarðarvegi frá Kýrholti í Sleitustaði og uppbygging á samtals um 3 km vegarkafla á Hegranesvegi. Kostnaðaráætlun á Siglu- fjarðarveginum var 35,3 millj- ónir króna, en 6,7 milljónir á Hegranesveginum. Bæði verk- in eiga að vinnast í sumar. Þrjú lægstu tilboðin í verkið á Siglufjarðarvegi voru: Fjörð- ur sf. með 20,8 m.kr. eða 58,9% af kostnaðaráætlun, Suðurverk hf. með 21,7 m.kr. eða 61,5% af kostnaðaráætlun og Guðmundur Björgólfsson og Borgarfell með 22 m.kr. eða 62,2% af kostnaðaráætl- un. í verkið á Hegrancsvegi voru þrjú lægstu tilboðin svo- hljóðandi: Fjörðursf. með4,l millj. eða 61% af kostnaðar- áætlun, Guðmundur Björgólfs- son og Borgarfell með 4,7 millj. eða70,6% af kostnaðar- áætlun, Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða með 4.8 millj. eða 71,4% af áætluðum kostn- aði. SBG Geislagötu 12 - Sími 25856 ☆ OPNUNARTIMI UM PASKA Skírdag Föstudaginn langa Laugardag Páskadag Annan í páskum kl. 10-22. LOKAÐ. kl. 10 - 22. LOKAÐ. kl. 10-22 ☆ ★ 8 ALISUN LJÓSABEKKIR ir NUDDPOTTUR ★ VATNSGUFUBAÐ ir SÉRAÐSTAÐA FYRIR HVERNOG EINN ★ STARFSFÓLK ÞRÍFUR BEKKINA ★ GLÆSILEG SETUSTOFA ☆ ☆ iVAÐ VILTU ÍHAFA ÞAÐ I BCTRA?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.