Dagur - 14.04.1992, Síða 5

Dagur - 14.04.1992, Síða 5
Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 5 Nýjar samþykktir Kaupfélags Eyfirðinga: Heimilt að sækja áhættufj árniagn á almennan fjármagnsmarkað - sala á samvinnubréfum í B-deild stofnsjóðs og útborgun inneignar í A-deild stofnsjóðs á meðal nýmæla Margvíslegar breytingar voru gerðar á samþykktum Kaup- félags Eyfírðinga á aðalfundi þess á föstudag. Margar breyt- inganna eru til samræmingar fyrri samþykkta félagsins við ákvæði í nýjum samvinnuiög- um en einnig eru mörg nýmæli tekin upp. Hinar nýju sam- þykktir félagsins voru sam- þykktar einróma að loknum allmiklum umræðum en helstu nýmæli þeirra eru að opnað er fyrir þann möguleika að afla áhættufjármagns til reksturs félagsins. Eins og fram hefur komið í fréttum er eitt megin nýmælið í nýjum samvinnulögum heimild til þess að stonfa B-deildir stofn- sjóða við samvinnufélög. Þetta nýmæli er nú tekið upp í nýjum samþykktum Kaupfélags Eyfirð- inga með ákvörðun um stofnun B-deildar stofnsjóðs sem fjár- mögnuð verði með sölu sam- vinnuhlutabréfa. í hinum nýju samþykktum segir meðal annars að fjár til B-deildar stofnsjóðs skuli aflað með sölu hluta í sjóðnum. Lágmarksfjárhæð B- deildar skuli vera krónur 50 millj- ónir en hámarksfjárhæð krónur 200 milljónir. Hlutabréf í B-deild nefnast samvinnuhlutabréf og getur eitt hlutabréf haft að geyma marga hluti þannig að bréfin séu ekki alltaf jöfn. Þá segir að við ákvörðun um stofnun B-deildar skuli taka fram heildarfjárhæð hluta í B-deild eða hvað mikið skuli aukið við þá. Einnig skuli vera ákvæði um forgang ein- stakra aðila og frest til að nýta sér hann. Þá sé og ákvæði um frest til áskriftar og greiðslu nýrra hluta ef boðnir eru ákveðnum aðilum til kaups - lengst verði tveir mán- uðir til áskriftar og sex mánuðir til greiðslu frá því áskriftarfrestur hefur runnið út. Einnig skal taka fram nafnverð hluta og útboðs- gengi. Samvinnuhlutabréf - njóta forgöngu um arð en veita ekki atkvæðisrétt í samþykktunum segir að stjórn Kaupfélags Eyfirðinga skuli gefa út samvinnuhlutabréf til eigenda hluta í B-deild stofnsjóðs. Eigna- hlutum í B-deild fylgir hins vegar ekki réttur til að taka þátt í atkvæðagreiðslum í félaginu. Eigendur samvinnuhlutabréfa hafa á þann hátt ekki atkvæðis- rétt ef þeir eru ekki félagsmenn en eiga hins vegar rétt á að vera boðaðir til félagsfunda, þar á meðal aðalfunda og mæta þar með fullu málfrelsi. Óheimilt er að ákveða sérstakar hömlur á viðskipti með hluti í B-deild stofnsjóðs eða samvinnuhluta- bréf. Einnig segir í stofnskrá að félagið sjálft megi aldrei eiga lengur en í þrjá mánuði meira en 10% af hlutum eigin B-deildar stofnsjóðs. B-deiId stofnsjóðs hefur forgöngu um arðgreiðslur í samþykktun Kaupfélags Eyfirð- inga er tekið frant að greiðsla arðs af hlutabréfum í B-deild hafi forgang fyrir greiðslum í A-deild, Frá aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga á föstudag. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga: Áhersla lögð á vöru- þróun og markaðsstarf - segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri „Hagræðing, vöruþróun og aukið markaðsstarf verða meg- in viðfangsefnin í rekstri Kaup- félags Eyfírðinga á næstunni,“ sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri á aðalfundi félagsins, sem haldinn var síð- ast liðinn föstudag. Magnús Gauti sagði ennfremur að fjár- fest yrði minna á þessu ári og stefnt að lækkun á skuldum félagsins. Fjármagnskostnaður hér á landi væri óeðlilega hár enn sem komið væri og einnig virtist yfírstandandi samdrátt- arskeið í landinu ekki vera á enda runnið. Magnús Gauti sagði að enn væri fyrirsjáanlegur samdráttur í landbúnaði - einkum í sauðfjár- ræktinni og kallaði hann á aukna samvinnu og samræmingu á sviði úrvinnslu landbúnaðarafurða. Nú þegar væru hafnar viðræður á milli Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfélags Þingeyinga um aukna samvinnu á sviði mjólkurvinnslu og ef til vill yrði einnig stefnt að samstarfi Kaupfélagsins við fleiri aðila varðandi vinnslu landbún- aðarafurða. Einnig bæri að stefna að aukinni fullvinnslu sjávar- Magnús Gauti Gautason. afurða í trausti þess að þær falli síður í verði á erlendum mörkuð- um en óunnar afurðir. Eins og sakir standa sé það eina raunhæfa leiðin til þess að halda í horfinu varðandi tekjur af sjávarútvegi á tímum minnkandi aflaheimilda því verð á slíkum heimildum sé nú mjög óhagstætt. Gert er ráð fyrir að heildar- fjárfestingar Kaupfélags Eyfirð- inga nemi um 150 milljónum króna á þessu ári og tengjast þær einkum þremur viðfangsefnum. í fyrsta lagi nýrri KEA-nettó verslun sem opnuð verður á Óseyri innan tíðar og kemur í stað fyrri KEA-nettó verslunar félagsins við Höfðahlíð og versl- unarinnar við Brekkugötu 1. Þá stendur einnig yfir endurnýjun á búðarkössum í verslunum félags- ins. Verið er að taka í notkun kassa sem lesa strikamerkingar en með því kerfi er unnt að fylgj- ast betur með sölu einstakra vörutegunda og birgðastöðu á hverjum tíma auk þess sem kass- arnir auka þægindi við afgreiðslu. í þriðja lagi eru síðan fyrirhugað- ar nokkrar fjárfestingar vegna útflutnings á vatni en að undan- förnu hefur verið unnið að mark- aðssetningu á íslensku vatni erlendis. Magnús Gauti sagði að ástæða væri talin til að vinna áfram að því máli og gæti þar ver- ið um mikla vaxtarmöguleika að ræða. Þó bæri einnig að hafa í huga í því sambandi að um áhættusaman útflutning væri að ræða þar sem markaður sé ótryggur - að minnsta kosti enn sem komið er. ÞI Þrír aldnir höfðingjar mættir til Kaupfélagsfundar: Frá vinstri, Helgi Símon- arson á Þverá, Þorsteinn Davíðsson og Björn Þórðarson. Sá síðastnefndi kvaddi sér hljóðs og ávarpaði fundarmenn. sem er hinn fyrri stofnsjóður félagsmanna. Gjalddagi arðs af samvinnuhlutabréfum skuli vera eigi síðar en sex mánuðum eftir að ákvörðun um úthlutun hans hafi verið tekin. í samþykktunum segir að aðalfundur geti ákveðið að hækka fjárhæð hluta í B-deild stofnsjóðs hvort heldur sé með sölu nýrra hluta eða afhendingu jöfnunarhlutabréfa án greiðslu. Á sama hátt getur aðalfundur ákveðið lækkun stofnsjóðs félagsins til jöfnunar taps, sem ekki verður jafnað með frjálsum sjóðum þess og varasjóði. Eigi má þó lækka B-deild stofnsjóðs fyrr en A-deild er tæmd. Félagsráö lagt niöur Með gildistöku nýrra samþykkta Kaupfélags Eyfirðinga var Félagsráð félagsins lagt niður. Félagsráð var skipað einum manni úr hverri deild auk deild- arstjóra og var tilgangur þess samkvæmt eldri samþykktum sá að vera stjórn félagsins til ráðu- neytis varðandi framkvæmdir og nýmæli í rekstri. Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga kom fram að Félagsráð hefði raunar ekki starfað á þeim vettvangi en meg- in tilgangur þess verið sá að flytja fregnir af starfi félagsins heim í deildir. Eftir að kaupfélagsstjóri og forstöðumenn einstakra starfs- sviða félagsins hafi farið að mæta reglulega á deildarfundum hafi þessu hlutverki félagsráðs í raun lokið og það færst út til deildar- fundanna. Stofnsjóður í A-deild greiðist út við andlát eða brottflutning Um A-deild stofnsjóðs eða hinn fyrri stofnsjóð félagsins segir að árlega skuli vaxtareikna og verð- bæta A-deild stofnsjóðs og að jafnaði haft til viðmiðunar almennir sparisjóðsvextir og verðbætur í samræmi við almenn- ar verðbreytingar í þjóðfélaginu og leggjast vextir og verðbætur við höfuðstól með þeim fyrirvara um greiðslu arðs sem settur er í 26. grein samþykktanna. Um útborgun inneignar í A-deild stofnsjóðs gilda þær reglur að stofnsjóðurinn greiðist út; annað- hvort við andlát félagsmanns eða brottflutnings hans af félagssvæð- inu að því tilsklyldu að hann gangi úr félaginu. Einnig getur félagsmaður fengið A-deildar inneign sína útborgaða við 70 ára aldur óski hann eftir því þótt hann haldi áfram þátttöku í félaginu. ÞI í páskamatinn Tilboðsverð: Svínahamborgarhryggur Bayonneskinka • Reyktur kambur ★ Nýtt svínalœri • Bógur m/beini Svínahryggir með mismunandi fyllingum ★ Páskalamb at nýslátruðu á gamla verðinu ★ Nautalundir • Nautavöðvar Steikt roast beef í heilum vöðvum Grafinn og reyktur lax Talið við meistarakokkinn, hann mun sinna séróskum hvers og eins Nýlt kreditkortatímabil Verslun allra Norðlendinga. Opin alla daga til kl. 22.00 MATVÖRUMARKAÐURINN yy KAUPANGI MM OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 22.00 li’ilM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.