Dagur - 14.04.1992, Page 7

Dagur - 14.04.1992, Page 7
Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 7 Smásagnasamkeppni Dags og MENOR: Niðurstöður dómneMar kynntar - Valgeir Skagijörð og Rósa Jóhannsdóttir fengu viðurkenningu Valgcir Skagfjörð tekur við verðlaunum sínum úr hendi Hlínar Torfadóttur. Myndir: Golli Dóra Björk Jóhannsdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd systur sinnar, Rósu Jóhannsdóttur. Niðurstöður dómnefndar í smásagnasamkeppni Dags og Menningarsamtaka Norðlend- inga voru kunngerð í hófi í Gamla Lundi sl. sunnudag. Höfundur sögunnar sem dóm- nefnd taldi besta reyndist vera leikarinn og tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð. Þá fékk saga Rósu Jóhannsdóttur, Hleiðargarði í Eyjafjarðar- sveit, viðurkenningu dóm- nefndar. Valgeir Skagfjörð fékk í verð- laun fyrir söguna Grámann glæsi- lega útgáfu Máls og menningar á Heimskringlu Snorra Sturluson- ar, alls 1.500 bls. að stærð, og heildarútgáfu leikrita Williams Shakespeares, alls um 4.000 bls. í átta bindum, sem Mál og menn- ing gaf einnig út. Rósa Jóhannsdóttir fékk viður- kenningu fyrir söguna Orðin í rykinu. Rósa fékk í sinn hlut heildarútgáfu verka Shakespeares og tók systir hennar, Dóra Björk, við viðurkenrtingunni þar sem Rósa var stödd í Reykjavík. Dagur mun birta smásögur Valgeirs og Rósu í skírdagsblað- inu og þar verður einnig spjallað við höfundana. AHt frá unglingum upp í ellilífeyrisþega Dagskráin í Gamla Lundi sl. sunnudag hófst með því að Örn Viðar Birgisson, tenór, söng tvö lög við undirleik Guðjóns Páls- sonar. Síðan gerði Sigurður Jónsson, íslenskukennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og formað- ur dómnefndar, grein fyrir störf- um og niðurstöðum nefndarinn- ar. Með Sigurði í nefndinni voru Pórdís Jónsdóttir, íslenskukenn- ari við Verkmenntaskólann á Akureyri, og Stefán Þór Sæ- mundsson, BA í íslensku og blaðamaður á Degi. „Alls bárust 52 smásögur og voru höfundar litlu færri. Um aldursdreifingu höfunda eru þau gleðilegu tíðindi að segja að hún var mikil, allt frá grunnskóla og upp í ellilífeyrisaldurinn. Þetta vakti mikla ánægju meðal okkar og sýnir að það er enn virk iðja í landinu að rita sögur hjá ungum sem öldnum. Sömuleiðis dreifð- ust höfundar um allt land þótt flestir séu þeir af Norðurlandi," sagði Sigurður. Hann sagði að vissulega hefði verið úr vöndu að ráða fyrir dómnefndarmenn því allmargar sögur hefðu verið álíka að gæðum. Dómnefnd hefði þó komist að niðurstöðu sem allir fulltrúar hennar voru sammála um. Hlín Torfadóttir, fulltrúi MENOR, afhenti síðan verð- launin og blómvendi. Samstarf Dags og MENOR vonandi orðin hefð Haukur Ágústsson, félagi í MENOR og starfsmaður dóm- nefndar, tók til máls áður en Örn Viðar og Guðjón slitu dagskránni með tónlistarflutningi og gestir fengu sér kaffisopa. Haukur sagði að það væri ekki létt starf að dæma á milli smásagna, ljóða eða annarra ritverka. Þeir verða að hugsa um hvaða gildi hver saga hefur til að reyna að komast að niðurstöðu um það að rétta smásagan fái þá viður- kenningu sem í verðlaunum felst. Þetta starf hefur þessi dómnefnd innt vel af hendi eins og aðrar dómnefndir sem hafa setið að störfum í þeirri keppni sem Dag- ur og Menningarsamtök Norð- lendinga hafa staðið að, en þetta er sú þriðja. í fyrra var ljóðasam- keppni og væntanlega verður efnt til annarrar slíkrar næsta ár,“ sagði Haukur. Hann kvaðst vona að þetta samstarf Dags og MENOR væri orðin hefð sem ýtti undir það að menn stunduðu bókmenntir sér til gagns og menningunni til fremdar, íslenskunni til vegsemd- ar og frekari dýrðar. Hann sagði ríka ástæðu til að rækta móður- málið nú á tímum erlendra áhrifa. Haukur ræddi frekar um dóm- nefndarstarfið og samkeppnis- formið. Hann fylgdist sjálfur með síðasta fundi dómnefndar og geymdi umslögin með réttum nöfnum höfunda þar til dóm- nefnd hafði komist að niður- stöðu. Þetta tryggir að verk eru einvörðungu dæmd eftir gæðum en nafn eða persóna höfundar hefur engin áhrif því sögurnar eru sendar inn undir dulnefni. Síðan kom í ljós að „Álfgrímur“ reyndist vera Valgeir Skagfjörð og „Regína“ var Rósa Jóhanns- dóttir. Dagur og MENOR vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt í smásagnasamkeppn- inni að þessu sinni. SS Dómnefndin var leyst út með blómum. F.v.: Sigurður Jónsson, formaður, Þórdís Jónsdóttir og Stefán Þór Sæmundsson. Örn Viðar Birgisson söng af krafti við píanóundirleik Guðjóns Pálssonar. r Málningardagar Við veitum 10% staðgreiðsluafslátt af allri málningu og málningarvörum fram að páskum. Opið laugardaginn 18. apríl frá kl. 10-12. Veriö velkomin. ,------------------------ AKUREYRARB/tR ||Í~ Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir því að ráða félagsráðgjafa nú þegar eða eftir sam- komulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar veita deildarstjóri ráð- gjafadeildar í síma 96-25880 og starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 25. apríl 1992. Starfsmannastjóri. Nú fá þínar listauppskriftir að njóta sín. Matargerð er list og uncnrstaðan er úrvals hráefni. Brauðgerð, Smjörlíkisgerð og Kjötiðnaðarstöð KEA leita eftir þínum listauppskriftum. í matvöruverslunum KEA færð þú þátttökukort og bækling með upplýsingum um samkeppnina.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.