Dagur


Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 11

Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 11
Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 11 Jón Haukur Brynjólfsson Sveitaglíma íslands: 13. sigur Þingeyinga í röð Elvar Thorarensen vann til tveggja gullverðlauna í borðtennis. Fjölmennasta fslandsmót fatlaðra frá árinu 1979 íslandsmót íþróttasambands fatlaðra í boccia, bogfími, borðtennis og sundi hófst í íþróttahúsinu við Austurberg og íþróttahúsi ÍF að Hátúni um helgina. Keppni lauk í öllum greinum nema sundinu sem verður keppt í 14.-15. apríl í Sundhöll Reykjavíkur. Mótið er það langfjölmennasta sem hefur verið haldið frá árinu 1979 þegar fyrsta íslandsmót fatlaðra var haldið. Fleiri félög tóku nú þátt í mót- inu en nokkru sinni fyrr og voru þ. á m. tvö nýstofnuð, Nes frá Suðurnesjum og Gróska frá Sauðárkróki. Á mótinu voru einnig keppendur frá Eik og Akri á Akureyri og bocciadeild Völs- ungs á Húsavík. Elvar Thorar- ensen, Akri, náði bestum árangri norðlensku keppendanna en hann vann tvenn gullverðlaun í borðtennis og ein bronsverðlaun. Úrslit á mótinu urðu þessi: BOCCIA Einstaklingsk. 1. deild 1. Elma Finnbogadóttir, ÍFR 2. Hjalti Eiðsson, ÍFR 3. Sigurrós Karlsdóttir, Akri Einstaklingsk. 2. deild 1. Stefán Thorarensen, Akri 2. íris Gunnarsdóttir, Snerpu 3. Björn Magnússon, Akri Einstakling.sk. 3. deild 1. Anna K. Jónsdóttir, Snerpu 2. Sigurður B. Oddgeirsson, Ægi 3. Svava Vilhjálmsdóttir, Akri Einstaldingsk. 4. deild 1. Björney Sigurlaugsdóttir, Ösp 2. Jóna B.H. Jónsdóttir, ÍFR 3. Sigríður Frímannsdóttir, Snerpu dlu“ önnina í skíðamenntaskólanum þar. Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði sagðist vera mjög ánægð með sína frammistöðu á þremur fyrstu mótunum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég var búinn að stefna að því að bæta mig verulega í stórsvigi og það tókst. Ég er búinn að lækka mig um tæpa 30 punkta og get ekki verið annað en ánægð með það. Ég stefndi líka að því að komast niður fyrir 50 í sviginu og vona að það hafi tekist núna.“ Ásta sagði mjög gott að fá sænsku stúlkurnar tvær hingað til lands enda væru þær báðar í röð fremstu skíðakvenna í heimi. „Það sést hins vegar greinilega að þær beita sér ekki að fullu. Ég myndi segja að það væri nánast vonlaust fyrir okkur að vinna þær ef ekkert kemur fyrir þær,“ sagði Ásta. Einstaklingsk. U-flokkur 1. Helga Bergmann, ÍFR 2. Kristján H. Viðarsson, Grósku 3. Rökkvi Sigurlaugsson, Grósku Sveitakeppni 1. deild 1. Akur A 2. Eik A 3. Akur B Sveitakeppni 2. deild 1. Eik D 2. Ægir B 3. Ægir C Sveitakeppni 3. deild 1. Eik H 2. Suðri C 3. Völsungur B Utan flokka 1. Dómarar 2. ÍF 3. Gróska BORÐTENNIS Einliðaleikur þroskaheftra karla 1. Guðjón A. Ingvarsson, Ösp 2. Jón Guðvarðarson, Ösp 3. Magnús P. Korntopp, Ósp Einliðaleikur þroskaheftra kvenna 1. Lilja Pétursdóttir, Ösp 2. Guðrún Tómasdóttir, Gný 3. Hildigunnur Sigurðardóttir, Ösp Hreyflh., sitjandi fl. karla 1. Jón H. Jónsson, ÍFR 2. Viðar Árnason, ÍFR 3. Örn Ómarsson, ÍFR Hreyflh., sitjandi 11. kvenna 1. Elsa Stefánsdóttir, IFR 2. Þórdís Vilhjálmsdóttir, ÍFR 3. Guðrún Guðmundsdóttir, ÍFR Hreyfih., standandi fl. karla 1. Elvar Thorarensen, Akri 2. Runólfur Flekkestein 3. Árni Gunnarsson, ÍFR Hreyfih., standandi II. kvenna 1. Elsa Stefánsdóttir, ÍFR 2. Hulda Pétursdóttir, Nes. 3. Sigríður Geirsdóttir, ÍFR Opinn flokkur karla 1. Elvar Thorarensen, Akri 2. Jón H. Jónsson, ÍFR 3. Viðar Árnason, ÍFR Opinn flokkur kvenna 1. Elsa Stefánsdóttir, ÍFR 2. Lilja Pétursdóttir, Ösp 3. Hulda Pétursdóttir, Nes. Tvfliðal. karla, opinn flokkur 1. Jón H. Jónsson/Viðar Ámason, ÍFR 2. Jón Guðvarðarson/Guðjón Ingvason, Ösp 3. Elvar Thorarensen, Akri/ Gunnlaugur Ingimarsson, Ösp Tvfliðl. kvenna, opinn flokkur 1. Elsa Stefánsdóttir/ Guðrún Guðmundsdóttir, ÍFR 2. Lilja Pétursdóttir, Hildigunnur Sigurðardóttir, Ösp 3. Soffía Jensdóttir, Ösp/ Guðrún Tómasdóttir, Gný LYFTINGAR Hreyflhamlaðir (kg/stig) 1. Þorsteinn Sölvason, ÍFR 90,0/77,97 2. Jón Stefánsson, Akri 80,0/71,54 3. Arnar Klemensson, Viljanum 80,0/70,12 Þroskaheftir (kg/stig) 1. Magnús P. Korntopp, ÍFR 97,5/50,05 2. Gunnar Ö. Erlingsson, Ösp 77,5/47,83 3. Ólafur V. Lárusson, Ösp 62,5/43,43 BOGFIMI Karlar (stig) 1. Leifur Karlsson, ÍFR 1019 2. Óskar Konráðsson, ÍFR 982 3. Jón U. Árnason, IFR 937 Fatlaðir og ófatlaðir karlar 1. Þröstur Steinþórsson, ÍFR 1019 2. Gunnlaugur Björnsson, Akri 933 3. Ólafur Stefánsson, ÍFR 923 Fatlaðir og ófatlaðar konur 1. Ester Finnsdóttir, ÍFR 901 2. Björk Jónsdóttir, ÍFR 871 Fatlaðir og ófatlaðir unglingar 1. Jón H. Leifsson, ÍFR 761 Þingeyingar unnu um helgina sinn 13. sigur í röð í Sveita- glímu íslands sem fram fór að Laugarvatni. Þingeyingar unnu einnig unglingaflokkinn en í öðrum flokkum fóru Skarp- héðinsmenn með sigur af hólmi. Þetta er fjölmennasta sveitaglíma sem haldin hefur verið og greinilegt að glíman lifir ennþá góðu lífi í landinu. Það var góð stemmning að Laugarvatni og mikið líf í tusk- unum. 15 glímusveitir reyndu með sér í 6 aldursflokkum og varð að glíma á 3 völlum samtím- is. í karlaflokki kepptu sveitir KR-inga, Þingeyinga og Skarp- héðins. Fimm eru í sveit og var valinn maður í hverju rúmi Þing- eyinga sem sigruðu HSK 18:7 og KR 22:3. í sveit HSÞ voru tveir fyrrum glímukóngar, Pétur Yngvason og Eyþór Pétursson, Skútustaðamennirnir Kristján Yngvason og Lárus Björnsson að ógleymdum Arngeiri Friðriks- syni. Yngvi Kristjánsson var varamaður. Þingeyingar beittu því her- bragði að senda Eyþór Pétursson fyrstan fram á móti fyrirliða HSK, Jóhannesi Sveinbjörnssyni. Þetta gekk upp því Eyþór lagði Jóhannes laglega á hælkrók hægri á vinstri. Eyþór tók hraðan snún- ing í stígandi og læddi sér í hæl- krókinn svo Jóhannes varð einsk- is var fyrr en bragðið reið á og hann féll. Við þetta komst Jóhannes í vígamóð og lagði alla sína andstæðinga eftir þetta á til- þrifamiklum hábrögðum. Pétur Yngvason hlaut fall mikið en tók því karlmannlega og brosti að. Hlaut Pétur ekki fleiri byltur á mótinu en hver keppandi í karla- flokki glímdi 10 glímur. KR-ingar voru höfuðlaus her án glímukóngsins, Ólafs Hauks Ólafssonar, sem ekki var með í mótinu. Sjálfstraustið virtist einnig hafa orðið eftir í höfuð- staðnum því það var aðeins sveit- arforinginn Örri Björnsson sem glímdi af eðlilegri getu. Helgi Bjarnason, silfurhafi, á síðustu Íslandsglímu, var heillum horfinn og hlaut aðeins 2,5 vinninga úr 10 glímum. Skarphéðinsmenn sigr- uðu KR-inga 16:9. Þar var Jóhannes Sveinbjörnsson fremst- ur í flokki, vel studdur af þeim frændum Kjartani Lárussyni og Helga Kjartanssyni. Handknattleikur: Svo skemmtilega vildi til að þrennir feðgar glímdu á mótinu, í karlaflokki Kristján Yngvason og Yngvi sonur hans í sveit Þingey- inga, í sveit Skarphéðinsmanna aldursforsetinn Kjartan Helga- son, 47 ára, og Helgi sonur hans og þar keppti einnig Kjartan Lár- usson en tveir synir hans, Óðinn og Lárus, í yngri flokkunum. Þetta sýnir að menn eru síungir í glímunni og kynslóðabil fyrir- finnst þar ekki. Telpnaflokkur 1. A-sveit HSK 2. B-sveit HSK Piltaflokkur 1. A-sveit HSK 2. B-sveit HSK 3. UV Unglingaflokkur 1. Sveit HSÞ 2. Sveit HSK Meyjaflokkur 1. A-sveit HSK 2. A-sveit HSÞ 3. B-sveit HSK Sveinaflokkur 1. A-sveit HSK 2. B-sveit HSK Karlaflokkur 1. Sveit HSÞ 2. Sveit HSK 3. Sveit KR 4. Ílokkur tryggði KA fyrsta meistaratitiliiin - 5. flokkur í 3. sæti og 3. flokkur í 4. sæti 4. flokkur KA krækti um helg- ina í fyrsta íslandsmeistaratitil félagsins í handknattleik. Þá fóru fram úrslit í yngri flokk- unum í Hafnarfirði og átti KA þrjá flokka í úrslitakeppninni sem er einsdæmi. 4. flokkur tryggði sér íslandsmeistaratitil- inn með 18:17 sigri á Gróttu í æsispennandi úrslitaleik, 5. flokkur KA hafnaði í 3. sæti og 3. flokkur í 4. sæti. Fjögur lið léku til úrslita í hverjum flokki, fyrst mættust tvö og tvö í undanúrslitaleik og síðan sigurliðin í hreinum úrslitaleik. í 4. flokki mætti KA Fram á föstu- dagskvöldið og gerði út um þann leik strax á upphafsmínútunum og sigraði auðveldlega 19:14. Halldór Sigfússon skoraði 5 mörk fyrir KA, Sverrir Björnsson og Tómas Jóhannesson 4 hvor, Ósk- ar Bragason 3 og ísleifur Einars- son, Vilhelm Jónsson og Ragnar Þorgrímsson 1 hver. Flóki Ólafs- son markvörður varði 19 skot í leiknum, þar af 2 vítaköst, en hann stóð sig frábærlega í leikjunum og var talinn einn besti maður úrslitakeppninnar. KA-menn byrjuðu illa í úrslita- leiknum gegn Gróttu og skoruðu Seltirningar fyrstu þrjú mörkin. Þeir héldu síðan forystunni lengi vel, staðan í hléi var 8:10 og 14:17 þegar 10 mínútur voru til leiksloká. Þá skoruðu KA-menn fimm mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Lokamínút- urnar voru æsispennandi en KA- strákarnir stóðust álagið og sigr- uðu með eins marks mun. Óskar Bragason skoraði 7 mörk fyrir KA, Sverrir Björnsson 6, Hall- dór Sigfússon 5 og Vilhelm Jóns- son 2. Flóki varði 10 skot. »Ég er auðvitað geysilega ánægður enda er þetta meira en maður hafði búist við,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari 4. flokks KA. Árni benti á að KA hefði spilað mun færri leiki í vet- ur heldur en liðin fyrir sunnan og því væri þessi árangur félagsins, að eiga þrjá flokka í úrslitum og ná í einn titil, en athyglisverðari. „Við spiluðum þrjár fyrstu umferðirnir gegn Þór og Völs- ungi og unnum þær auðveldlega. Síðan spiluðum við í 2. deild á Selfossi og komust áfram og fengum síðan eina umferð norð- ur og unnum hana. Þá fór maður að láta sig dreyma um að þetta væri hægt og ég tel að við höfum síðan sýnt að við erum með besta liðið.“ Árni sagði að þennan árangur mætti þakka markvissu starfi undanfarin ár. „Strákarnir eru búnir að vera með góða þjálfara og þetta er orðinn mjög sterkur og góður hópur. Ég held að félagið þurfi ekki að kvíða fram- tíðinni.“ Æsispennandi í 5. flokki 5. flokkur byrjaði á því að tapa fyrir ÍR 9:12 í undanúrslitum en ÍR-ingar urðu síðan íslands- meistarar. KA-menn mættu síð- an Fram í úrslitaleik um 3. sætið og sigruðu 12:11 í geysilega spennandi leik. Axel Árnason tryggði KA sigur þegar hann skoraði síðasta mark leiksins 3 sekúndum fyrir leikslok. „Þessi lið voru mjög jöfn sem sést best á því að enginn leikur í úrslitunum vannst með meira en 3 mörkum. Þetta var fyrst og fremst spurning um heppni og ÍR-ingar höfðu hana. Ég viður- kenni að ég er ekki fullkomlega ánægður, maður hefði viljað fara alla leið, en þetta er auðvitað mjög góður árangur og mikilvægt fyrir strákana að finna lykt af titli," sagði Jóhannes Bjarnason, þjálfari 5. flokks. 3. flokkur lék gegn Val í undanúrslitunum og tapaði 15:21. Liðið mætti síðan Stjörn- unni í úrslitaleik um 3. sætið og hafði Stjarnan betur, 21:18. Þjálfari 3. flokks er Andrés Magnússon. Körfuknattleikur: Tveir frá Króknum í landslið Tveir leikmenn úr Tindastói eru í drengjalandsliðinu í körfuknattieik sem tekur þátt í móti í Wales 23.-25. aprfl, þeir Óli Reynisson og Guðjón Gunnarsson. Liðið, sem er skipað 15 ára leikmönnum og yngri, tekur þátt í móti ásamt Gíbraltar, Mónakó og Wales og er þannig skipað (tölurnar tákna hæð leikmanna): Guðmundur Þorvaldsson, ÍR 191 Einar Bjarnason, KR 185 Vigfús Þór Árnason, KR 193 Óli Reynisson, UMFT 175 Guðjón Gunnarsson, UMFT 176 Örvar Þór Kristjánsson, UMFN 189 Ásgeir Guðbjartsson, UMFN 187 Gunnar Einarsson, ÍBK 186 Gunnar Geirsson, ÍBK 189 Elentínus Margeirsson, ÍBK 184 Davíð Jónsson, ÍBK 166 Örn Eyfjörð, ÍBK 173 Þjálfarar eru þeir Sigurður Hjörleifsson og Stefán Arnarson. Þess má geta að Helgi Bragason, dómari frá Sauðárkróki, mun dæma á mótinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.