Dagur


Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 13

Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 13
Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 13 Kabarettinn „Enn er lundin létt“ sýndur á Siglufirði um páskana: „Þetta er alvörugefið grín í revíuformi“ - segir Sturlaugur Kristjánsson, annar yfirspaugara Aðstandendur kabarettsins „Enn er lundin létt“ með Friðfinn Hauksson í broddi fylkingar. „Enn er lundin létt“ er heiti á kabarett, sem verður frum- sýndur á Hótel Höfn á Siglu- firði á miðnætti á föstudaginn langa. Að kabarettinum stend- ur fjöldi manns með þá spaug- ara Sturlaug Kristjánsson og Friðfinn Hauksson í broddi fylkingar. Einnig verða sýning- ar laugardagskvöldið 18. apríl kl. 21 og mánudaginn 20. apríl, annan dag páska, kl. 21. „Við erum nú aðallega að fífl- ast,“ sagði Sturlaugur Kristjáns- son, þegar Dagur innti hann eftir því hvað þeir félagar ætluðu að bjóða fólki upp á. „Þetta er alvörugefið grín í revíuformi, þar sem tónlistin skipar veglegan sess. Við getum sagt að þetta sé siglfirskt efni frá liðnum árum auk þess sem við fjöllum um nútímann og tökum fyrir helstu andlit bæjarins." - Fá þá menn eins og Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, fyrir ferðina? „Já, blessaður vertu,“ sagði Sturlaugur, „hann hefur beðið alveg sérstaklega um það.“ Sturlaugur var ófús að nafn- greina fleiri sem myndu fá það óþvegið, en lofaði að mörg þekkt andlit úr bæjarlífinu kæmu við sögu. Hann sagði að Karlakórinn Vísir, sá landsfrægi kór, yrði endurlífgaður, sömuleiðis Gaut- ar og Miðaldamenn. Þetta er annað árið í röð sem þeir Sturlaugur og Friðfinnur Mynd: Hcllan standa fyrir uppsetningu á slíkum kabarett. í fyrra var aðsókn með eindæmum góð og komu um 900 manns á fimm sýningar. Um tónlistina sér fimm manna hljómsveit skipuð þeim Stur- laugi, Þorsteini Sveinssyni og Þórhalli Benediktssyni. Þá mun Stefán Jóhannsson, gamli trommarinn í Hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar, berja húðir. óþh „Karaokee-sprenging“ á Dalvík - 13 keppa til úrslita í Karaokee-keppni síðasta vetrardag Undanfarin fjögur fimmtu- dagskvöld hefur farið fram undankeppni í Karaokee-söng í Sæluhúsinu á Dalvík. Ekki er ofsögum sagt að fjöldi kepp- enda hafi slegið öll met og far- ið fram úr björtustu vonum. Auk keppendanna, sem hafa verið á aldrinum 18 til 53 ára, hafa fjölmargir lagt leið sína í Sæluhúsið og fylgst með söngvur- unum spreyta sig á mörgum af helstu perlum dægurtónlistar- sögunnar. Síðasta undanúrslita- kvöldið var sl. fimmtudagskvöld og þar mættu vel á annað hundr- að manns. Úrslit í Karaokee- keppninni ráðast síðasta vetrar- dag, 21. apríl nk., þegar 13 bestu söngvararnir að mati dómnefnd- ar, leiða saman hesta sína. Karaokee-tækjabúnaðurinn, sem þátttakendur eru „tengdir" við, er í eigu Freygerðar Snorra- dóttur á Dalvík. Hún festi kaup á honum fyrr á þessu ári með það m.a. í huga að setja upp einstakl- ings- og fyrirtækjakeppni í Karaokee-söng. Viðbrögðin liafa ekki látið á sér standa. En lítum á úrslit undanúrslita- kvöldanna. Eftirtaldir, sem kepptu fyrir fyrirtæki og stofnan- ir á Dalvík og víðar, munu keppa í úrslitunum. Fyrsta kvöldið: 1. Guðbjörg Jóhannesdóttir - Frystihús KEA Dalvík 2. Lárus Gunnlaugsson - Flugmálastjórn Akureyri 3. Arnar Símonarson - Blómabúðin Ilex Dalvík Annað kvöldið: 1. Sævar Freyr Ingason - Lögreglan á Dalvík 2. Daníel Hilmarsson - Árfell Dalvík 3. Deane Scime - Tangi hf. Vopnafirði Þriðja kvöldið: 1. Kristjana Arngrímsdóttir - Félagsbúið Tjörn 2. Freydís Antonsdóttir - Verslunin Dröfn Dalvík 3. Kristín Jóna Jónsdóttir - Tannlæknastofan Dalvík Fjórða kvöldið 1. Elín Björnsdóttir - Ársteinn Ólafsfirði 2. Frímann Rafnsson - G. Ben. L-Árskógssandi 3. Hallfríður Árnadóttir - Sæluhúsið Dalvík 4. Kristján M. Önundarson - Sjávarútvegsdeild VMA Söngvarana hefur dæmt fimm manna dómnefnd skipuð þeim Rósu Kristínu Baldursdóttur, Jóhanni Ólafssyni, Elvu Matthías- dóttur, Sólveigu Antonsdóttur og Einari Arngrímssyni. Það er til mikils að vinna á úr- slitakvöldinu 21. apríl nk. Sigur- vegari fær geislaspilara og þrí- réttaða máltíð fyrir tvo á Sælu- húsinu, annað sætið gefur gist- ingu á Hótel Örk í Hveragerði og fyrir þriðja sætið verða veittir tíu geisladiskar. Þá fá þrír efstu gjafapakkningu með snyrtivöru. Síðan fá allir þátttakendur blóm og konfekt. óþh Securitas og Eurocard: Semja um öryggisgæshi fyrir korthafa Eurocard hefur gert samning við Securitas um tímabundna öryggisgæslu á heimahúsum. Boðið er upp á tvenns konar öryggisgæslu, annars vegar reglubundnar eftirlitsferðir á heimilið og hins vegar leigu á viðvörunarkerfi sem er virkt allan sólarhringinn. Útleiga öryggiskerfa, sem sér- staklega eru ætluð fyrir skamm- tímagæslu, eru nýjung hérlendis. Leigukerfin henta sérstaklega þeim sem fara af landi brott í skamman tíma, t.d. í sumarfrí. Viðvörunarkerfið vaktar húsið með skynjurum sem fara í gang og gera viðvart í stjórnstöð Securitas við innbrot, vatnsleka, bruna eða rafmagnsútslátt. Frá stjórnstöð er síðan brugðist við í hverju tilviki eftir eðli þeirra boða sem berast. Þannig eiga Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Eurocard, og Hannes Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Securitas, við undirritun samnings um öryggisgæslu fyrir Eurocard korthafa. Eurocard handhafar möguleika á húsnæði eftir heima þegar farið að skilja áhyggjur af mannlausu er í fríðið. «) HITAVEITA AKUREYRAR VATNSVEITA AKUREYRAR Frá Hita- og Vatnsveitu Akureyrar. Nýtt símanúmer veitnanna er 12110 Lögtök: Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu og aö undangengn- um úrskurði, verða lögtök látin fara fram án frek- ari fyrirvara á kostnað gjaldenda en á ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu aug- lýsingar þessarar fyrir eftirtöldum gjöldum. Virðisaukaskatti fyrir nóvember og desember 1991, janúar og febrúar 1992, svo og virðisauka- skattshækkunum álögðum frá 15. janúar 1992 til 6. apríl 1992. Vanskilafé, álagi og vöxtum skv. 29. gr. I. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, skv. 14. gr. I. nr. 90/1987 fyrir tímabilið janúar til febrúar 1992, með eindögum 15. febrú- ar og 15. mars 1992. Tryggingagjaldi fyrir tímabil- ið janúar og febrúar 1992, þinggjaldahækkunum til 6. apríl 1992, skilagjaldi umbúða, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, stöðvunarbrotsgjaldi skv. 108. gr. I. 50/1987, og til hvers konar gjaldahækk- ana. Bæjarfógetinn á Akureyri, Dalvík og Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 7. apríl 1992. Dæmí um verfc: Coca Cola 2 lítrar 145 Fanta 2 lítrar 117 Pepsí 2 lítrar 145 Sanitas appelsín 2 lítrar 151 Hversdags ís 2 lítrar 315 Þykkvabæjar franskar 1V4 kg .. 347 Londonlamb, frampartur 898 kg Londonlamb, lærí 1.198 kg Léttreyktur lambahryggur 798 kg Svínahamborgarhryggur 1.239 kg Nóa páskaegg nr. 5 1.131 Nóa páskaegg nr. 4 771 Nóa páskaegg nr. 3 499 Lindu páskakonfekt 1 kg 1.989 Opið frá ki. 12.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. Kynnist NETTÓ-verbi Höfbahlíb *l

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.