Dagur - 14.04.1992, Page 17
Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 17
Tónlist
Söngur í Ásbyrgi
Laugardaginn 11. apríl efndi
Karlakórinn Lóuþrælar í Vestur-
Húnavatnssýslu til söngtónleika í
tengslum við árshátíð sína í
Ásbyrgi á Laugabakka í Mið-
firði. Auk karlakórsins kom fram
Kvennakórinn Sandlóurnar og
gestir á skemmtuninni voru
kvintettinn Galgopar. Stjórnandi
Lóuþræla er Ólöf Pálsdóttir.
Lóuþrælar fluttu tólf lög auk
nokkurra aukalaga. Kórinn er nú
skipaður tuttugu og einum söng-
manni. Hann er í verulegri fram-
för og hefur á söngskrá sinni
nokkur allmetnaðarfull sönglög,
sem hann fer talsvert vel með.
Peirra á meðal má nefna Kveðju
farandsveinsins eftir ókunnan
höfund við ljóð eftir Magnús
Ásgeirsson. í þessu lagi naut
bassi karlakórsins sín sérlega vel,
en hann er vel skipaður og hefur
jafnan og fullan tón, þó ekki sé
hann margliðaður. Þá var allfal-
legur flutningur á laginu Man-
söngur, en höfundur bæði lagsins
og ljóðsins er Sigurður Ágústs-
son. Bæði þessi lög flutti kórinn
án undirleiks og einnig lagið
Ræningjarnir eftir ókunnan
höfúnd. Þar söng Guðmundur
Þorbergsson einsöng og gerð það
vel. Rödd Guðmundar er sérlega
ljúf og hæfni hans í beitingu
Laufásprestakall:
i Svalbarðskirkja: Kyrrð-
' arstund með tónlist, söng
og lestri á föstudaginn
langa kl. 20.30. Fluttur verður helgi-
leikurinn Sjö orð Krists á krossin-
um. Altarisganga. Barnasamkoma
laugardaginn 18. apríl kl. 11. Ferm-
ingarguðsþjónusta sumardaginn
fyrsta kl. 11.
Laufáskirkja: Guðsþjónusta skír-
dagskvöld kl. 21. Altarisganga.
Grenivíkurkirkja: Barnasamkoma
laugardaginn 18. apríl kl. 13.30.
Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl.
14. Altarisganga.
Glerárkirkja.
16. apríl: Skírdagur.
Fermingarmessa kl. 10.30.
Fermingarmessa kl. 14.00.
Helgistund kl. 21.00.
17. apríl: Föstudagurinn langi.
Messa kl. 14.00 í Lögmannshlíðar-
kirkju.
19. aprfl: Páskadagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.00.
Eftir messu verður sameiginlegur
morgunverður allra kirkjugesta.
Spilakvöld Sjálfsbjargar.
Spilum félagsvist í Sam-
komusal í Dvalarheimil-
] inu Hlíð miðvikudag. 15.
aprfl kl. 20.00.
Mætum stundvíslega.
Góð verðlaun.
Spilanefnd Sjálfsbjargar.
Skrifstofa Geðverndarfélags Akur-
eyrar Gránufélagsgötu 5 er opin
mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12
og þriðjudaga kl. 16-19, sími 27990.
Fólk er hvatt til að líta inn eða
hringja og nota þessa nýju þjónustu.
Opið hús alla miðvikudaga frá kl.
20.00.
Allir velkomnir í kaffi, spil og
spjall.
hennar fer sífellt vaxandi. Kórinn
var fallega þýður og jafn undir
söng Guðmundar. Lagið Drykkju-
vísa, sem sungið var við lipran
undirleik Elínar Sigurgeirsdóttur
á píanó, var talsvert vel sungið.
Ymislegt má að kórnum finna
enn. Sérlega er ljóst, að tenórar
þurfa að batna talsvert. Þeir eru
nokkuð fáliðaðir og beita sér á
stundum óhóflega þannig að
tónninn verður sár og lokaður.
Þá bregður fyrir samtakaleysi í
kórnum, þannig að innkomur
voru á stundum ekki jafnar á
hljóma, byrjanir og afslætti. Allt
stendur þetta og fleira smátt án
efa til bóta undir handleiðslu
Ólafar Pálsdóttur, söngstjóra, en
hún hefur unnið gott verk með
kórfélögum.
Undirleikari á píanó með
kórnum var Elín Sigurgeirsdótt-
ir, skólastjóri Tónlistarskóla
Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er
natin í hlutverki sínu og gefur
góðan stuðning og lit.
Sandlóurnar eru skipaðar níu
eiginkonum kórfélaga í Lóuþræl-
um. Þær fluttu nokkur létt lög frá
fyrri tíð og gerðu það af liþurð og
sönggleði. Elín Sigurgeirsdóttir
lék undir söng kvennanna af
öryggi og festu.
Sandlóunum hefur farið mikið
fram frá því að undirritaður
heyrði þær síðast fyrir rúmlega
ári. Söngur þeirra er orðinn
ákveðnari og blæbrigðaríkari.
Nú, eins og fyrr, er lagaval Sand-
lóanna skemmtilegt. Þær flytja
mest dægurflugur og létt lög sem
BORGARBIO
Salur A
Þriðjudagur
Kl. 9.00 Free Jack
Frumsýning
Bttrnvmz jaoobb mofkwö
fKeeJMCK
Salur B
Þriðjudagur
Kl. 9.00 Eldur, ís og dínamit
BORGARBÍÓ
S 23500
Vlnningstölur
laugardaginn
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1. 5ai5 1 2.744.668,-
2. 4a7l^ gf Ö“ 476.916,-
3. 4af5 88 9.348,-
4. 3af 5 3.458 555,-
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.963.398.-
ekki hafa heyrst árum og jafnvel
áratugum saman, en sem skemmti-
legt er að rifja upp.
Galgoparnir voru léttir í flutn-
ingi sínum að vanda og vöktu
verulega kátínu. Sérlega
skemmtilegur var söngur Óskars
Péturssonar í laginu Vorsól eftir
Björgvin Þ. Valdimarsson, þar
sem hann fór á kostum. Undir-
leikari Galgopanna, Guðjón
Pálsson, studdi þá af prýði og lit-
aði flutning þeirra við hæfi.
Það er vafalaust, að starfsemi
Karlakórsins Lóuþræla og kvenna-
kórsins Sandlóurnar, er mikils
virði fyrir byggðina alla í félags-
og menningarlegu tilliti. Það er
því ánægjulegt að sjá hana eflast
og vaxa í metnaði og getu. Ekki
er síður gott að finna, að starf-
semin nýtur stuðnings byggðar-
búa, ef marka má aðsókn að
söngskemmtuninni í Ásbyrgi.
Þar var þétt setinn bekkurinn og
undirtektir góðar.
Haukur Ágústsson.
ar miðað við verðlag í apríl-
byrjun. Vísitalan í april reyndist
vera 160,6 stig, eða óbreytt frá
mars.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitalan hækkað um 6,4%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitalan hækkað um tæp 0,3%
og jafngildir sú hækkun 1,0%
verðbólgu á heilu ári.
Rekstrarkostnaður bíls hækk-
aði um 0,3% sem olli 0,05%
hækkun vísitölunnar. Kostnaður
vegna tannviðgerða hækkaði um
3,2% sem olli 0,03% hækkun,
hækkun orlofsferða olli um
0,04% hækkun og breyting
ýmissa annarra vöru og þjónustu-
liða olli um 0,07% hækkun.
Á móti vó verðlækkun mat-
vöru sem olli 0,13% lækkun vísi-
tölunnar og 1,3% lækkun fjár-
magnskostnaðar sem olli um
0,07% lækkun vísitölunnar.
upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkul!na991002
Vísitala framfærslukostnaðar:
Verðbólga 1,0% á heilu ári
Kauplagsnefnd hefur reiknað
út vísitölu framfærslukostnað-
Guðsþjónustur í
Glerárprestakalli
16. aprfl, skírdag: Fermingar-
guðsþjónustur kl. 10.30 og 14.00.
Helgistund kl. 21.00.
17. apríl, föstudagurinn langi:
Messa kl. 14.00 í Lögmannshlíð-
arkirkju.
19. apríl, páskadagur: Hátíð-
armessa kl. 8.00. Eftir messu
verður sameiginlegur morgun-
verður allra kirkjugesta.
Guðsþjónusta í
Akureyrar-
prestakaili
16. apríl, skírdagur: Fermingar-
guðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30.
Fyrirbænaguðsþjónusta og
almenn altarisganga kl. 20.30.
17. aprfl, föstudagurinn langi:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00.
Altarisganga kl. 19.30.
19. aprfl, páskadagur: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 8.00. Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14.00.
Fjórðungssjúkrahúsið 19.
aprfl, páskadag: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 10.00.
Hjúkrunardeild aldraðra, Sel I
19. apríl, páskadag: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14.00.
Dvalarheimilið Hlíð 17. arpfl,
föstudaginn langa: Hátiðarmessa
kl. 16.00. Altarisganga.
Minjasafnskirkjan 20. aprfl, 2.
páskadag: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 14.00.
Miðgarðakirkja í Grímsey 20.
aprfl, 2. páskadag: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14.00.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Grenivöllum 12, 1. hæð að vestan,
Akureyri, þingl. eigandi Svava F.
Guðmundsdóttir, fer fram á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 22. apríl 1992,
kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Ólafur Gústafsson hrl., Skúli J.
Pálmason hrl. og Gunnar Sólnes
hrl.
Skeið, Svarfaðardal, þingl. eigandi
Haukur S. Valdemarsson, fer fram á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 22.
apríl 1992, kl. 11.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Landsbanki (slands og Gunnar
Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu
Það eru
margir góðir
á söluskrá og
á staðnum
Daihatsu Charade TS 3 dyra,
sjálfsk. Ekinn 41.000 km.
Vökvast., sumar/vetrardekk,
árg. ’88. Verð 420.000 stgr.
★
Toyota Landcruser dísel,
turbo, suttur, árg. ’86.
Ekinn 70.000 km. Heilsársdekk,
góður bíll. Skipti á ódýrari.
★
Suzuki 413 langur, 5 gíra,
árg. ’86. Verð 550.000 stgr.
★
Honda Accord EX sjálfsk.,
vökvast. Rafm. í öllu. Ekinn
50.000 km. Skipti á ódýrari.
Hjólhýsi Sprittner. Svefnpláss
fyrir 6. Fortjald, pallur,
eldavél, ísskápur, ofn.
Verð 400.000.
Á sama stað Pajero bensin,
stuttur, árg. ’84. Selst saman
með góðum afslætti.
★
Vantar bíla á staðinn.
Bæjarins besta útisvæði.
ÞÓRSHAMAR HF.
BÍLASALA
Glerárgötu 36, simi 11036 og 30470
Bridge
Nýliðamót
Nýliðamót BA heldur áfram í kvöld (14.4. '92)
og hefst kl. 19.30 stundvíslega í Hamri.
Skráning á staðnum (mætið tímanlega).
Nýir og gamlir félgar velkomnir.
Bridgefélag Akureyrar.
it
Móðir mín,
GERÐUR NANNA SIGURGEIRSDÓTTIR,
frá Ásgerðarstaðaseli i Hörgárdal,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 9.
apríl verður jarðsett frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15.
apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Halldórsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföðurs, afa og langafa,
GUÐMUNDAR S. ÁRNASONAR,
frá Arnarnesi.
Gunnhildur S. Guðmundsdóttir, Stefán Þórisson,
Sesselía B. Guðmundsdóttir, Jón H. Pálsson,
Unnur Guðmundsdóttir, Birgir H. Þórhallsson,
Guðmundur S. Guðmundsson,
Svava F. Guðmundsdóttir, Júlíus H. Kristjánsson,
Heiðbrá Guðmundsdóttir, Sigurður M. Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.