Dagur - 22.04.1992, Síða 3
Miðvikudagur 22. apríl 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Ríkisútvarpið:
Langbylgjan
komin í lag
Langbylgjuútsendingar Ríkis-
útvarpsins eru nú hafnar að
nýju á 207 kílóriða tíðni.
Jafnframt því hætta tíma-
bundnar útsendingar allan
sólarhringinn á stuttbylgju.
Bruninn í loftnetshúsinu,
sem stöðvaði útsendingarnar,
er talinn stafa af því að ein-
angrari á loftnetshúsinu hafi
gefið sig og brotnað, með
þeim afleiðingum, að
háspennuleiðsla hafi snert
húsið og kveikt í því.
Útlit var fyrir að langbylgju-
sendingar gætu legið niðri
lengur sökum þess að alla
varahluti vantaði, en starfs-
menn Radíódreifistöðvadeild-
ar Pósts- og síma sýndu mikla
útsjónasemi og smíðuðu þann
búnað er á vantaði. Pað er
ástæðan fyrir því að sendingar
eru nú hafnar, fyrr en vonir
stóðu til.
Flugleiðir hf.:
Múnchen nýr áfanga-
staður í sumaráætlun
Átta áætlunarstaðir í Evrópu
bætast við í sumaráætlun Flug-
leiða. Einn þessara staða,
Múnchen, er nýr í flugáætlun
félagsins. Flugleiðir gera ráð
fyrir að flytja rúmlega 5%
fleiri farþega í Evrópuflugi en í
fyrra.
Flug til Frankfurt og Parísar
hófs í síðustu viku. Fyrst um sinn
verður flogið tvisvar í viku ti!
þessara staða þ.e. á fimmtudög-
um og sunnudögum. í sumar
verður mest flogið fjórum sinn-
um í viku til Frankfurt og fimm
sinnum í viku til Parísar.
Um miðjan maí verður byrjað
að fljúga til Hamborgar. Fyrst
vikulega en síðar tvisvar í viku.
Þangað verður flogið fram til
loka september.
Laugardaginn 30. maí hefst
flug til Zúrich og flogið verður
fram til loka september. Fyrst um
sinn verður flogið vikulega á
laugardögum. í júlí og ágúst
verða tvær ferðir í viku á mið-
vikudögum og laugardögum.
Helsinkiflug hefst 1. júní og
þangað verður flogið á mánudög-
um fram til 7. september.
Flug til Vínar hefst föstudag-
inn 5. júní og þangað verður flog-
ið vikulega fram til loka ágúst.
Vín er annar tveggja viðkomu-
iStaða í Austurríki því föstudaginn
19. júní hefst flug að nýju til
Salzburg. Þangað fljúga Flugleið-
ir til 4. september.
Laugardaginn 4. júlí byrja
5RIDDS
íslandsmótið í tvímenningi
30. apríl til 3. maí nk.
íslandsmótið í tvímenningi í
bridge fer fram á Hótel Loftleið-
um fimmtudagskvöldið 30.
aprfl og hefst spilamennskan
kl. 19.30. Áfram verður spilað
föstudaginn 1. maí kl. 13 og
19.30. Spilaðar verða 3 lotur
með Mitcell-formi og dregið
um röð eftir hverja umferð
sem er 28 spil. Fyrir hverja
lotu eru gefin gullstig í hvorum
riðli, fyrir fyrsta sæti 3 gullstig,
fyrir annað sætið 2 gullstig og 1
gullstig fyrir þriðja sætið.
Mótið er opið öllum innan
Bridgesambands íslands og hefur
ávallt verið vinsælt. Keppnis
gjaldið er kr. 6.500 á par og gildir
fyrir úrslitin líka, sem eru að
þessu sinni spiluð í beinu fram-
haldi á laugardag og sunnudag 2.
og 3. maí. Par spila 32 pör, 23
sem komast áfram úr undan-
keppninni, íslandsmeistarar í
tvímenningi 1991, sem eru Sverr-
ir Ármannsson og Matthías Þor-
valdsson, og svæðameistarar allra
átta svæðanna.
Úrslitin verða einnig spiluð á
Hótel Loftleiðum og hefst sú
spilamennska laugardaginn 2.
maí, en þá verða spilaðar samtals
20 umferðir. Sunnudaginn 3. maí
íslandsmótið í sveitakeppni um páskana:
Sveit Landsbréfa sigraði
Sveit Landsbréfa sigraði á
íslandsmótinu í sveitakeppni í
bridds, sem haldið var á Hótel
Loftleiðum um páskana. Átta
sveitir kepptu um Islands-
meistaratitilinn og þegar upp
var staðið sigraði sveit Lands-
bréfa með 12 stiga mun.
Sveit Landsbréfa hlaut 139
stig. í öðru sæti kom sveit V.Í.B.
með 127 stig, Tryggingamiðstöð-
in var í þriðja sæti með 118 stig,
Rauða ljónið í fjórða sæti með
111 stig, Hjalti Elíasson í fimmta
sæti með 110 stig, S. Ármann
Magnússon í því sjötta með 101
stig, sveit Gunnlaugs Kristjáns-
sonar með 71 stig og sveit Sigfús-
ar Þórðarsonar rak lestina með
49 stig.
í sveit Landsbréfa voru Magnús
Ólafsson, Björn Eysteinsson,
Matthías Þorvaldsson, Sverrir
Ármannsson, Jón Baldursson og
Aðalsteinn Jörgensen.
Skák
Hraðskákmót SA:
Rúnar fékk stærsta eggið
Skákfélag Akureyrar hélt
hraðskákmót um páskana og
voru páskaegg í verðlaun.
Rúnar Sigurpálsson hélt sig-
urgöngu sinni áfram og tryggði
sér stærsta eggið.
Úrslit í mótinu urðu þessi: 1.
Rúnar Sigurpálsson með 13 vinn-
inga af 14 mögulegum. 2. Þórleif-
ur Karlsson 12Vi v. 3. Gylfi Þór-
hallsson 10 v. 4. Þór Valtýsson 10
v. 5.-6. Jón Garðar Viðarsson og
Jón Björgvinsson 9 v.
Gylfi og Þór tefldu einvígi um
þriðja sæti og með sigri krækti
Gylfi sér í þriðja páskaeggið sem
var í boði en Þór fór svangur
heim.__________________SS
Áskorendaflokkur:
Jón Árni seigur
Jón Árni Jónsson frá Skákfé-
lagi Akureyrar tefldi vel i
áskorendaflokki á íslandsmót-
inu í skák og lenti í 2.-4. sæti.
Þessi árangur þýðir að Jón
Árni mun tefla við hina tvo sem
urðu honum jafnir um landsliðs-
sæti en tveir efstu menn í áskor-
endaflokki færast upp. SS
verða spilaðar 11 umferðir og eru
áætluð spilalok kl. 18. Mótinu
verður síðan slitið að verðlauna-
afhendingu lokinni.
Skráning í mótið er á skrifstofu
Bridgesambandsins í síma 91-
689360.
Flugleiðir flug til Múnchen og
fljúga síðan vikulega til 12. sept-
ember. Farið verður um hinn
nýja og glæsilega flugvöll
Múnchen, sem var opnaður
flugumferð í vor.
Jafnframt því að áætlunarstöð-
um í sumaráætlun Flugleiða
fjölgar verður ferðatíðni til
helstu áætlunarstaða í Evrópu og
Bandaríkjunum aukin. ój
Banaslys í
Eyjafjarðarsveit
Banaslys varð á bænum
Leyningi í Eyjafjarðarsveit
síðastliðinn miðvikudag.
Tuttugu og níu ára gamall
maður festist í drifskafti
milli dráttarvélar og haug-
sugu og var látinn þegar að
var komið.
Maðurinn var bóndi á
bænum. Hann var einn heima
þegar slysið varð.
Hinn látni hét Indriði
Kristjánsson. Hann var 29 ára
gamall, ókvæntur og barnlaus.
JÓH
DEKK-DEKK-DEKK
Sumardekkin komin
ný og sóluð
Vanir menn — Vönduð vinna.
Greiðslukortaþjónusta - Greiðsluskilmálar.
Möldur hf.
hjólbarðaþjónusta
Tryggvabraut 14, sími 21715.
tniðvikudag (síðasta vetrardag)
Hátsn'
m1*
Húsið opnað kl 22.00
með finnsku eldvatni
Krýning
„ungfrú \sland“
á breiðtjaldi
Miðaverð kr. 800,-
F rábær
austurlenskur
matur, pasta og
pizzur.
Borðapantanir í síma
24199