Dagur


Dagur - 22.04.1992, Qupperneq 4

Dagur - 22.04.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 22. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttír), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 „Síminn og faxtækið virka í báðar áttir“! Á aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda, sem haldinn var fyrir skemmstu, var samþykkt samhljóða tillaga stjórnar félagsins að flytja skrifstofu þess frá Reykja- vík til Akureyrar. í frétt Dags af þessum stór- merku tíðindum var m.a. haft eftir Pétri Bjarnasyni, framkvæmdastjóra félagsins, að hann „teldi sig ekki verr staðsettan með skrifstofuna á Akureyri en hér fyrir sunnan. “ Við sama tækifæri sagði Pétur Bjarnason að hann teldi sig geta stundað starfið jafn vel frá Akureyri og Reykjavík og að það yrði ekki verra fyrir iðnaðinn að nota skrifstofuna sína þótt hún væri á Akureyri. „í þessu félagi hafa menn líka fundið út að sími og telefaxtæki virka í báðar áttir,“ sagði framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda ennfremur. Þau orð hans eru verðskulduð og holl áminning fyrir hina fjölmörgu einstefnu- menn íslensku þjóðarinnar. Hversu margir hafa ekki sýnt í verki að þeir álíta útlilokað að flytja fyrirtæki og stofnanir gegn megin- straumnum: frá höfuðborgarsvæðinu út á land? Nauðsyn slíkra flutninga hefur margoft borið á góma, ekki síst þegar fyrirtæki og stofnanir hins opinbera eru annars vegar, en undantekningalítið hefur verið látið sitja við orðin tóm. í því sambandi má t.d. minna á að fyrir fáum árum var rætt um það í fullri alvöru að flytja sjálfa Byggðastofnun til Akureyrar en á endasprettinum fundu stjórnarmenn og starfsmenn stofnunarinnar flutningnum flest til foráttu og lögðu hin göfugu áform til hliðar. Það er engu líkara en að margir standi einmitt í þeirri trú að síminn og faxtækið „virki aðeins í aðra áttina". Dæmin sanna að þeir hinir sömu álíta mun lengra að fara frá Reykjavík til Akureyrar en sömu leið að norðan. Ljóst er að ein raunhæfasta leiðin, sem í boði er, til að viðhalda byggð víðar en í Reykjavík er að færa starfsemi þjónustufyrir- tækja í auknum mæli út um land. Þar á hið opinbera auðvitað að ganga á undan með góðu fordæmi, enda fimmta hvert starf í land- inu á vegum þess. Það hefur ríkisvaldið hins vegar ekki gert, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýs- ingar um hið gagnstæða. Það er sérstaklega ánægjulegt þegar hagsmunasamtök í atvinnulífinu ákveða að gera það sem stjórnmálamenn láta sér nægja að lofsama við hátíðleg tækifæri. Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda á heiður skilinn fyrir framtak sitt og óvenjulega framsýni. Vonandi verða fleiri til að fylgja fordæmi þess - ekki síst ríkisvaldið. BB. Mikið lagt undir fyrir lítínn ávinning Jón Hannibalsson er flestum klókari að ráða umræðuefni þjóð- málanna. Nú er framundan hjá honum að fá staðfestingu Alþing- is á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Pað hlýtur að vera ofar öðrum verkefnum hans á næstunni. Jón taldi það skipulag um dómsvald í ágrein- ingsmálum, sem fólst í samningn- um, afar mikilvægt fyrir íslend- inga, en dómstóll Evrópsku sam- félaganna (ES) hafnaði því. Nú virðist málið verða leyst með því að færa valdið enn frekar undir ES-dómstólinn. Enginn bilbugur er á Jóni að fylgja samningnum eftir, þótt það ákvæði, sem hann taldi svo mikilvægt íslendingum, sé horfið. Klókindi Jóns að leiða umræð- una koma nú fram í því, að hann hefur fengið andstæðinga EES- samningsins til að tala í ákafa gegn því, sem ekki er á dagskrá, aðild að ES. Þeir sameinast nú andstæðingum ES-aðildar meðal stuðningsmanna EES-samnings- ins og eru fegnir því, hvað margir eru mikið á móti aðild og þykjast þar hafa unnið sigur á Jóni, en á meðan beinist athyglin ekki að raunverulegu viðfangsefni Jóns, EES-samningnum. I Það er kjarni EES-samningsins, að fólk og fyrirtæki í ríkjum Frí- verzlunarbandalags Evrópu (EFTA) og í ES-ríkjum hafi rétt til eigna og til að stunda atvinnu og reka atvinnu hvar sem er í ríkjunum. Svo vildi til, þegar málið komst á dagskrá, að utanríkisráðherra íslands var í forsæti EFTA. Ríkisstjórnin ákvað að vera með, en gerði fyrirvara um aðild ís- lands að því sem raunar var kjarni málsins. Hún vildi sem sagt undanskilja þá atvinnugrein landsins, sem hlaut að vekja mestan áhuga erlendra fyrir- tækja. Um leið vildi hún bæta við ákvæðum um fríverzlun með sjávarafurðir og halda landhelg- inni óskertri. Viðbrögð fulltrúa ES og hinna EFTA-ríkjanna hafa vel getað verið eitthvað lík því að heyra barn, sem vill fá að leika sér við önnur börn, segja: Ég vil vera með. Ég vil líka vera stikkfrí. Svo vil ég líka fá dálítið sem þið þurfið ekki. Og þið megið alls ekki nota leikföngin mín. íslenzka ríkisstjórnin setti sem sagt það skilyrði, að skip ES- ríkja fengju ekki að veiða í fisk- veiðilandhelgi íslands. Þess má geta, sem almenningi hefur verið ókunnugt um, að ekkert þessara ríkja hafði þá staðfest hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslendingar beittu sér fyrir til að gera 200 mílna fiskveiðiland- helgi að alþjóðarétti. (Enn hefur ekkert þeirra staðfest hann þrátt fyrir tíða fundi ráðherra íslands undanfarið með fulltrúum þessara ríkja. Til þess að hann hljóti gildi, þarf staðfestingu 60 ríkja. Nú, 10 árum eftir að hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti sáttmálann, hefur sú tala ekki náðst.) Niðurstaðan var sú þrátt fyrir upphafleg skilyrði íslendinga og síðari heitstreng- ingar ráðherra, að skip ES-ríkja, þ.á m. dönsk (og þá líka norsk, ef Noregur verður aðili að ES), fá að veiða í íslenzkri landhelgi. Auk þess er um að ræða skuld- bindingar, sem auðvelda ES- skipum, þ.á m. dönskum, fisk- veiðar við ísland. Aflaheimild ES-ríkjanna í íslenzkri landhelgi er aðeins um 0,04% af heildarafla þeirra. Það hlýtur að vera eitthvert grund- vallarsjónarmið, sem réð því, að ES lagði slíka áherzlu á að fá þessa heimild, sem er svo lítill ávinningur í framleiðsluverð- mæti. Það hefur ekki verið skýrt, hvers vegna íslenzk stjórnvöld létu fara svona með sig og það ríki, sem ekki hafa staðfest stuðning sinn við þann málstað, sem íslendingar hafa lagt kapp á að fá viðurkenndan sem alþjóða- rétt Skyldi þessi niðurstaða ekki stafa af því, að íslendingar hrærðu saman tveimur málum, sem heppilegast er að halda aðskildum? EES-málið er ekki fríverzlunarmál, heldur er með samningnum verið að koma á einsleitum skilyrðum fyrir atvinnurekstur ríkja, sem höfðu þegar fríverzlun sín á milli fyrir iðnvarning. Það flækir málið enn frekar að gæta viðskiptahagsmuna íslenzks sjávarútvegs á þennan hátt, að sjávarútvegsmál og landbúnað- armál eru undir einum hatti víð- ast erlendis, þótt atvinnugrein- arnar séu um ýmislegt ólíkar. í þessu sambandi skiptir það máli, að sjávarafli eykst ekki með hærra afurðaverði og auknum til- kostnaði, eins og nú er komið. Sem dæmi um j)að er, að bætt viðskiptakjör Islendinga fyrir fiskafurðir í ES með niðurfell- ingu tolla árið 1976, hafa ekki leitt til aukins afla íslendinga. Hins vegar getur afrakstur lands- ins aukizt með hærra afurðaverði með meiri notkun aðfanga, og hið sama gildir um fiskeldi. Það gæti reynzt of margslungið í samningum að fjalla samtímis um breytta viðskiptahætti ríkja í þessum tveimur greinum. Þótt Jón Hannibalsson sé öðr- um klókari að leiða umræðuna, er ekki þar með sagt, að hann og fulltrúar hans kunni full skil á öll- um atriðum EES-samningsins. Sem dæmi um það er, að hann hefur hvað eftir annað lýst því, að EES-samningurinn greiði fyrir fullvinnslu fiskafla hér, þar sem með honum sé felldur niður toll- ur á fullunnum fiski. Þegar ég heyrði sagt frá því á dögunum, að frystihúsið í Hrísey seldi fisk í neytendaumbúðum til Englands, hafði ég tal af stjórnandanum, sem fullvissaði mig um, að enginn tollur væri lagður á slíkan fisk í Englandi, þótt EES-samningur- inn hefði ekki tekið gildi, enda var tollurinn felldur niður fyrir 16 árum. Með ákvæðum EES-samnings- ins hefur enn ein byrði verið lögð á sendifulltrúa íslands og aukið á Lesendahornið Upplýsinga leitað! - um íslenskt skip sem fórst við Orkneyjar 11. febrúar 1952 Degi barst nýverið bréf frá Orkneyjum frá manni að nafni John Towrie. Bréfið hljóðar svo: „Ég er að rannsaka hið hörmu- lega slys þegar íslenskt skip fórst við Orkneyjar 11. febrúar 1952 með allri áhöf. Skipið bar nafnið „Eyfirðingur“ og var skráð á Akureyri. Nöfn þeirra sem fórust voru: Benedikt Kristjánsson, skip- stjóri, 46 ára, Marvin Ágústsson, fyrsti stýrimaður, 30 ára, Erlend- ur Pálsson, vélstjóri, 47 ára, Vernharður Eggertsson, mat- sveinn, 42 ára, og hásetarnir Guðmundur Kr. Gestsson, 25 ára, Sigurður Guðlaugsson, 21 árs, og Guðmundur Sigurðsson, 48 ára. Fimm lík fundust og eina líkið sem var borið kennsl á í Orkneyjum var lík Guðmundar Kr. Gestssonar. Guðmundur var greftraður í eyjunni Stronsay, en lík hinna voru send til íslands. Brak úr skipinu barst á land á ýmsum stöðum. Á fjöl úr stýris- húsinu var skrifað með penna þrjú nöfn þ.e. L. Arusson, A. Arusson og H. Artfur. Af rann- sóknum mínum má ráða að eng- inn þessara manna var um borð í Eyfirðingi umrædda örlaganótt. Skipið Eyfirðingur var í eigu Njáls Gunnlaugssonar frá 1950, en þar áður var eigandinn Hjört- Degi hefur borist bréf frá Nicolas nokkrum í Rússlandi. Nicolas er mikill aðdáandi íslands og þekkir menningu og sögu landsins. Hann safnar póstkortum og getur auk móðurmálsins skrifað á ur Lárusson. Tilgangur minn með þessu bréfkorni er að ná til einhvers sem er fróður um útgerðarsögu Eyfirðings og því læt ég nafn og heimilisfang mitt fylgja til birtingar í Degi ef hægt er. John Towrie, 53 Victoria Street, Kirkwall, Orkney, Scotland. ensku og þýsku. Nú leitar Nicolas pennavinar á Akureyri sem safnar póstkortum. Fullt nafn og heimil- isfang er: Nicolas Klimovich, Janvarscaya 25, 364020 Grossny, U.S.S.R. í leit að penna- vini á Akureyri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.