Dagur - 22.04.1992, Page 5

Dagur - 22.04.1992, Page 5
Miðvikudagur 22. apríl 1992 - DAGUR - 5 Björn S. Stefánsson. spennufréttaefni í stað þess að hafa hreinar línur í samskiptum íslands við ES-ríkin með óskertri landhelgi, óskertri lögsögu yfir réttindum til atvinnurekstrar og fríverzlun með sjávarafurðir án afskipta utan að af því hvernig sjór er stundaður innan fiskveiði- landhelgi. Þeir, sem eru kunnugri innvið- um íslenzkra stjórnmála en ég, máttu fyrir löngu skilja það, að oddvitar íslenzkra jafnaðar- manna ætluðu sér meira varðandi ES en greiðari sölu útflutnings- afurða. Auk þess sem þeir hafa skýr markmið, en það vantar aðra, hefur reynslan undanfarið sýnt, að þeir eru manna klókastir að reka mál sitt. Er það ekki gáleysi þeirra, sem ekki fylgja þeim að málum, að hafa látið þá hafa í hendi sinni helztu þræði þessara mikilvægu mála frá upp- hafi? II Ráðherra utanríkisviðskipta full- yrðir nú, að það dugi íslending- um ekki að leita tvíhliða samn- inga við ES um viðskipti. Fyrir- rennari hans sem flokksformað- ur, Gylfi Þ. Gíslason, sagði á lík- an hátt sem ráðherra sömu mála, þegar ES-mál voru í fyrsta sinn á dagskrá hér á landi (árið 1962) um þá úrlausn, sem Eysteinn Jónsson hafði mælt með, að fá afnumin höft á viðskiptum með sjávarafurðir og tolla fellda niður, gegn því að íslendingar veittu hliðstæðar ívilnanir varð- andi innflutning hingað til lands: „En ég hika ekki við að segja, að á þessu, ég segi því miður, er áreiðanlega ekki möguleiki. í fyrsta lagi er það af því, að sex- veldin öll eru í GATT og eru skuldbundin þeim reglum, sem gilda þar. Það er ekki mögulegt fyrir þau að lækka tolla á fiskafurðum í heild eða nokkrum einstökum fiskafurðum gagnvart íslendingum einum eða nokkurri annarri þjóð, sem stendur utan við bandaglagið. í öðru lagi mundum við ekki heldur geta boðið upp á jafngildar ráðstafan- ir af okkar hálfu á þessu sviði, fyrst og fremst af því, að við get- um ekki afnumið þau höft, sem nú eru á innflutningi landbúnað- arvara og ég tel nauðsynleg til þess að vernda þá atvinnugrein hér, og auk þess hefur engum dottið í hug, að við þyrftum ekki langan tíma til þess að lækka þá tolla, sem nú eru á erlendum iðn- aðarvörum til verndar íslenzkum iðnað.“ Ráðherrann fullyrti þarna, að ES gæti ekki lækkað tolla á fiskafurðum í heild eða nokkrum einstökum fiskafurðum gagnvart íslendingum. Árið 1972, ári síðar en Gylfi vék úr ráðherrasæti, var engu að síður gerður samningur við ES, sem afnemur toll á frystum fiski frá íslandi og fullunnum sjávar- afurðum. Þetta gerðist án þess, sem ráðherrann taldi víst, að sett yrði skilyrði um, að ísland drægi úr innflutningsvernd á landbún- aðarvöru. Samningurinn tók gildi að fullu að lokinni landhelgisdeil- unni, árið 1976. Sama ár birtist kandidatsrit- gerð við viðskiptadeild Háskól- ans um þessi mál. Þá var ráðherr- ann fyrrverandi aftur orðinn kennari þar. Kandidatinn hafði aðgang að óbirtum skjölum og vitaskuld að kennara sínum. Þar er annað sagt en ráðherrann sagði 1962 af þeim kostum, sem taldir voru bjóðast íslendingum. Frá viðræðum viðskiptaráð- herra og fjármálaráðherra við fulltrúa þýzku ríkisstjórnarinnar í Bonn 28. september 1961 er m.a. eftirfarandi greint um skoð- un Þjóðverja: „Þjóðverjar sögðu, að aukaaðild hefði þann kost, að hún veitti meiri sveigjanleika og gerði vandamálin viðráðanlegri. í viðbót við aukaaðild töldu þeir, að viðskiptasamningur á milli íslands og Efnahagsbandalagsins kæmi einnig til greina. Gæta yrði þó þess, að slíkur samningur væri í samræmi við reglur Alþjóða- tollabandalagsins (GATT).“ Þjóðverjar kusu sem sagt aukaaðild, eins og ráðherrann mælti með, en hitt gat líka orðið að þeirra dómi. í sömu ritgerð kemur raunar fram, að þetta var úrlausn, sem Frakkar og ítalskur ráðherra kusu, þegar ráðherrann og ráðunautur ríkisstjórnarinnar í markaðsmáium ræddu við þá vorið 1962. III Með EES-samningum eru lækk- aðir tollar á sjávarafurðum, aðal- lega lítt unnum. Þetta eru ekki þær afurðir, sem mestar sóknar- vonir eru tengdar í fiskvinnslu. Þær hafa verið ótollaðar síðan 1976. Að dómi ýmissa, þ.á m. ritstjórnar Morgunblaðsins, er þetta ekki stórvægilegur ávinn- ingur, þegar á heildina er litið, en Mbl. mælir með EES-samningum af öðrum ástæðum. Það er því verið að leggja mikið undir fyrir lítinn vinning að flækja ísland í samninga og skuldbindingar, sem varða forræðið yfir mikilvægustu auðlind landsmanna, ekki sízt vegna þess að hér eru áhrifamikl- ir menn í sjávarútvegi og stjórn- málum, sem ekki telja það frá- leitt að ganga lengra í því að heimila erlendum fyrirtækjum sjávarnytjar hér. Það úrræði, sem l'elst í EES- samningnum að hafa ekki sem hreinust skipti í þessum efnum, færir ábyrgðina undir embættis- menn, sem eiga að leysa úr álita- efnum. Það er varasamt. Hætt er við, að ýmis vitneskja, sem almenningur og fulltrúar hans þurfa á að halda, týnist eða komi seint fram. Dæmi um það er áð- urnefnd opinber frásögn Gylfa Þ. Gíslasonar á fundi árið 1962 til samanburðar við skýrslu þá, sem nemandi hans fékk í hendur 14 árum síðar. Skyldi nú ekki vera lag í þess- um efnum til að ná árangri á grundvelli GATT-samninga, án skerðingar á landhelgi og án skuldbindinga um athafnafrelsi ES-skipa hér við land, ef sæti ráðherra utanríkisviðskipta væri skipað þeim sem kærði sig um það og ekki hefði sem megin- markmið, að íslendingar flækist í mál ES með aðild eða á annan hátt? Þá þarf einnig að vera tryggt, að fulltrúar íslands hafi áttað sig á þeim eðlismun, sem er á sjávarútvegi og landbúnaði (þar með talið fiskeldi) í þessu tilliti og bent var á hér að framan. Björn S. Stefánsson. Höfundur er doktor í hagfræði. Agalaus böm í kirkjum Þakkir fyrir Messías „Leikhúsgestur“ hringdi: „Ég vil koma á framfæri þakklæti til Freyvangsleikhússins fyrir frábær- lega vel unna og góða sýningu á Messíasi Mannssyni. Það er aðdáunarvert hvað þessi sýning hef- ur heppnast vel og mér finnst kjörið fyrir ungt fólk og fjölskyldur með stálpuð böm að fara á sýninguna og ræða efni hennar. Allur söngur er sérstaklega vel heppnaður og leikur góður. Ég hef orðið vör við að það hafa komið stórir hópar langt að til að sjá sýninguna og maður hefur séð hrifningu á hverju andliti Anna hringdi: „Ég vil koma á framfæri hvort til of mikils væri mælst við foreldra að þau hafi aga á sínum börn- um við athafnir í kirkjum, t.d. við fermingarguðsþjónustu í Glerárkirkju. Að börnin noti ekki kirkjuna sem hlaupavöll, hangi í gardínum, skríði milli stóla hjá gestum og raski athöfn- inni. Þarna er um að ræða svo hátíðlega athöfn að slíkt á ekki að gerast. Fólk á þá að hafa börn- in heima ef ekki er hægt að hafa aga á þeim en leyfa okkur hinum að njóta athafnarinnar." Lesendur athugið! Lesendur eru hvattir til að láta álit sitt í Ijós í lesendaþætti blaðsins. Tekið er við lesendabréfum á ritstjórnarskrifstofum Dags á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki. Æskilegt er að bréfin séu vélrituð. Einnig geta lesendur hringt til að koma skoðunum sín- um á framfæri. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að fullt nafn, heimilis- fang, kennitala og símanúmer þarf að fylgja með bréfunum, jafnvel þótt viðkomandi kjósi að skrifa undir dulnefni. Það sama gildir ef lesendur kjósa að nota símann. Einnig skal það tekið fram að ef bréfritari eða sá sem hringir er að deila á ákveðna persónu eða persónur, verður hann að koma fram und- ir fullu nafni. Að öðrum kosti verður bréfið ekki birt. Ritstjóri Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna veröur haldinn aö löjulundi mánudaginn 27. apríl kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Félagar fjölmennið! Stjórnin. Stóðhestasýning Norðurlands 1992 8.-9. maí á Hólum í Hjaltadal 8. maí kl. 9 Dómsstörf: Sláðhestar af tamn- ingastöðinni á Hólum. Stóðhestar af Norðurlandi (opið öllum 3 v. og eldri). Forskoðun fyrir Fjórðungsmót á Vesturlandi. 9. maí kl. 14 Sýning: Yfirlitssýning dóma 8. maí. Aðrar sýningar og uppákomur (nánar auglýst síðar). Tekið er á móti skráningum á skrifstofum búnaðar- sambandanna og Bændaskólanum Hólum (s. 95- 35962) til 30. apríl. Bændaskólinn Hólum. Nú fá þínar listauppskriftir að njóta sín. Matargerð er list og unairstaðan er úrvals hráefni. Brauðgerð, Smjörlíkisgerð og Kjötiðnaðarstöð KEA leita eftir þínum listauppskriftum. ✓ I matvöruverslunum KEA færð þú þátttökukort og bækling með upplýsingum um samkeppnina.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.