Dagur - 22.04.1992, Page 9

Dagur - 22.04.1992, Page 9
Miðvikudagur 22. apríl 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Kristinn náði takmarkinu Skíðaganga: Dan Akureyrarmeistari Kristinn Björnsson náði því takmarki að sigra á einu móti í alþjóðlegu mótaröðinni Visa Cup sem iauk í Bláfjöllum á laugardag. Kristinn sigraði í svigi í fjórða mótinu sem fram fór á ísafirði á miðvikudag og lenti síðan í 2. sæti í síðasta mótinu á laugardag. Kristinn skaut Norðmanninum Atle Hovi ref fyrir rass í sviginu á miðvikudag, kom á samanlögð- um tíma 1:27,49 en Hovi á 1:27,63. Sverre Liljequist varð í 3. sæti og Arnór Gunnarsson í 4. sæti. í kvennaflokknum var einnig keppt í svigi og þar vann heims- og ólympíumeistarinn Pernilla Wiberg sinn fjórða sigur í röð en landa hennar Kristina Andersson varð í 2. sæti. Ásta Halldórsdótt- ir hafnaði í 4. sæti og Guðrún H. Kristjánsdóttir í 7. sæti. Á fimmtudaginn sigraði síðan ísfirðingurinn Arnór Gunnarsson í svigi en Magnus Oja frá Svíþjóð varð annar. Wiberg vann sinn fimmta sigur í kvennaflokknum en Ásta varð í 4.-5. sæti og Guð- rún H. í 7. sæti. í síðasta mótinu í Bláfjöllum bar það hins vegar til tíðinda að Pernilla Wiberg keyrði út úr brautinni í svigi kvenna og þetta var því eina mótið af sex sem hún vann ekki. Sigurvegari varð Marienne Kjörstad frá Noregi en Ásta Halldórsdóttir lenti í 2. sæti. í karlaflokknum sigraði Fridjof Henmark frá Svíþjóð en Kristinn Björnsson hafnaði í 2. sæti. Hlíðarfjall: Brynjumót í stórsvigi Á laugardaginn var keppt á svokölluðu Brynjumóti í stórsvigi í Hlíðarfjalli. Keppt var í þremur aldurs- flokkum 8-12 ára drengja og stúlkna. í mótinu tóku þátt börn frá Akureyri, Ólafsfirði og Dalvík. Úrslit urðu eftir- farandi: Drengir 8 ára og yngri 1. Birkir Baldvinsson, A. 59,65 2. Baldvin Þorsteinsson, A. 59,73 3. Kristján Uni Óskarsson, Ó. 1:01,95 Stúlkur 8 ára og yngri 1. Arna Arnarsdóttir, A. 56,24 2. Hulda Margrét Óladóttir, A. 1:01,86 3. Helena Auðunsdóttir, A. 1:03,02 Drengir 9-10 ára 1. Kristinn Magnússon, A. 1:09,47 2. Einar Örn Másson, D. 1:18,05 3. Gunnar Eiríksson, D. 1:19,83 Stúlkur 9-10 ára 1. Ása Katrín Gunnlaugsd., A. 1:11,38 2. Ragnh. TinnaTómasdóttir, A. 1:15,75 3. María Stefánsdóttir, A. 1:17,66 Drengir 11-12 ára 1. Jóhann Þórhallsson, A. 1:22,24 2. Sturla Már Bjarnason, D. 1:22,48 3. Rúnar Friðriksson, A. 1:24,83 Stúlkur 11-12 ára 1. Rannveig Jóhannsdóttir, A. 1:30,23 2. Stefanía Steinsdóttir, A. 1:31,86 3. Rósa María Sigbjörnsdóttir, A. 1:31,88 Á föstudaginn langa fór fram Akureyrarmót í skíðagöngu í Hlíðarfjalli. Keppt var í 9 flokkum karla og kvenna og var gengið með hefðbundinni aðferð í mjög góðu veðri. í flokki karla 17-34 ára fór þjálfarinn Dan Hellström með sigur af hólmi í keppni gegn læri- sveinum sínum en aðeins munaði tveimur sekúndum á honum og Kristjáni Ólafssyni. Úrslit í mótinu urðu þessi: Drengir 8 ára og yngri, 1,0 km 1. Jón Þór Guðmundsson, Þór 5,38 2. Einar Egilsson, KA 6,00 3. Páll Þór Ingvarsson, KA 6,02 Drengir 9-10 ára, 1,5 km 1. Rögnvaldur Björnsson, Þór 7,17 2. Björn Blöndal, KA 7,21 3. Geir Egilsson, KA 7,38 Stúlkur 12 ára og yngri, 1,5 km 1. Arna Pálsdóttir, KA 7,14 2. Kristín Haraldsdóttir, KA 7,20 3. Þórhildur Kristjánsdóttir, Þór 9,03 Drengir 11-12 ára, 2,5 km 1. Helgi Jóhannesson, Þór 8,50 2. Baldur Ingvarsson, KA 9,30 3. Grétar Orri Kristinsson, KA 9,33 Stúlkur 13 ára og eldri, 3,0 km 1. Harpa Pálsdóttir, KA 13,52 Piltar 13-14 ára, 5,0 km 1. Þóroddur Ingvarsson, KA 16,30 2. Stefán Snær Kristinsson, KA 17,29 3. Gísli Harðarson, KA 17,42 Karlar 17-34 ára, 12,0 km 1. Dan Hellström, Þór 33,17 2. Kristján Ólafsson, KA 33,19 3. Kári Jóhannesson, KA 34,48 Karlar 3549 ára, 9,0 km 1. Ingþór Bjarnason, Þór 28,51 2. Jóhannes Kárason, KA 29,05 3. Sigurður Pálmi Einarss., Þór 31,43 Karlar 50 ára og eldri, 6,0 km 1. Þorlákur Sigurðsson, KA 22,26 14. apríl var einnig haldið KA- mót í göngu í Hh'ðarfjalli þar sem gengið var með frjálsri aðferð. Þar urðu úrslit eftirfarandi: Drengir 8 ára og yngrí, 1,0 km 1. Einar Páll Egilsson, KA 6,03 2. Jón Þór Guðmundsson, Þór 6,07 3. Andri Steindórsson, KA 6,47 Drengir 9-10 ára, 1,5 km 1. Geir Egilsson, KA 7,09 2. Rögnvaldur Björnsson, Þór 7,11 3. Hannes Árdal, Þór 7,13 Stúlkur 12 ára og yngri, 1,5 km 1. Svava Jónsdóttir, Leiftri 6,45 2. Arna Pálsdóttir, KA 7,25 3. Kristín Haraldsdóttir, KA 7,26 Drengir 11-12 ára, 2,0 km 1. Helgi H. Jóhannesson, Þór 8,08 2. Garðar Guðmundsson, Leiftri 8,52 3. Baldur H. Ingvarsson, KA 9,29 Stúlkur 13-15 ára, 1,5 km 1. Harpa Pálsdóttir, KA 8,04 Piltar 13-14 ára, 4,0 km 1. Þóroddur Ingvarsson, KA 15,10 2. Gísli Harðarson, KA 16,12 3. Stefán S. Kristinsson, KA 17,23 Karlar 17-34 ára, 10,0 km 1. Dan Hellström, Þór 30,05 2. Kristján Ó. Ólafsson, KA 32,05 3. Kári Jóhannesson, KA 32,51 Karlar 35-50 ára, 7,5 km 1. Jóhannes Kárason, KA 27,58 2. Ingþór Bjarnason, Þór 28,20 Enska knattspyrnan Þorleifur Ananíasson Toppliðin heppin að halda jöfnu - fallbaráttan harðnar - staða West Ham nær vonlaus Heil umferð var leikin í 1. deild á Englandi á laugardag- inn fyrir páska, en línur skírð- ust ekki hvað varðar efsta sætið. Bæði Man. Utd. og Leeds Utd. gerðu jafntefli í leikjum sínum og staða liðanna breyttist því ekki, en óbreytt ástand er að sjálfsögðu liði Man. Utd. í hag og tækifærum Leeds Utd. til að snúa taflinu sér í hag fer fækkandi. En lít- um þá á leikina. ■ Man. Utd. styrkti mjög stöðu sína í deildinni er liðið sigraði Southampton með marki Andrej Kantchelkis í vikunni fyrir páska. Þar með náði Man. Utd. tveggja stiga forskoti á Leeds Utd. og átti leik til góða. Á laugardag mætti Man. Utd. fallbaráttuliði Luton á útivelli og mátti þakka fyrir jafn- tefli úr leiknum. Lee Sharpe náði forystu fyrir Utd. gegn gangi leiksins á 23. mín. eftir sendingu frá Mike Hughes og skot Sharpe fór í gegnum klofið á Alec Charberlain markverði Luton. Mark Pembridge besti maður Luton í leiknum hafði áður átt skot í þverslá Utd. marksins, en á 6. mín síðari hálfleiks jafnaði Mick Harford fyrir Luton. David Preece sendi fyrir mark Utd., Harford skallaði í slá, en fékk boltann aftur og sendi hann í mark Utd. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum og Manchester liðið var sáttara við jafnteflið en leikmenn Luton. ■ Markalaus jafnteflisleikur Liverpool gegn Leeds Utd. á Anfield var sýndur í sjónvarpinu og urðu menn vitni að mikilli bar- áttu tveggja sterkra liða. Leeds Utd. saknaði fyrirliða síns, Gordon Srachan og átti undir högg að sækja allan leikinn. Það var aðeins í lokin sem sókn Leeds Utd. skapaði einhverja hættu uppvið mark Liverpool. Leik- menn Liverpool fengu ágæt færi í leiknum, en mættu ofjarli sínum þar sem var John Lukic mark- vörður Leeds Utd., en hann varði oft mjög vel og Leeds Utd. getur þakkað honum að liðið er enn með í baráttunni um Eng- landsmeistaratitilinn. ■ Eftir tap á útivelli gegn Man. City þarf West Ham á kraftaverki að halda til að forðast fall í 2. deild. Neil Pinton skoraði fyrir City strax á 1. mín. og Wayne Clarke gerði út um vonir West Ham með öðru marki City á 77. mín. Clarke hafði komið inná sem varamaður, en áður en hann skoraði fengu Stuart Slater og Mike Small færi á að jafna fyr- ir West Ham, en mistókst. Ludek Miklosko hafði í nógu að snúast í marki West Ham í leiknum. ■ Notts County sigraði Norwich 1:0 á útivelli í slökum leik og hvassviðri. Rob Matthews skoraði eina mark leiksins fyrir County í síðari hálfleik með skoti frá víta- teig sem fór í varnarmann Norwich og yfir Mark Walton í marki Norwich. Sigurinn dugir þó tæpast til að halda County í 1. deild og Norwich má fara að vara sig. ■ Markalaust jafntefli varð í leik Crystal Palace og Oldham, en hvorugt liðið hefur fyrir neinu að berjast. ■ Sheffield Wed. nálgast efstu liðin stöðugt og gæti með heppni náð öðru sætinu. David Hirst skoraði sigurmark liðsins á úti- Gary Lineker skoraði tvö mörk í sigrí Tottenham á Wimbledon. velli gegn Southampton. ■ Coventry er nú komið í bull- andi fallhættu og liðið varð að þola tap heima gegn liði Everton sem ekkert tekur á þessa dagana. Coventry lék þó betur og skalla Paul Furlong var bjargað á línu auk þess sem Neville Southall varði mjög vel frá Shaun Flynn. Dómarinn sleppti einnig augljósri vítaspyrnu á Everton er Kevin Gallacher slapp í gegnum vörn liðsins og var felldur af Southall. Everton tryggði sér síðan sigur í leiknum er 10 mín. voru eftir, skot Peter Beagrie lenti í varn- armanni og hafnaði í marki Coventry. ■ Bobby Davison náði forystu fyrir Sheffield Utd. í fyrri hállleik gegn Arsenal, en það dugði ekki til sigurs því Kevin Campbell jafnaði fyrir Arsenal á 58. mín og þar við sat. ■ Lawrie Sanchez kom Wimble- don yfir strax á 1. mín. gegn Tottenham og enn einn ósigurinn á heimavelli virtist blasa við Tott- enham. En tvö mörk frá Gary Lineker og eitt frá John Hendry komu Tottenham í 3:1 áður en Robbie Earle náði að minnka muninn í 3:2 undir lokin og þann- ig lauk leiknum. ■ Nottingham For. sigraði Aston Villa með marki í hvorum hálf- leik, Scott Gemmill í þeim fyrri og Teddy Sheringham í þeim síð- ari sáu um að skora. ■ Mörk frá Steve Clarke og Dennis Wise sitt hvoru megin við leikhlé dugðu Chelsea til sigurs gegn Q.P.R., en þó náði Bradley Allen að minnka muninn fyrir Q.P.R. undir lok leiksins. Þ.L.A.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.