Dagur - 22.04.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 22. apríl 1992
Enska KNATTSPYRNAN
Þorleifur Ananíasson
Nott.For. brá fæti fyrir Man. Utd.
- „Toddi“ og félagar til ama á Old Trafford - Leeds Utd. sigraði Coventry
Ekki fór það svo að úrslit réð-
ust í baráttunni um meistaratit-
ilinn á Englandi um páskana
eins og margir héldu. Þvert á
móti þá er staðan nú enn
flóknari en áður og Sheffield
Wed. hefur öllum að óvörum
blandað sér í baráttuna þó
möguleikar liðsins séu ekki
miklir. Þrátt fyrir að Leeds
Utd. tækist með harðfylgi að
ná efsta sætinu, eru þó mögu-
leikar Man. Utd. á titlinum
bestir og liðið hefur það í eigin
hendi að sigra deildina. En þá
eru það leikirnir á öðrum degi
páska.
■ Nottingham For. náði fram
hefndum á Man. Utd. er liðin
mættust á Old Trafford. Utd.
hafði fyrir viku sigrað Forest í
úrslitum Deildabikarsins og
þannig komið í veg fyrir að For-
est kæmist í Evrópukeppni næsta
✓
Urslit
Úrslit í vikunni fyrir páska.
1. deild
Luton-Nottingham For. 2:1
Man. Utd.-Southainpton 1:0
Sheflield Utd.-Tottenham 2:0
West Ham-Southampton 0:1
2. deild
Blackbum-Wolves 1:2
Leicester-Tranmere 1:0
Middlesbrough-Oxford 2:1
Middlesbrough-Barnsley 0:1
Sunderland-Plymouth 0:1
Sunderland-Ipswich 3:0
Laugardagur fyrir páska.
1. deild
Chelsea-Q.P.R. 2:1
Coventry-Everton 0:1
Crystal Palace-Oldham 0:0
Liverpool-Leeds Utd. 0:0
Luton-Manchester Utd. 1:1
Manchester City-West Ham 2:0
Norwich-Notts County 0:1
Nottingham For.-Aston Villa 2:0
Sheffield Utd.-Arsenal 1:1
Southampton-Sheffield Wed. 0:1
Tottenham-Wimbledon 3:2
2. deild
Southend-Port Vale 0:0
Brighton-Derby 1:2
Cambridge-Portsmouth 2:2
Barnsley-Tranmere 1:1
Blackburn-Leicester 0:1
Bristol City-Ipswich 2:1
Charlton-Watford 1:1
Grimsby-Sunderland 2:0
Middlesbrough-Plymouth 2:1
Newcastle-Millwall 0:1
Oxford-Bristol Rovers 2:2
Swindon-Wolves 1:0
Annar í páskum.
1. deild
Arsenal-Liverpool 4:0
Aston Villa-Chelsea 3:1
Everton-Manchester City 1:2
Leeds Utd.-Coventry 2:0
Man. Utd.-Nottingham For. 1:2
Notts County-SheHield Utd. 1:3
Oldham-Tottenham 1:0
Q.P.R.-Luton 2:1
Sheffield Wed.-Norwich 2:0
West Ham-Crystal Palace 0:2
Wimbledon-Southampton 0:1
2. deild
Bristol Rovers-Brighton 4:1
Derby-Newcastle 4:1
Plymouth-Oxford 3:1
Portsmouth-Bristol City 1:0
Sunderland-Middlesbrough 1:0
Tranmere-Blackbum 2:2
Watford-Swindon 0:0
Wolves-Southend 3:1
ár, en sigur Forest nú kemur sér
mjög illa fyrir Utd. á lokasprett-
inum í 1. deild. Svo virðist sem
álagið sé að verða of mikið fyrir
Utd., en liðinu hefur þó oft geng-
ið illa gegn Forest og hefur tapað
báðum deildaleikjum sínum gegn
þeim í vetur. Heimamenn náðu
aldrei tökum á leiknum og furðu-
legt að Mark Hughes miðherji
Utd. var látinn byrja á bekknum,
en Nigel Clough lék sem mið-
vörður hjá Forest vegna meiðsla í
liðinu. En það var á miðjunni
sem leikurinn tapaðist hjá Utd.,
Bryan Robson og Paul Ince léku
ekki með vegna meiðsla og þeir
Scott Gemmill og Roy Keane hjá
Forest voru of erfiðir fyrir Neil
Webb og Mike Phelan. Ian Woan
náði forystu fyrir Forest í fyrri
hálfleik eftir sendingu Shering-
ham, en Peter Schmeichel mark-
vörður Utd. hefði átt að verja
skotið. Skömmu síðar jafnaði
Brian McClair með skalla fyrir
Utd. eftir sendingu frá Steve
Bruce, en 8 mín. fyrir leikslok
gerði Gemmill sigurmark Forest
eftir snögga aukaspyrnu þar sem
vörn Utd. var ekki með á nótun-
um. Heimamenn sóttu stíft í
lokin, en lið Forest barðist mjög
og ekki síst Þorvaldur Örlygsson
sem leikið hefur með um páskana,
náði að halda fengnum hlut. í
fyrra réð Forest því með sigri á
Liverpool hvar titillinn lenti og
nú er spurningin hvort þeir hafi
með þessum sigri ákvarðað Eng-
landsbikarnum næsta samastað.
■ Leeds Utd. hóf leik sinn
heima gegn Coventry eftir að
leiknum lauk á Old Trafford og
vissi því að með sigri kæmist liðið
að nýju í efsta sæti deildarinnar.
Og það tókst, mörk í síðari hálf-
leik frá Chris Fairchlough og
mark úr vítaspyrnu frá Gary
McAllister tryggðu liðinu 2:0 sig-
ur í spennandi hörkuleik. Leeds
Utd. hefur nú eins stigs forskot,
Gary McAllistair gulltryggði sigur Leeds Utd. gegn Coventry með marki úr vítaspyrnu.
en liðið á eftir leiki úti gegn
Sheffield Utd. og heima gegn
Norwich, en jafnvel sigur í þeim
báðum er ekki trygging fyrir titl-
inum. Man. Utd. á eftir útileiki
gegn West Ham og Liverpool og
leik heima gegn Tottenham.
■ Sheffield Wed. er nú farið að
narta í hælana á toppliðunum
Ian Woan skoraði fyrra mark Nott. For. gegn Man. Utd.
tveim, liðið á eftir að leika gegn
Crystal Palace úti og heima gegn
Liverpool, en möguleikar liðsins
felast aðeins í hruni hinna
tveggja. Roland Nilsson og John
Sheridan tryggðu liðinu öruggan
sigur á Norwich.
■ West Ham er nær örugglega
fallið í 2. deild eftir 2:0 tap heima
gegn Crystal Palace. Mark Bright
og Chris Coleman gerðu mörkin
fyrir Palace og ólíklegt að West
Ham verði mikil hindrun fyrir
Man. Utd. á miðvikudag.
■ Nú virðist hinn árlegi flótti
Luton úr fallhættunni ætla að
mistakast eftir 2:1 tap liðsins
gegn Q.P.R. Mark Pembridge
náði forystu fyrir Luton, en Les
Ferdinand sneri leiknum Q.P.R.
í hag með tveim mörkum í síðari
hálfleiknum.
■ Arsenal tók Liverpool í
kennslustund og burstaði þá 4:0.
Dave Hillier á 6. mín., Ian
Wright á 16. mín., Anders Limp-
ar með ótrúlegt mark rétt fyrir
hlé og síðan Wright með sitt ann-
að mark rétt eftir hlé sáu um að
skora.
■ Steve Staunton, Paul McGrath
og Garry Parker gerðu mörk Ast-
on Villa í 3:1 sigri á Chelsea þar
sem Frank Sinclair skoraði eina
mark Chelsea.
■ Niall Quinn gerði bæði mörk
Man. City gegn Everton, það
fyrra strax á 2. mín. Pat Nevin
náði að jafna leikinn í 1:1 fyrir
Everton, en það dugði þó
skammt.
■ Nick Henry gerði eina mark
leiksins fyrir Öldham gegn Tott-
enham í þýðingarlitlum leik.
■ Richard Hall skoraði sigur-
mark Southampton á 30. mín.
gegn Wimbledon.
■ Notts County steinlá heima
3:1 gegn hinu sterka liði Sheffield
Utd. og nú virðist fátt geta bjarg-
að County frá falli í 2. deild. Paul
Beesley, Glyn Hodges og Bobby
Davison gerðu mörk Sheff. Utd.,
en Kevin Bartlett svaraði fyrir
Notts County. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Leeds Utd. '40 20-16- 4 70:35 76
Manchester Utd. 39 20-15- 4 60:29 75
Sheffield Wednesday 40 21-10- 9 62:49 73
Arsenal 40 18-14- 8 75:44 68
Manchester City 40 18-10-12 54:46 64
Liverpool 39 15-14-10 44:39 59
Shcffield Utd. 40 16- 9-15 63:57 57
Nottingham For. 39 18- 9-12 58:53 57
Aston Villa 40 16- 9-15 46:42 57
Crystal Palace 40 14-14-12 52:59 56
Chelsea 40 13-13-14 48:57 52
Oldham 40 14- 9-1761:6151
Tottenham 40 15- 6-19 54:57 51
QPR 40 11-17-12 46:46 50
Everton 40 12-13-15 47:4649
Wimbledon 40 12-13-15 49:51 49
Southampton 40 13-10-1737:50 49
Nonvich 40 11-11-18 46:61 44
Covenlrj 40 10-11-19 35:43 41
Luton 40 9-12-20 35:69 39
Notts Counh 40 9-10-21 38:59 37
West Ham 39 7-10-22 33:58 32
2. deild
Ipswich 4313-10-10 66:48 79
Leicester 43 22- 8-13 59:50 74
Derby 44 21- 9-14 65:49 72
Middlesbrough 43 20-11-12 52:39 71
Cambridge 43 18-16- 9 58:41 70
Blackburn 43 19-10-14 63:49 67
Charlton 42 19-10-13 51:45 67
Swindon 43 17-14-12 67:53 65
Portsmouth 42 18-11-13 62:48 65
Wolves 44 18-10-16 60:50 64
Southend 44 17-10-17 62:60 61
Bristol Rovers 44 15-14-15 58:61 59
Watford 43 16-10-1745:46 58
Tranmere 43 13-18-12 53:53 57
Millwall 43 16- 9-18 60:68 57
Bamsley 43 15-10-18 34:54 55
Bristol City 45 13-15-16 52:64 54
Sunderland 42 14- 7-21 55:59 49
Grimsby 42 13-10-1946:5849
Plymouth 4413- 9-2241:6048
Oxford 44 12-10-22 63:71 46
Newcastle 44 11-13-20 63:83 46
Port Vale 43 10-14-19 39:53 44
Brighton 43 11-10-22 51:71 43