Dagur - 22.04.1992, Síða 11

Dagur - 22.04.1992, Síða 11
Miðvikudagur 22. apríl 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Leikkonan Daryl Hannah: Grænmetisæta af tilfmningaástæðiim Leikkonan glæsilega, Daryl Hannah, féll á sínum tíma fyrir kálfi! Trúi því hver sem vill og það sem meira er; upp frá því gerðist hún grænmetisæta og borðar síðan ekkert kjöt. Þetta gerðist þegar leikkonan var aðeins 11 ára. Hún var á ferðalagi í Wisconsin í Banda- ríkjunum með foreldrum sínum og þau höfðu stoppað á ham- borgarastað við hraðbrautina. Daryl vildi ekkert borða og sat því í bílnum á meðan og virti fyr- ir sér umferðina. Fljótlega tók hún eftir flutningabíl sem líka var við hamborgarastaðinn og farm- urinn vakti athyglina því þarna var heill hópur af ungálfum. Sú stutta tók sig til og fór að skoða kálfana og féll þá alveg fyrir ein- um þeirra. Flutningabílstjórinn kom fljótlega og þá spurði hún hann hvað kálfurinn héti. „Það veit ég ekki,“ svaraði hann hranalega. „Þeim verður öllum slátrað á morgun." „Og upp frá því hét ég að borða ekki kjöt,“ segir leikkon- an. „Ég gerðist því grænmetisæta hreinlega af tilfinningalegum ástæðum þó mér hafi ekki fundist grænmeti gott þá. En þetta hélt.“ Vel heppnað þorrablót ís- lendingafélagsins í Hamborg „Þann 20. febrúar sl. blés íslend- ingafélagið í Hamborg til árlegs þorrablóts síns. Á annað hundrað manns sóttu skemmtunina sem tókst í alla staði mjög vel. Lykillinn að vel heppnuðu kvöldi var óneitanlega frábær frammistaða Ingimars Eydal og hljómsveitar hans, sem með dyggilegri aðstoð Flugleiða hf. var ferjuð á meginlandið. Það var til marks um fórnfýsi hljóm- sveitarmeðlima, að trommu- leikarinn, Þorleifur Jóhannsson, kom gagngert til að leika á blót- inu og stóð dvöl hans í Hamborg í Vi sólarhring. Ferðin til og frá Hamborg með tilheyrandi veður- teppum tók hins vegar alls um 4 sólarhringa. Undirbúningur fyrir næsta þorrablót er þegar hafinn og ber þar hæst tilraunir stjórnarmanna að mega óáreittir bera fram rófur, en talið er að friðun þeirra geti orðið næsta baráttumál Grænfriðunga, nú þegar hval- rengi heyra sögunni til á þorra- trogum Islendinga heima og að heiman." Með bestu kveðjum, f.h. stjórnar Félags íslendinga í Hamborg, Birgitta Guðmundsdóttir. Fró þorrablótinu í Hamborg. Ingimar Eydal skilaði sínu með prýði að vanda en „dincrtónlist“, fjöldasöngur og danstónlistin voru í öruggum höndum hans og félaga hans. Til vinstri á myndinni er veislustjórinn, Davíð Jóhanns- son. Tannsjúkdómasambandið: Biðst velvirðingar á óná- kvæmu og villandi orðalagi - í fréttatilkynningu um skaðsemi amalgamtannfyllinga Vegna fréttatilkynningar frá Tannsjúkdómasambandinu 29. mars sl., sem Dagur birti úrdrátt úr og vitnaði í þann 9. apríl sl., vill Tannsjúkdóma- sambandið taka fram eftirfar- andi: „Ónákvæmt og villandi orða- lag í fréttatilkynningunni á tveimur stöðum gaf greinilega tilefni til túlkunar, sem beðist er velvirðingar á. í fyrsta lagi var sagt í fréttatil- kynningunni „að byrjað væri að banna amalgam í Þýskalandi,“ en ekki nánar greint frá í hverju bannið var fólgið, þ.e. að ein teg- und amalgams - svokallað Gamma 2 amalgam - var bönnuð vegna mikils kvikasilfursleka. Þetta mátti eðlilega túlka sem algjört bann, eins og það birtist í fréttatilkynningunni og biðst Tannsjúkdómasambandið afsök- unar á þessum mistökum. í öðru lagi var sagt í fréttatil- kynningunni „að sjúkdómarnir heila- og mænusigg (MS), Alz- heimer og Flogaveiki auk nokk- urra fleiri væru margoft nefndir í sambandi við kvikasilfurseitrun". Þetta er rétt. Framhaldið, „fjöldi fólks með þessa sjúkdóma hefur fengið umtalsverðan bata eftir úthreinsun amalgams...", gaf hins vegar til kynna annað en ætlunin var. Þessir sjúkdómar eru mjög alvarlegir og hið rétta er „að margir með þessa sjúkdóma hafa orðið varir við bata eftir úthreins- un amalgams úr tönnum, sérstak- lega fólk með heila- og mænusigg (MS). Það er þó einungis í vægari tilfellum, sem fólk með heila- og mænusigg hefur von um að fá varanlegan bata.“ Tannsjúkdómasambandið biðst innilega afsökunar á þessum mistökum og biður Dag um að koma þessu á framfæri til lesenda blaðsins.“ Fyrir hönd Tannsjúkdómasambandsins, Jón Börkur Ákason. BÓKHALDSÞjÓNUSTA TOK BÓKHALDSKERFI Bókhald fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skattframtöl — VSK uppgjör. Ritvinnsla — vélritun. BIRGIR MARINÓSSON Norðurgötu 42 • Akureyri • Sími 96-21774. Aðalsafnaðar- fundur Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju nk. sunnudag 26. apríl að lokinni guðsþjónustu í Akureyrarkirkju sem hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. Gúmmískór Ný sending af gúmmískóm komin 5% staðgreiðsluafsláttur jJU EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 Orlofshús Frá og með mánud. 4. maí hefst útleiga á neðan- skráðum orlofshúsum á vegum Sjómannafélags Eyjafjarðar. Húsin eru leigð viku í senn og ber að greiða viku- leiguna við pöntun á húsunum. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið sumarhús leigð hjá félaginu sl. þrjú ár hafa forgangsrétt til kl. 12 á hádegi 11. maí nk. Staöir sem í boði eru, eru á eftirtöldum stööum: lllugastöðum, Laugarvatni, Skipalæk við Egilsstaði, Gerði í Suðursveit og tvær íbúðir í Reykjavík. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Skipagötu 14, sími 25088. Skemmtiklúbburinn Líf og fjör Dansskemmtun verður í Alþýðuhúsinu, Fiðlaranum, 4. hæð, Skipagötu 14, miðvikudaginn 22. apríl, síð- asta vetrardag kl. 22.00-03.00. Húsið opnað kl. 21.30. Hljómsveit Bigga Mar leikur fyrir dansinum. Kveðjum veturinn saman og fögnum sumrinu. Mætum öll og mætum snemma! Stjórnin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.