Dagur


Dagur - 19.05.1992, Qupperneq 9

Dagur - 19.05.1992, Qupperneq 9
Þriðjudagur 19. maí 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Ólýsanleg spenna í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar: „Þýskir meistarar verða krýndir í Leverkusen" Það var ólýsanleg spenna í síð- ustu umferð þýsku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu sem lauk á laugardaginn. Um allt land sátu knattspyrnuunnendur límdir við skjáinn ef þeir voru ekki á vellinum og þeim tíma var ekki illa varið. Allt var opið upp á gátt á báðum end- um deildarinnar, á toppnum börðust þrjú lið hatrammri baráttu um meistaratitilinn og botnbaráttan var jafn æsileg, Fortuna Dússeldorf fallið en fimm lið gátu lent í þremur næstu sætum fyrir ofan sem þýddu fall í 2. deild. Tvö af þessum liðum voru að spila við lið í toppbaráttunni, Borussia Dortmund var að spila við Duisburg og þurfti að vinna til að eiga möguleika á titlinum og Frankfurt þurfti að fara til Rostock og vinna þar. Flestir tilkallaðir sérfræðingar í þýskri knattspyrnu voru búnir að spá Frankfurt meistaratitlinum. Nokkrir spáðu því að Dortmund færi alla leið en aðeins einn, Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund, spáði því sl. haust að Stuttgart yrði meistari. Meira að segja Christoph Daum, þjálfari Stuttgart, lét sér nægja í haust að segja að Stuttgart stefndi að Evrópusæti. Og Daum hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast á laugar- daginn enda er ljóst að nafn hans fær veglegan sess í sögu þýskrar knattspyrnu þar sem Stuttgart, undir hans stjórn, er fyrsti þýski meistarinn eftir að Þýskaland sameinaðist á nýjan leik. Menn fara ekki í grafgötur með að hann eigi stóran hluta í þessum frá- bæra árangri enda er hann þessa dagana kallaður Christoph I., konungur Schwabalands (svæð- inu í kringum Stuttgart). Þessi litríki þjálfari hefur geysilegt sjálfstraust þannig að oft jaðrar við að hann sé óforskammaður. Síðustu vikur hefur hann hvað eftir annað lýst því yfir að Stutt- gart yrði meistari og fyrir skömmu átti hann tal við yfir- mann sjónvarpsstöðvar sem sýnir alltaf stórleik deildarinnar í hverri umferð. Sá sagði Daum að stöðin myndi sjónvarpa leiknum frá Rostock og Daum svaraði: „Ég óska þér alls hins besta en þú verður á röngum velli því þýskir meistarar verða krýndir í Lever- kusen.“ Þess má geta að Daum fær nokkuð fyrir sinn snúð því tíma- bilið færði honum um eina milljón marka (u.þ.b. 35 milljónir kr.) í tekjur. Leikmenn liðsins fengu 55 þúsund mörk (tæpar 2 milljón- ir kr.) hver í bónus fyrir sigurinn í deildinni. Áhorfendur stöðvuðu leikinn Leikur Bayer Leverkusen og Stuttgart byrjaði ekki alltof vel fyrir Stuttgart. Liðið fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var 0:1 undir í hléi. Á sama tíma hafði Borussia Dortmund 1:0 yfir í Duisburg en markalaust var í Rostock. Borussia Dortmund hafði því meistaratitilinn innan seilingar eins og staðan var þá og alveg þar til 16 mínútur voru til leiksloka í leikjunum þremur. Á 74. mínútu fékk Stuttgart víta- spyrnu, Fritz Walter skoraði úr henni sitt 22. mark á tímabilinu og tryggði sér markakóngstitilinn þetta árið. 12 mínútum fyrir leikslok var Matthias Sammer rekinn af leikvelli fyrir að klappa fyrir dómaranum sem sýndi hon- um gult spjald og þá héldu flestir að Stuttgart myndi ekki ná að skora markið mikilvæga sem vantaði en staðan í Rostock var þá 1:1. í þessari stöðu gerði Christoph Daum breytingar sem vöktu furðu margra en sýndu og sönn- uðu enn einu sinni að hann veit hvað hann syngur. Hann skipti Fritz Walter og Maurizio Gaudino út af fyrir Eyjólf Sverrisson og Manfred Kastl, menn sem berjast báðir fyrir hverjum einasta bolta og stóðu fyrir sínu þótt skammt væri til leiksloka. Eyjólfur átti þátt í sigurmarkinu, vann bolt- ann við vítateig Stuttgart og hóf sókn sem endaði með horn- spyrnu. Boltinn barst inn í teig- inn þar sem Eyjólfur skallaði út til annars leikmanns sem sendi fyrir á kollinn á Buchwald og þaðan í netið. Þremur mínútum fyrir leikslok birtust upplýsingar á markatöflunni um að Rostock hefði skoraði annað mark og þar með lauk leik Leverkusen og Stuttgart. Tugum þúsunda áhangenda Stuttgart varð ljóst að meistaratitillinn var í höfn og öryggisgirðingar og öryggisverðir máttu sín lítils þegar fólkið rudd- ist inn á leikvanginn í trylltum stríðsdansi. Dómarinn sá sitt óvænna og flautaði af enda fagn- aðarlætin engu lík. Þakkir til Rostock Það er augljóst að Hansa Rostock átti stóran þátt í að Stuttgart stóð uppi sem sigurvegari á laugardag- inn. Þjálfari liðsins heitir Erich Rutemöller og tók einmitt við sem þjálfari Kölnarliðsins eftir að Christoph Daum var látinn taka pokann sinn árið 1990. Þeir tveir munu þó vera góðir kunningjar og sagan segir að Daum hafi sent Rutemöller fyrrverandi aðstoðar- þjálfara sinn og annan vin sinn til viðbótar til að aðstoða við undir- búning Rostock fyrir viðureign- ina við Frankfurt. Og fyrir viku sendi Dieter Höness, fram- kvæmdastjóri Stuttgart einn bíl- farm af bjór til Werder Bremen eftir að liðið hafði hirt stig af Frankfurt. Þakklæti leikmanna Stuttgart leynir sér ekki. Manfred Kastl opnaði fyrir skömmu lítið hótel og í þakklætisskyni við leikmenn, Rostock hefur hann boðið þeim að búa frítt á hótelinu næst þegar þeir koma til Stuttgart að spila við Stuttgarter Kickers, litla bróður sem mátti sætta sig við fall í 2. deild um helgina, eins og Rostock, bjargvættur stóra bróðurs. Einar Stefánsson, Þýskalandi Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar KA fór fram í KA-heimilinu á laugardag. Þar voru veittar ýmsar viðurkenn- ingar í öllum aldursflokkum og hér tekur Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður meistaraflokks, við viðurkenningu úr hendi Sigurðar Sigurðssonar, formanns handknattleiksdeildar, en Alfreð skoraði mest KA-manna í vetur ef víta- köst eru undanskilin. Nánar verður sagt frá hátíðinni og birtar myndir innan skamms. Mynd: Ooiii U-18 landsliðið í 7. sæti íslenska landsliðið í knatt- spyrnu, skipað 18 ára leik- mönnum og yngri, hafnaði í 7. sæti af 8 liðum á alþjóðlegu móti í Tékkóslóvakíu sem lauk um helgina. I tveimur síðustu leikjunum sigraði liðið Belga 3:2 en tapaði 0:2 fyrir Ungverj- um. Tveir KA-menn léku nú með U-18 landsliðinu í fyrsta sinn, þeir ívar Bjarklind og Sigþór Júlíusson. Sigþór var í byrjunar- liði í öllum leikjunum nema gegn Ungverjum, þar sem hann kom inná, og ívar var í byrjunarliði gegn Tékkum og Ungverjum en kom inná í hinum leikjunum. „Okkur gekk báðum vel og það var góð reynsla að spila með liðinu. Eg myndi segja að árang- urinn í mótinu væri í lagi, það er auðvitað leiðinlegt að vera í einu af neðstu sætunum en þetta var í fyrsta sinn sem við komum á gras og svo er liðið ekki í góðri sam- æfing'u enda flestir leikmennirnir að spila með því í fyrsta sinn,“ sagði ívar Bjarklind í samtali við Dag. Stjómarfundur í UMFÍ Fjórði stjórnarfundur UMFI var haldinn á Egilsstöðum 9.- 10. maí. Stærstu mál fundarins voru fósturbarnaverkefni UMFÍ og fyrsta Unglingalandsmót UMFI sem haldið verður í Eyjafirði 10,- 12. júlí í sumar. Ljóst er að þang- að koma keppendur frá öllum sambandsaðilum UMFÍ og mótið verður eitt stærsta íþróttamót sem haldið hefur verið á íslandi. Keppt verður í átta íþróttagrein- um í aldursflokkum 17 ára og yngri auk þess sem ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Fósturbarnaverkefnið er þriggja ára verkefni sem hófst í fyrra með þátttöku um 200 ung- mennafélaga. Sérstök áhersla verður lögð á fósturbörnin 13. júní nk. en sem dæmi um fóstur- börn má nefna fjörur, fjölmörg íþróttasvæði félaganna og margs- konar gróðursetningu, uppgræðslu og hreinsun. Knattspyrna: Sigur og tap hjá KA og Tindastóll lagði Þór KA-menn töpuðu fyrir Grinda- vík en sigruðu Þrótt R. á fjög- urra liða móti í knattspyrnu í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrir norðan mættust Þór og Tindastóll á Þórsvellinum og sigraði Tindastóll 2:0. KA-menn töpuðu 1:2 fyrir Grindvíkingum á föstudags- kvöldið og skoraði Árni Her- mannsson mark KA. Daginn eft- ir sigraði KA Þrótt 4:1 og skoraði Árni 2 fyrir KA og Gunnar Már Másson og Ragnar Baldursson 1 hvor. „Þeir voru eins og hvítt og svart þessir leikir, alger ládeyða á móti Grindvíkingum en sá seinni mjög góður," sagði Gunnar Gíslason, þjálfari KA. „Það var aðalmálið að fá leiki á grasi og þessi ferð gerði okkur mjög gott. Maður var hræddur við meiðsli en við sluppum við allt slíkt.“ Þór og Tindastóll mættust á Þórsvellinum á sunnudaginn og sigraði Tindastóll 2:0 í miklum rokleik. Tindastóll lék undan vindinum í fyrri hálfleik og skor- aði Guðbjörn Tryggvason fyrra markið beint úr aukaspyrnu strax í upphafi leiks. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Halldór Áskelsson sjálfsmark með skalla og staðan var 2:0 í hléi. Þórsarar sóttu undan vindinum í seinni hálfleik og Hlynur Birgisson og Kristján Kristjánsson skoruðu hvor sitt markið en bæði voru dæmd af vegna rangstöðu. Sanuimgur milli KSÍ og Samskipa Knattspyrnusuniband Islands og samtök 1. deildarfélaga í knattspyrnu annars vegar og Samskip hf. hins vegar hafa gert með sér samstarfssamning vegna keppni í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu í sumar. 1. deildarkeppni íslandsmóts- ins mun nefnast Samskipadeild og Samskipum er heimilt að aug- lýsa keppnina í sínu nafni, svo og með merki KSÍ í máli og mynd- um og nýta hana í auglýsinga- skyni fyrir fyrirtækið á hvern þann hátt sem mætti gagnast því. Á móti greiða Samskip hf. veg- lega fjárupphæð til félaganna 10 sem skiptist milli þeirra eftir frammistöðu þeirra á mótinu. Auk þess kynna Samskip deild- ina með ýmsum hætti og verð- launa m.a. leikmann, þjálfara og dómara mánaðarins í samvinnu við DV. Leiðrétting í föstudagsblaðinu var frétt um Norðurlandsmótið í badminton og þar misritaðist nafn á þreföld- um Norðurlandsmeistara í fyrir- sögn. Þar stóð Kristín Ýr en átti að vera Kristrún Ýr eins og fram kom í fréttinni. Beðist er velvirð- ingar á þessu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.