Dagur - 19.05.1992, Side 11
Þriðjudagur 19. maí 1992 - DAGUR - 11
Dagur dýranna eða hundadagur
Dagur dýranna eða hundadagur I tekið hunda sína með sér í kirkju I dýrlingur dýra. Engu er þó líkara
gæti þessi mynd heitið, sem var í tilefni af alþjóðlegum dýra- en þessir þrír myndarlegu hundar
tekin í Kaupmannahöfn fyrir verndunardegi og hátíðisdegi hafi meiri áhuga fyrir hvor öðrum
skömmu. Hundaeigendur höfðu heilags Francis, sem er verndar- heldur prédikuninni.
4
Forsetasonur í þungum þönkum
John F. Kennedy, yngri, sonur
Johns F. Kenndeys, fyrrum
bandaríkjaforseta, sem myrtur
var í Dallas á sínum tíma og saga
þess atburðar rifjuð upp í kvik-
mynd Olivers Stones fyrir
skömmu virtist vera í þungum
þönkum þegar hann kom á tón-
leika rokkhljómsveitarinnar U2 í
New York. í fylgd með honum
var nýjasta vinkona hans - því
kappinn er kvensamur eins og
hann á kyn til - ljósmyndafyrir-
sætan Julie Baker. Ef myndin
prentast vel má sjá að hún minnir
nokkuð á móður Johns yngra,
Jacqlin Kennedy Onassis. Að
baki Johns má sjá andlit frænda
hans, William Kennedy Smith,
sem kærður var fyrir nauðgun á
síðastliðnum vetri en sýknaður
af ákærum í heimsfrægum réttar-
höidum vestra. Spurningin er
hvort návist þessa umdeilda
frænda veldur John F. Kennedy,
yngra, þeim áhyggjum sem hann
virðist bera eða hvort eitthvað
annað angrar hann.
Fyrir sumariÓ!
Svampdýnur í sumarbústaðinn,
hjóihýsið, tjaldvagninn.
Svefnsófar eftir máli, hornsófar.
Sauma yfir dýnur og púða.
Mikið úrval áklæða.
SVAMPUR OG BÓLSTRUN
Austursíðu 2 (Sjafnarhúsið), sími 96-25137.
^ --------------------------------------J
TÓNLEIKAR
Gamlir Fóstbræður og gamlir Geysismenn
efna til tónleika dagana 23. og 24. maí 1992.
í Tjarnarborg Ólafsfirði, laugardaginn 23. maí
kl. 20.30.
íAkureyrarkirkju sunnudaginn 24. maíkl. 16.00.
Á efnisskrá eru íslensk og erlend sönglög.
Kórarnir munu syngja hvor sína efnisskrá
og einnig sameiginlega.
Söngstjórar: Jón Þórarinsson og Árni Ingimundarson.
Undirleikari Jónas Ingimundarson.
Aðgöngumiðar seldir við innganginn.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð RARIK 92003
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í
lagningu 33 kV jarðstrengs frá aðveitustöð á
Sauðárkróki að Kýrholti í Viðvíkursveit.
Um er að ræða þrjá einleiðara.
Lengd strengs í útboði 14,2 km (3x14,2).
Verktími september-október.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins Ægisbraut 3, Blönduósi og Laugavegi 118,
105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 20. maí
1992 og kostar kr. 1.000,- hvert eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins Ægisbraut 3, Blönduósi fyrir kl. 14.00 mánu-
daginn 15. júní 1992 og verða þau þá opnuð í
viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi merkt RARIK 92003
Strenglögn Sauðárkrókur-Kýrholt.
Rafmagnsveitur ríkisins 15. maí 1992.
Kreditkort * Velkomin
bensínsölur