Dagur - 19.05.1992, Side 13

Dagur - 19.05.1992, Side 13
Þriðjudagur 19. maí 1992 - DAGUR - 13 168 kvartanir barust umboös- manni Alþingis á síðasta ári Á árinu 1991 bárust umboðs- manni Alþingis, 168 kvartanir frá einstaklingum og samtök- um og auk þess tók umboðs- maður upp 2 mál að eigin frumkvæði. í upphafi ársins var 57 málum ólokið og því fjallaði umboðsmaður á árinu um 227 mál. Á árinu var lokið afgreiðslu 144 mála. Þá hafa skrifstofu umboðsmanns borist fjölmargar fyrirspurnir, sem leyst hefur verið úr með leið- beiningum til aðila. Umboðsmaður Alþingis starf- ar samkvæmt lögum nr. 13/1987 og það er hlutverk hans að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagn- vart stjórnvöldum landsins. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að sjálfs sín frumkvæði. Þær kvart- anir, sem borist hafa til umboðs- manns hafa lotið að ýmsum þátt- um í stjórnsýslunni en af einstök- um málaflokkum hafa flest mál lotið að stjórnun fiskveiða eða 25 og í 15 tilvikum að skattamálum. I 11 tilvikum var fjallað um ákvörðun stjórnvalda er varða málefni landbúnaðarins. Af öðr- um málaflokkum má nefna málefni barna, málefni opinberra starfsmanna, starfshætti stjórn- sýslunnar, málefni fanga og ann- að er lýtur að fangelsum og með- ferð ákæruvalds. Af þeim málum, sem lokið var á síðasta ári, lauk 23 þeirra með því að umboðsmaður lét uppi álit sitt á því, hvort tiltekin athöfn stjórnvalds bryti í bága við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti. í 32 málum kom ekki til frekari afskipta umboðsmanns, þar sem aðilar höfðu ekki skotið málum til æðra stjórnvalds áður en kvörtun var borin fram en það er skilyrði eigi umboðsmaður að fjalla um málið. í 35 málum var fallið frá kvörtun eða kvörtun gaf ekki tilefni til frekari meðferðar að lokinni frumathugun og í sum- um tilvikum höfðu þeir, er kvört- un báru fram fengið leiðréttingu sinna mála eftir að umboðsmaður hafði beint fyrirspurn til hlutað- eigandi stjórnvalda um það efni, sem kvartað var yfir. Skrifstofa umboðsmanns Alþingis að Rauðarárstíg 27 í Reykjavík er opin virka daga milli kl. 9-15, sími 91-621450 og pósthólf 5222, 125 Reykjavík. Frá Áfengisvarnaráði: Áhrif lækkaðs lögaldurs tíl áfengiskaupa alvarleg „Ekki er örgrannt um að þær raddir hafi heyrst hérlendis að lækka beri lögaldur til áfengis- kaupa en hann er nú 20 ár. Fyrir jólin kom út bók hjá miðstöð upplýsinga um áfengis- og vímu- efnamál í Svíþjóð (CAN) þar sem gerð er grein fyrir rannsókn- um, er fram hafa farið allvíða um lönd, á áhrifum breytts lögaldurs til áfengiskaupa. Ýtarlegastar hafa þessar rannsóknir verið í Bandaríkjunum - enda hafa þeir bæði reynslu af hækkun lögaldurs oglækkun. í stórum dráttum eru niður- stöðurnar frá Bandaríkjunum sem hér segir: Upp úr 1970 var þeirri skoðun haldið á loft að lækkun lögaldurs hefði að líkindum lítil áhrif þar Símaskráin 1992 er komin út og geta símnotendur fengð hana á póst- og símstöðvum um allt land gegn framvísun sérstakra afhend- ingarseðla sem þeir fá senda í pósti. Símaskráin tekur gildi 23. maí nk. en þann dag verður m.a. um 200 númerum í Garðabæ breytt og verða þau eftirleiðis sex stafa. Hægt er að fá símaskrána innbundna með hörðum spjöld- um og kostar það 175 kr. Símaskráin er með svipuðu sniði og í fyrra en þó hefur letri í símanúmerunum sjálfum verið breytt og er það nú læsilegra en eða 18 og 19 ára unglingar drykkju hvort eð væri. Allmörg ríki (29) færðu aldursmörkin úr 21 ári - allt niður í 18 ár sums staðar. Afleiðingarnar komu fljótlega í ljós. Slysum á ungu fólki fjölg- aði uggvænlega, til að mynda um 54% milli ára í Michigan og meira en 100% í Massachusetts. Ekki einasta fjölgaði banaslys- um og öðrum alvarlegum slysum í umferðinni á fólki 18-20 ára heldur og á 16-17 ára unglingum. Það sýnir að drykkja færist enn neðar en að mörkum lögaldurs ef lækkuð eru. Þegar sýnt var að hundruð bandarískra ungmenna höfðu goldið fyrir lækkun lögaldurs til áfengiskaupa með lífi sínu, hófu áður. Upplag símaskrárinnar í ár er um 162.000 eintök. Síðufjöld- inn hefur aukist um 32 síður og nú er skráin 1008 síður. Forsfð- una prýðir mynd af Dyrhólaey. Með aðalskránni eru gefnar út sérstakar svæðaskrár á lands- byggðinni og verða þær til sölu á póst- og símstöðvum fyrir 160 kr. Sérstök götu- og númeraskrá fyr- ir höfuðborgarsvæðið er einnig komin út og er hún seld á 1.500 krónur. Ritstjóri símaskrárinnar er Ágúst Geirsson. Vinning laugarc (2)( ^-u-r 16. maí’92 | íio) (ÍÍXÍzJ (0 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5a(5 ,, 0 2.626.591.- 2.4-11 r 4 114.150,- 3. 4af5 163 4.832,- 4. 3af5 I 4.969 369,- • Heildarvinningsupphaað þessaviku: 5.704.368.- 2 M 1 ' upplýsingar:SImsvari91 -681511 lukkuUna991 002 ýmis ríki að þumlunga sig upp á við að nýju. Þá kom í Ijós að úr dró slysum á ungu fólki og áfeng- isneysla þess minnkaði. Nú ersvo komið að lögaldur til áfengis- kaupa er21 ár um gervöll Bancla- ríkin. Á íslandi er hann 20 ár. Einn vísindamannanna dregur niðurstöðurnar saman og segir: „Við eigum tveggja kosta völ: Annað hvort reynum við að vernda líf ungs fólks og limi eða við gefum því kost á að kaupa sér áfengi löglega. Spurningin er hversu mörg mannslíf það frelsi kostar að leyfa táningum áfeng- iskaup. Rannsóknir sýna, svo að ekki verður um villst, að lækkun lögaldurs til áfengiskaupa hefur í för með sér að æ fleiri unglingar láta lífið í umferðarslysum.““ Áfengisvarnaráð. Heimild: Effekter av ándrad inköpsálder pá alkoholkonsumption och skador - Sth. 1991. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Eyrarvegur 4, Akureyri, þingl. eig- andi Vébjörn Eggertsson, föstudag- inn 22. maí 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Hjallalundur 3 e, Akureyri, þingl. eigandi Ragnar Danielsson, föstu- daginn 22. maí 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Reynilundur 1, Akureyri, þingl. eig- andi Birna Jónasdóttir, föstudaginn 22. maí 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Sunnuhlíð 2, Akureyri, þingl. eig- andi Fjölnir Sigurjónsson, föstudag- inn 22. maí 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Tjarnarlundur 18 i, Akureyri, þingl. eigandi Ásdís Bragadóttir, föstu- daginn 22. maí 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Birgir Árnason hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Ný símaskrá komin út l'ÞRÓTTAMIÐSTÖÐ GLERÁRSKÓLA Sund- og leikjanámskeið Sundnámskeið í sundlaug Glerárskóla hefjast mánud. 1. júní. Einnig hefjast leikjanámskeið íþróttafél. Þórs á sama tíma. Skráning á námskeidin og allar upplýsingar verða veittar í síma 21539. Aðalfundur Ungmennafélags Möðruvallasóknar verður haldinn, fimmtudaginn 21. maí, kl. 20.30 í Freyjulundi. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. AKUREYRARB.ÆR Akureyrarbær - Öldrunarþjónusta Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa við Hjúkr- unarheimilið Hlíð á Akureyri. Bæði er um afleysingar og fastar stöður að ræða. Starf getur hafist nú þegar, eða eftir samkomu- lagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Hjúkrunarfélags Íslands/Félags háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri í síma 96- 27930 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfs- mannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Deildarstjóri dagvistardeildar Akureyrarbær auglýsir eftir deildarstjóra dag- vistardeiidar. Fjölþætt þekking og reynsla af uppeldismálum og stjórnun er áskilin. Upplýsingar um starfiö gefur starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar í Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Glerárskóli - Síðuskóli Laus eru til umsóknar hlutastörf við ræstingu, gangavörslu og fl. frá 15. ágúst nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Verkalýðsfé- lagsins Einingar og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Kennara vantar íbúðir til leigu Kennara, sem hafa verið ráðnir til starfa á Akur- eyri, vantar íbúðir til leigu, ýmist tveggja, þriggja eða fjögurra herbergja. Þeir sem hafa íbúðir til leigu eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skólaskrifstofu Akur- eyrar, Strandgötu 19 b, sími 27245. Skólafulltrúi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.