Dagur - 19.05.1992, Page 15
Þriðjudagur19. maí 1992DA'GUR - 15
Vordagar í Sunnuhlíð
„Við erum fyrst og fremst að
lífga upp á tilveruna með þess-
um „Vordögum“ og jafn-
framt að freista þess að koma
okkur og viðskiptavinunum
inn í sumarið. Verslunarmið-
stöðin Sunnuhlíð var opnuð
fyrir tíu árum. Fyrst framan af
gekk rekstur þeirra fyrirtækja
sem hér eru fremur rólega.
Viðskiptin hafa aukist ár frá
ári. í dag hefur Verslunarmið-
stöðin Sunnuhlíð unnið fastan
sess í viðskiptalífi Akureyrar
og viðskiptin blómstra,“ sagði
Sigríður Waage, kaupkona í
Ynju, er blaðamaður Dags leit
við á Vordögunum.
Anna Gunnarsdóttir opnar Minja-
gripahúsið á fyrstu dögum júnímán-
aðar.
ið hefur áhuga á að komast í
samband við aðila sem vilja
koma framleiðslu sinni á fram-
færi,“ sagði Anna Gunnarsdóttir.
Margt var um manninn í Sunnu-
hlíð sl. föstudag á Vordögunum.
Vordagarnir hófust sl. fimmtu-
dag og stóðu í þrjá daga. Boðið
var upp á skemmtiatriði auk þess
sem ýmsar vörur voru kynntar. A
fimmtudaginn kom Hornaflokk-
ur Tónmenntaskóla Akureyrar
fram. Stjórnandi var Roar Kvam.
Á föstudaginn sáu Bergþór Páls-
son og Jónas Þórir um vortónana
og á laugardaginn kynntu Ynja,
Vaggan og Fataverslunin Habró
sumarlínuna í dömu- og barna-
fatnaði á veglegri tískusýningu.
Fjöldi verslana eru í Sunnuhlíð
og vöruúrvalið mikið. Auk þessa
eru starfrækt fjöldi þjónustufyrir-
tækja í verslunarmiðstöðinni.
Boðið var upp á sérstök vortilboð
og ekki má gleyma grillveislunni
frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Akur-
eyringar og nærsveitamenn kann-
ast við nöfn þeirra fyrirtækja er
starfa í Sunnuhlíð. Ynja, Slétt og
fellt, Ljósmyndabúðin, Samson,
Tónabúðin, Rafland, Pálína,
Habró, Trygging, M.H. Lyngdal,
Möppudýrið, Brauðbúð Kristjáns,
Vaggan, Saumavélaþjónustan,
Blómabúðin Laufás, Búnaðar-
banki íslands og Kjörbúð KEA
eru fyrirtæki sem þjóna Akureyr-
ingum dyggilega.
Auk þessa kynntu fyrirtæki og
samstarfshópar kvenna fjöl-
breytta framleiðslu á göngum.
Pessir aðilar eru í samstarfi við
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar. Á
efri hæð Sunnuhlíðar var fram-
leiðsia frá Teru á Grenivík
kynnt, en leðurfatnaður og ýmsar
leðurvörur frá fyrirtækinu hafa
vakið eftirtekt fyrir gæði og vand-
aða hönnun.
Þann 5. júní verður opnuð sér-
verslun á horni Glerárgötu og
Strandgötu er ber nafnið Minja-
gripahúsið. Framkvæmdastjóri er
Anna Gunnarsdóttir. Anna hefur
unnið að gerð minjagripa úr leðri
sem hún kynnti á vordögum auk
þeirrar verslunar er hún opnar á
næstunni. „Minjagripahúsið er
ný verslun sem verður starfrækt í
sumar. Eingöngu verður seld
íslensk framleiðsla, minjagripir,
gjafavara, póstkort, skugga-
myndir og fleira. Minjagripahús-
Sigríður Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Teru á Grenivík. Leðurvörurnar
vöktu eftirtekt fyrir vandaða hönnun og gæði. Myndir: Golli
Lene Zachariassen og Guðrún H. Bjarnadóttir kynna handverk sitt.
„Handverkskonur milli heiða“ voru mættar á Yordagana í Sunnuhlíð.
Gerð skartgripa úr íslensku
hrosshári og silfri er nýmæli.
Lene Zachariassen frá Dæli í
Skíðadal er listakona, sem hefur
vakið eftirtekt vegna skartgripa
úr hrosshári. Nýverið fékk Lene
veglega fjárveitingu úr Menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla
vegna handverks síns. Skartgripir
Lene vöktu mesta eftirtekt undir-
ritaðs á Vordögunum í Sunnu-
hlíð sem og hördúkar, kerti og
skartgripir unnir af listakonunni
Guðrúnu H. Bjarnadóttur frá
Akureyri.
Handverkskonur milli heiða -
Fljótsheiðar og Vaðlaheiðar - er
samstarfshópur kvenna sem
stofnaður var sl. vetur í þeim til-
gangi að skapa atvinnu á heima-
slóðum. Konurnar voru mættar
með handverk sitt á Vordagana
og margmennt var hjá þeim er
blaðamaður renndi framhjá.
Handverkskonur milli heiða
munu starfrækja í sumar Goða-
fossmarkað á Fosshóli, en þar
verða til sölu minjagripir, gjafa-
vara og önnur handunnin vara,
sem konurnar hafa gert í vetur.
Margs er ógetið af því sem
boðið var upp á á Vordögum.
Nefna má draumableiuna frá
Dalvík og segulbandsspólur frá
Ólafsfirði. Á Ólafsfirði er starf-
rækt fyrirtækið íslensk tónbönd
sf. „Við framleiðum aðallega
óáteknar hljóðsnældur, en höfum
einnig möguleika til fjölföldunar
á efni. Framleiðslan líkar vel og
sem dæmi er Ríkisútvarpið stór
viðskiptavinur, sem segir nokkuð
um gæðin. Já, við erum ánægð
með móttökur og getum boðið
gott verð“, sagði Bjarkey Gunn-
arsdóttir, annar eigenda
íslenskra tónbanda sf.
Vordagar í Sunnuhlíð heppn-
uðust vel. Við kveðjum trúðinn
Skralla, sem skemmti börnunum,
og birtum nokkrar myndir úr
Sunnuhlíð. ój
Bylting á beituskurði
Til sölu frábær beituskuröarvél sem er afkastameiri
og nákvæmari en aörar gerðir beituskurðavéla hafa
veriö.
Klýfur fiskinn eftir endilöngu ef vill.
Staðgreiðsluverð kr. 395 þúsund án vsk.
Kera eða kassaþvottavél.
Vélin er með 2 þvottahólfum og er annað alltaf haft
í gangi á meðan hitt hólfið er tæmt.
Fjarstýrð lokun á hólfum úr lyftara.
Afkastageta 17 ker á klukkustund eða 102 fiski-
kassar.
Erum á Norðurlandi til 22. maí.
3 S Tækniþjónusta,
farsími 985-27285.
Geymið auglýsinguna.
Kennarar - Kennarar
Tvo kennara vantar að Grunnskólanum á Þórs-
höfn á komandi hausti.
Gott íbúðarhúsnæði er á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 96-
81164 eða 96-81153.
Frá Tónlistarskólanum
á Þórshöfn
Laus er staða tónlistarkennara við Tónlistarskól-
ann á Þórshöfn veturinn 1992-1993.
Starfsumsóknum er tilgreina m.a. menntun og fyrri
störf skal skila til formanns skólanefndar, Líneyjar
Sigurðardóttur, Hálsvegi 6, 680 Þórshöfn, fyrir 1.
júní nk.
Nánari upplýsingar í síma 96-81138.
Tónlistarskólanefnd.
TILKYNNING
Hlutafjárdeild Byggðastofnunar á hlutafé í eftirtöld-
um fyrirtækjum. Samkvæmt lögum skal stofnunin
bjóða til sölu hlutabréf sín eigi síðar en 4 árum eftir
kaup þeirra. Tekið skal fram að eigendur og starfs-
fólk viðkomandi fyrirtækis eiga forkaupsrétt að
þessu hlutafé.
Fyrirtæki Heildar- Hlutafé Byggða
hlutafé stofnunar
Hraðfrystihús Grundarfjarðar 142,0 53,5
Oddi hf., Patreksfirði 202,9 90,0
Fiskvinnslan hf., Bíldudal 99,5 48,9
Útgerðarfélag Bíldælinga 68,1 14,6
Fáfnir hf., Þingeyri 183,6 54,9
Hraðfrystihús Þórshafnar hf. 260,0 129,5
Tangi hf., Vopnafirði 276,6 115,6
Gunnarstindurhf., Stöðvarfirði 257,0 86,5
Búlandstindurhf., Djúpavogi 144,6 70,0
Árnes hf., Stokkseyri 260,0 58,4
Meitillinn hf., Þorlákshöfn 405,0 119,3
Alpan hf., Eyrarbakka 55,3 15,0
Samtals: 2.354,9 856,2
Komi fram óskir um kaup á ofangreindum bréfum munu
þau auglýst til sölu með tilboðsfresti.
Hlutabréf verða að sjálfsögóu ekki seld undir markaðs-
verði og stofnunin áskilur sér jafnframt rétti til að hafna öll-
um tilboðum.
Frekari upplýsingar gefur Guðmundur Malmquist forstjóri
Byggðastofnunar og Gunnar Hilmarsson deildarstjóri
hlutafjárdeildar.
Byggöastofnun
Rauðarárstíg 25 -105 Reykjavík Sími 91-605400.
Bréfsími 91-605499 - Græn lína 99-6600.