Dagur


Dagur - 28.05.1992, Qupperneq 1

Dagur - 28.05.1992, Qupperneq 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 28. maí 1992 100. tölublað Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig fjölbreytt úrval annarra stúdentagjafa. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Starf fálkaeftirlitsmanns í Mývatnssveit lagt af: Leiðin er greið fyrir eggja- og fálkaþjófa - vegalögregla ekki til staðar við komu og brottför ferjunnar á Seyðisfirði í aprfl, maí og júní í fyrra var Ingi Þór Ingvason fálkaeftir- litsmaður á Mývatnssveitar- svæðinu. í ár er enginn sem sinnir þessu starfí einvörð- ungu. I vor hafa borist fréttir af mjög grunsamlegu fólki á þvælingi á fálkaslóðum í Mývatnssveit, Vatnafang hf.: Ferskur sflungur tfl Hollands Vatnafang hf., félag silungs- veiðibænda, er um þessar mundir að hefja sendingar á ferskum silungi til Hollands. Reiknað er með töluverðri aukningu í útflutningi félagsins í sumar og á næstunni verður m.a. send prufusending til íslensks veitingahúss í Prag í Tékkóslóvakíu. Að sögn Bjarna Egilssonar, formanns Vatnafangs, er reiknað með að senda 2-400 kíló af fersk- um silungi, einu sinni til tvisvar í viku, til Hollands. Kaupandinn þar, er stórt vöruhús sem selur silunginn áfram vítt og breitt um Evrópu. „Menn eru rétt að hefja veiðar og útlit er fyrir að fleiri ætli að koma inn í dæmið núna en áður. Við erum því víða að leita hóf- anna í markaðsmálunum og von- umst til að auka söluna töluvert miðað við síðasta sumar,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þeir geri miklar gæðakröfur um sil- unginn og þurfi að kæla hann beint upp úr vatninu til að hann haldi ferskleikanum. Erlendis fer silungurinn síðan ísaður í frauð- plastkössum. SBG Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum. Síðast voru Frakkar á ferð. Ingi Pór Ingvason í Mývatnssveit seg- ist ekki hafa farið á fálka- slóðir í vor þar sem hann hafi ekki verið fenginn til eftirlits. Ingvi var á launum hjá Náttúru- verndarráði og Guðríður Þor- varðardóttir, líffræðingur og full- trúi hjá Náttúruverndarráði, seg- ir að vegna niðurskurðar í fjár- veitingum frá ríkinu hafi þurft að hætta eftirlitinu. „Landverðir hófu störf um síðustu helgi í Mývatnssveit og í Ásbyrgi og í verkahring þeirra er m.a. að líta eftir fálkahreiðrum. Þar sem fálkinn verpir í apríl og ungar eru skriðnir úr eggjum fyrir þó nokkru þá er mjög bagalegt að til eftirlits hafi ekki komið fyrr. Þetta er hið versta mál og niður- skurði er beitt víðar. I sumar verður engin fjallalögregla sem í fyrra og vegalögregla verður ekki til staðar á Seyðisfirði við komu og brottför ferjunnar,“ sagði Guðríður Þorvarðardóttir. Að framansögðu má sjá að leiðin er greið fyrir eggja- og fálkaþjófa að koma feng sínum til útlanda þar sem svimandi háar upphæðir fást fyrir íslandsfálka. ój Fjörulallar. Mynd: Golli Hafrannsóknastofnun gerir tillögur um hámarksafla fljótlega: Mrnium ekki þvælast fyrir möimrnn varðandi sumarveiðar á loðnu - segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur Hjálmar Vilhjálmsson, físki- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að um miðjan næsta mánuð leggi stofnunin fram tillögur sínar um hámarks- afla á næsta fískveiðiári. Þar með talið eru tillögur stofnun- arinnar um loðnuveiðar á næstu vertíð. Engin breyting hefur orðið á þeirri fyrirætlan fískifræðinga að leggja til við sjávarútvegsráðherra að gefa Rækjuverksmiðja á Árskógsströnd: Vaktavinna gengur vel - vaktavinna hefst hjá Fiskiðjunni á Sauðárkróki á mánudag Vaktavinna hófst í rækjuverk- smiðju Söltunarfélags Dalvík- ur hf. á Arskógsströnd sl. föstudag og samkvæmt samtöl- um við starfsfólk líkar því vel þessi nýja vinnutilhögun. Sigurður Guðmundsson, Þormóður rammi: Ætlunin að setja nvjan virnislubmiað í Surnrn SI Ætlunin er að setja nýjan vinnslubúnað um borð í Sunnu SI, fjölveiðiskip Þormóðs ramma, til þess að auka verð- mæti þeirrar rækju sem skipið veiðir. Búið er að teikna upp vinnslubúnaðinn og gerir Har- aldur Marteinsson, hjá Þor- móði ramma, ráð fyrir að smíði hans verði boðin út. Sunna er í sínum þriðja rækju- túr og hafa fyrstu tveir túrarnir gengið bærilega. Fyrsti túrinn gaf á bilinu 27-28 milljóna króna aflaverðmæti og annar túrinn ríf- lega 23 milljóna aflaverðmæti. Haraldur segir að menn skjóti á að hægt hafi verið að auka afla- verðmæti fyrri túrsins um allt að 15 milljónir króna ef um borð hefðu verið tæki til að sjóða rækj- una. Af þessum fyrstu tveim túrum Sunnu hafa um 90 tonn farið til vinnslu hjá rækjuvinnslu Þor- móðs ramma á Siglufirði. Afgangurinn hefur farið beint á markað erlendis. Auk þess fær rækjuvinnslan hráefni frá Pétri Jónssyni RE og Arneyju KE. Haraldur segir að undanfarnar tvær vikur hafi dregið nokkuð úr rækjuveiðinni. Hann segir að menn hafi gert sér vonir um að hægt yrði að hafa vaktavinnu í sumar og verði keypt Rússarækja ekki ólíklegt að það gangi se eftir. óþh starfsmaður í rækjuverksmiðj- unni, segir að almennt virðist vera ánægja með þetta nýja kerfi, gott sé að vera búinn að vinna svo snemma á daginn. Hann segir að fólk á fyrripartsvakt kvarti ekki yfir því að hefja vinnu kl. 04, enda hafi veðrið að undan- förnu ekki verið til að ergja það. Fyrri vaktin stendur til kl. 12 og seinni vaktin hefst kl. 14 og stendur til 21. Nóg hráefni er til vinnslu og segir Sigurður að þurft hafi að bæta við töluvert mörgum starfsmönnum. Stærstur hluti þeirra sé af Árskógsströnd. Vaktavinna hefst hjá Fiskiðj- unni á Sauðárkróki 1. júní nk. Erling Ólafsson, verkstjóri, segir að fyrri vaktin hefjist kl. 6 og standi til kl. 14 og síðari vaktin verði síðan til kl. 20. Hvíldartími á hvorri vakt verður um 35 mínútur. Á fyrri vaktinni verður nær eingöngu fastráðið starfsfólk, en sumarafleysingafólkið verður að stærstum hluta á seinni vaktinni. „Það er ekki komið á hreint hversu marga starfsmenn við þurfum til viðbótar, en mér sýnist það vera hátt í 40 manns,“ sagði Erling. Hann sagði að mikil eftir- spurn hafi verið eftir vinnu hjá Fiskiðjunni í sumar og ekki væri unnt að ráða alla þá sem sóttu um. Vaktavinnusamningur Fiskiðj- unnar og hlutaðeigandi verka- lýðsfélaga gildir frá 1. júní til 31. ágúst. Erling segist bjartsýnn á að nóg hráefni verði í vinnsluna. Þrátt fyrir að tveir togarar félags- ins séu nú í siglingu segir Erling að nóg hráefni sé til að vinna í frystihúsinu. óþh út byrjunarkvóta á loðnuveið- ar strax í sumar en Hjálmar vildi að öðru leyti ekki upplýsa í hverju tillögur stofnunarinn yrðu fólgnar. „Ég hef sagt það við menn að nánast engar líkur eru til að við hér á stofnuninni verðum að þvælast fyrir mönnum varðandi loðnuveiðar í sumar. Tillaga okk- ar verður f það minnsta ekki sú að menn bíði með að heimila veiðar þangað til eitthvað sést af loðnu,“ sagði Hjálmar. Sumar og haustveiðar á loðnu eru norðlensku verksmiðjunum mikilvægar enda stutt á miðin. Oftast hafa sumarveiðarnar verið heimilaðar í kringum mánaða- mótin júlí-ágúst en aftur er mis- jafnt hvenær verulegur skriður hefur komist á veiðarnar. Hjál- mar segir að á næstu vertíð muni veiðin byggjast upp á árgangnum 1990 og þess hluta árgangsins 1989 sem ekki hrygndi í fyrra. Mjög er misjafnt hversu mikið af fjögurra ára loðnu skilar sér í aflanum og eru þess dæmi að þessi fiskur hafi vegið yfir helm- ing í fjölda fiska og þá hefur heildaraflinn líka verið mjög mikill. Veiðin á síðustu vertfð var um 680 þúsund tonn, sem er undir meðallagi, en fiskifræðing- ar spá að aflinn verði í meðallagi næsta vetur. JÓH Tollgæslan og lögreglan á Akureyri: Lagði hald á 36 spírabrúsa Aðfaranótt sl. þriðjudags fann Tollgæslan á Akureyri í sam- vinnu við lögregluna og rann- sóknarlögregluna á Akureyri 36 hálfs líters brúsa af 95% spíra í húsi á Akureyri. Þetta mál kom upp í framhaldi af því að hald var lagt á nokkrar flöskur af vodka hjá mönnum sem höfðu keypt hann um borð í rússneskum rækjutogara, sem lá við bryggju á Akureyri. Þetta spíramál tengist á engan hátt rússneska rækjutogaranum, sam- kvæmt upplýsingum Tollgæsl- unnar á Akureyri. Spírinn mun hafa verið í eigu eins manns og við yfirheyrslu kom fram að spírinn hafði verið keyptur á höfuðborgarsvæðinu, eingöngu til einkanota. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.