Dagur


Dagur - 28.05.1992, Qupperneq 7

Dagur - 28.05.1992, Qupperneq 7
Fimmtudagur 28. maf 1992 - DAGUR - 7 H VAÐ ER AÐ GERAST? Skemmtistaðir Sjallmn Annað kvöld, föstudagskvöldið 29. maí, verða þeir Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason með útsendingu úr Sjallanum á Akur- eyri, en í fyrramálið verður þáttur þeirra sendur út frá Akureyri. Á Bylgjukvöldi í Sjallanum verður mikið um að vera. Hljómsveitin Loðin rotta ásamt Eyjólfi Kristjáns- syni leikur fyrir dansi. Þá verður baðfata- og undirfatasýning frá Sporthúsinu og Amaro og óvæntur gíaðningur í vökvaformi frá heild- verslun Júlíusar P. Á laugardagskvöldið leika Herra- menn frá Sauðárkróki fyrir dansi til kl. 03.00. Kjallarinn verður opinn alla helg- ina, en hann hefur fengið andlits- lyftingu og er kominn í sumar- búning. Karaoke er á sínum stað og geta Kjallaragestir valið úr um 1000 lögum. Tónlist Samkór Selfoss með tónleika í Miðgarði og á Siglufirði Samkór Selfoss heldur tónleika í Skagafirði og á Siglufirði um helg- ina. Fyrri tónleikarnir verða í Mið- garði í Varmahlíð annað kvöld, föstudaginn 29. maí, kl. 21 og á laugardag 30. maí kl. 15 syngur kór- inn ( Tónskóla Siglufjarðar. Á efn- isskránni er fjölbreytt kórtónlist, innlend og erlend. Samkór Selfoss hefur starfað í hartnær tuttugu ár. Á þessum starfs- tíma hefur hann sungið víða um land og auk þess farið þrisvar til útlanda, Kanada og Norðurlanda. Söngstjóri Samkórs Selfoss er Jón Kristinn Cortes og undirleikari Þór- laug Bjarnadóttir frá Selfossi. Þess má geta að kórinn býður eldri borg- urum í Skagafirði og á Siglufirði frí- an aðgang að tónleikunum. Kvikmyndir Ævintýriá Norðurslóðum í Borgarbíói Næstkomandi sunnudag kl. 15 verð- ur sýnd í Borgarbíói á Akureyri kvikmyndin Ævintýri á Norðurslóð- um, sem samanstendur af þrem ævintýrum sem gerast á ólíkum stöðum. Öll eiga þau það sameigin- legt að fjalla um börn sem takast á við ólíkar uppákomur. Þarna er um að ræða skemmtilega mynd fyrir alla fjölskylduna og er hún með íslensku tali. Fyrsti hluti myndarinnar er saga frá Grænlandi, sem byggir á þjóð- sögunni um „Móður Hafsins". I öðrum hluta er farið til Færeyja og sögð saga systkina frá Þórshöfn sem fara til annarrar eyju til að dvelja þar í sumarleyfinu hjá ömmu sinni. f þriða hlutanum er síðan staldrað við á íslandi og sögð saga Sigga, sem alinn er upp á „hestabúgarði“. Þar á hann sér góðan vin, sem er villtur foli og enginn ræður við nema hann. Þeir lenda saman í ótrúlegum ævin- týrum en auðvitað fer allt vel að lokum. Ævintýri á Norðurslóðum hefur hlotið viðurkenningu Eureka audio- visuel og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd hlýtur þá viður- kenningu. í aðalhlutverkum í íslenska hluta myndarinnar eru Guðmar Þór Pétursson, Sylvía Sig- urbjörnsdóttir, Bessi Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Edda Heiðrún Backman og Arnar Jónsson. Leikstjóri er Kristín Páls- dóttir. Borgarbíó Myndirnar Víghöfði og Switch verða sýndar kl. 21 í Borgarbíói í kvöld, fimmtudag, og um helgina. Klukkan 23 í kvöld verða sýndar myndirnar Upp á líf og dauða og Hetjur háloftanna og um helgina verður sýnd í B-sal kl. 23 myndin Billy Bathgate. Á barnasýningum á sunnudag verða sýndar myndirnar Ævintýri á Norðurslóðum og Leitin mikla. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar: Síðasta sýn- ing á Veron- íku í dag Kvikmyndaklúbbur Akureyrar stendur fyrir síðustu sýningu á Tvö- földu lífi Veroníku í Borgarbíói á Akureyri í dag, uppstigningardag, kl. 17. Myndin er gerð af Krzysztof Kieslowski og var valin besta mynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1991 og aðalleikona sem leikur í myndinni, Iréne Jacob, var einnig kjörin besta leikkona hátíðarinnar. Ymislegt Akureyri: Krabbameins- hlaupið verður nk. laugardag Hið árlega heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins verður haldið í þriðja sinn á Akureyri nk. laugar- dag, 30. maí, og hefst kl. 12 á hádegi við Dynheima og lýkur þar einnig. Frá kl. 11 leikur Lúðrasveit Akur- eyrar létt lög við Dynheima. Skrán- ing í hlaupið fer fram í Dynheimum á laugardag og er þátttökugjald 400 krónur og er bolur innifalinn í því verði. Krabbameinshlaupið er liður í íþróttadegi Akureyrarbæjar, sem haldinn verður með pompi og pragt nk. laugardag um allan bæ. Dagskrá íþróttadagsins verða gerð ítarleg skil í Degi nk. laugardag. Kabarett Léttismanna í Laugarborg Léttismenn á Akureyri halda sinn árlega kabarett í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit nk. laugardag, 30. maí, kl. 21. Fjöldi manns kemur við sögu, þar á meðal leggur hljómsveit- in Rokkbandið hönd á plóg. Tónlist Svalbarðsströnd: Mógil sf. sýnir sumarhús á laugardag og sunnudag Trésmiðjan Mógil sf. á Svalbarðs- strönd verður með sýningu á þrem- ur gerðum sumarhúsa, bæði fullfrá- gengnum og fokheldum, við verk- stæði Mógils á Svalbarðsströnd, skammt sunnan við Svalbarðseyri (um tíu mínútna akstur frá Akur- eyri) nk. laugardag og sunnudag kl. 13-17 báða dagana. Guðmundur Ármann, myndlistarmaður á Akur- eyri, verður með sýningu á málverk- um og grafíkmyndum í húsunum sýningardagana. Tónlistarskólinn á Akureyri: Skólaslit í dag Tónlistarskólanum á Akureyri verð- ur slitið í Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 28. maí, kí. 17. Að loknum skólaslitum afhenda kenn- arar nemendum sínum námsmat. Allir eru velkomnir á skólaslitin. Tónleikar á Hvairnnstanga Fimmtudaginn 14. maí efndi Tónlistarskóli Vestur-Húnvetn- inga til tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Þetta voru starfs- lokatónleikar skólans. Skóla- stjóri hans, Elín Sigurgeirsdóttir, stýrði tónleikunum af röggsemi og aðstoðaði nemendur með undirleik á píanó. Auk nemenda komu fram á tónleikunum kvennakór, sem Ingibjörg Páls- dóttir hafði æft, og verulegur flokkur nemenda Tónlistarskóla Eyjafjarðar, sem voru gestir á tónleikunum. Frammistaða nemenda Tón- listarskóla Vestur-Húnvetninga var ánægjuleg. Þeir sýndu á margan veg, hve gott starf er unnið við skólann og hve fjöl- breytt það er. Nemendur komu fram jafnt í samleik sem einleik og í öllum tilfellum var frammi- staða þeirra bæði skólanum og þeim sjálfum til sóma. Á tónleikunum í Félagsheimil- inu á Hvammstanga kom fram stór barnakór undir stjórn Ólafar Pálsdóttur. Kórinn er skipaður nemendum úr tónlistarskólanum, en hann starfar í mörgum deild- um í tengslum við grunnskóla sýslunnar. Kórinn var á ýmsan veg skemmtilegur áheyrnar, en leið greinilega fyrir það, að tæki- færi til samæfinga eru fá vegna þess, hve dreifðir kórfélagar eru. Fyrir einungis fáum árum hefðu tónleikar sem þeir, sem nú eru orðnir fastir, árlegir liðir víða á landinu á vegum tónlistarskóla, verið gersamlega óhugsandi. í skólunum gefst nemendum þeirra tækifæri til þroskandi samstarfs að iðkun tónlistar. Með því auka þessir nemendur ekki einungis Iífsfyllingu sína, heldur eru verk þeirra ómetanlegur menningar- auki í byggðum þeirra; samfé- lagsþáttur, sem væntanlega eng- inn vill nú vera án. Kvennakór Ingibjargar Páls- dóttur flutti nokkur lög á tón- leikunum. Flest voru útsett af Steingrími Sigfússyni, tónskáldi, eða eftir hann. Það var mjög ánægjulegt að eiga þess kost að heyra verk þessa lítt þekkta tónskálds, sem barðist til þekkingar á tónlist í sjálfsnámi og af óbilandi og brennandi áhuga. Kvennakórinn flutti einungis lítil sönglög eftir Steingrím, en hann skrifaði einnig verk stærri í sniðum, svo sem orgelverk, en hann var org- anisti við kirkjur allvíða á land- inu. Því miður hafa verk Stein- gríms lítið heyrst. Hann er einn hinna hálfgleymdu tónlistar- manna íslenskra, sem gjarnan mætti kynna þjóðinni. Kvennakórinn söng af smekk- vísi. Söngur hans var hreinn og ákveðinn, en þess gætti, að hann var ekki svo samsunginn, sem hefði mátt vera. Hins vegar er ljóst, að geta kórsins er veruleg og að hann gæti náð skemmtileg- um árangri ef hann starfaði áfram. Vonandi gerir hann það. Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar stóðu sig vel og settu skemmtilegan svip á tónleikana á Hvammstanga og voru ánægju- legir gestir. Þeir fluttu ýmis sönglög, enda flestir söngnemend- ur, en auk þess nokkur harmoniku- lög. Kennarar þeirra, Þuríður Baldursdóttir, og Guðjón Pálsson, píanóleikari, voru þeim til halds og trausts. Tónleikarnir á Hvammstanga stóðu í um þrjár klukkustundir með nokkru hléi. Efni þeirra var fjölbreytt, en það spannaði sviðið frá dægurlögum til klassískrar tónlistar. Þannig mega tónleikar af þessu tagi gjarnan vera. Á þeim eiga allir að geta notið ein- hvers að sínum smekk og í leið- inni kynnst ýmsu, sem þeir ef til vill leggja ekki eyru við í annan tíma. Haukur Ágústsson. Flugleiðir: Ferðamálaskóli hefst í haust Flugleiðir munu hleypa af stokkunum ferðamálaskóla í október á þessu ári. Þetta er fyrsti skólinn á íslandi sem fær formlegt leyfi Alþjóðasam- bands flugfélaga til að kenna samkvæmt IATA-UFTA staðli með gögnum frá IATA. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða er stofnun skólans liður í undirbúningi Flugleiða til að mæta aukinni samkeppni í flugi og ferðaþjónustu innan Evrópu. Með stofnun hans gefst fólki tækifæri til að stunda hagnýtt nám í ferðaþjónustu og öðlast frekari möguleika til starfa í grein- inni bæði hér heima og erlend- is. í dag eru 57 skólar starfandi í heiminum sem undirbúa fólk undir þessi próf og af þeim voru 14 stofnaðir á síðasta ári. Námið í ferðaskóla Flugleiða verður rúmar 400 klukkustundir. Það hefst í október og verða nemendur útskrifaðir í mars. í náminu felst m.a. fargjalda- útreikningur, farseðlaútgáfa, notkun farþegabókunarkerfis og upplýsingakerfisins Amadeus, uþplýsingar um flutningsaðila, erlend og innlend ferðalanda- fræði, sölutækni og markaðsmál, þjónustumál og þekking á ferða- þjónustu á íslandi. Leiðbeinendur í skólanum hafa áralanga starfsreynslu í ferðaþjónustu en forstöðumaður skólans verður Una Eyþórsdótt- ir. JÓH AÐQANQUR ÓKEYPIS • AÐQANQUR ÓKEYPIS • AÐQANQUR ÓKEY AÐQANQUR ÓKEYPIS • AÐQANQUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.