Dagur - 28.05.1992, Síða 13
Fimmtudagur 28. maí 1992 - DAGUR - 13
Tónlist
Fyrsta píanóhátíðin:
Tónleikar píanónemenda
Dagana 24. og 25. maí voru
haldnir skemmtilegir og áhuga-
verðir tónleikar í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju. Þeir voru hluti
dagskrár fyrstu píanóhátíðarinn-
ar á íslandi, sem haldin var á
Akureyri. Þetta voru tónleikar
píanónemenda úr ýmsum tónlist-
arskólum í landinu.
Öll verkin, sem leikin voru,
voru að sjálfsögðu íslensk og flest
eftir núlifandi höfunda. Á tón-
leikunum gafst því kærkomið
tækifæri til þess að heyra vítt
svið íslenskrar tónsköpunar fyrir
píanó; jafnt verk, sem samin
voru beinlínis fyrir nemendur í
píanóleik, sem verk almennara
eðlis.
Fjölbreytnin í þessum verkum
er afar mikil, þó að ekki sé ýkja
langt síðan nokkuð var farið að
semja að marki fyrir píanó sem
einleikshljóðfæri hér á landi.
Þarna gat að heyra hin aðskiljan-
legustu dæmi um stefnur í tón-
smíðum síðari ára. Flest verk-
anna voru reyndar í nútímaleg-
um anda, enda ekki við öðru að
búast svo ung sem þessi grein er
hér. F>ó var verulegur munur í
þessu tilliti og víða komu fram
melódískar línur og hljómagang-
ur, sem var í hefðbundnari kant-
inum.
Ekki síst vakti athygli, hve
mörg íslensk tónskáld hafa lagt
Bikarkeppni
Norðurlands í bridds,
sveitakeppni:
Úrslitaleikurinn
á Siglufirði
á sunnudag
Úrslitaleikur í Bikarkeppni
Norðurlands, sveitakeppni,
verður spilaður í fundarsal
Verkalýðsfélagsins Vöku, Suð-
urgötu 10 Siglufirði, sunnudag-
inn 31. maí og hefst kl. 10.00.
Alls hófu 24 sveitir, víðs vegar
af Norðurlandi, keppni í haust en
aldrei hafa svo margar sveitir tek-
ið þátt í Bikarkeppninni og nú.
Til úrslita spila sveit íslands-
banka Siglufirði og sveit Ásgríms
Sigurbjörnssonar Siglufirði. Alls
verða spiluð 64 spil í fjórum
lotum.
Sveit íslandsbanka er núver-
andi bikarmeistari en báðar sveit-
irnar sem spila til úrslita hafa ver-
ið í fremstu röð mörg undanfarin
ár. F>að má því búast við
skemmtilegri viðureign á sunnu-
daginn, á milli þessara tveggja
siglfirsku sveita.
Öllu spilafólki er heimilt að
koma og fylgjast með spila-
mennskunni og er aðgangur
ókeypis. -KK
Leiðrétting
í Degi þann 20. maí sl. birtist
athugasemd frá Jónasi Péturssyni
um vísu sem eignuð hafði verið
Stefáni Ólafssyni en Jónas rök-
styður að Páll Ólafsson hafi ort.
í athugasemd Jónasar misrit-
aðist eitt orð. Þar átti að standa:
„Vísan ber glögg einkenni lát-
lausrar orðhegurðar, sem dylst
ekki í vísum Páls.“
Hið ágæta en sjaldséða orð
„hegurð" varð í meðförum blaðs-
ins „fegurð“ og breytir það merk-
ingu textans verulega.
sig eftir því að semja tónverk ætl-
uð nemendum - ekki síður byrj-
endum en þeim, sem lengra eru
komnir. Nokkur tónskáld hafa
öðrum fremur komið hér við
sögu. Par má nefna Snorra S.
Birgisson og Elías Davíðsson,
sem báðir hafa samið skemmtileg
verk ætluð nemendum. Verk
þessara tveggja tónskálda eru
mjög ólík, þar sem Birgir Snorri
leitar mjög í nútímann með
nótnaferð og hljómagang, en
Elías heldur sig nær hefðinni. Þá
hafa mörg önnur íslensk tónskáld
lagt hér gjörva hönd að verki, svo
sem Jón Þórarinsson í útsetning-
um sínum á smálögum, og Haf-
liði Hallgrímsson í smáverkum
sínum ætluðum börnum.
Eldri nemendur, þeir, sem
komnir voru yfir fjórða stig á
hljóðfærið, léku á fyrri tón-
leikunum, 24. maí. Verkefnaval
var iðulega mentaðarfullt og
tæknileg frammistaða nær ævin-
lega glæsileg. Skemmtilegt var
ekki síður, hve langt ýmsir
nemendanna höfðu náð í túlkun;
því að gefa flutningi sínum blæ,
sem gæti kallast að einhverju
leyti þeirra eigin.
Á tónleikum yngri nemenda
var ekki síður ánægjulegt að
heyra, hve vel færir þeir voru í
Það eru
margir góðir
á söluskrá og
í salnum
Subaru stc. 1800 4x4 árg. ’85.
Ek. 140.000 km. 400.000 stgr.
★
Suzuki Fox 413 stuttur háþekja
árg. ’85. Ek. 79.000 km.
430.000 stgr.
★
Subaru stc. árg. ’88.
Ek. 79.000 km. Góður bíll.
850.000 stgr., skipti niður.
★
Lada Sport árg. ’87.
Ek. 47.000 km. 375.000 stgr.
★
MMC Space Wagon 4x4, grár,
árg. ’87. Ek. 102.00 km.
795.000 stgr., skipti ódýrari.
★
Honda Civic GL Sport árg. ’90.
Ek. 47.000 km. 800.000 stgr.
★
Subaru Legacy 2,2 árg. ’90.
Ek. 32.000 km. 1.500.000 stgr.
Vantar bíla á staðinn!
®ÞÓRSHAMAR HF.
BÍLASALA
Glerárgötu 36, sími 11036 og 30470
Fax 96-27635.
viðfanginu við efnið, sem þeir
fluttu. Að vonum var það ekki
eins vandasamt eða flólkið hvort
heldur tæknilega eða í túlkunar-
legu tilliti og verkefni lengra
kominna nemenda, en frammi-
staðan bar jafnt nemendum,
kennurum þeirra og skólunum,
sem þeir nema við gott vitni.
Undirritaður hefur áður fjallað
um gildi nemendatónleika og það
ánægjuefni sem það er að sækja
þá. Einungis má bæta við hér, að
þessir tvennir tónleikar píanó-
nemenda víða að af landinu
sýndu greinilega og glæsilega, að
það starf, sem kennarar við tón-
listarskóla landsins vinna með
nemendum sínum, ber svo sann-
arlega árangur og hann glæsileg-
an. Þessir dagskrárliðir á píanó-
hátíðinni áttu því erindi og það
mikilvægt. Af þeim sást, að
framtíð tónlistariðkunar í land-
inu er í góðum höndum, þar sem
hin unga kynslóð er.
Haukur Ágústsson.
BORGARBÍÓ
Salur A
Fimmtudagur
Kl. 9.00 Víghöfði
Kl. 11.00 Upp á líf og dauða
Salur B
Fimmtudagur
Kl. 9.00 Switch
Kl. 11.00 Hetjur háloftanna
BORGARBÍO
S 23500
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Fífilbrekku, Akureyri, þingl. eigandi
Guðrún Kristinsdóttir, fer fram á
eigninni sjálfri miðvikud. 3. júní
1992, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl. og Benedikt
Ólafsson hdl.
Hlíð v/Akureyri, þingl. eigandi Ingi-
mar Víglundsson, fer fram á eign-
inni sjálfri miðvikud. 3. júní 1992, kl.
14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Krabbastíg 1, norðurhluta o.fl.,
Akureyri, þingl. eigandi Kristín Hall-
dórsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri
miðvikud. 3. júní 1992, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Tryggingastofnun ríkisins, Gunnar
Sólnes hrl., Sigurmar K. Albertsson
hdl., Bæjarsjóður Akureyrar og inn-
heimtumaður ríkissjóðs.
Sandskeið 16, jarðhæð, Dalvík,
þingl. eigandi Bergur Lundberg, fer
fram á eigninni sjálfri miðvikud. 3.
júní 1992, kl. 10.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu
Frá félagsstarfi
aldraðra
Skemmtun verður í Húsi aldraðra
laugardaginn 30. maí kl. 14.00.
Dagskrá:
Hjón fara meö gamanþætti.
Nemar í söng syngja.
Upplestur eftir góöan höfund.
Kaffiveitingar og dans.
Aðgangseyrir er 600 krónur.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
SKOLASLIT
verða í íþróttahöllinni á Akureyri laugar-
daginn 30. maí kl. 10.00.
Skólameistari.
l Sumarferð Iðju
1992
Sumarferð Iðju verður dagana 22.-26. júlí.
Áætlað er aö fara suður Kjöl, gista eina nótt á Laug-
arvatni og þrjár nætur í Kirkjubæjarklaustri.
Dagsferöir veröa farnar og skoöaðir verða helstu
staðir á þessari leiö s.v.s. Skaftafell, Breiðamerkur-
lón o.fl.
Lagt verður af staö frá Alþýöuhúsinu 22. júlí kl. 9. f.h.
Komið heim 26. júlí noröur yfir Sprengisand.
Verð pr. mann kr. 25.000, fæði og gisting innifalið.
Þátttöku þarf aö tilkynna fyrir 10. júní nk. á skrifstofu
löju, sími 23611.
Ferðanefnd.
Firmakeppni
Hestamannafélagsins Léttís
verður haldin á Breiðholtvelli, fimmtudag-
inn 28. maí, kl. 14.00.
Kvennadeild Léttis verður með kaffihlað-
borð í Skeifunni meðan firmakeppni stend-
ur yfir.
Firmakeppnisnefnd.
PORTIÐ
nýju slökkvistöðinni við Árstíg
Broddur-minjagripirog veggplattar, brenndir
- prjónuð barnaföt - spil - bækur - plötur
- myndir - lax - brauð - lakkrís
— postulínsvörur — keramik — kartöflur o.fl. o.fl.
Komið og skoðið
Söluaðilar
Opið laugardaga frá kl. 11-16
iti
Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuðu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför,
JÓRUNNAR MARY INGVARSDÓTTUR, Dúddu,
Luxemborg.
Emil B. Sigurbjörnsson,
dætur og móðir hinnar látnu.