Dagur


Dagur - 13.06.1992, Qupperneq 4

Dagur - 13.06.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 13. júní 1992 Þær þora, vilja og geta! Um þessar mundir er ný lokið reiðnámskeiði fyrir konur sem Kvennadeild hestamannafélagsins Léttis á Akureyri stóð fyr- ir og haldið var í hesthúsahverfinu ofan Akureyrar, Breið- holti. Það er skemmst frá því að segja að mikil þátttaka var á námskeiðinu og færri komust að en vildu. Kennari á nám- skeiðinu var hin kunna hestakona og reiðkennari Kolbrún Kristjánsdóttir, sem búsett er í Rauðuvík við Eyjafjörð. Þetta er ekki fyrsta námskeiðið sem Kolbrún heldur fyrir hestakonur, á Akureyri og í nágrenni, heldur það þriðja og ljóst er að áhuginn fer stig vaxandi. Þátttakendum á nám- skeiðinu í vor var skipt niður í þrjá flokka eftir kunnáttu og reynslu knapanna og voru um það bil tíu knapar í hverjum flokki. Hestakonurnar riðu inn í tamningagerðið hver af ann- arri lífsglaðar, einbeittar og áhugasamar, enda ekki á hverj- um degi sem þrjátíu konur yfirgefa börn og bú til þess að nema reiðlist. Kvöldið var þeirra, heyrum hvað þær höfðu að segja. Æfum okkur stelpur!!! Hestar kvennanna á námskeiðinu lestuðu sig á hringnum í tamn- ingagerðinu og lutu bendingum knapanna. Leiðbeiningar og skipanir reiðkennarans dundu á þátttakendum. Þeir svitnuðu með reiðskjótum sínum og leituðust við að fylgja fyrirmæl- um kennarans út í ystu æsar. ✓ A ytri sporaslóð Fyrirmælin eru ill skiljanleg fyrir aðra en harðasta hestafólk, setn- ingar eins og: „Sigga, skipta á hringnum upp á vinstri hönd og ríða vinstri volta, á tölti. Láttu hestinn taka vinstra stökk Magga. Hann stekkur rétt hjá þér núna Ella Bogga, fínt! Skipta yfir völlinn, ríða brokk á innri sporaslóð. Draga hestinn saman.“ Hljóma hver af annarri í kvöldkyrrðinni og hestakonurnar sýna og sanna að þær hafa náð fullkomnu valdi á verkefninu nú þegar reiðnámskeiðinu er að ljúka. Eftir nokkrar fimi æfingar og upphitun inni í tamningagerði færa þátttakendur sig á hringvöll. Glíma við að sýna fet, brokk, hægt tölt, hratt tölt, hraðabreyt- íngar á tölti, stökk og þær sem eru svo ljónheppnar að vera á vökrum gæðingum, taka þá til kostanna af leikni. Hver segir svo að mamma og amma geti ekki lagt hesta á skeið? Konuhestar??? Knaparnir safnast saman á ann- arri skammhliðinni að reiðtíman- um loknum og við spjöllum um hvað séu konuhestar og hvort konuhestar séu yfirleitt til. í stór- um hópi eru aldrei allir á einu máli en sú skoðun að orðið konu- hestar eigi ekki rétt á sér virðist eiga meirihluta fylgi að fagna. Hve og ein kona velji sér hest eft- ir sínum smekk og áhugasviði innan hestamennskunnar, ekki síður en karlmenn. Hins vegar geri meirihluti kvenna meiri kröf- ur en karlmenn um að hestarnir sem þær ríða á séu vel tamdir, góðir og traustir reiðhestar og að framboðið á þeim sé allt of lítið. Karlmenn hrífist fremur af hest- um sem búi yfir hörku og séu „flottar keppnistýpur“. Á meðan konur kjósi heldur lipurð, mýkt, tryggð og vináttusamband við hestinn. Samt sem áður var sú skoðun ríkjandi í hópnum að mat og val á hestum færi margfalt frekar eftir hverjum einstaklingi fyrir sig en því hvort sá einstakl- ingur væri karl eða kona. Aðspurðar sögðu hestakon- urnar að námskeiðið hefði verið mjög gagnlegt og skemmtilegt. Meðal þátttakenda voru konur sem aðeins höfðu sest örfáum sinnum í hnakkinn áður en nám- skeiðið hófst og konur sem alist höfðu upp við hestamennsku og stundað hana svo árum skipti. Formaður kvennadeildar Léttis er Elísabet Skarphéðinsdóttir, Hóli Eyjafjarðarsveit. - Elísabet, er vaxandi áhugi meðal kvenna hér í nágrenninu á hestamennsku? Já, alveg tvímælalaust. Það sést meðal annars á því að færri Eins og áður hefur verið sagt var Kolbrún Kristjánsdóttir kennari á námskeiðinu. Kolbrún hefur haldið fjölmörg reiðnámskeið víðs vegar um landið fyrir almenna hestamenn, konur, börn og unglinga. - Kolbrún, eru konur öðruvísi knapar en karlmenn? Auðvitað erum við konurnar öðruvísi en karlmennirnir. Þegar konur eignast börn finna þær mjög mikið fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að lítið barn þarfn- ast þeirra. Þær hafa í flestum til- fellum mun meiri ábyrgðartil- finningu en karlmenn. Þar af leiðir að þær eru varkárari og kjósa öryggi framar áhættu. Þær komust að en vildu á kvennareið- námskeiðið og á geysilega góðri þátttöku í Kvennareiðinni sem farin var núna í maí. - En hvernig stendur á því að haldið er sérstakt reiðnámskeið eingöngu fyrir konur? í raun eru kvennareiðnám- skeiðin, sem Kvennadeild Léttis hefur staðið fyrir, beint framhald af stofnun og starfsemi kvenna- deildarinnar. Eitt af markmiðum deildarinnar er að efla áhuga kvenna á reiðmennsku og nám- skeið eins og þetta er eins og vítamínsprauta fyrir konurnar sem það sækja. Auk þess sýnir reynslan okkur að mun fleiri konur koma á reiðnámskeið sem eingöngu er ætlað konum en almenn reið- námskeið. Við teljum að það sé meðal annars vegna þess að á kvennareiðnámskeiði sem þessu fáum við hvatningu og stuðning hver frá annarri. Á kvennanám- skeiðunum er sérstaklega góður andi, félagsskapurinn einstakur og mikið fjör. Þar gefst líka tæki- færi til að kynnast öðrum konum \sem stunda hestamennsku, sagði Elísabet. konur hins vegar sem hafa kosið að taka þátt í keppnum og sýn- ingum eru yfirleitt nákvæmari, vandvirkari og taka sig mun alvarlegar en karlmenn almennt gera á sama vettvangi. - Hvaða ráð áttu í pokahorn- inu handa hestakonum? Hún ekur að tamningagerðinu á stórum pallbíl með hestakerru, stekkur út úr bílnum og teymir glæsilega brúna hryssu út úr kerr- unni. Örskömmu síðar er hún sest í hnakkinn, hún og Júlía, Sörladóttir frá Sauðárkróki bæt- ast í hóp annarra þátttakenda á Það er ákaflega mikils virði að fá góða tilsögn til dæmis á reið- námskeiði. Þær konur sem ekki hafa tök á að sækja reiðnámskeið ættu að afla sér þekkingar sjálfar á annan hátt, til dæmis með því að horfa á kennslumyndbönd um hestamennsku og lesa sér til í bókum um sama efni. Biblían mín í kennslubókum hestamanna er bókin hans Eyjólfs ísólfssonar, Á hestbaki, ég get hiklaust mælt með henni. - Áttu einhver sérstök ráð til handa konum sem hafa áhuga á að ríða út en skortir kjark? Það eru margar konur sem hafa áhuga á að ríða út en skortir sjálfstraust og kjark. Þær hafa hugsanlega lent í einhvers konar hremmingum í sinni hesta- mennsku. Ég ráðlegg þessum konum að æfa sig að hleypa hesti á stökk og læra að sitja hest á stökki. Það þarf að æfa ásetu og stjórnun á stökki ekki síður en öðrum gangtegundum. Það er mjög nauðsynlegt að kunna að fylgja hesti eftir á stökki. Til dæmis ef hestur rýkur er mikið öryggi í því að vita hvernig best er að bregðast við í stað þess að stífna upp. Það er líka nauðsynlegt að æfa sig í að halda aftur af viljugum hesti og slaka á spenntum hesti. Þess vegna eigum við að gæta þess að ríða ekki út reiðtúr eftir reiðtúr á milliferð á brokki eða tölti og missa svo algjörlega tökin á hest- inum ef eitthvað óvænt gerist. Æfingin getur komið í veg fyrir slys, sagði Kolbrún. námskeiðinu. Þetta er hún Magga á Brávöllum, Margrét Þórsdóttir. Aðspurð segist hún vera í hestamennsku til þess að ríða út sér til ánægju, til að njóta útiveru o^samvistanna við hest- ana. Að sitja hest á stökki Létt áseta er alltaf notuð á stökki þegar ná á mikl- um hraða eða hleypa yfir torfærur. Knapinn hallar sér fram með því að beygja sig í mjöðmum, en hann heldur hryggsulunni beinni. Sitjandinn lyftist upp úr hnakknum og þungi knapans kemur á síður hestsins í gegnum læri og hné. Beina lóðrétta línu má draga í gegnum öxl, hné og tá þegar rétt er setið. Þetta, ásamt föstum hnélás og fjöðrun í hnjám og mjöðmum, gerir knapann stöðugan. Áríðandi er að skella ekki niður í hnakkinn. Hönd- um er gjarnan stutt við hálsinn sitt hvoru megin, rétt fyrir framan herðarnar, til þess að gera taum- haldið stöðugt. Það er góð jafnvægisæfing fyrir knapa að ríða á ósléttu þýfðu landi, hafa tauminn slakan og æfa sig í að fylgja hestinum eftir. Heimild: Eyjólfur ísólfsson, Á hesfbaki. Eftirsóknarverður félagsskapur Ekkí á leið í saumaklúbb með prjónana heldur á reiðnámskeið með hryssu í hestakerru

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.