Dagur - 13.06.1992, Page 6

Dagur - 13.06.1992, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 13. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SIMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR, 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Sjómannadagur í skugga aflasamdráttar Sjómannadagurinn er á morgun. Á þeim degi minnast menn lífs sjó- manna. Lífs sem er með nokkuð öðrum hætti en þeina er í landi starfa. Sjómenn vinna störf sín á hafinu - fjarri fjölskyldum og vinum. Sjómenn hverfa ekki heim á áliðnum degi. Á sjónum renna vinnustundir og frítími saman í eina heild innan þess samfélags sem er um borð í hverju skipi. Samt hefur sjórinn heillað marga og ýmsir una sér ekki í landi - útþráin hefur gripið þá tökum sem þeir eiga örðugt með að losa sig úr. Störfín á hafinu bjóða einnig hætt- um heim. Hættum sem fólk í landi þarf ekki að lifa við frá degi til dags - frá stund til stundar. Þótt fley og annar búnaður til sjómennsku hafi tekið miklum breytingum á undan- fömum ámm og aukið bæði þæg- indi við vinnu og öryggi þeirra sem á hafið sækja er afl Ægis hið sama og fyrr. Afl sem eirir engu þegar náttúran er í ham. Enginn búnaður er svo öflugur að hann yfirstígi all- ar hættur. Sú virðing sem íslendingar bera fyrir sjómannsstarfinu á sér sínar eðlilegu skýringar. Án sjómennsk- unnar væri tæpast neitt líf í þessu landi. Að minnsta kosti ekki það menningar- og neyslusamfélag sem við þekkjum undir lok tuttug- ustu aldar. íbúar eysamfélagsins em háðir hafinu í flestum skiln- ingi. Þeir sækja þangað lifsbjörg sína að miklu leyti. Hafið er einnig vegurinn fyrir aðdrætti frá öðmm löndum og álfum og var um langan tíma eina þjóðbrautin á vit annarra landa - annarra lífsstrauma. Á löngum tíma hafa því sjómenn orð- ið að hetjum þar sem þeir starfa á hafinu í hillingum þeirra er í landi búa. Að þessu sinni ber sjómanna- daginn að í ákveðnum skugga. Ljóst þykir að þjóðin verði enn að draga saman þá lífsbjörg sem sjór- inn hefur skapað. Slæmt ástand þorskstofnsins og hugmyndir um allt að 40% niðurskurð þorskveiða em tilefni til ákveðins kvíða. Um langan tíma hefur þorskurinn verið ein meginuppistaðan í fiskveiðum og útflutningsverðmætum íslend- inga. Verði af framangreindum hugmyndum um niðurskurð þorsk- aflans er um samdrátt af þeirri stærð að ræða er líkja má við áföll- in þegar síldin hvarf seint á sjö- unda áratugnum. En íslenska þjóðin vann sig út úr þeim vanda eins og svo mörgum öðrum erfiðleikum sem hún hefur þurft að takast á við í rúmlega 1100 ára sögu sinni. Á sama hátt verður hún að ráðast að rótum þeirra erf- iðleika sem ástand þorskstofnsins skapar nú. Sú árás verður ekki gerð með aukinni sókn til hafsins og stífum eltingaleik við þann fisk sem þar er eftir. Sú sókn, sem nú þarf að hefja í átt til betri lífs- kjara, verður að fara fram í landi með aukinni verðmætasköpun þess sjávarfangs sem við höfum tök á að afla. Hlutverk sjómanna er ekki síður mikilvægt í hinni nýju sókn en áður var. Þeir verða áfram að sækja á sjóinn. Þeim er meðal annars ætlað að leita nýrra fanga - nýrra fiskistofna sem ef til vill hafa ekki verið nýttir fyrr. Þeirra verður einnig að leita á fjarlægari mið taki þjóðin þátt í auknu samstarfi með öðrum ríkjum á sviði fiskveiða í framtíðinni. Þrátt fyrir þann skugga sem nú hvílir yfir verðum við að líta björtum augum til fram- tíðarinnar. Við verðum einnig að líta björtum augum til sjómanna- stéttarinnar. Á henni mun velferð þjóðarinnar að miklu leyti hvíla framvegis sem fyrr. Dagur sendir sjómönnum bestu kveðjur í tilefni dagsins. ÞI ►AKÞANKAR Kristinn G.Jóhannsson Um hjartslátt þorsksins og arfans og annarra nákominna ættingja að aflokinni kreppu Það varð uppi fótur og fit á dögunum þegar fréttir bárust af því að alþjóðleg stofnun með voða langt nafn legði til að íslendingar drægju saman þorskveiðar sínar um fjörutíu prósent. Þegar í stað var kall- að til neyðarfunda í fjölmiðlum til lausnar þessu. Ekki var um annað talað í heila tvo daga en yfirvofandi kreppu og hörmungar. Lausnin fannst að vísu og er fólgin [ að endur- skoða nýgerða kjarasamninga til lækkunar enda hafði kaup hækkað um 1,7 prósent og síðan að afturkalla krókaleyfi til að bjarga þorskstofninum. Að fenginni þessari lausn and- aði þjóðin léttar og er þetta mál síðan úr sögunni og við höfum tekið gleði okkar aftur og höldum áfram ótrufluð, áhyggjulaus og glaðbeitt óbreyttan kurs. Þessa tvo daga sem fárið geysaði var leitað til margra manna að fá staðfestingu þeirra á yficvof- andi hruni þjóðlífsins og voru svör manna með ýmsum hætti. Sá sem komst næst sannleikanum fannst mér sá sem svaraði þannig þegar hann var spurður um tilfinning- ar sínar vegna þorskhvarfsins að þetta væri eins og að missa náinn ættingja. Svona raun- sæi er sjaldgæft í íslenskri þjóðfélagsumræðu. En hvað sem þessu líður er gott að þessi skammgóða kreppa er afstaðin þótt við séum að vísu ættingjum fátækari. Enda útvarpaði sjón- varpið okkar allra þætti frá Vestfjörðum og kallaði: „Þar sem þorskhjartað slær.“ Það var svona til áréttingar því hvar ættartengslin eru sterkust. Hvaða hjarta skyldi slá hjá þeim fyrir sunnan? Mér fannst sem sagt um- ræðan öll af þessu tilefni afar uppbyggileg, málefnaleg og okkur lík og ættingjum okkar Sem sagt gott. [ krepputalinu miðju lét ég mig stundum líða í kartöflu- garðinn. Þar var björgulegt um að litast. Kartöflugrösin eru sem óðast að koma upp. Þau eru græn. Ég held þau eigi að vera svoleiðis. Samt fannst mér þau dálítið eins og umkomulaus og berskjölduð en það er vegna þess að nú er enginn arfi til að skemmta þeim. En svoleiðis stendur á því að núna hefi ég þennan gróður aðskilinn. í dálitlu horni garðsins eru kartöflurnar til- vonandi en síðan er afgangur- inn eingöngu helgaður arfa. Arfinn er þá eins konar van- nýttur stofn sem ég gríp ef til vill til að kartöflum loknum. Það verður tillag mitt til krepp- unnar, sem að vísu er afstað- in, að klára fyrst kartöflukvót- ann og leggja mér síðan hina vannýttu stofna til munns ef á vantar að ég fái nægilegt grænfóður. Þessar fyrirætlanir eru til fyrirmyndar. Efndirnar bíða síns tíma. En nú er þar til máls að taka að rétt þykir að ég hverfi af landi brott um sinn. Frekari fregnir af þjóðgarði mínum verða því ekki. Ef þið fréttið á skotspónum að það sé fram- sóknarflokkurinn sem stendur fyrir því að ég hverf af þessum vettvangi þá er það rangt. En þannig er mál með vexti að fyrir fjórum árum fórum við frú Guðbjörg að kanna að- stæður í Austur-Evrópu. Þá var þar allt löðrandi í falskenn- ingum, deyfð og dáðleysi og er ekki að orðlengja það að ekki var frú Guðbjörg fyrr hlaupin út úr Póllandi, sem var síðasti viðkomustaðurinn, en allt fór þar á annan endann og í kjölfarið fylgdi hrun kommún- ismans um öll þau lönd sem hún hafði ferðast um. Þetta þótti ýmsum sérkennilegt. Nú er rétt eins og frú Guð- björg sé ekki í rónni fyrr en hún hefur kannað afleiðingar hinnar fyrri ferðar. Rússland, Eystrasaltsríkin, Pólland og einhver fleiri bíða nú í ofvæni komu hennar. Ef til stórtíðinda dregur á næstunni austur þar vitið þið hvers vegna. Mitt hlutverk verður fáfengi- legt svo sem oft áður. Hinu er þó ekki að leyna að hróður minn sem garðyrkjumanns hefur víða borist og ekki er þess vegna ólíklegt að ég verði fenginn til þess að koma mönnum á sporið með kart- öflurækt og mun síst af veita austur þar og einnig hefur mér verið falið af ábyrgum aðilum að kasta lauslega tölu á fram- sóknarmenn í þessum löndum og jafnvel að bjóða þeim báð- um sem pólitískum flótta- mönnum hingað til lands þar sem þorskhjartað slær. Er nú nóg kveðið að sinni og ekki til setunnar boðið lengur. Ég sé út um gluggann að arf- inn minn brosir sínu breiðasta enda sér hann fram á friðsælt sumar og hann horfir dálítið stríðnislega yfir í kartöfluhlut- ann rétt eins og hann hafi landvinninga í huga. Hann verður að gera það upp við sjálfan sig enda verð ég í öðr- um önnum á næstunni og reyndar við Gústi báðir en hann mun standa torgvaktina fyrir okkur báða um sinn. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.