Dagur - 13.06.1992, Síða 12

Dagur - 13.06.1992, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. júní 1992 Laugardagur 13. júní 1992 - DAGUR - 13 Ungur íþróttakennari kom á harðahlaupum, stökk hiklaust yfír háa grindverkið og hélt svo sprettinum að gamla timburhúsinu, sparkaði upp kjallarahurðinni og slökkti eldinn sem þar var laus, meðan konur og börn horfðu á magnþrota af ótta. Eg hef ekki dáðst meira að öðru íþróttaafreki sem ég hef orðið vitni að um dagana. Enda hef ég sjaldan orðið eins skelfíngu lostin og þegar kviknaði í húsinu heima hjá mér, og maðurinn stökk hiklaust yfír girðinguna sem ég náði ekki með nefíð upp á, til að hjálpa nágrönnum sínum. Síðan hef ég borið mikla virðingu fyrir Villa Páls og Villi Páls hefur verið viðbúinn að hlaupa öllum til hjálpar öll þessi ár. Mér finnst Vilhjálmur Pálsson í rauninni ekkert vera eldri en mér fannst hann vera fyrir 35 árum. En við skólaslit Framhalds- skólans á Húsavík í vor voru honum allt í einu færðar þakkir fyrir vel unnin störf. í árum talið var hann búinn að ljúka sinni kennsluskyldu, þó eflaust eigi margt ungt fólk enn eftir að njóta leiðsagnar hans. Á þessum tímamótum þótti ekki úr vegi að kalla á Vilhjálm í helgarviðtal. Vilhjálmur er vanur að hlýða kalli, hefur starfað með og veitt björgunarsveitinni forystu í áratugi. En Vilhjálmur er einn þeirra manna sem betur mundu rúmast í bók en einu helgar- viðtali. Hann er núverandi formaður Völs- ungs og hefur gegnt ótal trúnaðarstörfum á félagsmálasviðinu. En það er best að dengja nokkrum spurningum á manninn og gefa honum orðið: „Ég er Húsvíkingur, fæddur og uppalinn, en ættaður af Tjörnesi og Flat- eyjardal. Faðir minn var Páll Sigurjónsson Þorbergssonar af Tjörnesi. Afi minn var bróðir Eiríks Porbergssonar sem var þekkt- ur sem ljósmyndari. Móðir mín var Karolína Sigurgeirsdóttir frá Brettingsstöðum á Flat- eyjardal. Ég er því Flateyingur og Bretting- ur og það má margt segja um þessa kyn- stofna. í bók Stefáns Jónssonar segir hann, að ef Brettingur fengi slæmsku í stórutána þá missti hann fótinn um hné.“ Skagfirðingar skutu skíðamanninn „Það fóru miklar sögur af færni Brettinga og Guðmundur Brettingur forfaðir minn var frægur fyrir íþróttaafrek. Hann stóð á höfði á sleða á ferð niður hæsta fjallið á Flat- eyjardal og gekk á snúru milli húsa. Ég var ákaflega stoltur af þessum frændum mínum og þekktu íþróttamönnum. Auðvitað var ég sannfærður um það að Þingeyingar væru mestir íslendinga og Brettingar mestir Þing- eyinga. En síðan varð ég fyrir miklum áföllum og það voru tveir Skagfirðingar sem eyðilögðu Þingeyska stoltið mitt að mestu. Hvað við- kom færninni á sleðanum, þá sagði Björn Jósepsson, læknir, mér sögu af skíðamanni í Skagafirði sem var svo góður skíðamaður að hann gat ekki dottið. Fjöllin eru svo brött þarna og dalir djúpir að hann rann bara upp og niður fjöllin. Það var svo bratt að hann gat ekki stoppað og rann viðstöðu- laust upp næstu hlíð. Þegar Skagfirðingar sáu það að maðurinn var að verða hungur- morða á skíðunum, var ekki annað til ráða en að ná í byssu og skjóta hann til að bjarga honum. Það varð mér áfall að heyra þessa sögu þar sem ég hélt að Guðmundur Brett- ingur hefði verið mesti vetraríþróttamaður á íslandi, en þessi Skagfirðingur hafði greinilega verið betri. Ég átti þó eftir söguna um það, að Guð- mundur gat gengið á snúru milli húsa. En svo fór hún. Sr. Björn H. Jónsson kom með söguna um það þegar Skagfirðingurinn var í lögreglunni í Reykjavík og kom að eldsvoða við Hverfisgötu, þar sem logaði í efstu hæð húss, risinu. Allt í einu sáu lögregla og slökkvilið að það kom kona út í glugga, eldurinn logaði allt í kring og engin leið að bjarga henni. Þá tók Skagfirðingurinn eftir því að það lágu símalínur milli húsanna. Hann snaraðist að húsinu fjær og hljóp eftir símaíínunni að glugganum, tók konuna í fangið og hljóp með hana til baka eftir slakri línunni og bjargaði henni þannig. Þar með var farinn mesti glansinn af sögunni um línugöngu Guðmundar.“ Ætlaði að gera alla að frjálsíþróttamönnum „Ég ólst upp hér á Húsavík, eins og önnur ungmenni. Það var mikið líf og mikið fjör. Ég stundaði íþróttir og fór síðan að æfa fyrir keppni og keppa. Ég náði ágætum árangri og var íslandsmeistari drengja í köstum, þó ég væri ekkert sérlega kröftugur. Leið míi-r lá síðan í íþróttakennaraskól- ann á Laugarvatni og þaðan útskrifaðist ég 1950. Skólastjóri var Björn Jakobsson, mjög merkilegur brautryðjandi í kennslu, framúrstefnumaður mikill. Þá tók starfið við og ég gerðist íþrótta- kennari í Reykjavík, en söðlaði um og fór á sjó í þrjú ár. En 1956 flutti ég til Húsavíkur ásamt eiginkonu minni, Védísi Bjarnadótt- ur frá Laugarvatni, sem útskrifaðist úr íþróttadeildinni þar 1951. Og síðan hef ég verið hér við þetta starf, það hefur ekki ver- ið leiðigjarnara en það. Það kemur að því við þetta starf að öll fræðin og kerfisbundna námið dugar ekki og þá þarf að nota innsæið og hugmyndaflugið til að leysa málin án allra fræða. Ef það tekst þá endast menn í þessu, jafnvel þar til þeir verða ljóshærðir aftur. Én ég var ljóshærður þegar ég var polli. Jónas Geir Jónsson sem var uppeldisfaðir okkar krakkanna á Húsavík, mikill íþrótta- frömuður, var að hætta íþróttakennslu um þetta leyti. Við byrjuðum kennsluna á neðri hæð Samkomuhússins. Þar var auðveldlega hægt að ná til lofts þegar hoppað var upp. Salurinn var 12 metrar á lengd og 8 á breidd, svo voru þarna ein eða tvær sturtur. Það var ýmislegt hægt að gera í salnum en ekki mikið hægt að vera með bolta. En 1959 var salurinn í barnaskólanum tekinn í notkun. Þá var hann algjör höll og þar var áhorfendasvæði til hliðar sem ekki var til við annan skólaíþróttasal á landinu. Við höfð- um þetta í gegn þó kerfið væri þungt, þar sem byggingin varð dýrari fyrir vikið. Ég man þegar salurinn var vígður, með 250 manns í sæti, og eiginlega ekkert komst að hjá fulltrúa fræðslustjóra annað en hrifning yfir salnum. Með tilkomu salarins hófst hér uppsveifla í almennri þátttöku í íþróttum. Hér hafði Jónas verið með þekkt handboltalið stúlkna, en víða um land var komin ágætis aðstaða til íþróttaiðkana og við vorum orðin á eftir. Uppsveiflan skilaði sér eftir 4-5 ár og 1966 og árin á eftir var Húsavík orðin stór- veldi í handbolta, skíðaíþróttum, við áttum mjög góða fótboltamenn og síðan kom blakið til sögunnar. Einn veturinn náðum við því að eiga þrjá íslandsmeistaraflokka í handbolta. Ég var sjálfur fyrst og fremst frjálsíþrótta- maður, en á Reykjavíkurárunum notaði ég tímann til að auka þekkingu mína í öðrum greinum sem voru vinsælli og almennari, æfði t.d. körfubolta hjá Ármanni og keppti með liðinu sem varð Reykjavíkurmeistari í 1. deild. Ég æfði einnig handbolta með Ármanni. Þegar ég kom aftur hingað ætlaði ég að gera alla að frjálsíþróttamönnum. En svo stóð ég frammi fyrir því að vera með 10 til 20 öfluga krakka, áhugasama um frjálsar, en þá fór ég að hugsa um hvar allir hinir væru. Frjálsar eru ekki fyrir alla, og við störtuðum handboltanum aftur og síðar fóru hópar að æfa blak. Ég gerði könnun um 1970 og þar kom í ljós að yfir 90% krakkanna í gagnfræðaskólanum stunduðu íþróttir og þátttakendur í keppnisíþróttum á opinberum mótum voru 84%. Þá voru all- ar íþróttir teknar með, skák og fleira. Afreksfólkið kemur fram úr fjöldanum og það er um að gera að allir séu með sem allra lengst en ekki að byrjað sé með einhvern útvalinn hóp. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem stunda sem fjölbreyttastar íþróttir verða best í sinni grein þegar þau velja hana.“ Maulaði vínarbrauð á milli kasta „Á unglingsárunum tókum við þátt í nokkr- um opinberum íþróttamótum. Við vorum viðvaningar en fórum nokkrir saman félag- arnir á drengjameistaramót íslands sem haldið var í Reykjavík, og náðum miklum og góðum árangri. Við höfðum ekki haft þjálfara en vorum að reyna að lesa okkur til. Við vorum Þingeyingar og bárum okkur vel. Þrír okkar kepptu í köstum og við vor- um sannfærðir um að kastarinn yrði að hafa nóga orku, orkuna fengi hann úr fæðunni og því væri um að gera að borða sem mest. Við fylgdum þessu dyggilega eftir og ég, sem keppti í spjótkasti, kúlu og kringlu, hafði með mér vínarbrauð í keppnina og maulaði það á milli kasta. Þetta fannst mótherjunum alveg furðulegt. Þeir voru taugaóstyrkir og með magapínu meðan ég borðaði mitt vín- arbrauð sallarólegur. Eftirá hef ég hugsað að þetta sé líklega í fyrsta sinn sem sú aðferð var notuð að taka mótherjann á taugum, a.m.k. vann ég bæði kringlukast- ið og spjótkastið. Við vorum sannfærðir um að þetta dygði ekki fyrir hlauparann, hann mætti ekki vera úttroðinn af mat. Hlauparinn var Mývetn- ingur, Finnbogi Stefánsson, léttur og hæfi- leikamikill. Okkur kom saman um að best væri fyrir hann að vera svona þriðji, fjórði eða fimmti í röðinni fram í hálft hlaupið og sjá hvaða hraða hinir notuðu, svo hann sprengdi sig ekki í byrjun. Við ætluðum síð- an að fylgjast með og hvetja hann ef hann ætti að herða á sér. Svo var raðað upp á rás- línu. Hér fyrir norðan var venjan að starta með flautu eða að vasaklútur var látinn detta. En þarna var notuð byssa og því hafði Finnbogi ekki vanist, þannig að þegar hvell- Snjórinn eltur upp um allt fjall „Þegar ég kom til Húsavíkur sem kennari var Sigurður Gunnarsson skólastjóri og hann þótti vera fastheldinn og fara vel með fjármuni ríkisins. En honum fannst sjálfsagt að skólinn keypti skíðabúnað til afnota fyrir börnin. Þetta var merkilegt framtak hjá skólanum því krakkarnir höfðu ekki öll efni á að eiga skíði, en þá átti skólinn búnað svo öll gátu verið með í skíðakennslunni. Það voru hálfsmánaðar námskeið á hverj- um vetri og þeim lauk með skíðamóti sem flestir tóku þátt í. Ég man að þegar ungling- ar hjá okkur voru komin í fremstu röð hér á landi var mikill metnaður að halda skíða- mótin þó ekki væri alltaf mikill snjór. Á einu námskeiðinu byrjuðum við í Skála- melnum, þegar snjórinn fór þaðan fórum við upp í Stalla, síðan upp í Krupp og þegar þar varð snjólaust enduðum við austan við Húsavíkurfjall. Það var ekkert gefið eftir og áhuginn mikill.“ íþróttakennarar þjóðnýttir „Hvað félagsmálin varðar þá eru íþrótta- kennarar oft þjóðnýttir og ætlað að vera með í uppeldisstarfinu utan skólatíma, svona eins og þeir hafa orku til. Ég lenti fljótlega inni í stjórn HSÞ og þar var ég í 25- 30 ár. Ég var álíka lengi í stjórn Völsungs en þar var ég þó fyrst og fremst sem fram- kvæmdaaðilinn í íþróttamálunum, en ekki á félagslega sviðinu. Reyndar var ég formað- ur í eitt ár, líklega fyrsta árið sem ég var hérna. Á þessum árum voru formannaskipti tíð og árið eftir var ég svo heppinn að vanur félagsmálamaður, Þormóður Jónsson, kom til bæjarins og var kjörinn formaður. Hann var formaður í ein 20 ár. segir Vilhjálmur Pálsson, kennari og félagsmálafrömuður urinn kom þá rauk hann af stað á fullri ferð. Þegar hann var kominn 100 metra og svona 30 metrum á undan hinum þá mundi hann eftir aðferðinni sem við vorum búnir að leggja á ráðin með. Svo hann hægði á sér og beið eftir hinum, lét fjóra til fimm fara framúr og kinkaði kolli til okkar svo við sæj- um að hann myndi eftir umtalinu. Þegar hlaupið var hálfnað gáfum við honum merki um að gefa í og hann stakk þá af aftur. Þetta voru frumstæðar aðferðir en þær dugðu okkur, þessi fámenni hópur stóð uppi með fjóra meistaratitla." Fljótlega fórum við að skapa okkar eigin hóp þjálfara, þeir sóttu námskeið og þetta er fólk sem náði miklum árangri og er enn að.“ Vilhjálmur var kjörinn formaður Völs- ungs á ný í fyrra og segist finna sig ljómandi vel í því, allt starf hjá deildum félagsins hafi verið í fullum gangi er hann tók við. „Þetta starf er ómissandi í hverju sveitarfélagi, það er ekki hægt að draga úr því eða leggja það niður. Stuðningur fólksins, heimilanna í bænum og bæjaryfirvalda er fyrir hendi. Til dæmis voru viðbrögð bæjaryfirvalda mjög jákvæð við gamla draumnum um að byggja upp skíðasvæði við Gyðuhnjúk. Ég er sann- færður um það að þegar þrengir að hjá fólki í atvinnulífi og fjármálum og erfiðleikar steðja að, sé nauðsynlegra en nokkurn tíma að hafa félagsmálin í lagi. Þátttaka í íþróttum er stöðugt að verða almennari. Hverjir eru t.d. ekki í íþróttum hér í bænum? í vetur vorum við með kynn- ingu á vegum Völsungs, þar komu 70 krakk- ar á aldrinum 3-6 ára og foreldrar þeirra. Sama dag var í gangi íþróttamót fatlaðra í boccia. Einnig voru kynntar hér aðrar íþróttagreinar fyrir fatlaða og íþróttir aldraðra. Það er alveg raunhæft að tala um íþróttir fyrir alla frá vöggu til grafar. Við íslendingar höfum ekki verið þekktir fyrir fyrirbyggjandi starf, en alltaf tilbúnir að redda málunum þegar allt er komið í óefni. Læknar eru ekki nógu duglegir við að hvetja fólk til að hreyfa sig fyrr en eitthvað hefur farið úrskeiðis. Ég hugsa að meira en helm- ingurinn af fólkinu sem er að trimma hér umhverfis bæinn hafi farið að hreyfa sig reglubundið eftir áfall. Ganga er einhver besta hreyfingin, en það er ekki nauðsynlegt að vera á hlaupum í brekkum eða púlandi í tækjum." 5 kennara fjölskylda „Uppeldis- og félagsmál hljóta að vera áhugaverð í augum fjölskyldunnar, annars værum við ekki í þessu og gæfum þessu ekki svona mikinn tíma. Við hjónin erum bæði íþróttakennarar og eigum þrjú börn. Elsta dóttirin fór í kennaraskólann en síðan í sér- kennslunám og starfar við kennslu, önnur dóttirin fór í kennaraháskólann og íþrótta- kennaraskólann, hefur starfað sem kennari, að félagsmálum og starfar nú fyrir íþrótta- samband fatlaðra. Sonurinn, þriðja barnið okkar, var að útskrifast frá íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni í vor. Einnig starf- ar frændfólkið okkar Védísar meira og minna að uppeldis- og kennslumálum.“ Hinn eini sanni agi „Áður en við fluttum til Húsavíkur hætti ég kennslu og var á sjó í þrjú ár. Ég var að hugsa um að skipta yfir og féll vel sú sjó- mennska sem þá var stunduð, línuveiði og síldveiði, en það var mikil ævintýramennska í kring um síldveiðina. Ég hef átt trillu síðan ég flutti til Húsavík- ur og hef haft það til afslöppunar og lífsfyll- ingar á sumrin að sækja sjóinn. Einnig var þetta mjög góð aukabúgrein og það var örugg veiði hér í flóanum á árunum þegar ég var að byggja. Þá var steypt með gamla laginu, hrærivél og 10 menn í vinnu.. Meðan hellan þornaði á þremur eða fjórum dögum var ekkert að gera og ég fór á sjó og var nokkuð öruggur með að geta fiskað fyrir kaupi allra mannanna sem ég var með í steypuvinnunni, síðan voru veggirnir steypt- ir og ég fór á sjó og upp komst húsið. Ég hef kennt sjóvinnu við skólann. Eins og heyrist oft í hátíðarræðum, að tengja þurfi skólann atvinnulífinu, datt okkur í hug að taka upp slíka kennslu og ég var sendur á námskeið. Síðan hefur þetta verið ein af valgreinum meðal verklegu greinanna í níunda bekk; hannyrðir, smíðar eða sjó- vinna. Sjóvinnan hefur verið vinsæl og allt að 90% af strákunum og stór hluti stúlkn- anna hafa valið hana. Það er hagnýtt að læra að splæsa, binda hnúta, og veiðarfæragerð, meðferð áttavita á landi og sjó og lítilsháttar skyndihjálp. Hápunkturinn hefur svo verið að-fá að fara í sjóferð, vor og haust. Það hefur verið óborganlegt að hafa aðstöðu til kennslu í verbúð í fjörunni, og vinna þar í tengslum við grasrótina, gömlu sjómennina sem líta inh og segja krökkunum sögur. í tíunda bekk er síðan 30 tonna prófið ein af valgreinunum. Sem kennari hef ég verið mjög heppinn að kenna greinar sem krakk- arnir hafa áhuga á. Ég held að það sé almennt álit skóla,- manna að í íþróttum læri börnin best reglu og aga. Ef aginn er ekki í lagi eru stöðugar tafir og vesen og það þola börnin ekki, þau vilja láta tímann halda áfram og hafa allt á fullu. Þau læra því sjálfsaga, sem er hinn eini sanni agi. Börnin þurfa að læra að vera eins og ætlast er til án þess að einhver sé yfir þeim: lögregla eða kennari. Ef ekki er í lagi fyrir kennara að fara frá hóp nemenda þá er eitthvað mikið í ólagi, en þetta er mjög auð- velt að gera í íþróttum t.d. að skilja hóp nemenda eftir í salnum í frímínútum.“ Tækjabúnaður björgunar- sveitarinnar spegilmynd af áhuga fólksins Vilhjálmur hefur víða verið í forsvari og áhugi hans á sjómennsku hefur eflaust verið hvatinn að því að hann valdist til forystu í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík og var þar formaður í 22 ár. Hann varð síðar, og er enn, umdæmisstjóri SVFÍ í Þingeyjar- sýslum. „Það voru hér til línubjörgunartæki og þáverandi formanni kvennadeildar slysa- varnafélagsins, Jóhönnu Aðalsteinsdóttur, og öðrum stjórnarkonum fannst að sérstak- ur flokkur þyrfti að vera með þessi tæki. Jóhanna kom til mín og spurði hvort ég gæti Myndir og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir ekki náð saman hópi sem vildi læra að nota tækin og æfa meðferð þeirra. Mér fannst þetta gott mál og 16 menn mynduðu hóp, sem við kölluðum ekki björgunarsveit, því okkur fannst við ekki standa undir slíku nafni. Hópurinn hóf starfsemi 1959 og hlóð smám saman utan á sig og við fórum að afla okkur meiri búnaðar. Ég hafði mikinn áhuga fyrir þessu og þetta eru mál sem þurfa að vera í lagi í hverju sveitarfélagi. Við fór- um samt öðruvísi að en margir aðrir því við vorum strax ákveðnir í að vera hópur sem tilbúinn væri að taka þátt í aðgerðum, vinna verkið, vera helst vel tækjum búnir, en tækjabúnaðurinn yrði þó að vera spegil- mynd af áhuga fólks í bænum. Við létum þetta óspart heyrast og það skilaði sér alveg fullkomlega. Ahuginn hjá fólkinu við að kaupa tæki og styðja sveitina varð mjög mikill. Þetta var samt svolítið sveiflukennt, ef eitthvað var um að vera á þessu sviði streymdu peningar inn en þess á milli var allt hægara. Allir vissu þó að þeir voru sam- ábyrgir hvað tækjabúnaðinn varðaði og miðað við aðrar björgunarsveitir í landinu höfum við verið mjög vel tækjuin búnir, án þess að fara út í fjáröflun.“ Erfiðasta útkallið „Ég hef sagt að líkamlega erfiðasta útkallið sem við höfum lent í hafi verið þegar björg- unarsveitarmenn voru boðnir í afmæliskaffi slysavarnadeildarinnar fyrir nokkrum árum. Við fórum þangað klæddir eins og við stóð- um og þáðum kaffiveitingar. En að kaffi- drykkju lokinni drógu konurnar fram harmoníkuleikara og slógu upp balli. Við vorum 10 en þær voru 70-80 og það var ekk- ert með það að við urðum að standa okkur í dansinum. Þetta reyndi mikið á líkamlegt þrek okkar. Án gamans, þá reynir mikið á fjölskyldur björgunarsveitarmanna. Þeir eru kallaðir út í aðgerðir í vonskuveðrum og þeir sem heima sitja vita ekki hvað um er að vera. Ég met mikið gildi slysavarnastarfsins og kynnin af samherjunum gefa lífsfyllingu. Það eru margir sem ég hef kynnst um dag- ana við þátttöku í félagsmálum, íþróttamál- um og björgunarmálum, auk allra sem ég hef kynnst í sambandi við kennsluna." Fjölskyldusportið „Védís er fædd og uppalin á hestbaki. Þegar ég kom að Laugarvatni var ég alltaf settur á bestu og fallegustu hestana, því það átti ekki að fæla mig frá hestamennskunni. Þeg- ar við fluttum hingað var ekkert minnst á hesta en þegar við vorum búin að búa hér í átta ár og vorum bæði talsvert virk í félags- málum, datt okkur f hug að fá okkur eitt- hvað „hobby“ sem bara væri fyrir fjölskyld- una. Við ætluðum ekki að hætta í félagsmál- um en vera líka í einhverju öðru svona útaf fyrir okkur. Þá var hestamennskan efst á blaði. Þetta var 1963 og við fengum okkur tvo hesta, en það var ekki mikið um hesta hérna fyrir, menn áttu þó hesta til að nota í göngum og tveir eða þrír áttu hesta til að leika sér á. Um veturinn vorum við með hesta hérna og kunningjarnir voru að koma við, þar á meðal Sigurður Hallmarsson. Það var ekkert með það að 1964 var hópur manna búinn að fá sér hesta og þá þurfti að stofna hestamannafélag. Ég lenti í for- mennsku fyrir því, og þegar ég slapp varð Védís formaður. Hestamennskan hefur verið fjölskyldu- sportið, því öll börnin fengu hesta og riðu út. Fjölskyldan er búin að fara um landið þvert og endilangt á hestum." Þegar Vilhjálmi voru þökkuð vel unnin störf og samstarf við skólaslitin í vor var honum færður hnakkur. Hafði hann þá á orði að betra væri að setjast í góðan hnakk en helgan stein. Og nú hefur Vilhjálmur tækifæri til að starfa á hestbaki. Bjarni Páll Vilhjálmsson og fleiri hafa góða aðstöðu fyrir ferðaþjónustu og hestamennsku í Saltvík, rétt sunnan Húsavíkur. „Við stefn- um á að vera með hestaferðir, hestaleigu, reiðskóla, en Védís hefur starfrækt reið- skóla í nokkur ár, Bjarni Páll er með tamn- ingar og Guðmundur Birkir Þorkelsson, bróðursonur Védísar, er annar eigandi íshesta.“ Vilhjálmur hefur greinilega nóg að gera með nýja hnakkinn sinn í sumar, en vill hann segja eitthvað að lokum? „Það er nú langt í það að maður segi sitt lokaorð.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.