Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 13. júní 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 13. júní 16.00 Meistaragolf. Svipmyndir frá Volvo PGA- mótinu sem fram fór fyrir skömmu. 17.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verður meðal annars fjallað um Samskipa- deildina í knattspyrnu og kl. 17.50 verður farið yfir úrslit dagsins. 18.00 Múmínálfarnir (35). 18.25 Ævintýri frá ýmsum löndum (6). (We All Have Tales.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn (5). (The Dream Stone.) 19.20 Kóngur í ríki sínu (5). (The Brittas Empire.) 19.52 Happó. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fólkið í landinu. Stjáni meik. Sigurjón Birgir Sigurðsson, öðru nafni Sjón, ræðir við Kristján Jónsson bílasmið. 21.05 Hver á að ráða? (13). (Who's the Boss?) 21.30 kæri sáli. (The Couch Trip.) Bandarísk gamanmynd frá 1988. í myndinni segir frá geð- sjúklingi sem strýkur af sjúkrahúsi og gefur sig út fyrir að vera geðlæknir. Hann fær vinnu sem kynlífs- ráðgjafi á útvarpsstöð í Los Angeles en ráðin sem hann gefur fólki eru af geggjaðara taginu. Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, Charles Grodin, David Clennon, Richard Romanus, Arye Gross, Donna Dixon og Walter Matthau. 23.05 Flett ofan af fatafellu. (Le Systeme Navarro - Strip- Show.) Frönsk sakamálamynd með Navarro lögregluforingja í París. Þrjár unglingsstúlkur eru myrtar á sama hátt og þegar Navarro fer að rannsaka morðin kemst hann að því að þau tengjast bamavændi sem rekið er í skjóli fatafellu- staðar. Aðalhlutverk: Roger Hanin, Sam Karmann, Christian Rauth, Jacques Martial og Catherine Allegret. 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 14. júní 15.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Frakka og Englendinga í Málmey. 17.00 Babar (8). 17.30 Einu sinni voru drengur og telpa (2). (Det var en gang...) 17.55 Táknmálsfréttir. 18.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Svía og Dana á Rásundaleikvang- inum í Stokkhólmi. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Gangur lífsins (8). (Life Goes On.) 21.25 Jórdanía. í þættinum verður fjallað um sögu Jórdaníu, menningu, listir og trúarbrögð. Rætt verður við Feisal Bin Al- Hussein prins af Jórdaníu en hann er sonur Husseins kon- ungs og rekur ættir sínar til Múhameðs spámanns. Þá verður rætt við palestínskan klæðasafnara en búningar og fomminjar frá svæðinu em nú til sýnis í Listasafni íslands. 22.00 Reipið. (The Rope.) Einþáttungur frá 1917 eftir Eugene O'Neill í uppfærslu American Playhouse. í leikritinu segir frá elliæmm manni sem setur upp snöm í hlöðunni hjá sér í von um að sonur hans hengi sig í henni. Aðalhlutverk: Elizabeth Ashley, Len Cariou, Brad Davis og José Ferrer. 22.45 Listasöfn á Norðurlönd- um (2). Að þessu sinni heimsækir Bent Lagerkvist Skissemas Museum í Lundi í Svíþjóð. 22.55 Útvarpsfréttir i dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 15. júní 15.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Skota og Þjóðverja í Norrköping. 17.00 Töfraglugginn. 17.55 Táknmálsfréttir. 18.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Hol- lendinga og Samveldis- manna í Gautaborg. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpson-fjölskyldan (15). 21.00 íþróttahornið. í þættinum verður fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar. 21.25 Úr ríki náttúrunnar. Refurínn - óæskilegur innflytjandi. (The Wild South: Fox - Australia’s Undesirable Immigrant.) Heimildamynd um evrópska refinn í Ástralíu, sem var fluttur til landsins til að menn gætu stimdað refa- veiðar að breskum sið, en hann hefur nær útrýmt fjöl- danum öllum af upprunaleg- um, innfæddum dýrateg- undum. 21.50 Thomas Mann og Felix Kriill. Dr. Coletta Burling, for- stöðumaður Goethe-Institut á íslandi, flytur aðfararorð að myndaflokknum Felix Kriill - játningar glæfra- manns og segir frá nóbels- skáldinu Thomasi Mann. 21.55 Felix Kriill - játningar glæframanns (1). Fyrsti þáttur: Genoveva bamfóstra. (Bekenntnisse des Hoch- staplers Felix Krúll.) Þýskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Thom- as Mann. Sagan hefst um aldamótin síðustu í vínberjaræktar- bænum Eltville í Rhinegau- héraði í Þýskalandi. Sögu- hetjan, Felix KrúU, er sonur freyðivínsframleiðanda og lífsnautnamanns og kemst ungur að því að hann hefur meðfædda hæfileika til að skemmta fólki. Hann nær góðum tökum á þeirri list að villa á sér heimildir og ratar með því móti í margvísleg ævintýri. Aðalhlutverk: John Mould- er-Brown, Klaus Schwarzkopf, Daphne Wagner, Franziska Walser og Nikolaus Paryla. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Laugardagur 13. júní 09.00 Morgunstund. 10.00 Halli Palli. 10.25 Kalli kanína og félagar. 10.30 Krakka-Visa. 10.50 Feldur. 11.15 í sumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Úr ríki dýranna. (Wildlife Tales.) 12.50 Bílasport. 13.20 Visa-Sport. 13.50 Góðir hálsar! (Once Bitten.) Létt gamanmynd með Lauren Hutton í hlutverki hrífandi 20. aldar vampýru sem á við alvarlegt vanda- mál að stríða. Til að viðhalda æskublóma sínum þarf hún blóð frá hreinum sveinum og það er svo sannarlega teg- und sem virðist vera að deyja út. Aðalhlutverk: Lauren Hutton, Jim Carrey, Cleavon Little og Karen Kopkins. 15.15 Mannvonska. (Evil in Clear River.) Sannsöguleg mynd sem ger- ist í smábæ í Kanada. Kennara nokkrum er vikið úr starfi og hann ákærður fyrir að ala á kynþáttahatri nemenda sinna. Aðalhlutverk: Lindsey Wagner, Randy Quaid og Thomas Wilson. 17.00 Glys. 18.00 Popp og kók. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Mæðgur í morgunþætti. (Room for Two.) 20.55 Á norðurslóðum. (Northern Exposure.) 21.45 Mistækir mannræningj- ar. (Ruthless People.) í þessari skemmtilegu gam- anmynd fer Danny DeVito með hlutverk vellauðugs náunga sem leggur á ráðin um að losa sig við konuna sína fyrir fullt og allt. Hann verður því himinlifandi þeg- ar hann kemst að því að henni hefur verið rænt og honum settir þeir úrslita- kostir að borgi hann ekki lausnargjaldið verði henni styttur aldur. Aðalhlutverk: Danny DeVito, Bette Midler og Judge Reinhold. Bönnuð börnum. 23.20 Skólastjórinn. (Principal.) Það er James Belushi sem hér fer með hlutverk kennara sem lífið hefur ekki beinlínis brosað við. Konan hans er að skilja við hann og drykkjufélagar hans eiga fullt í fangi með að tjónka við hann. Það er ekki ofsögum sagt að hann sé til meiri vandræða en nemendur hans þar til hann fær óvænta „stöðuhækkun". Aðalhlutverk: James Belushi, Louis Gossett, Jr., Rae Dawn Chong og Michael Wright. Stranglega bönnuð börnum. 01.05 Sofið hjá skrattanum. (Frontiere du Crime.) Spennandi frönsk sakamála- mynd. Bönnuð börnum. 02.35 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 14. júní 09.00 Nellý. 09.05 Taó Taó. 09.30 Dýrasögur. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Sögur úr Andabæ. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 Ævintýrahöllin. 12.00 Eðaltónar 12.30 Ófreskjan. (Big Man on Campus.) Loðin ófreskja þvælist um háskólalóðina í þessari gamanútgáfu af Hringjaran- um frá Notre Dame. Aðalhlutverk: Corey Parker, Allan Katz, Jessica Harper og Tom Skerrit. 14.15 Af framabraut. (Drop Out Father.) Gamanmynd er segir frá við- skiptamanni sem gengur allt í haginn. Dag einn ákveður hann að hætta vinnu sinni og taka upp rólegra líferni. Aðalhlutverk: Dick Van Dyke, Mariette Hartley, George Coe og William Daniels. 16.00 ísland á krossgötum. 17.00 Listamannaskálinn. (South Bank Show.) 18.00 60 mínútur. 18.50 Kalli kanína og félagar. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Heima er best. (Homefront.) Ljóð Spói sprettur Til afmælisbamsins Jóns Sigurðssonar Það þyrfti að moka mikið út úr morknum ríkistaugum. Að strjúka með honum stóra klút stírur úr þjóðaraugum. Úr eyrum þarf að skafa skóf við skímu af nýjum degi og hreinsa skúm úr hjartagróf með heitum súpulegi. Pað þarf að sópa sálarhús og sveifla andans kústum. Það þarf að drepa dauðans lús og draga lík úr rústum. Svo væri ráð að byggja borg á bláum fjallatindi, sem hæfist yfir heimsins org í himins ferskum vindi. Þá færi loks að verða von um vor á landi ísa. Þá held ég Jón minn Sigurðsson að sól vor tæki að rísa. Úlfur Ragnarsson. (Höfundur er læknir.) Sumarbrídds að Jaðri Bridgefélag Akureyrar stcndur fyrir sumarbriddsi í golfskálan- um að Jaðri í sumar og verður spilað á þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Spilamennskan er reyndar komin á fulla ferð og fór fyrsta alvöru keppnin fram sl. þriðju- dag. Þá fór fram tvímennings- keppni og mættu 10 pör til leiks. Magnús Magnússon og Reynir Helgason sigruðu með 141 stig, Ragnheiður Haraldsdóttir og Ólína Sigurjónsdóttir urðu í 2. sæti með 131 stig og Anton Har- aldsson og Sigurbjörn Þorgeirs- son í 3. sæti með 130 stig. -KK Leiðrétting í minningargrein um Jórunni Mary Ingvarsdóttur, sem birtist í fyrradag, misritaðist eitt orð í textanum. í greininni stóð: „Syst- ur Dúddu eru Aðalbjörg María og Inga Sigrún...“ en átti að standa „Dætur Dúddu eru...“ Gamla MYNDIN Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.