Dagur - 01.07.1992, Síða 1

Dagur - 01.07.1992, Síða 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 1. júlí 1992 121. tölublað Vel ífö 1 klæddur tum frá BER^?DT lennabudin t 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Fasteignasalar á Akureyri: Mikil eftirspura eftír eignum frá utanbæj arfólkí t * Eins og sjá má var ísspöngin allstór og tók það Árbak um einn og hálfan tíma að komast í gegnum hana. Mynd: Þorgeir Baldursson. Árbakur EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa: Lenti í hafís á heimleiðinni Fasteignasalar á Akureyri virðast á einu máli unt að fólksflutningar til bæjarins séu mun meiri þessa dagana en frá honum. Agæt sala virðist vera á fasteignum í bænum en hins vegar fer það eftir fasteignasöl- um hvaða eignir eru eftirsótt- astar. Pétur Jósepsson hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands segir að sala á fyrriparti ársins hafi ver- ið 7-10% minni en á sama tíma í fyrra. Mestu muni að apríl og maí, sem yfirleitt séu góðir sölu- mánuðir, hafi ekki skilað sér jafn vel í ár en hins vegar hafi mikil sala verið í júní og sé eftirspurnin mest eftir stærri eignum. Pétur sagði töluvert vera um fyrirspurnir frá fólki sem væri að flytja í bæinn en ekki væri jafn mikið um að fólk setti eignir á sölu þar sem það væri að flytja í burtu. „Það er hins vegar ber- sýnilega erfitt að selja núna á Reykjavíkurmarkaðnum því fólk gerir ítekaðar tilraunir til að skipta á eignum sínum í Reykja- vík og eignum hér í bænum,“ Léttsteypan í Mývatnssveit: Húseignir og tæki slegin Iðnlánasjóði - fyrir 600 þúsund kr. Iðnlánusjóði voru slegnar húseignir Léttsteypunnar í Mývatnssveit á nauðungar- uppboði sl. mánudag, ásamt föstum vélum og tækjum í húsinu. Bauð Iðnlánasjóður samtals 600 þúsund krónur í eignirnar. Að sögn Stefáns Melsteð, iögmanns lðnlánasjóðs, var sjóðurinn að verja um fjög- urra milljón króna kröfu í eignirnar með þessu boði. Sjóðurinn ltyggst selja eignirn- ar aftur samkvæmt venju. Sagði Stefán að mjög lauslega hefði verið rætt um sölu þeirra, cn vildi ekki gefa upp nöfn í því sambandi. Hinrik Árni Bóasson, stjórnarformaður Léttsteyp- unnar, sagðist gera ráð fyrir að fyrirtækið leitaði eftir kaupum á húsinu. Framleiðsla hjá Léttsteypunni hefur ekki stoppað og þar vinna nú fimm starfsmenn. Hinrik Árni sagði að skuldir Léttsteypunnar hefðu numið 21 milljón um áramót og reksturinn verið þungur. Nú væri lokið að ganga frá almennunt kröfum á fyrirtækið og rekstarskilyrði skánuðu ef þeir fengju húsið aftur á skaplegu veröi. Hann sagði húseignirnar í raun einskis virði fyrir aðra en land- eigendur, sem réðu yfir jarð- hitanum sem nýttur er við framleiðsluna. 1M sagði Pétur Jósepsson. Hermann R. Jónsson hjá Fast- eignasölunni hf. sagði söluna hafa verið góða í mars og apríl en síðan rólega í maí og framanaf júní en markaðurinn væri að ná sér aftur og salan væri góð þessa dagana. „Pað er eins og það sé strik við 10 milljónirnar og ekki til peningar fyrir eignum sem kosta meira en það. Það hefur gengið best með litlu íbúðirnar og ég hef selt töluvert af litlum einbýlishúsum á svipuðu verði og þriggja herbergja íbúðir í blokk,“ sagði Hermann. Hann tók undir með Pétri aðspurður um fólksflutninga til og frá bænum. „Ég verð ekki var við brottflutninga, það er miklu frekar að fólk sé að flytja í bæinn.“ Páll Halldórsson hjá fasteigna- sölunni Eignakjör sagði lægð hafa komið í söluna í apríl en hún væri greinilega að jafna sig. Fólk færi hins vegar varlega og meira seldist af ódýrari eignum. „Það er bæði eðlileg afleiðing af ástandinu í þjóðfélaginu og eins hefur greiðslumatið sem kom með húsbréfakerfinu orðið til þess að fólk er raunsærra.“ Páll sagði mikið um fyrirspurn- ir frá fólki í öðrum landshlutum. „Það er greinilegt að fólk vill búa hérna,“ sagði Páll Halldórsson. JHB Árbakur EA 308 lenti í allmik- illi ísspöng á heimleið skammt norður af Kögri í fyrradag. Árni Ingólfsson, skipstjóri á Árbaki, segist ekki minnast þess að hafa áður lent í hafís á svipuðum slóðum á þessum árstíma. Árni sagðist í samtali við Dag ekki gera sér grein fyrir hvað spöngin hefði verið stór en sagði það hafa tekið um einn og hálfan tíma að komast í gegnum hana. „Þetta hlýtur að teljast nokkuð sjaldgæft og ég man ekki til þess að hafa áöur lent í ís svona ofar- lega í júní. Það var kominn nokkuð mikill ís þarna og upp í Nesdýpi og víðar," sagði Árni. Árbakur landaði 170 tonnum af karfa, þorski og ýsu, mest karfa. „Það sést lítið af þorskin- um. Við byrjuðum á þorski og ýsu á Vestfjarðamiðum en hann brældi bara svo við fórum suður í Skerjadýpi og veiddum karfa. Það var nóg af honum," sagði Árni. í fyrradag landaði Harðbakur 232 tonnum og var karfi uppi- staðan í aflanum. Svalbakur var væntanlegur heim í nótt með full- fermi, rúm 250 tonn, og var karfi uppistaðan. JHB Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Finnngis bráðaþjónusta á sex deildum í þr já mánuði í sumar - mun færri ráðnir í sumarafleysingar en undanfarin sumur Eins og fram hefur komið var Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri gert að ná 44 millj- óna króna sparnaði í rekstri á yfirstandandi ári og hefur þeg- ar verið gripið til margháttaðra aðhaldsaðgerða til þess að ná honum. A mörgum deildum sjúkrahússins er aðeins bráða- þjónusta í sumar og með því móti sparast umtalsverðar fjár- hæðir. Á tímabilinu frá 1. júní sl. til 30. ágúst nk. er einungis bráða- þjónusta á bæklunardeild, hand- lækningadeild, kvensjúkdóma- deild, barnadeild, augndeild og háls-, nef- og eyrnadeild. Auk þess hefur verið dregið úr þjón- ustu á speglunardeild, lyflækn- ingadeild II, geðdeild og skurð- deild. Starfsemi fæðingadeildar og slysadeildar er hins vegar óbreytt, enda tæplega hægt að draga úr þjónustu á báðum þess- um deildum. Ingi Björnsson, framkvæmda- Byggðastofnun: Búin að kaupa þrjár húseignir á uppboðum á skönunum tíma Byggðastofnun keypti í gær tvær húseignir á nauðungar- uppboðum, annars vegar hús- næði það sem Dansstúdíó Alice hefur verið rekið í við Tryggvabraut á Akureyri og hins vegar húsnæði Pólstjörn- unnar á Dalvík. Nýlega keypti stofnunin einnig húsnæði Húsvískra matvæla á Húsavík. Valtýr Sigurbjarnarson, úti- bússtjóri Byggðastofnunar á Akureyri, staðfesti þetta í sam- tali við Dag í gær. „Við áttum þarna útistandandi skuldir og erum að tryggja hagsmuni stofn- unarinnar með þessum kaupum," sagði Valtýr. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð og sagðist ekki hafa handbærar upplýsingar um hversu miklar skuldir stofn- unin hefði átt útistandandi í þess- um eignum. Valtýr sagði ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvað gert yrði við viðkomandi húseignir. „Venjulega eru eignir sem stofn- unin kaupir á nauðungarsölum auglýstar til sölu og ég reikna með að það verði gert í þessum tilvikum." JHB stjóri Fjórðungssjúkrahússins, segir að í þessum sparnaðar- aðgerðum felist að öllum aðgerð- um nema bráðaaðgerðum sé frestað fram á haustið. „Við erum því í raun með spítalann fjórðung úr ári eingöngu sem bráðasjúkrahús," sagði Ingi. Hann sagði að ekki hafi áður ver- ið dregið svo mikið úr þjónustu á sjúkrahúsinu, en þetta hafi orðið að gera til þess að ná fram boð- uðum sparnaði. Hins vegar sé vert að hafa í huga að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að loka neinni deild sjúkrahússins. Vegna þessa mikla samdráttar í starfsemi sjúkrahússins hafa mun færri verið ráðnir í sumar- afleysingar en áður, hvort sem er hjúkrunarfræðingar, læknar eða ófaglært starfsfólk. „Það er innan við tveir þriðju af afleysingafólki hér í sumar miðað við fyrri ár,“ sagði Ingi. Nú þegar er komin eins mán- aðar reynsla á þessar sparnaðar- aðgerðir. „Af þessu skapast vissulega óþægindi fyrir sjúklinga og biðlistar lengjast, en ég tel að þetta hafi gengið þokkalega til þessa,“ sagði Ingi Björnsson. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.