Dagur - 01.07.1992, Page 2

Dagur - 01.07.1992, Page 2
ri t inA/i a n 2 - DAGUR - Miðvikudagur 1. júlí 1992 Fréttir Skiptum á þrotabúi Álafoss hf. lokið: Stærsta gjaldþrot íslandssög- unnar „geymt“ á Þjóðskjalasaftii Skiptameðferð á þrotabúi Ála- foss hf. lauk formlega í gær rösku ári eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. Heildarkröfur í þrotabú Ala- foss voru um 2,7 milljarðar króna. Þar af voru samþykktar forgangskröfur og sem innleystar voru af Ríkissjóði vegna ríkis- ábyrgðar á launum 70,3 milljónir króna. Af þessari upphæð feng- ust greiddar 8,3 milljónir eða 11,9%. Lýstar kröfur utan skuld- araðar námu 1,15 milljarði króna og upp í þær kröfur fengust greiddar rúmar 890 milljónir króna, eða 77,1%. Lýstar almennar kröfur samkvæmt endanlegri kröfuskrá, og sem ekki var sérstaklega tekin afstaða Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Þörfnumst stórverkefiiis - Byggðastofnun spáir fólksfækkun Aðalfundur Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga var haldinn á Hótel Húsavík sl. laugardag. Formaður stjórnar félagsins, Reinhard Reynisson, flutti skýrslu stjórnar og þakkaði Ásgeiri Leifssyni fram- kvæmdastjóra fyrir vel unnin störf. Aðalsteinn Baldursson, varaformaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, var kjörinn í stjórn Atvinnuþróunarfélagsins í stað Kristins Lárussonar á Þórshöfn, sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs. Ásgeir Leifsson kynnti nýja spá frá Byggðastofnun um breyt- ingar á fólksfjölda í Þingeyjar- sýslum. í spánni kemur fram að til 2010 muni fólki í Suður-Þing- eyjarsýslu fækka um 16% en fólki í Norður-Þingeyjarsýslu um 23%. í forsendum fyrir spánni er tekið tillit til atvinnuþróunar. Telur Ásgeir að til að bregðast við þessum tíðindum þurfi að takast á við meiri háttar verkefni í atvinnumálum. IM til, námu samtals 1,4 milljarði króna. Ekki fékkst ein einasta króna upp í þær. í frumvarpi að úthlutunargerð í þrotabúi Álafoss kemur fram að skiptastjórar, Brynjólfur Kjartansson hrl. og Skarphéðinn Þórisson hrl. hafi ákveðið að halda eftir 1 milljón króna til að mæta hugsanlegum kostnaði vegna skiptaréttarmáls gegn H. Stoll G.m.b.H. & Co., 1,2 millj- ónum til að greiða Þjóðskjala- safni íslands vegna vörslu á bók- haldsgögnum þrotabúsins og 500 þúsundum til að mæta ófyrirséð- um kostnaði, t.d. vegna vinnu við upplýsingaöflun. Eins og fram hefur komið er gjaldþrot Álafoss langstærsta gjaldþrot íslandssögunnar. Lög- fróðir menn meta það svo að í raun sé gjaldþrotið, þegar öll kurl séu komin til grafar, ríflega 3 milljarðar króna. Til saman- burðar er gjaldþrot Hafskips hf. talið nema um 1,3 milljarði króna, framreiknað til dagsins í dag. óþh Jafn vœgiskúnstir. Mynd: GT Óveðrið: Fleira fé fimist dautt í Skagafirði Fleira og fleira fé finnst dautt í afréttum Skagfirðinga eftir hretiö á dögunum. Um 20 kindur hafa fundist dauðar í Laugar í Reykjadal: Sumarleikar HSÞ um næstu „Þetta verður fjölskyldu- skemmtun í fögru umhverfi og í góðu veðri,“ sagði Guðrún Sigurðardóttir, forsvarsmaður frjálsíþróttadeildar HSÞ. Sumarleikum HSÞ var frestað um síðustu helgi vegna veðurs, en ákeðið er að halda þá um næstu helgi, 4. og 5. júlí. Sumarleikarnir verða haldnir að Laugum í Reykjadal. Leikarnir hefjast kl. 10 báða dag- ana og nóg af tjaldstæðum er á svæðinu fyrir þá sem það vilja nýta sér. Dagskrá verður fjöl- breytt; Héraðsmót í frjálsum, pollamót í knattspyrnu, glíma, starfshlaup í léttum dúr, reiðsýn- helgi ing og ýmiskonar skemmtiatriði, tívolí og varðeldur. IM Kálfadal og einnig hefur fund- ist dautt fé í Staðarsveit og á Vatnsskarði. Búast má við að fleira fé hafi farist, einkum í norðanverðum Skagafirði og Ijóst að öll kurl eru ekki komin til grafar í því efni. Bjargráða- sjóður mun geta bætt fjártjón af völdum óveðursins að nokkru leyti fái bændur það ekki bætt annarsstaðar frá og eigi ekki fé umfram fram- leiðslurétt. Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík, sagði að nú hefðu fundist um 20 kindur dauð- Kjaradómur: Hafnaði tilmælum um endurskoðun - ríkisstjórnarfundur um málið í gærkvöld Kjaradómur hefur neitað ríkis- stjórninni að taka til endur- skoðunar ákvörðun sína um breytingar á launum æðstu manna ríkisins en stjórnin Fiskmíölun Noröuriands á Oalvík - Rskverð á markaði vlkuna 21.06-27.06 1992 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verö Meöalverö (kr/kg) Magn (kg) Verömæti Grálúöa 80 75 77,19 5.540 427.611 Hlýri 39 37 37,61 343 12.901 Hrogn 130 130 130,00 233 30.290 Karfi 36 20 27,84 339 9,437 Keila 30 30 30,00 47 1.410 Lúöa 120 120 120,00 4 480 Steinbítur 41 37 40,00 213 8.521 Ufsi 39 37 37,55 2.573 96.622 Ýsa 111 40 74,07 1.741 165.367 Þorskur 86 77 83,87 8.747 733.615 Samtals 74,19 20.971 1.555.824 Dagur birtlr vikulega töflu yfir fiskverö hjá Rskmiölun Norfturlands á Dalvik og grelnir þar frá verblnu sem fékkst i vikunni á undan. Þetta er gert í IJósi þess að hiutverk fiskmarka&a í verþ- myndun íslenskra sjávarafurða hefur vaxlft hröðum skrefum og því sjálfsagt að gera lesendum blaðslns klelft að fylgjast með þröun markaðsverðs á flskl hér á Norðurlandl. hafði farið fram á að dómurinn endurskoðaði fyrri ákvarðanir sínar. Ríkisstjórnarfundur hófst um málið síðdegis í gær og var fyrirhugað að honum yrði framhaldið í gærkvöld. Ljóst er að niðurstöður kjara- dóms munu valda stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins miklum vanda ef þær verða látn- ar ganga eftir. í ályktun frá BSRB segir meðal annars að rök- rétt framhald af svokölluðum leiðréttingum kjaradóms sé að samsvarandi kauphækknair verði látnar ganga til félagsmanna sam- takanna. Svipaðra hugmynda gætir einnig í málflutningi tals- manna annarra samtaka launa- manna auk þess sem talsmenn atvinnurekenda hafa bent á að niðurstöður dómsins hvað æðstu embættismenn varðar kollvarpi þeirri launastefnu sem verið hafi við lýði að undanförnu og átt verulegan þátt í að útrýma verð- bólgunni. ÞI ar í Kálfadal auk þess sem frést hefði af fjárdauða víðar í hérað- inu. Hann sagði að fylgst væri með fénu daglega og skiptust bændur á um að fara til fjalla og líta eftir. Mikill snjór er enn í afréttum og mjög erfitt er fyrir sauðkindur að athafna sig. Þá kemur kuldinn einnig illa við rúið féð því þrátt fyrir hlýnandi veður er mjög kalt á næturnar - einkum til fjalla. Jóhann Már kvaðst ætla fram í afrétt einhvern næstu daga til að kanna ástand fjárins. Mikil hætta væri á að fleira fé hefði drepist og kæmi það í ljós þegar snjóinn færi að taka upp. Einnig væri veruleg hætta á að fé og jafnvel hross veiktust vegna kuld- ans og vosbúðarinnar og því ógerningur að segja til um það í bráð hver skaðinn muni verða af áhlaupinu en alveg ljóst að ekki væri allt komið fram í því efni. Bændur hafa vellt fyrir sér möguleikum á bótum vegna bú- fjárskaðans og hvort Bjargráða- sjóður komi til með að bæta tjón af völdum hamfara sem þessa. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sagði að Bjargráðasjóð- ur gæti komið inn í dæmi sam- bærileg þeim er nú hefðu átt sér stað fyrir norðan. Hann sagði að Bjargráðsajóði bæri að bæta tjón á búfé sem ekki fengist bætt með öðrum hætti. Því ættu þeir bænd- ur sem ekki hefðu búfjártrygg- ingu og ekki væru með fullan framleiðslukvóta rétt á bótum vegna tjóns af völdum illviðra. Bjargráðsjóður væri hinsvegar vanbúinn að taka á sig mikil útgjöld og bætur yrði því fyrst og fremst um greiðslur upp í tjón að ræða fremur en þau væru bætt að fullu. ÞI Árni Bjamarson látinn Arni Bjarnarson, bókaútgef- andi á Akureyri, lést mánu- daginn 29. júní sl., 82ja ára aö aldri. Árni fæddist í Pálsgerði í Grýtubakkahreppi 4. febrúar 1910. Hann hóf bókaverslun á Akureyri árið 1939 og stofnaði skömmu síðar bókaútgáfuna Eddu og rak hvort tveggja um langt árabil. Hann stundaði einnig ökukennslu á Akureyri í mörg ár og stofnaði Flugskóla Akureyrar árið 1945 og rak í nokkur ár. Árni tók virkan þátt í félags- starfi, m.a. innan ungmenna- félags- og íþróttahreyfingarinn- ar svo og stúkunnar. Þá vann hann ötullega að eflingu sam- starfs íslendinga austan hafs og vestan. Árið 1958 var Árni skipaður formaður nefndar er vinna skyldi að framangreindu starfi og söfnun efnis í V,- íslenskar æviskrár. Árið 1975 var hann sæmdur fálkaorðunni fyrir árangur þess starfs. Árni var ritstjóri og útgefandi tímaritsins Eddu og Laugar- dagsblaðsins á Akureyri og stundaði margvísleg ritstörf önnur. Þá gaf hann út um 100 bækur og rit er snerta V.- íslensk málefni. Eftirlifandi kona Árna er Gerður Sigmarsdóttir og eign- uðust þau fjögur börn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.