Dagur - 01.07.1992, Síða 4

Dagur - 01.07.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 1. júlí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir). ÓLI G. JÓHANNSSON. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON. SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960. fax 95-36130). STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Annað hvort eða... Ríkisstjórnin íiefur beint þeim tilmælum til Kjara- dóms að hann taki úrskurð sinn frá 26. júní til endurmats eða kveði upp nýjan úrskurð. í bréfi sem forsætisráðherra hefur sent formanni Kjara- dóms segir að niðurstaða dómsins stangist í veiga- miklum atriðum á við þá þróun sem orðið hafi á hinum almenna launamarkaði og sé ekki í takt við framvindu íslensks efnahagslífs um þessar mundir. „Mat ríkisstjórnarinnar er að dómurinn sé til þess fallinn að skapa óróa í samfélaginu og rjúfa þá samstöðu sem náðst hefur um að vinna sig út úr þeim efnahagslegu þrengingum sem nú er við að glíma," segir orðrétt í bréfi forsætisráðherra til formanns Kjaradóms. í sjálfu sér er hægt að taka undir þessi orð for- sætisráðherra, þótt mörgum finnist orðalagið ef- laust full varfærnislegt. Það er vægt til orða tekið að segja að úrskurður Kjaradóms um að hækka laun hálaunamanna í röðum ríkisstarfsmanna um tugi þúsunda, „sé til þess fallinn að skapa óróa í samfélaginu“. Nær lagi er að segja að Kjaradómur hafi varpað sprengju inn á viðkvæman vinnumark- aðinn með dómi sínum. Vafalaust má halda því fram með réttu að ýmsir hópar ríkisstarfsmanna eigi rétt á að laun þeirra verði lagfærð til samræmis við einhverja saman- burðarhópa sem bera meira úr býtum. Hins vegar er vart hægt að finna óhentugri tíma til slíkra lag- færinga en nú. Þá má benda á að í rökstuðningi meirihluta Kjaradóms kemur fram að hann hafi markað þá stefnu árið 1985 að laun sem hann ákveði séu heildarláun og ekki komi til fastar greiðslur fyrir venjubundin störf, þótt innt séu af hendi utan dagvinnutíma. Þrátt fyrir það hefur í vaxandi mæli komið til greiðslu yfirvinnu, íastrar eða mældrar, til þeirra sem fá laun samkvæmt ákvörðun Kjaradóms. Þessar greiðslur eru mis- munandi eftir embættum en fyrir vikið er í mörgum tilfellum verulegt ósamræmi milli heildarlauna og þeirra launa sem Kjaradómur ákveður, segir í rök- stuðningi dómsins. Þetta misræmi hyggst Kjara- dómur leiðrétta. Spyrja má hvort ekki hefði verið eðlilegra að lækka laun þeirra, sem notið hafa aukagreiðslna í bága við úrskurð Kjaradóms frá 1985, í stað þess að hækka laun annarra um tugi þúsunda króna til samræmis. Miðstjórn Alþýðusambands íslands komst ef til vill næst kjarna þessa máls í orðsendingu sem hún sendi forsætisráðherra á mánudaginn. Þar segir að í stöðunni sé einungis um tvo kosti að ræða. Valið standi á milli þess að allir launamenn fái tilsvar- andi launahækkanir og gert er ráð fyrir í úrskurði Kjaradóms en að öðrum kosti gangi ákvörðun Kjaradóms til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft er málið ekki flóknara en svo. BB. Herdís L. Storgaard: Veist þú hvar bamið þitt er núna? - nokkur orð um hjólreiðar og slys á börnum Það er alltaf ánægjuleg stund þegar barnið fær sitt fyrsta tvíhjól með hjálpardekkjum. Fjölskyld- an fer í verslunina og barnið vel- ur sér hjól. Og hjólahjálmur; já, það má ekki gleyma honum. Þegar heim er komið fara allir út. Barnið fer á hjólið og brunar af stað. Þetta er merkur dagur í lífi barnsins. Ferðin gengur vel, barnið hendist áfram og foreldr- arnir horfa stoltir á litlu elskuna sína bruna eftir gangstéttinni. Óhljóð! Ringulreið! Það var bara eitt sem gleymdist; að athuga hvort barnið kynni að hemla, en svo var ekki. Þessi annars eftir- minnilegi dagur er nú orðinn ógleymanlegur því ferðin endaði á slysamóttökunni. Kæru foreldrar. Áður en þið kaupið tvíhjól með hjálpardekkj- um fyrir börn yngri en 7 ára verð- ið þið að vita eftirfarandi: Samkvæmt íslenskum umferð- arlögum mega börn undir 7 ára aldri ekki hjóla á umferðargötu. Þau fara út á götu, þrátt fyrir að þeim sé bannað það, þau gleyma fljótt öllum heilræðum! Það er eðlilegur hlutur vegna þess þroskaleysis sem þau hafa fram að 10 ára aldri. Það er fleiru ábótavatn við þroska þeirra sem Hjálmurinn er nauðsynlegur þegar hjólað er. gerir það að verkum að þau eru ákafle'ga varasöm í umferðinni og þegar þau eru komin á hjól eru þau orðin stórhættuleg. Það að hemla, læra þau fyrst í kringum sex ára aldur. Þau átta sig heldur ekki á því úr hvaða átt hljóð frá bifreiðum koma. Þau hafa ófullkomna hliðarsýn, þau geta ekki áttað sig á hvaða bifreiðar stefna í átt að þeim, né hversu nálægt þeim bíllinn er. Með þetta í huga vona ég að sem flestir foreldrar hugsi sig um áður en þeir kaupa tvíhjól fyrir lítið barn. Það er mikilvægt að foreldrar fari út með börnin og séu með þeim þegar þau hjóla og kenni þeim í leiðinni umferðarreglurn- ar. Þegar þau eru svo nógu gömul til að hjóla í umferðinni, en það er við 10 ára aldur, er mikilvægt að hvetja þau til að virða umferð- arreglur og líta á reiðhjólið sem farartæki, en ekki leikfang. Að lokum: Hjálmurinn er nauðsynlegur þegar hjólað er því að rannsóknir leiða í ljós að þeg- ar barn dettur af hjóli er það höfuðið sem verður fyrir högginu í um 80% tilfella. Kæru foreldrar. Tökum hönd- um saman, sameinumst undir kjörorðunum „Vörn fyrir börn“ og fækkum alvarlegum slysum á börnum. Fyrir hönd Rauða kross íslands og Slysavarnafélags íslands, Herdís L. Storgaard. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Slysavarnafélags íslands. Hákon Sigurgrímsson frkvstjóri Stéttarsambands bænda: Markaðssetning í mjólkurframleiðslu á ábyrgð bænda og afurðastöðva frá haustdögum Á kjörmannafundi eyíirskra bænda nú nýverið hélt Hákon Sigurgrímsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda langt og ítarlegt erindi og fjall- aði það aðallega um búvöru- samning sauðfjárbænda, vænt- anlegan samning fyrir mjólk- urframleiðendur auk kvóta- og sölumál og kjaramál bænda. íslenskir bændur lifa nú á mikl- um óvissutímum. Fullvirðisrétt- urinn minnkar hjá sauðfjárbænd- um og neysla mjölkur minnkar á ári hverju en óvissan um Evróp- ska efnahagssvæðið og GATT setur svip sinn á þær umræður sem fram fara um framtíð land- búnaðarins í landinu. Innflutn- ingur búvara í einhverju mæli er á næsta leyti og það leiðir af sér rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður hefur aldrei kynnst fyrr. Eina aðstoð stjórnvalda er fólgin í því að kaupa af bændum fullvirðisréttinn og þar með fækka þeim. Rætt hefur verið við landbún- aðarráðherra um að réttur bænda til atvinnuleysisbóta verði skil- greindur en það hefur hvorki gengið né rekið í þessu máli og stjórn Stéttarsambandsins hefur komið sér saman um ákveðnar hugmyndir sem kynntar verða hlutaðeigandi aðilum. Ef það tekst ekki verður að krefjast þess að sá hluti tryggingargjaldsins sem rennur til Atvinnuleysisbóta- sjóðs verði felldur niður. Sami réttur allra til greiðslumarks? Einnig hefur það verið rætt innan stjórnar Stéttarsambandsins og við landbúnaðarráðherra að hvort bændur sem eru það gamlir að þeir eiga rétt til ellilífeyris og fullrar tekjutryggingar eigi að hafa sama rétt til greiðslumarks og aðrir bændur. Sauðfjárbændur sem orðnir eru 67 ára eða eldri eru í dag 430 og þeir framleiða um 960 tonn af kjöti eða um 12% af heildarkindakjötsframleiðsl- unni. Ef allir þessir bændur eru kvæntir og bæði hjónin ættu rétt til tekjutryggingar og ellilífeyris og þeir hættu framleiðslu myndi allur hópurinn hækka í tekjum um 10 milljónir króna. Ákvörðun þessa efnis yrði ekki auðveld en erfiðleikarnir yrðu fyrst og fremst tilfinningalegir og félagslegir. Opinberir starfsmenn og reyndar fleiri stéttir hætta störfum 70 ára gamlir og því ekki einnig bændur? Sú staða sem sauðfjárbændur eru í nú vegna verulegrar fækk- unar sauðfjár á landinu öllu er sú erfiðasta sem þeir hafa verið í síðan á árunum 1934 til 1950 er sauðfjársjúkdómar gengu nærri afkomu sauðfjárbænda. Bændur eru einnig að súpa af því seyðið nú að framleiðslan þróaðist algjörlega án tillits til markaðar- ins og bændur gátu hækkað verð- ið og sótt síðan niðurgreiðslur og útflutningsbætur. Nú verða bændur rétt eins og aðrir framleiðendur að taka fullt tillit til markaðarins en segja má að bændur hafi stundað búskap í vernduðu umhverfi og því erfitt fyrir marga að stíga skrefið inn í markaðsbúskap þar sem eftir- spurn ræður afkomunni fyrst og fremst. Breytt kjarabarátta bænda Kjarabarátta bænda fer því í dag fyrst og fremst fram í gegnum samningaviðræður við stjórnvöld og Stéttarsambandið er þar beinn þátttakandi þar sem það hefur til- lögurétt um reglugerðir. En auð- vitað er það landbúnaðarráðu- neytið sem tekur endanlegar ákvarðanir og ber ábyrgðina en Framleiðsluráð landbúnaðarins er hins vegar framkvæmdaraðili að framleiðslustýringunni í land- inu. Nýr búvörusamningur fyrir mjólkurframleiðendur í búvörusamningnum sem undir- ritaður var 11. mars í fyrra var gengið frá ramma varðandi mjólkurframleiðsluna. í honum er gert ráð fyrir að útflutnings- bætur falli niður frá 1. september nk. og öll markaðssetning verði eftirleiðis á ábyrgð bænda og afurðastöðva en heildarfullvirðis- rétturinn skal miðaður við innan- landsmarkað og færður niður í 100 millj. lítra 1. september nk. eða um 5%. Viðskipti með full- virðisrétt verða heimiluð. Tryggt verður með sérstökum samningi við afurðastöðvarnar að hliðstæð hagræðing eigi sér stað þar eins og krafist er af bændum í væntanlegum búvörusamningi. Stéttarsambandið hefur einnig sett fram þá kröfu í komandi samningi um mjólkurframleiðslu að þeir peningar sem ríkissjóður sparar vegna hagræðingar gangi til mjólkurframleiðslunnar í formi félagslegs stuðnings og er þá fyrst og fremst verið að hafa í huga afleysingaþjónustu fyrir mjólkurframleiðendur. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.