Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 3. júlí 1992
Fréttir
Mynd: -ÞH
Siglfírska verktakafyrirtækið Berg hf. vinnur nú að gerð vegskála við munna Strákaganga.
Sigluijörður:
Atviimuástand með besta móti
- „það er sóknarandi í Siglfirðingum,“
segir Björn Valdimarsson bæjarstjóri
Fishing News International:
Lofar markaðs-
starf Sæplasts
- franskir togarar spara milljónir á því
að nota dalvísku fiskkörin
Gott atvinnuástand er nú á
Siglufirði, að sögn Björns
Valdimarssonar bæjarstjóra.
Kemur þar ýmislegt til, en
aðallega góð staða helstu fyrir-
tækja í sjávarútvegi. Rekstur
rækjuverksmiðju Ingimundar
hf. hefur verið jafn og góður
og koma nýja skipsins til Þor-
móðar ramma, fjölveiðiskips-
ins Sunnu, hefur einnig létt
róðurinn í atvinnumálunum.
Björn sagði að það ætti einnig
sinn þátt í þessu góða ástandi að
staða bæjarsjóðs væri nú það góð
eftir sölu Rafveitu Siglufjarðar
að framkvæmdir bæjarins eru
með mesta móti. Stærsta verk-
Atvinnutekjur íslendinga voru
um 140 milljarðar króna á
árinu 1990. Hlutur þess helm-
ings allra framteljenda sem
lægri tekjur hafa var aðeins
20,6% en var 22,2% árið 1986.
Þannig hefur hlutur hinna
tekjulægri í heildaratvinnu-
tekjum minnkað um 1,6% á
fjórum árum eða um 2,2 millj-
arða króna ef reiknað er í pen-
ingum. Ef litið er á tekjur
landsmanna á aldrinum 25 til
Nú er verið að athuga mögu-
leikann á því að bora fyrir
heitu vatni og leiða það heim á
nokkra bæi í Fljótum. Hrepps-
nefndin í Fijótahreppi hefur
fjallað um þetta mál að undan-
förnu og er búist við því að
bráðiega verði boðað til stofn-
fundar félags um hitaveitu í
Fljótunum.
Einn helsti talsmaður hitaveitu
í Fljótunum er Trausti Sveinsson
bóndi og ferðamálafrömuður í
Bjarnargili. Hann sagði frétta-
manni Dags að ef ráðist yrði í
efnið sem unnið er að á vegum
bæjarins er bygging nýs leikskóla
sem á að leysa gamalt og úr sér
gengið hús af hólmi. Þar er um að
ræða 540 fermetra hús sem rúma
mun allt að 100 börn. Jarðvegs-
skiptum er lokið og uppsteypa að
hefjast en húsið á að verða full-
búið haustið 1993.
í>á eru siglfirskir verktakar að
störfum í Strákagöngum. Göngin
voru tekin í gegn í fyrra og eru nú
mjög áþekk göngunum um Ólafs-
fjarðarmúla að innan. Nú er unn-
ið að gerð vegskála við ganga-
munnana og eiga þeir að verða
tilbúnir l. september nk. Það er
fyrirtækið Berg hf. sem sinnir því
verki.
65 ára koma svipaðar stað-
reyndir í Ijós. Á árinu 1990
nam fjöldi þess hóps um 86,7
þúsundum og skipti hann með
sér um 110 milljarða króna
heildartekjum. Á milli áranna
1989 og 1990 færðist um 0,9%
af tekjum tekjulægri helmings
þessa sama hóps til þess tekju-
hærri og nam tilfærslan alls um
950 milljónum króna. Þessar
upplýsingar koma fram í frétt
frá Þjóðhagsstofnun frá 25.
lagningu hitaveitu um sveitina
væri hugmyndin sú að bora eftir
vatni við Reykjarhól sem er
skammt innan við Bjarnargil.
Þaðan væri hægt að leiða það um
hluta sveitarinnar án þess að dæla
því. Trausti hefur á prjónunum
uppbyggingu ferðaþjónustu að
Bjarnargili, eins og fram hefur
komið í fréttum, og segir hann
heitt vatn algjört skilyrði fyrir því
að hægt verði að ráðast í slíka
uppbyggingu.
Örn Þórarinsson oddviti á
Ökrum sagði að rætt hefði verið
um í fyrstu lotu að leggja vatn
Björn sagði að íbúafjöldi væri
nú í jafnvægi. „Þeir sem fylgjast
með fasteignaviðskiptum segja
að það hafi verið meiri sala á
íbúðum síðustu þrjá mánuði en
um nokkurt skeið. Það virðist
vera léttara að selja íbúðir. Og ég
veit að yfirleitt hafa verið 2-4
leiguíbúðir í eigu bæjarins lausar
en nú er aðeins ein laus. Það hafa
verið stofnuð nokkur minni fyrir-
tæki hér í bænum sem virðast
ætla að ganga svo það virðist vera
sóknarandi í Siglfirðingum. Enda
vita menn hér að það þýðir ekki
að vera með neinn bölmóð, hann
skilar engu,“ sagði Björn Valdi-
marsson bæjarstjóri á Siglufirði.
júní síðastliönum.
í skýrslunni kemur glögglega
fram að launamunur hefur farið
hraðvaxandi hér á landi á undan-
förnum árum. Sem dæmi má
nefna að á árinu 1986 hafði um
tíundi hluti þeirra kvæntu karla,
sem hæst laun höfðu um 450%
hærri laun en sá hluti kvæntra
karla sem lægst launaður var.
Fjórum árum síðar, á árinu 1990,
var þessi munur orðinn allt að
heim á eina tíu bæi á svæðinu frá
Ketilási fram að Reykjarhóli.
Þetta væri þó háð því hversu mik-
ið vatn fengist við borun og eins
viðtökum íbúanna. „Það á eftir
að koma í ljós hversu margir vilja
taka þátt í þessu. Hreppsnefndin
hefur ekki tekið endanlega
ákvörðun um þátttöku, en við
viljum vera með í þessu að
ákveðnum skilyrðum uppfyllt-
um,“ sagði Örn.
Ef af því verður að tíu bæir fái
heitt vatn í þessari lotu léti nærri
að þriðjungur Fljótamanna byggi
við hitaveitu. -ÞH
Fiskkör og markaðsstarfsemi
Sæplasts hf. á Dalvík fær mjög
lofsamlega umsögn í júnítölu-
blaöi enska tímaritsins Fishing
News International. Segir þar
að fyrirtækið hafi náð fótfestu
á markaði í Frakklandi með
því að velja sér heppilegan
umboðsmann og með góðu
kynningarstarfi.
Að sögn blaðsins hefur reynsl-
an af fiskkörunum frá Sæplasti
verið góð um borð í togurum sem
gerðir eru út á Bretagne-skagan-
um í Norður-Frakklandi. Skip-
verjar eru ánægðir með körin og
segja þau létta sér störfin. Og
útgerðarmenn eru hæstánægðir
því þeir hafa reiknað út að á
meðalstórum togara sparist um
100.000 krónur í hverjum mán-
aðartúr. Fyrirtækið D’Hellernes
gerir út 13 togara og sparar um 16
milljónir króna í löndunarkostn-
að á ári á því að nota körin, en
áður var fiskurinn ísaður í stíur.
Sæplast kom fyrir alvöru inn á
franska markaðinn síðari hluta
Vegna skemmtilegra tilviljana
virðast konur vera að taka öll
620% eða ríflega sjöfaldur.
í töflu um þróun launa sem
Þjóðhagsstofnun hefur sent frá
sér kemur í ljós að hlutdeild 70%
launþega í heildarlaunagreiðslum
í landinu hefur minnkað á árun-
um 1986 til 1990. Er þá miðað við
þann hluta launþega sem lægri
tekjur hafa. Á sama tímabili hafa
10% launþega - þeir hæst iaun-
uðu - fengið verulegan tekjuauka
og aukið launahlut sinn stórlega á
kostnað næstum allra annarra
launþega. Á fjórum árum hafa
tekjur þessa hóps hækkað um
20% umfram meðtalshækkun
allra launa og allt að 58%
umfram tekjuhækkun hinna lægst
launuðu á umræddu tímabili.
í niðurstöðum skýrslu Þjóð-
hagsstofnunar er bent á að fyrri
hluti framangreinds tímabils hafi
einkennst af þenslu í þjóðar-
búskapnum en síðari hlutinn af
kaupmáttarrýrnun og minnkandi
atvinnu er komi fram í vaxandi
atvinnuleysi. Því sé líklegt að
breyting á dreifingu atvinnutekna
á þessu tímabili endurspegli
bæði breytingar á yfirvinnu,
atvinnu og launum á tímaein-
ingu. Þess má geta að Þjóðhags-
stofnun vinnur nú að ítarlegri
greinargerð um tekjudreifingu
frá árinu 1980, þar sem einkum
verður litið á ráðstöfunartekjur.
ÞI
árs í fyrra og í greininni er vel-
gengni karanna að hluta þökkuð
því að fyrirtækið valdi sér skipa-
smíðastöð sem umboðsaðila.
Hver þekkir skipin betur? spyr
blaðið. Skipasmíðastöðin hefur
ráðist í að breyta lestum togara
svo þeir geti notað körin og
breytir nú tveimur togurum á
mánuði.
Önnur ástæða velgengninnar
er sú að fulltrúar Sæplasts koma
oft til Frakklands til að gefa
sjómönnum góð ráð. Umboðs-
maður Sæplasts, Pascal Piriou,
segir að Frakkar séu vanir að
segja sem svo að þeir geti ekkert
lært af útlendingum. En þegar
leitað var tilboða í fiskkör fyrir
togarana létu öll fyrirtækin nema
Sæplast sér nægja að senda bækl-
inga. Sæplast sendi myndband
sem sýndi notkun karanna. Það
líkaði mönnum og ekki síður að
fyrirtækið skuli ekki láta sér
nægja að selja okkur kör heldur
einnig sinna ráðgjöf um notkun
þeirra. -ÞH
völd í Strandasýslu en öll
lielstu embættin þar eru nú set-
in af konum en í síðustu vígum
karlmannsins þar sitja bæjar-
stjórinn og kaupfélagsstjórinn
sem fastast.
Um helgina kemur Hjördís
Hákonardóttir til að leysa sýslu-
manninn af vegna sumarleyfa en
fyrr í vikunni kom önnur kona,
Hulda Brá Magnadóttir, til að
leysa lækninn af í hans fríi.
Nýlega var Sr. Sigríður Óladóttir
settur prestur í Strandasýslu.
Fyrir sitja símstöðvarstjórinn,
Anna Þorbjörg Stefánsdóttir, og
tannlæknirinn er að sjálfsögðu
kona, Ingunn Friðleifsdóttir. Það
er því ekki óeðlilegt að ætla sem
svo að konur séu að taka völdin á
Ströndum. AMV/GG
Hólmavík:
Rússneskur
togari landar
rækju
Mikið var um að vera á fyrsta
degi júlímánaðar á Hólmavík
því verið var að skipa upp 110
tonnum af rækju úr Barents-
hafi úr rússneskum togara og
fer rækjan til vinnslu á
staðnum.
Allir slíkar landanir eru
atvinnulífinu á Hólmavík mikil
lyftistöng. Að sögn Jóns Alfreðs-
sonar kaupfélagsstjóra er verðið
heldur hærra en fyrir íslensku
rækjuna en það væri erfitt að fá
hana og því væri gripið til þessa
ráðs til að skapa atvinnu fyrir
starfsmenn í rækjuvinnslu.
AMV/GG
-ÞH
Dreifmg atvinnutekna:
fíinir hæsflaunuðu hafa stórlega aukið sinn hlut
- launamunur hæst- og lægstlaunaðra orðinn ríflega sjöfaldur
Fljótin:
Rætt um hitaveitu á tíu bæjum
- stofnfundur félags um hitaveitu í Fljótunum haldinn bráðlega
Strandasýsla:
Konur skipa
ÖU lykUembætti