Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. júlí 1992 - DAGUR - 7 Hvað er að gerast? Þrennir tónleikar Tónlistarhóps Akureyrarkirkju um helgina Tónlistarhópur Akureyrarkirkju, sem í eru Margrét Bóasdóttir, sópran, Lilja Hjaltadóttir, fiðla, Hólmfríður Þóroddsdóttir, óbó, Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott og Björn Steinar Sólbergsson, orgel, verður með tónleika í Raufarhafn- arkirkju í kvöld kl. 20.30, Reykja- hlíðarkirkju annað kvöld kl. 20.30 og á sunnudag kl. 17 í Akureyrar- kirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Corellj, .Hándel, Vivaldi, Gunnar Reyni Sveinsson og Jón Leifs. Akureyri: Tjaldsamkomur Hvítasunnu- kirkjunnar Um helgina verður Hvítasunnu- kirkjan með tjaldsamkomur á skóla- lóðinni við Glerárskóla. Samkom- urnar byrja kl. 20 öll kvöldin. Ræðumaður verður Wynne Goss frá Wales. Hann verður einnig með námskeið í lofgjörð og tilbeiðslu kl. 10 í fyrramálið, laugardag. Á samkomunum verður mikiil og fjöl- breyttur söngur. Allir eru boðnir velkomnir á tjaldsamkomurnar. Sumarleikar HSÞ á Laugum um helgina Héraðssamband Suður-Þingeyinga stendur fyrir Sumarleikum HSÞ á Laugum í Reykjadal um helgina og hefjast þeir kl. 10 árdegis bæði á morgun og sunnudag. Á dagskrá verður héraðsmót í frjálsum íþrótt- um, pollamót í knattspyrnu, glíma, starfshlaup í léttum dúr, reiðsýning og ýmiskonar skemmtiatriði, tívolí og varðeldur. Hundasýning í íþróttahölliiuii á Akureyri á sunnudag Næstkomandi sunnudag efnir Hundaræktarfélag Islands til hunda- sýningar í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Þetta er fimmta hundasýning félagsins á Akureyri og sú lang- stærsta til þessa. Sýndir verða 99 hundar af 15 tegundum og er það í fyrsta skipti sem svo margar tegund- ir eru sýndar á íslandi. Dómari verður Ernest Froggatt frá Bret- landi, en hann er mjög virtur dóm- ari um allan heim. Dagskráin hefst kl. 9.30 með sýningu á Labrador retriever og lýkur með úrslitum um kl. 15.25. Kaffiogvöfflusala Zontaklúbbs Akureyrar Konur í Zontaklúbbi Akureyrar vilja vekja athygli á að sunnudaginn 5. júlí nk. verður efnt til kaffi- og vöfflusölu í húsi klúbbsins í Innbæn- um. Upplagt er fyrir Akureyringa og ferðafólk að líta við um leið og söfnin í Innbænum eru skoðuð. Arnar Geirdal sýnir í Vín um helgina Málverkasýning verður í Blóma- skálanum Vín við Hrafnagil um helgina, 4. og 5. júlí. Sýndar verða nokkrar myndir eftir Arnar Geirdal Guðmundsson. Þetta er í fyrsta skipti sem haldin er sýning á verkum hans. Arnar er fertugur Akureyr- ingur og lærði í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 1979 til 1981. Hann er nú búsettur í Hafnarfirði. Þetta er sölusýning og eru málverk- in unnin í olíu, krít og vatnslitum. Ferðafélag Akureyrar: Gönguferð og sigling í Héðinsfjörð Um helgina efnir Ferðafélag Akur- eyrar til tveggja ferða. Annars vegar gönguferðar á morgun frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð og verður gist í Hvanndölum. Siglt verður til Ólafs- fjarðar. Lagt verður af stað frá skrif- stofu Ferðafélagsins kl. 8 í fyrramál- ið. Hins vegar verður efnt til báts- ferðar frá Ölafsfirði í Héðinsfjörð og verður lagt af stað frá skrifstofu Ferðafélagsins kl. 8 á sunnudags- morgun. Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er opin frá kl. 16-19 frá mánudegi til föstudags. Ógnareðli frum- sýnd í kvöld í Borgarbíói Stórmynd helgarinnar í Borgarbíói á Akureyri er Ógnareðli með Michael Douglas og Sharon Stone í aðalhlutverkum. Ekki er ofsögum sagt að Ógnareðli sé ein af umtöluð- ustu myndum síðari ára og hún hef- ur fengið gífurlega mikla aðsókn þar sem hún hefur verið sýnd. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í mars við mikil mótmæli hinna ýmsu samtaka homma og lesbía auk þess sem samtök kvenna mótmæltu því sem þær sögðu niðurlægjandi samfarasenum. Fyrstu sýningarhelg- ina í Bandaríkjunum skilaði myndin framleiðandanum 885 milljónum króna. Nú hcfur myndin tekið inn um 6 milljarða í Bandaríkjunum. Ógnareðli verður frumsýnd í Borgarbíói í kvöld kl. 20.45 og aftur kl. 23. Hún verður síðan sýnd kl. 20.45 annað kvöld, á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Borgarbíó sýnir Konu slátrarans kl. 21 um helgina. Klukkan 23 verð- ur sýnd mótorhjólamyndin Svell- kalda klíkan og á sama tíma verður sýnd myndin Banvæn blekking. Á barnasýningum á sunnudag kl. 15 verða sýndar myndirnar Benni og Birta í Ástralíu og Fievel goes west. Dalvík: Útimarkaður á frystihús- planinuámorgim Útimarkaður verður á morgun, laugardag, á planinu sunnan við frystihúsið á Dalvík og hefst hann kl. 13. Fjölmargir söluaðilar frá Dalvík og nágrannabyggðum munu hafa fjölbreyttan varning á boðstól- um. Ætlunin er að þessi útimarkað- ur verði fastur liður á laugardögum í júlí og eitthvað fram í ágúst. Áður hefur verið efnt til útimarkaðar yfir sumarið á planinu fyrir framan Vík- urröst, en nú hefur hann sem sagt verið fluttur á frystihúsplanið. Sú Ellen í Sjallanum í kvöld og annað kvöld leikur hljómsveitin Sú Ellen frá Norðfirði í Sjallanum. Annað kvöld verður uppskeruhátíð Pollamóts Þórs, en mótið hefst í dag og lýkur á morgun. Mótið hefur verið haldið á hverju sumri og hafa aldrei verið fleiri keppendur en nú. Hátíðin hefst með kvöldverði kl. 19 og verða skemmtiatriði og dansað fram eftir nóttu. Útilífsskóli Klaldís Fyrir krakka á aldrinum 10-13 ára Nú er síðasta námskeið sumarsins að bresta á, en það er dagana 6.-10. júlí. Skráning í síma 12266 alla daga íram að námskeiðinu á milli kl. 16.00 og 18.00. Skátafélagið Klakkur Alþjóðleg ráðsteftia næringar- fræðinga haldin í Reykjavík Um miðjan júní sátu rúmlega 270 næringarfræðingar og aðrir sér- fræðingar frá öllum Norðurlönd- um ráðstefnu í Háskólabíói, kynntu niðurstöður rannsókna og fjölluðu um samvinnu sín á milli. Fjöldi erinda var haldinn á ráð- stefnunni og meðal annars var greint frá nýjum rannsóknum á eðli og meðferð offitu sem sýna að fjöldi hitaeininga í fæði er ekki það eina sem ræður úrslitum hvort fólki hættir til að fitna held- ur skiptir ekki síður máli hversu fituríkt fæði fólk borðar. Rann- sóknir dr. Arne Astrup, við Nær- ingarstofnun Kaupmannahafnar- háskóla, á efnaskiptum í offitu benda til dæmis eindregið til þess að mun betri árangurs sé að vænta við megrun ef borðað er að vild og án nokkurs sveltis, fæði sem er fitulítið, heldur en ef sér- stakt kapp er lagt á fækkun hita- eininga. Ef fæðið er fituríkt virðist ekki nást sama seddutilfinning fyrir hverja hitaeiningu og því borðar fólk ósjálfrátt meira og orkurík- ara fæði heldur en ef fæðið er kolvetnaríkt og mikið borðað af ávöxtum, grænmeti og lítið smurðu brauði. Einnig kom fram að strangir og einhæfir megrunar- kúrar bera sjaldan árangur ef til lengri tíma er litið heldur geta þeir þvert á móti aukið vanda fólks auk þess sem miklar þyngd- arsveiflur geta skaðað heilsu mun meira en stöðug ofþyngd. Á ráðstefnunni var einnig fjáll- að um næringu ungbarna og ungs fólks á Norðurlöndum. Dr. Kim Fleischer Michaelsen kynnti nið- urstöður rannsókna á næringu, vexti og þroska danskra ung- barna sem sýna að um fjórðungur ungbarna fær fituminna fæði en æskilegt getur talíst og mun fitu- minna en eldri börn og fullorðnir borða að jafnaði. Fram að þessu hafa málefni þróunarlanda lítið sem ekkert verið til umfjöllunar á þingum norrænna næringarfræðinga en í þetta sinn var einn morgunn helgaður umræðu um næringar- rannsóknir í þróunarlöndum. Þar kom meðal annars fram að niðurstöðum slíkra rannsókna er gjarnan haldið leyndum þar sem þær geta varpað rýrð á stjórnir ríkja þar sem næringarskortur er útbreiddur. í erindi dr. Wenche Bart Eide, prófessors við Oslóar- háskóla, kom einnig fram að rannsóknir vestrænna vísinda- manna í þróunarlöndum eru oft á tíðum ekki til þess fallnar að efla hag þeirra sem verið er að rann- saka, heldur eru rannsóknirnar fremur sniðnar með tilliti til hags- muna vísindamannanna sjálfra og þeirra eigin frama á vísinda- sviðinu. í lok erindis síns skoraði hún því á íslendinga og íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að fjallað verði um bætta sam- vinnu við rannsóknir vestrænna vísindamanna í þróunarlöndum á „Fyrstu alheimsráðstefnu um matvæli og næringu" í Rómaborg síðar á þessu ári. Taldi hún Islendinga öðrum fremur geta komið slíkri áskorun á framfæri á alþjóðavettvangi þar sem ísiend- ingar hefðu sjálfir búið við fátækt undir erlendri stjórn en teldust nú til auðugri þjóða heims. Fleiri ráðstefnugestir tóku undir þessa áskorun til íslendinga og hefur henni því verið komið á framfæri við innlend stjórnvöld. ÞRÍHJÓL HÆFA BETUR ÞROSKA FORSKÓLABARNA. SLYSAVARNAFELAG ISLANDS RAUDI KROSS ÍSLANDS SP0RTSK0LIKA SUMARIÐ '92 ★ Línuskautar ★ Körtubolti ★Fimleikar ★ Hokkí ★ Blak ★ Hjólreiðar ★ Sund ★ Sport-leikir ★ Borðtennis ★ Knattspyrna o.fl. o.fl. fyrir hressa krakka á aldrinum 8-13 ára. Fjögur vikunámskeið - hálfan daginn frá kl. 9.00-11.00 á morgnana annars vegar eða hins vegar frá kl. 13.00-15.30. Námskeiðsgjald er kr. 2.500,- Skráning í KA-heimilinu og í síma 23482. Leiðbeinandi er Gunnar Már Másson, íþróttafræðinemi í VSA. Tilboð Lambalærissneiðar 1. fl. 920 kr. kg Smjör500 g 199 kr. kg Vörukynning á Sunquist appelsínu- safa föstudag og laugardag. 0?TÍ0B Opið mánud. til föstud. kl. 12-18.30, laugard. kl. 10-14. ATH. Tökum kreditkort og viðskiptamannanótur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.