Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. júlí 1992 - DAGUR - 13 Minning 4F Bjöm Ottó Kristinsson Fæddur 1. október 1918 - Dáinn 29. júní 1992 - kveðja frá Verkmenntaskólanum á Akureyri „Auð né heilsu ræður engi maður, þótt honum gangi greitt; margan það sækir, er minnst um varir, engi ræður sættum sjálfur. “ (Úr sólarljóðum.) Þegar við héldum hátíðlegt 25 ára afmæli samfelldrar vélstjórn- arkennslu á Akureyri á síðast- liðnu hausti var Björn Kristins- son fjarverandi. Heilsa hans leyfði ekki að hann gæti tekið þátt í þessari hátíðarstund; stund, sem ekki hefði verið hald- in ef hans hefði ekki notið við. Engum manni hefðum við þá fagnað meira. Og nú er hann allur, tæpra 74 ára. Starf frumherjans er ekki alltaf boriö á torg, aðrir eru oft meir mærðir. Þegar Björn Kristinsson af hugsjón sinni gerðist frumherji vélstjórnarmenntunar á Akureyri fyrir meira en aldarfjórðungi, þá var það örugglega ekki gert af fordild eða frægðarþrá, heldur af hugsjón, óbilandi áhuga á starfi sínu og lönguninni til að miðla öðrum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því starfi, sem hann vann, þekkjum ekki til áhyggj- unnar og andvökunnar, slíkt var einfaldlega ekki nefnt. Hins veg- ar má segja, að sú áhyggja og sú andvaka komi okkur nú til góða, við sem njótum ávaxtanna, ylsins af eldinum, sem hann kveikti. Hér á Akureyri höfðu fram yfir miðja öldina verið haldin nokkur mótoristanámskeið á vegunr Fiskifélags íslands við allgóða aðsókn. Þegar vélstjórnarnámið var sameinað 1966, lögðust þessi námskeið af, þannig að engin vélstjórnarfræðsla var í boði utan Reykjavíkur. Þessu var mætt með því að stofna deildir úr Vél- skóla íslands út um land, m.a. á Akureyri. Það var Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskóla íslands, sem fól Birni að setja á stofn deild frá Vélskólanum hér á Akureyri árið 1966. Þessi fyrstu frumbýlingsár voru erfið og mikið mæddi á bæði nemendum og kennurum, þó svo að þyngstar byrðarnar hafi Björn borið; hann má með fullum rétti kalla „burðarás" vélstjórnar- kennslunnar hér á Akureyri. Vél- skóli íslands á Akureyri var sjálf- stæð deild sem sameinaðist Iðn- skólanum á Akureyri árið 1972 og rann inn í Verkmenntaskól- ann á Akureyri þegar hann tók til starfa 1984. Björn lét af starfi sem stjórnandi Vélskólans 1984, en fyrstu annirnar sem Verk- mcnntaskólinn starfaði, var Björn enn við dálitla kennslu, en heilsu hans hrakaði þá mjög og að lokum varð hann að setjast í helgan stein. Þó átti kennslan hug hans allan miklu lengur og ef til vill hefur hann í veikindum sínum síðustu misserin endurlif- að þá daga er hann kenndi í fullu fjöri og sá hugsjón sína smátt og smátt veröa að veruleika. Það geta ekki allir orðið braut- ryðjendur, slíkt er aðeins fáum gefið, burðarásinn verður aðeins einn. Þegar við í dag kveðjum Björn Kristinsson er okkur þakk- læti og virðing efst í huga, starfi hans viljum við halda áfram, því maður kemur í manns stað, einn tekur við af öðrurn. Þessu fáum við, dauðlegir menn, ekki breytt. Við sendum eftirlifandi eigin- konu hans, börnum og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Með Birni Kristinssyni er genginn góður drengur. tSigríður Einarsdóttir frá F.vrarlanHi frá Eyrarlandi Fædd 4. október 1902 - Dáin 23. júní 1992 Hún fæddist í dagrenningu þess- arar aldar og dó skömrnu fyrir sólarlag hennar. Langri ævi merkrar konu er lokið - á meðal okkar - hún sofnaði svefninum langa inn í Jónsmessunóttina. Einkennandi fyrir hana, sem unni vorinu svo sem hún lýsti sjálf fyrir skömmu í bréfi: „...sem krakki fylltist ég svo sterkri ógn um leið og byrjaði að snjóa og skildi ekki fullorðna fólkið sem tók þessu með jafnað- argeði. Þá byrjaði ég strax að þrá vorið með lítil löntb, grænan gróður, blóm og fuglasöng." Hún hét Sigríður Einarsdóttir og fæddist, ólst upp og bjó nánast alla sína ævi á Eyrarlandi, nú í Eyjafjarðarsveit. Hún var elst fimm barna sæmdarhjónanna Margrétar Eiríksdóttur og Einars Árnasonar, bónda og alþingis- Hjálparlínan, sími 12122 - 12122. Minningarspjöld Akureyrarkirkju fást í Safnaðarheimili kirkjunnar, Bókvali og Blómabúðinni Akri í Kaupangi. Minningarkort Hjálparsveitar skáta Akureyri, fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Grýtubakkahreppur - Grenivík. Munið cftir minningarspjöldum Steinunnar Sigursteinsdóttur. Til sölu hjá Eydísi í Litluhlíð 2g, sími 21194. Minningarkort S.Í.B.S. eru seld í umboði Vöruhappdrættis S.Í.B.S., Strandgötu 17, Akureyri. Minningarkort D.A.S. eru seld í umboði D.A.S. í Strandgötu 17, Akureyri. Minningarspjöld Kvenfélagsins Framtíðar fást í: Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni Akri, Dvalarheimil- inu Hlíð, Dvalarheimilinu Skjaldar- vík og hjá Margréti Kröyer Helga- magrastræti 9. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást í öllunr bóka- búðum á Akureyri. Minningarspjöld Minningarsjóðs Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð, Blómabúðinni Akri og símaafgreiðslu F.S.A. manns. Hún naut góðs uppeldis á menningarheimili, nam við Kvennaskólann á Blönduósi í byrjun þriðja áratugarins, þar sem bóklegar greinar voru hafðar í hávegum ásamt þeim verklegu. Um það leyti kom ungur mað- ur úr Mývatnssveit inn í líf hennar, Sigurgeir Sigfússon hét hann. Þau felldu hugi sarnan og settu saman bú á Eyrarlandi, byggðu við gamla bæinn og bjuggu þar myndarbúi á rneðan heilsa leyfði. Börnin urðu fjögur, barnabörnin þrettán, en barna- barnabörnin eru orðin allmörg og fimmti ættliðurinn að byrja að líta dagsins ljós. Öllum þessum skara sendi hún handunnar jólagjafir á hverjum jólum, gjafir sem hún lagði í svo mikla alúð og kærleika, gjafir sem alla gladdi og hún gleymdi engum. Mann sinn missti Sigríður eftir 46 ára hjónaband, hún varð einn- ig að sjá á eftir elsta syni sínum á besta aldri, næstelsta barnabarn- inu á fcrmingaraldri og níu ára langömmubarni. Þá skrifaði hún: „Og hvað á ég að segja, sorg- mædd gömul kona, ykkur til hug- hreystingar, nú þegar hún er horfin sjónum okkar, yndisleg- asta blórnið á ættarmeiðnum?“ Og hún heldur áfram: „Er það öfugmæli að þeir séu ríkastir sem mest hafa misst? Hugsaðu þér þá sem aldrei hafa átt neitt, nema þá veraldarauð, aldrei hafa þekkt dýpstu gleði og sárustu sorg, þeir eru hinir fátæku, eiga ekki einu sinni minningarnar. Skáld hefur sagt og óskað þjóð sinni, að hún eigi ávallt menn að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir.“ Nú er hún horfin sjónum okkar, þroskaðasta og göfugasta blómið á ættarmeiðnum, og hún var svo sannarlega ein af meiri og betri mönnum þjóðar okkar og við erum rík. Hún naut ætíð ómældrar virð- ingar samferðafólksins, því hvar sem hún kom og hvar sem húrt dvaldi hafði hún áhrif og setti svip sinn á umhverfið. Hún starfaði mikið að félags- málum og valdist þar til forystu, hún var hagmælt og listfeng og hafði unun af ljóðum, bókum og blórnum. Hún var listaskrifari til hinstu stundar og hún skilur eftir sig marga og fagra handunna gripi sem hún gaf afkomendum sínum af örlæti. Hún hafði óvenju næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar og hún unni sveit sinni af hjarta. Síðustu árin dvaldi Sigríður í Skjaldarvík og fór afar vel um hana þar og hún naut jafnframt umhyggju barna sinna og fjöl- skyldna þeirra, sem búa í grennd- inni. Alltaf fór hún samt heim í Eyrarland á sumrin og naut sam- vistanna við fólkiö á bænum og börn sín og barnabörn, sem gjarnan komu og dvöldu hjá henni í gamla bænurn hennar. I-lún kvaddi þennan heim á þann veg sem hún var svo oft búin að óska sér - með fullri reisn. Hún skrifaði fyrir tveimur árum: „Þetta sígur allt til þessar- ar einu áttar sem við öll hljótum að feta, hvort sem okkur er það Ijúft eða leitt. Ég segi bara með Davíð: „...fyrr að kallið kemur, þá kem ég glaður um borð.“ Og hún kom svo sannarlega glöð um borð. Hún skrifaði einnig: „Gamla fólkið okkar er alltaf að kveðja og ég samfagna því og gleðst mcð þeim sem eiga þörf á hvíldinni.“ Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og enn skrifar hún: „í þcirri kirkju er hljóður helgiblær, þar líður mér vel.“ Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, í Kaupangskirkjugarði, í sveitinni hennar fögru. Nú er komið að kveðjustund og minningarnar hrannast upp. Þær cru svo margar og yndisleg- ar. Ég eignaðist hana að ömmu er ég var tæplega fjögurra ára gömul og síðan þá, eða í 44 ár, hefur ríkt gagnkvæmur kærleikur á milii okkar. Bréfin hennar öll sem ég varðveiti sem gull, munu veita mér og fjölskyldu minni mikla andlega auðlegð unt ókom- in ár. Ef allir væru sem hún, þá væri heimurinn betri og vænlegri í dag. Ég kveð ástfólgna ömmu rnína með sálmi þeim, sem sunginn var við útför sonar hennar og lang- ömmubarns og tengist okkur á fleiri vegu: Handleiðsla Guðs Pað er elskað og vakað því að yfir mér skín föður ásjóna björt eins og sól. Allt ergeislandi bjart, ekkert glepur mér sýn, því að Guð er mér hæli og skjól. Pegar geð mitt er rótt, er allt heilagt og hljótt, allur heimurinn brosmildur er, og það veitir mér frið, að ég veit mér við hlið hann, sem vakir í náð yfir mér. (Pctur Sigurðsson.) ...og-mcð þeim sömu orðum og hún lauk bréfum sínum: Veri hún best kvödd og Guði falin í eilífri náðinni. Kristín Árnadóttir. í dag, föstudaginn 3. júlí, kveðj- um við aldna heiðurskonu, Sig- ríði Einarsdóttur. Víst er að margs er að minnast eftir langa og ánægjulega samfylgd. Sigríður fæddist á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit 4. október 1902. Hún var elst 5 barna Einars Árnasonar og Margrétar Eiríks- dóttur. Aðalsteinn og Laufey eru bæöi látin, en yngstu systurnar Hulda og Ingibjörg eru búsettar á Eyrarlandi. Sigríður giftist Sigurgeiri Sig- fússyni árið 1922. Hann lést 1969 eftir langvarandi veikindi. Þau hjónin eignuðust 4 börn: Árna, sem lést 1973; Ragnheiði, Einar og Eirík Yngva. Öll sín ungdóms- og síðar búskaparár bjó Sigríður á Eyrar- landi, eða til ársins 1981 að hún fluttist á dvalarheimilið í Skjald- arvík. Hún var vön að taka því sem að höndum bar með ótrúlegri stillingu og æðraðist ekki. Það eru mikil viðbrigði að yfirgefa æskuslóðir sínar til frambúðar, eftir tæplega 80 ár. Þessa ákvörð- un tók hún sjálf og einnig að láta sér líða vel á nýja heimilinu. Starfsstúlkurnar voru henni sér- staklega góðar og umhyggjusam- ar og hún mat mikils allt sem þar var fyrir hana gert. Nýlega talaði hún svo um að árin hefðu verið góð og liðið hratt svo sér hefði örugglega ekki leiðst. Við fjöl- skyldan hennar sendum starfs- fólkinu í Skjaldarvík okkar inni- legustu þakkir fyrir allt sem gert var fyrir Sigríði. Óhætt er að segja að áhuga- málin voru mörg og ólík, því fátt lét hún sér óviðkomandi. Að félagsmálum starfaði hún um áratugaskeið, hún las rnjög mikið alla tíð og gat sagt okkur sögu- þráð bóka sem hún hafði lesið, bæði nýlega og líka fyrir mörgum árunt. Hún hafði yndi af ferða- lögum. Mikla og fallega handa- vinnu vann luin af vandvirkni og alúð, eins og allt sem luin tók sér fyrir hendur. Væri góður kapp- leikur í sjónvarpi t.d. handbolti hikuðum við fólkið hennar við að trufla hana með heimsóknum. Fjölskyldan og vinirnir voru þó Sigríðar hjartans áhugamál. Ánægðust var hún þegar hún hafði sem flest af sínu fólki í kringum sig. Að mínu mati var hún einstök kona, sem við fólkið hennar elskuðum og virtum og eigum eftir að sakna og minnast oft á ókomnum árum. Við gleðjumst samt fyrir hennar hönd að hafa fengið að sofna út af í rúminu sínu í Skjaldarvík, og vakna hjá vinunum sínum horfnu, án undangenginna veikinda; rétt eins og hún hafði óskað sér. Sigríður var svo heppin að halda sjón, heyrn, rninni og allri hugsun frarn á síðustu stund. Það var alltaf reisn yfir þessari konu þótt bak og fætur bognuðu og andlitið var svo sérstaklcga slétt og fallegt. Hún lifði lífinu lifandi þó svo á síðustu árunt hafi hún lítið farið. Lífsviðhorfið var alltaf jákvætt og neikvæðar hliðar tæplega til. Sigríður veitti okkur fólkinu sínu umhyggju og gleði sem yljuðu svo vel. Við kveðjum Sig- ríði með söknuði og treystum á endurfundi. Það er svo gott að vita af henni, því hún tók alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum til hennar. Hafi Sigríður kæra þökk fyrir allt. Guð leiði hana á nýjum leiðum. Sólveig. Kveðja til ömmu Fagna þú, sál mín, allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, - dauðinn sætur blundur. Pótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur. Pótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra' um síðir Edens-lundur. Fagna þú, sál mín, lít þú viðlend veldi vona og drauma, erþrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð afarineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, - kemur upp fegri sól, er þessi' er hnigin. (Jakob Jóh. Smari) Álfliildur, Friðgeir og Sigga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.