Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. júlí 1992 - DAGUR - 5 Á að fara aðra umferð? - svar til Rafns Kjartanssonar Mér er það bæði ljúft og skylt að svara grein hins ágæta skóla- manns, Rafns Kjartanssonar, hér til hliðar, enda biður hann mig beinlínis um það. Rafni þykir það „næsta furðu- legt“ að Degi þyki tíðindum sæta að skólameistari Menntaskólans á Akureyri ætli einungis ráða menntaða kennara til starfa í skóla sínum næsta vetur. Þessi orð Rafns benda eindregið til þess að hann hafi næsta lítið fylgst með fréttum af vettvangi skólamála síðustu ár. Því miður hefur ástandið verið þannig - þótt Rafn vilji ekki skilja það eða viðurkenna - að mjög erfiðlega hefur gengið að manna kennara- stöður með réttindafólki, sér í lagi á landsbyggðinni. Óneitanlega fréttnæmt Síðustu 10 ár a.m.k. hefur það fremur verið regla en undantekn- ing að svo og svo margir leiðbein- endur, þ.e. fólk sem ekki hefur kennararéttindi, kenni í skólum landsins. Stjórnendur grunn- og framhaldsskóla hafa hingað til sætt sig við að ráða leiðbeinendur til kennslustarfa þegar þeim hef- ur ekki tekist að fá réttindafólk. Tryggvi Gíslason, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri hefur nú, fyrstur skólastjórnenda hér á landi að því er ég best veit, sett hnefann í borðið og tilkynnt að hann sætti sig ekki við að ráða leiðbeinendur til kennslustarfa. Að mínu viti er þessi afstaða hans mjög ábyrg og skynsamleg. En hún er jafnframt og óneitan- lega fréttnæm, hvernig sem á málið er litið. Ég vil benda Rafni Kjartans- syni á að þegar menntaðir kenn- arar tóku að flýja unnvörpum í önnur störf vegna þess hve kenn- arastarfið var (og er) illa launað, þótti það fréttnæmt. Það þótti einnig fréttnæmt fyrst í stað þeg- ar skólastjórar sáu sig knúna til að fá „réttindalausa kennara“ til að uppfræða börn og unglinga í skólum landsins. Það þykir varla fréttnæmt Iengur, ekki fremur en annað sem við getum gengið að sem vísu. Ég vona að með þess- um orðum hafi ég rökstutt sæmi- lega hvers vegna Dagur sá stæðu til að slá þvf upp í frétt á forsíðu að skólameistari M.A. hygðist fremur sleppa því að ráða í kennarastöður en að ráða leið- beinendur til starfans. Flóttamaður úr stéttinni Rafni til upplýsingar vil ég geta þess að ég er einn fjölmargra flóttamanna úr kennarastéttinni. Ég er með próf frá Kennara- háskóla íslands upp á vasann og hef mikla ánægju af því að kenna börnum og unglingum. Þó er ég hættur því. Starfið gaf mikið í aðra hönd, þ.e. ef mælt er með annarri stiku en hinni veraldlegu. Útborguð laun vöktu á hinn bóg- inn alls enga kátínu, hvorki hjá mér né samkennurum mínum. Ég þrjóskaðist við í nokkur ár en kvaddi að lokum kennarastéttina og nemendurna - en ekki launin - með söknuði og trega, eins og þar stendur. Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að kennarastéttin, og þar með taldir stjórnendur skól- anna, hafi ekki borið gæfu til að standa vörð um hagsmuni sína og nemenda sinna sem skyldi. Þessir aðilar hefðu aldrei átt að láta bjóða sér það að ófaglærðir væru ráðnir í kennarastöður þegar fag- lærðir fengust ekki. Þeir hefðu átt að setja hnefann í borðið strax, líkt og skólameistari Menntaskólans á Akureyri hefur gert nú. Rafn má ekki mála Ég bendi á að ef mér dytti til dæmis í hug að fá Rafn Kjartans- son til að mála veggi skrifstof- anna í Dagshúsinu í sumar - og hann féllist á það - er nánast öruggt að fagfélagið, þ.e. stéttar- félag húsamálara, myndi skerast í leikinn og stöðva athæfið án tafar. Húsamálun er nefnilega lögvernduð iðngrein. Þar af leiðir að enginn má taka að sér að mála hús gegn greiðslu, nema hafa til þess lögbundin réttindi. Kennslu getur hins vegar hver og einn stundað, óháð menntun, að mér skilst. Það má sem sagt „alltaf finna einhverja atvinnuleysingja til að standa við töfluna með krít- armola í hendi," eins og Rafn Kjartansson segir í grein sinni. Endanlegt ákvörðunarvald um það hver er ráðinn til kennslu er þó alltaf hjá viðkomandi skóla- stjóra; því megum við ekki gleyma. Ég nefni húsamálun einungis sem dæmi en auðvitað gildir hið sama um flestar aðrar iðngreinar - og sérhæfingu yfirleitt - að kennarastarfinu undanskildu! Aðra umferð! Ég veit að við Rafn getum verið sammála um það að ef okkur mistekst að mála húsvegg, getum við alltaf farið aðra umferð og vandað okkur betur, nú eða feng- ið fagmann til verksins. Ef kennara eru á hinn bóginn mis- lagðar hendur við uppfræðslu nemenda sinna, verður það ekki aftur tekið. Hann getur ekki far- ið „aðra umferð". Þar af leiðandi Haraldur og Sigurbjörg við þjónustubygginguna á nýja tjaldstæðinu. Nýtt tjaldstæði í landi Hallanda: Mjög góð aðstaða fyrir húsbfla Þau Haraldur Guömundsson og Sigurbjörg Pálsdóttir að Húsabrekku á Svalbarösströnd hafa opnað tjaldstæði í fögru umhverfi í hlíðinni gegnt Akureyri sem er aðeins í 6 km fjarlægð. Framkvæmdir hófust á svæð- inu um páskaleitið í vor cr reist var þjónustuhús þar sem finna má salerni, sturtur, þvottavélar- og þurrkara auk þvottaaðstöðu utandyra að ógleymdri verslun- inni. Sérstaklega er hugsað fyrir þörfum þeirra sem eru í hjóla- stól. Að sögn Haraldar stendur til að auglýsa staðinn enn frekar við þjóðveginn en helst gera þau sér vonir um að fjölskyldufólk sem vill vera í nálægð Akureyrar en ekki á tjaldstæði þar sem mik- ið er um gleðskap fram eftir nóttu nýti sér aðstööuna. Stórt bílastæði hefur verið gert neðan þjónustuhússins sem er mjög hentugt fyrir langferða- bifreiðar til að nema staðar á svo farþegarnir geti tekið myndir af Akureyri og nágrenni. Þessi að- staða hefur lítið verið notuð enn sem komið er en verður örugg- lega vinsæl þegar fram líða stundir. Góð aðstaða er á tjald- stæðinu fyrir húsbíla, m.a. raf- magn í hvern bíl, losunarbúnað- ur fyrir ferðasalerni og vatn. GG Bragi V. Bergmann. hlýtur að vera mjög rík ástæða til að leyfa einungis sérmenntuðu fólki að annast uppalendastörf inni á stofnunum. Þar á ég ekki einungis við kennarastarfið, heldur ekki síður starf fóstra á leikskólum og dagheimilum. í þeim ágætu stofnunum er við sama vandamál að stríða og í grunn- og framhaldsskólum; þ.e. skort á faglærðu starfsfólki vegna bágra kjara. Störf uppalenda eru því miður lítils sem einskis metin í íslensku samfélagi. Ástæðan er mér hins vegar hulin. Engan stuðning, takk Dagur hefur margoft vakið athygli á bágum kjörum „opin- berra uppalenda" ef ég má nota þau orð. Dagur hefur einnig birt margar forystugreinar um skólamál almennt, mikilvægi skólastarfs, fjársvelti til skóla- mála, stöðu framhaldsskólanna og Háskólans á Akureyri, o.s.frv. Mér þykir leitt að Rafn Kjartansson hefur ekki tekið eftir þessu. Mér þykir líka leitt að honum skuli mislíka að Dagur veki með allmyndarlegum hætti athygli á skeleggri framgöngu skólameistara Menntaskólans á Akureyri í máli sem hlýtur að teljast þjóðþrifamál. Kennurum veitir svo sannar- lega ekki af samherjum í sókn sinni til bættra kjara og aukinna réttinda. En það er auðvitað þeirra mál ef þeir frábiðja sér all- an stuðning og kjósa að standa einir og leika hlutverk píslar- votta. Bragi V. Bergmann. Höfundur er ritstjóri Dags. GlæsUegt sófasett! Vegna flutnings er þetta glæsilega sófasett, sem er 3 + 2 + 1, til sölu. Sófasettinu fylgir kollirr, fótskem- ill og tvö borð. Staðgreiðsluverð 130 þústuid kr. Upplýsingar í síma 27130. Átthagamót Arnarneshrepps verður haldið dagana 3.-5. júlí. Hittumst við tjörnina á Hjalteyri í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20.00. Kaffi í Freyjulundi á laugardaginn kl. 15.00. Á laugardagskvöld verður Dansleikur í Hlíðarbæ. Allir búsettir og brottfluttir hreppsbúar og gestir þeirra eru velkomnir. Sjáumst í stuði! Nefndin. Efóhapp hendir gerum við bílinn þinn eins og nýjan - Þú átt heimtingu á vandaðri vinnu. Nýjustu tækin - verkstæði með orðspor Möldurhf. V'*' RÉTTINGAVERKSTÆÐI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.