Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. jútí 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Fyrsti ósigur Þórsara - hrikalega lélegt, sagði Bjarni Sveinbjörnsson Það var ekki tilþrifamikill leik- ur sem fram fór á Akureyrar- velli í gær þegar KR-ingar báru sigurorð af Þór í Samskipa- deildinni, 0:1. Þetta er fyrsti tapleikur Þórs í sumar og er ljóst að þeir þurfa að gera mun 1. deild Víkingur-Fram 2:2 Þór-KR 0:1 ÍBV-UBK 0:0 Valur-KA 4:0 FH-ÍA 0:4 Staðan: ÍA 8 5-3-0 14: 5 18 KR 8 5-2-1 15: 7 17 Fram 8 5-1-2 17: 9 16 Þór 8 4-3-1 9: 4 15 Valur 8 3-3-2 12: 9 12 FH 8 2-3-3 9:15 9 Víkingur 8 2-2-4 9:14 8 KA 8 1-3-410:15 6 ÍBV 8 1-1-6 5:13 4 UBK 8 1-1-5 3:11 4 Markahæstir: Valdimar Kristóferssun. Fram 8 Arnar Gunnlaugsson, ÍA 6 2. deild ÍBK-Fylkir 3:1 ÍR-Víðir 0:3 Leiftur-Stjarnan 1:0 Þróttur-Selfoss 3:1 Staðan: Fylkir 7 6-0-1 17: 6 18 ÍBK 7 5-1-116: 8 16 Leiftur 7 4-1-2 13: 3 13 Stjarnan 7 3-1-3 11: 8 10 ÍR 7 2-3-2 9:13 9 Þróttur R. 7 3-0-413:19 9 Víðir 7 2-2-3 11:12 8 Grindavík 6 2-1-3 9:11 7* *BÍ 6 1-1-4 7:15 4 Selfoss 7 0-2-5 7:17 2* •Midað við að úrskurður í kærumáli félag- anna standisi. Markahæstur: Þorlákur Árnason, Leiftri 11 íþróttir Föstudugur 5. flckkur kurlu: Esso-mót KA kl. 9-19 Eldri llokkur kurlu: Pollamót Þórs Laugurdagur 3. deild: Magni-Þróttur N. kl. 14.00 Grótta-Tindastóll kl. 14.00 KS-Völsungur kl. 14.00 Haukar-Dalvík kl. 14.00 4. deild karla C: SM-Ungmf. Neisti kl. 14.00 Þrymur -HSÞb kl. 14.(K) Hvöt-Kormákur kl. 14.00 2. flokkur kurlu: ÍR-Þór kl. 14.00 Fylkir-KA. kl. 14.00 5. flokkur karlu: Esso-mót KA kl. 9-19 Eldri dokkur karia: Pollamót Þórs Mánudagur 3. flokkur karlu: KA-Völsungur kl. 20.00 Þór-KS kl. 20.00 Hvöt/Kormákur-Tindastóll kl. 20.00 GOLF Akureyri Akureyrarmót 1.-4. júlí Dalvík Meistaramót Hamars 36 holur Húsavík Meistaramót GH 1.-4. júlí Mývatnssveit Einnarkylfukeppni 4. júlf 18 h. m/án forgj. kl. 13.00 ÓlafsljörAur Meistaramót GÓ 3.-4. júlí Ulönduós Meistaramót GÓs 1.-4. júlí Sauðárkrókur Meistaramót 30. júní - 4. júlí 72 h. Skagaströnd Meistaramót GSk 3.-4. júlí, opið mót FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Varmárvöllur Meistaramót íslands (a.hl.) 4.-6. júlí. betur ætli þeir sér að vera áfram með í toppbaráttunni. „Þetta var hrikalega lélegt. Við spiluðum eins og ellefu einstakl- ingar þarna inni á vellinum en ekki eins og lið. Það gengur ekki að menn hangi svona á boltanum og spili ekki félagana uppi. Við þurfum að gera mun betur en þetta ætlum við okkur að eiga möguleika gegn ÍA í næstu umferð,“ sagði Bjarni Svein- björnsson, fyrirliði Þórs, eftir leikinn. „Þetta var rosalega gott,“ sagði Rúnar Kristinsson, fyrirliði KR. „Það er alltaf erfitt að spila hér á Akureyri en við áttum sigurinn skilinn. Stefnan hjá okkur er að halda þessu striki sem við höfum tekið. Svo sjáum við bara til í haust hvernig það gengur,“ sagði Rúnar. Leikur félaganna bauð ekki upp á mikla spennu. Leikurinn einkenndist af þófi á miðjunni og í fyrri hálfleiknum gerðist varla nokkur skapaður hlutur. Mark KR-inga kom á 43. mínútu. Ein- ar Þór Daníelsson hljóp þá með boltann frá miðju, upp í gegnum allt, inn í teig og skaut á mark og skoraði. Allt of einfalt og var vörnin víðsfjarri. KR-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum þótt þeir hafi ekki skapað sér nein alvarleg færi. Síðari hálfleikur var mun betri hjá Þórsurum og til að byrja með var Halldór Áskelsson ágengur upp við markið. Hættuleg færi Iétu þó á sér standa. Einhver skot komu utan af velli en það var eins og það vantaði alltaf herslu- muninn að leikmenn Þórs næðu að stilla sig saman og spila sig í gegn. Seinni hluta hálfleiksins fengu Þórsarar tvö ágæt færi til þess að skora en lukkan var ekki með þeim. f fyrra skiptið skallaði Lár- us Orri Sigurðsson í markslá eftir innkast en síðan á 90. mínútu átti Kristján Kristjánsson, sem kom inn á sem varamaður, hörkuskot rétt framhjá markinu. Sigur KR-inga verður að telj- ast sanngjarn þótt þeir hafi í raun ekki átt nein veruleg tækifæri, frekar en Þórsarar. Þórsarar urðu fyrir blóðtöku strax á 8. mínútu þegar Hlynur Birgisson, þeirra jafnbesti maður í sumar, varð að fara af velli vegna meiðsla. Besti maður Þórs var Halldór Áskeisson en hjá KR átti Einar Þór Daníelsson ágæta spretti í annars jöfnu liði. Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Júlíus Tryggvason,' Hlynur Birgisson (Þórir Áskelsson á 8. mín.), Birgir Þór Karlsson, Lárus Orri Sigurðsson, Svein- björn Hákonarson, Sveinn Pálsson, Hall- dór Áskelsson, Ásmundur Arnarson (Kristján Kristjánsson á 74. mín.), Árni Þór Árnason, Bjarni Sveinbjörnsson. Lið KR: Ólafur Gottskálksson. Ólafur Hrafn Þorvaldsson, Atli Eðvaldsson, Þormóður Egilsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Gunnar Skúlason á 74. min.), Rúnar Kristinsson, Gunnar Oddsson, Einar Þór Daníelsson, Ragnar Margeirsson, Heimir Guðjónsson (Þor- steinn Halldórsson á 87. mín.) Hilmar Björnsson. Þórir Áskclsson, sem hér á í baráttu við Ragnar Margeirsson, kom inná fyrir Hlyn Birgisson sem fór meiddur af velli strax í upphafi leiks. Mynd: gt Gul spjöld: Árni Þór Árnason, Þór, Ein- ar Þór Dantelsson, Óskar Hrafn Þor- valdsson, KR. Hroðaleg útreið KA-manna: „Lélegt - bara lélegt“ „Lélegt - bara lélegt,“ var það eina sem Gunnar Gíslason, þjálfari og leikmaður KA- manna viidi láta hafa eftir sér eftir að liðið fékk stóran skell, 0:4, að Hlíðarenda í gærkvöld. Þetta var fjórði ósigur KA í röð og þarf vart að fjölyrða um hversu alvarleg staða liðsins er þegar fyrri umferð deildarinn- ar er að Ijúka. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur og KA-menn áttu síst minna fyrsta hálftímann. Að honum loknum tóku Valsmenn hins vegar völdin og má segja að KA-liðið hafi ekki verið með eft- ir það. Fyrsta markið kom á 42. mín- útu eftir klaufaleg varnarmistök 2. deild: Leiftur í toppslag Leiftursmönnum halda engin bönd þessa dagana í 2. deild- inni í knattspyrnu. í gærkvöld tóku þeir á móti Stjörnunni og unnu með einu marki gegn engu. Þorlákur Árnason skor- aði sitt 11. mark fyrir Leiftur. „Þetta var frábær sigur. Við urðum að vinna til þess að vera Knattspyrna: Pollamót Þórs Fjórða Pollamót Þórs og Flug- leiða byrjar í dag. Keppt er í knattspyrnu 30 ára og eldri. Mótið hefst í dag, föstudag, og verður spilað í dag og á morgun. Keppt verður á sjö keppnis- völlum á félagssvæði Þórs og verða þátttökuliðin 41 talsins. Þau koma alls staðar að af land- inu. Mótið hefst í dag klukkan 10.30 og verða leiknir 140 leikir í dag og á morgun. í kvöld verður grillveisla fyrir þátttakendur og aðra gesti og annað kvöld verður Galadinner í Sjallanum þar sem verðlaunaafhending fer fram. Fróttatilkynning áfram með í toppbaráttunni og það tókst. Liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og okkur tókst að hanga á þessu eina marki,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs, eftir leikinn í gær. Stjörnumenn voru sterkari framan af og fengu þá tvö ágæt færi til þess að skora en vörnin ásamt Þorvaldi Jónssyni í mark- inu, kom í veg fyrir mörk. Mark heimamanna kom á 28. mínútu leiksins og það var að vanda Þorlákur Árnason, hinn mikli markahrókur í Leifturslið- inu, sem skoraði eftir horn- spyrnu. Talsverð þvaga myndað- ist og Þorlákur náði skoti á marki, þrumaði boltanum upp í þaknetið. Staðan í leikhléi var jöfn og í síðari hálfleiknum bökkuðu heimamenn talsvert. Við það náði Stjarnan undirtök- um á miðjunni og pressaði tals- vert á Leiftursliðið. Þorvaldur Jónsson, markvörður, stóð sig mjög vel og kom í veg fyrir að gestirnir næðu að skora. Ásamt honum voru þeir Pétur B. Jóns- son og Mark Duffield bestir í Leiftursliðinu. Eftir leikinn í gær eru Leifturs- menn komnir í þriðja sæti deild- arinnar með 13 stig. KH/SV KA. Haukur Bragason var kom- inn alltof langt út úr markinu og það nýtti Antony Karl Gregory sér með því að skalla í autt markið. Aðeins tveimur mínút- um síðar bættu Valsarar öðru marki við og var Antony Karl potturinn og pannan bak við það. Hann fékk boltann á eigin vallar- helmingi, óð upp allan völlinn framhjá hverjum KA-manninum á fætur öðrum, gaf á Porca sem framlengdi á Arnljót Davíðsson sem var aleinn við markteiginn og komst hreinlega ekki hjá því að skora. Valsmenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og sóknar- loturnar buldu á KA-liðinu. Jón Grétar skallaði í markið eftir hornspyrnu á 49. mínútu og á 61. mínútu skoraði Ágúst fjórða markið eftir mikla stórsókn Vals. KA-menn sluppu vel skömmu síðar þegar Haukur kippti Dervic niður þegar hann var kominn í gegn en of langt mál yrði að lýsa sóknarlotunum sem Valsmenn áttu þar til yfir lauk. Lokatölur urðu 4:0 og miðað við gang leiks- ins sluppu KA-menn vel. Skástir í annars jafn lélegu liði KA voru Ormarr Örlygsson og Gunnar Már en yfirburðamaður í Valsliðinu og á vellinum var Antony Karl Gregory. Það var ekki heil brú í leik KA-liðsins og það er ljóst að leik- menn og þjálfari þurfa að hugsa sinn gang. Staðan liðsins í deild- inni er engum tilviljunum háð og taki það sig ekki á verður botn- sætið hlutskipti þess. HB/JHB Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Ágúst Gylfason, Izudin Dervic, Salih Porca (Gunnlaugur Einarsson á 78. mín.), Ein- ar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Jón Grétar Jónsson, Steinar Adólfsson, Antony Karl Gregory, Arnljótur Davíðs- son (Gunnar Gunnarsson á 81. mín.), Baldur Bragason. Lið KA: Haukur Bragason, Örn Viðar Arnarson, Steingrímur Birgisson (Hall- dór Kristinsson á 56. mín.), Gunnar Már Másson, Gunnar Gíslason, Bjarni Jónsson, Pavel Vandas, Páll Gíslason, Árni Hermannsson (Sigþór Júlíusson 66. á mín.), Ormarr Örlygsson. Gul spjöld: Pavel Vandas og Halldór Kristinsson, KA, báðir fyrir brot. Dómari: Egill Már Markússon. Línuverðir: Þorvarður Björnsson og Gunnar Gylfason. Dómari: Sæmundur Víglundsson Línuverðir: Kristján Guðmundsson og Guðmundur J. Jónsson SV Knattspyrna: ,Þórsarar í y Urvalslið KSI í dag fer fram á Akranesi leikur ÍA og Úrvalsliðs KSÍ. Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari, hefur valið liðið fyrir leikinn og eiga Þórsar- ar þrjá leikmenn í liðinu. Eftirtaldir leikmenn skipa liðið: Markverðir: Birkir Kristins- son, Fram og Friðrik Friðriks- son, ÍBV. Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson, KR, Óskar Þor- valdsson, KR, Hilmar Björnsson, KR, Ólafur Krist- jánsson, FH, Hörður Magnús- son, FH, Andri Marteinsson, FH, Daníel Hilmarsson, FH, Valur Valsson, UBK, Arnar Grétarsson, UBK, Hlynur Birgisson, Þór, Lárus Orri Sig- urðsson, Þór, Sveinbjörn Hákonarson, Þór, Atli Einars- son, Víkingi, Atli Helgason, Víkingi, Guðmundur I. Magnússon, Víkingi, Indriði Einarsson, Fylki, Finnur Kol- beinsson, Fylki, Baldur Bjarnason, Fram, Valdimar Kristófersson, Fram, Tómas Ingi Tómasson, ÍBV. SV Tveir frá KA í U-16 Landslið íslands skipað leik- mönnum 16 ára og yngri hefur verið valið. Hópurinn æfír fyrir Norðurlandamót í Noregi 6.-11. ágúst í haust. Tveir leikmenn hjá KA voru valdir í liðið. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Helgi Áss Grétarsson, Fram og Gunnar Magnússon, Fram. Aörir leikmenn: Lárus ívarsson, Fram, Kjartan Antonsson, UBK, Einar Ein- arsson, ÍR, Arnar Ægisson, FH, Freyr Bjarnarson, ÍA, Anton Ólafsson, Reyni Sandg., Vilhjálmur Vilhjálms- son, KR, Grétar Sveinsson, UBK, Þórhallur Hinriksson, KA. Óskar Bragason, KA, Valur Gíslason, Austra, Nökkvi Gunnarsson, KR, Andri Sigþórsson, KR, Eiður Smári Arnórsson, ÍR. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.