Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 03.07.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 3. júlí 1992 Íþróttir Knattspyrna, 3. deild: sigur Dalvíkiuga á KS Góður Heil umferð fór fram í 3. deild- inni í knattspyrnu. Tindastóll hélt uppteknum hætti og vann Þrótt N. með þremur mörkum gegn engu. Magnamenn fengu eitt stig eftir 1:1 jafntefli gegn Skallagrími í Borgarnesi, Völsungar og Grótta gerðu jafntefli 1:1 á Húsavík. Dalvík- ingar unnu mikilvægan leik gegn KS, 3:1 og Ægir og Haukar gerðu markalaust jafn- tefli. „Þetta gat verið talsvert mikið betra. Við byrjuðum ágætlega framan af en slökuðum á eftir leikhlé," sagði Nói Björnsson, þjálfari Magna, um leik hans manna við Skallagrím. Gestirnir byrjuðu mun betur í leiknum og Árni Stefánsson skor- aði um miðjan hálfleikinn. Lítið annað gerðist fram að leikhléi og var staðan 0:1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. í síðari hálfleik slökuðu Magnamenn mikið á og kom jöfnunarmark heimamanna eftir einungis fimm mínútna leik. Birgir Örn Birgis- son skoraði mark heimamanna. Skallagrímsmenn voru talsvert sterkari framan af hálfleiknum en þegar á leið komust Magnamenn betur inn í leikinn og að sögn Nóa Björnssonar fengu þeir færi til þess að gera út um dæmið en tókst ekki að skora. Tvö rauð á á Húsavík Leikur Völsungs og Gróttu á Húsavík var ekki mikið fyrir aug- að. Heimamenn komust yfir eftir 25 mínútna leik með marki Sveinbjörns Ásgrímssonar. Stað- an í leikhléi var 1:0 en Kristján Brooks skoraði fyrir gestina rétt eftir að flautað var til síðari hálf- leiks. Tveir Völsungar fengu að líta rauða spjaldið skömmu síðar og þurftu heimamenn að leika tveimur færri það sem eftir lifði leiks. Segja má að Völsungsliðið hafi sloppið vel með að halda öðru stiginu, miðað við það að leika níu gegn ellefu í 40 mínút- ur. hj Sigur hjá Dalvík Leikur Dalvíkur og KS byrjaði með miklum látum og voru gest- irnir búnir að senda tuðruna í netið eftir einungis 30 sek. Þar var að veri Sveinn Sverrisson. Heimamenn voru talsvert sterk- ari aðilinn það sem eftir var hálf- leiksins en náðu þó ekki að skora. Staðan í leikhléi var 0:1. Seinni hálfleikur fór betur af stað fyrir Dalvíkurliðið en sá fyrri því á fimmtán mínútum skoraði Sverrir Björgvinsson tvö mörk og bæði komu þau eftir góðan undirbúning Ágústs Sig- urðssonar. Háar sendinar fyrir markið sem Sverrir náði að nýta. Þriðja mark heimamanna gerði Örvar Eiríksson þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Dalvíkingar voru mun nær því að bæta við sínu fjórða marki en KS-ingar að jafna og úrslitin hljóta að teljast sanngjörn. Ekkert stöðvar Stólana Lið Tindastóls hefur aldeilis farið vel af stað og ekkert virðist ætla að stöðva sigurgöngu þeirra. í þetta skiptið voru það Þróttarar sem fengu að finna fyrir þeim. Stólarnir byrjuðu á því að skora eftir um 10 mínútna leik og var það Pétur Pétursson sem það gerði. Björn Björnsson bætti öðru marki við fyrir heimamenn og var staðan í leikhléi 2:0. Sverrir Sverrisson skoraði þriðja markið þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum og eftir það spiluðu heimamenn 10. Þeir voru búnir með skiptingar og vegna meiðsla þurfti einn að yfirgefa leikvöllinn. „Þetta var aldrei nein spurn- ing. Þeir hafa örugglega átt erfitt með að rífa sig upp eftir stór- sigurinn gegn Völsungi. Það má segja að það hafi verið okkar lán að þeir unnu svo stórt í síðustu umferð," sagði Guðbjöm Tryggva- son, þjálfari Tindastóls. Leikur Ægis og Hauka endaði l.T. SV Knattspyrna: Staðan 3. deild 7. umferð: Dalvík-KS Völsungur-Grótta Skallagrímur-Magni Tindastóll-Þróttur N, Ægir-Haukar Staðan: Tindastóll Grótta Þróttur N. Völsungur Haukar Magni Dalvík KS Ægir Skallagrímur 3:1 1:1 1:1 3:0 1:1 7 7-0-0 20:10 21 7 4-2-1 12: 7 14 7 3-3-1 19:10 12 7 3-2-2 10:1111 7 2-3-2 12:11 9 7 2-2-3 11: 7 8 7 244 14:11 7 7 2-0-5 7 :19 6 7 04-3 3: 8 4 7 0-34 8:16 3 Markahæstir: Kristján Brooks, Gróttu 9 Sverrir Sverrisson, Tindastóli 8 Goran Micic, Þrótti N. 7 Bjarki Pétursson, Tindastóli 6 Fijálsar íþróttir: Héraðsmót UMSE1992 Héraðsmót UMSE var haldið dagan 27.-28. júli. Veður var slæmt báða dagana, rok og rigning og hiti á bilinu 2-3 gráður. Veðrið setti strik í reikninginn og þurfti að fella út nokkrar keppnisgreinar auk þess sem keppendur reyndu í mörgum tilvikum að sleppa með sem fæstar tilraunir. Stigahæstir karla voru þeir Sigurður B. Sigurðsson, Þor- steini Svörfuði, með 20 stig og Stefán Gunlaugsson, Reyni, 19 stig. Stigahæstar kvenna voru þær Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMF Svarfdæla, 25 stijg og Sig- ríður Gunnarsdótir, Arroðan- um, 15 stig. í stigakeppni félaga varð UMF Reynir efst með 112 stig og í öðru sæti varð UMF Svarfdæla með 68 stig. UMF Æskan hefur unnið stigakeppnina tvö síðustu ár og hefði unnið bikarinn til eignar hefði félagið unnið í ár. Hér fara úrslit þriggja efstu í hverri grein: Hástökk karla: m Magnús Þorgeirsson, SV 1,80 Stefán Gunnlaugsson, Reyni 1,75 Jón S. Þórðarson, Reyni 1,65 Kringlukast karla: m Pétur Friðriksson, Æskunni 32,96 Helgi Björnsson, Reyni 32,54 Stefán Svavarsson, Reyni 31,80 Kúluvarp karla: m Helgi Björnsson, Reyni 12,23 Gauti Friðriksson, Æskunni 11,36 Jón S. Þórðarson, Reyni 11,02 Hundasýning í íþróttahöllinni sunnudaginn 5. júlí Sýningin hefst ld. 09.30 og úrslit áætluð kl. 15.25 Sýndir verða 99 hundar af 15 tegundum Dómarl: Emest Froggatt frá Bretlandi Aðgangseyrlr kr. 300 fyrir fullorðna og kr. 150 fyrir böm. Hundaeigendur PIAST munið pokana frá okkur Langstökk karla: m Stefán Gunnlaugsson, Reyni 6,40 Guðmundur Jónasson, Reyni 5,97 Gauti Friðriksson, Æskunni 5,40 Þrístökk karla: m Stefán Gunnlaugsson, Reyni 13,11 Ómar Kristinsson, Æskunni 12,53 Pétur Friðriksson, Æskunni hætti Spjútkast karla: m Helgi Björnsson, Reyni 46,48 Pétur Friðriksson, Æskunni 45,88 Ómar Kristinsson, Æskunni 43,76 100 m hlaup karla: sek. Ómar Kristinsson, Æskunni 11,6 Stefán Gunnlaugsson, Reyni 11,8 Guðmundur Jónasson, Reyni 12,0 200 m hlaup karla: sek. Hreinn Karlsson, Æskunni 23,7 Stefán Gunnlaugsson, Reyni 23,7 Guðmundur Jónasson, Reyni 24,5 1000 m boðhlaup: mín. UMF Reynir 2:29,6 UMF Æskan 2:40,8 400 m hlaup karla: sek. Guðmundur Jónason, Reyni 65,6 Róbert Þorvaldsson, SV 71,7 800 m hlaup karla: mín. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 2:26,9 Róbert Þorvaldsson, SV 2:39,9 1500 m hlaup karla: mín. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 5:13,0 Róbert Kuzoe, Narfa 5:18,0 Örlygur Helgason, Árro. 5:59,2 3000 m hlaup karla: mín. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.sv 11:23,5 Róbert Kuzoe, Narfa 11:31,4 Eggert Ólafsson, Æskunni 12:08,7 5000 m hlaup karla: mín. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 21:06.5 Eggert Ólafsson, Æskunni 21:59,9 4x100 m boðhlaup karla: sek. UMF Reynir 49,3 UMF Narfi 53,5 UMF Svarfdæla 56,2 1000 m hlaup kvcnna: sek. Snjóiaug Vilhelmsdótir, SV 13,0 Linda Sveinsdóttir, Reyni 13,5 Eva Bragadóttir, SV 13,9 1000 m gr.hlaup kvenna: sek. Snjólaug Vilhelmsdóttir, SV 15,7 Maríanna Hansen, Æskunni 18,1 1000 m boðhlaup kvenna: mín. UMF Svarfdæla a. 2:42,3 UMF Reynir 2:48,6 UMF Svarfdæla b. 3:27,0 Hástökk kvenna: m Maríanna Hansen, Æskunni 1,50 Sólveig Sigurðardóttir, Þ.Sv. 1,45 Soffía Gunnlaugsdóttir, Reyni 1,20 Kringlukast kvenna: m Sigríur Gunnarsdóttir, Árro. 24,22 Valdís Valdimarsdóttir, Reyni 22,78 Bára Höskuldsdóttir, Reyni 20,18 200 m hlaup kvenna: sek. Snjólaug Vilhelmsdóttir, SV 26,9 Valdís Hallgrímsdóttir, Reyni 29,3 Þórdís Jónsdóttir, Æskunni 29,6 800 m hlaup kvenna: mín. Sigríður Gunnarsdóttir, Árro. 2:44,8 Sandra Sigmundsdóttir, SM 3:05,3 Sarah Hanilton, Narfa 3:19,0 1500 m hlaup kvenna: mín. Sigríður Gunnarsdóttir, Árro. 5:59,7 Karen Birgisdótir, Narfa 6:32,4 Anna G. Snorradótir, Reyni 6:33,6 4x1000 m boðhlaup kvenna: sek. UMF Svarfdæla 55,6 UMF Reynir 57,4 UMF Árroðinn 60,2 Spjótkast kvenna: m Sólveig Sigurðardóttir, Þ.Sv. 28,45 Eva Bragadóttir, SV 26,63 Valdís Hallgrímsdóttir, Reyni 26,42 Kúiuvarp kvenna: m Valdís Hallgrímsdóttir, Reyni 8,95 Snjólaug Vilhelmsdóttir, SV 8.79 Sigfríð Valdimarsdóttir, Reyni 8,37 Langstökk kvenna: m Snjólaug Vilhelmsdóttir, SV 5,31 Maríanna Hansen, Æskunni 4,72 Soffía Gunnlaugsdóttir, Reyni 4,58 Úrslit í stigakeppni: stig UMF Reynir 112 UMF Svarfdæla 68 UMF Æskan 64 SV Knattspyrna: Þórsarar leika á Asics skóm Knattspyrnudeild Þórs hefur gert samkomulag við Asics umboðið á Islandi, Símon S. Wiium, um að leikmenn liðsins leiki á Asics knattspyrnuskóm í 1. deildinni í sumar. Verslunin Toppmenn Topp- sport er umboðsaðili fyrir Asics íþróttavörur á Akureyri ásamt Lieve Sport íþróttafatnaði sem Þórsliðið leikur í. Þessi mynd var tekin er þeir Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs og Þor- valdur Hilmarsson, fyrir hönd Asics umboðsins undirrituðu samninginn. Fyrir aftan þá standa þeir Bjarni Sveinbjörns- son, fyrirliði Þórs og Lárus Sig- urðsson, markvörður. F.v. Rúnar Antonsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Þorvaldur Hilmarsson og Lárus Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.