Dagur - 22.07.1992, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 22. júlí 1992
Fréttir
Nokkrir núvcrandi og verðandi slökkviliðsmenn á Húsavík við nýja slökkviliðsbOinn. Mynd: IM
Slökkvilið Húsavíkur:
Nýi slökkviliðsbíllinn tilbúiim
Akureyrarbær:
1.5 milljónir
fyrir ungt fólk
til atvinnu-
sköpunar
Akureyrarbær hefur ákveðið
að verja 1,5 millj. til að veita
atvinnulausu skólafólki á aldr-
inum 17-24 ára vinnu í sumar.
„Bæjarráð samþykkti að bjóða
þeim vinnu sem voru á atvinnu-
Íeysisskrá hjá Vinnumiðlun og
hafa ekki bætur,“ sagði Árni
Steinar Jóhannsson, umhverf-
isstjóri Akureyrarbæjar. Ekki
er Ijóst hve margir þetta eru,
en að sögn Árna Steinars gætu
það verið nálægt 30 manns.
Árið 1990 veitti bærinn 16 ára
atvinnulausum ungmennum vinnu
hjá Vinnuskólanum og eru því
unglingar á aldrinum 14-16 ára
starfandi þar, í stað 13-15 ára
áður. Var þetta gert vegna aukins
atvinnuleysis en þýðir jafnframt
að 13 ára unglingar fá ekki vinnu.
Nú hefur bærinn ákveðið að
veita einnig ungu atvinnulausu
fólki á aldrinum 17-24 ára vinnu.
Veitt verður 1,5 millj. til launa-
greiðslna, en annar kostnaður er
settur inn í rekstur viðkomandi
stofnana. Reynt verður að halda
kostnaði í lágmarki.
Um er að ræða skólafólk sem
ekki á rétt á atvinnuleysisbótum.
Listi Vinnumiðlunar er tekinn og
afgreiddur, en verið er að hringja
í fólkið og því ekki fullljóst
ennþá hve margir það eru sem
enn vantar vinnu. Að sögn Árna
Steinars gætu það verið nálægt 30
manns. Vinna hefst í dag og
verður unnið við útplöntun og
viðhald á svæðum bæjarins og
inni á stofnunum, einnig við við-
hald og hirðingu á svæðum
íþróttafélaganna.
„Fyrir umhverfisdeildina er
þetta kærkomið vegna þess að
við eigum orðið í erfiðleikum
með að hirða bæinn. Þetta er að
verða dálítið mikið hjá okkur.
Raunar er það svoleiðis að það
skortir aldrei verkefni, það skort-
ir peninga í bæjarsjóði,“ sagði
Árni Steinar. sþ
Vísindasjóður veitti nýverið
styrk til samstarfsverkefnis
Norrænu eldfjallastöðvarinnar
og Verkfræðistofnunar Há-
skólans til fjarkönnunarmæl-
inga á yflrborðshita í Öskju.
Dr. Kolbeinn Árnason deild-
arstjóri hjá Upplýsinga- og
merkjafræðistofu H.I. segir
þetta fyrstu tilraun með þessi
tæki. Notkunargildi þeirra sé
ekki bundið rannsókn á eld-
fjöllum, þau nýtist t.d. til haf-
rannsókna.
Vísindamenn Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar hafa orðið var-
ir við breytingar á Öskjusvæðinu
undanfarin ár. Yfirborðsjarðhiti
hefur aukist og hafa jarðvísinda-
menn áhuga á að fylgjast með
svæðinu. Upplýsinga- og merkja-
fræðistofa Háskólans hefur kom-
ið sér upp tækjum sem mæla hita-
geislun frá yfirborði jarðar á
Slökkvilið Húsavíkur hefur
fengið nýjan slökkvibfl af gerð-
inni Iveco. Bíllinn er smíðaður
frá grunni sem slökkvibfll og
vel búinn tækjum, bæði há-
þrýstidælu og lágþrýstidælu og
froðudælu. Hann er 256 hest-
öfl án túrbínu og með 2500
lítra af vatni og froðu en vegur
aðeins 12 tonn hlaðinn. Bíllinn
Eftir 25 ára veru í landgræðslu-
girðingum við Húsavík er lúp-
ínan nú farin að hopa fyrir öðr-
um gróðri að sögn Þrastar Ey-
steinssonar hjá Landgræðslu
ríkisins en hann segir að lúpín-
an sé eini valkosturinn við gráa
mela í landslaginu. Þröstur seg-
ir að lúpínan sé íslensk planta
og blámi hennar sé ekki óeðli-
legur í íslenskri náttúru.
svokölluðu fjarinnrauðu sviði. Er
það gert með því að taka myndir
úr lofti með þessum mælitækjum
og þannig kortleggja hitastig á
yfirborði jarðhitasvæðisins. Þetta
verður fyrsta tilraun með þessi
tæki, jafnframt á stofan nú fyrst
kost á að nota flugvél sem hentar
til þessa verkefnis. Styrkurinn
verður nýttur til að standa straum
af flugkostnaði.
Áætlað er að fljúga yfir Öskju-
svæðið í lok ágúst og mynda það
og aftur að ári. Þá verður hægt að
bera myndirnar saman og meta
þær breytingar sem orðið hafa á
tímabilinu. „Ef vel ætti að vera
vildum við fylgjast með þessu
svæði árum sarnan," sagði Kol-
beinn. Hann sagði þessa tækni
nýtast vel til að fylgjast með eld-
fjallasvæðum, en einnig til víð-
tækari rannsókna, t.d. á hafinu.
sþ
kostar 14-15 milljónir, en auk
Húsavíkurbæjar munu Tjör-
neshreppur og Reykjahreppur
standa að kaupum á honum.
„Ég er mjög ánægður með
bílinn, líst virkilega vel á hann.
Tilkoma hans breytir öllu fyrir
okkur því gamli bíllinn er búinn
að vera ónýtur í rúmt ár og við
höfum verið skíthræddir þennan
ræktargirðingu auk þess sem Iúp-
ína hefur verið ræktuð í annarri
landgræðslugirðingu við Botns-
vatn,“ sagði Þröstur Eysteinsson
sem kannaðist ekki við að hafa
heyrt gagnrýnisraddir á veru lúp-
ínunnar í Húsavíkurfjalli.
„Fjallið er náttúrulega býsna
grátt og þar að auki er ég ekki
sammála því að blár sé óeðlilegur
litur í íslenskri náttúru þar sem
við höfum blágresi, gleymméreiar
og alls konar blá blóm,“ sagði
Þröstur, aðspurður um hvort fjar-
lægðin ætti ekki að gera fjöllin
blá.
„Við erum með dálítið mikið
friðað land á Húsavík en fyrst og
fremst höfum við notað lúpínu
talsvert undanfarin tvö ár í tengsl-
um við sáningu upp með Reykja-
heiðarvegi fyrir austan Húsavík,"
sagði Þröstur og sagði reynsluna
ágæta. „Það hefur ekki verið sáð
miklu í hlíðar Húsavíkurfjalls
enda gerum við ekki ráð fyrir að
lúpínan þrífist hátt upþi.
Það er alltof dýrt að síendur-
taka sáningu á grasi og áburðar-
gjöf og því er engin íslensk planta
sem getur grætt upp gráa mela á
sama hátt og Iúpínan,“ sagði
Þröstur og benti á að menn yrðu
því að gera upp við sig hvort þeir
vildu gráa mela eða lúpínuna.
Aðspurður um meintan yfir-
gang lúpínunnar þar sem hún
þrífst sagði Þröstur að sumir væru
hræddir við lúpínuna. „Éghefséð
að lúpínan í skógræktar-
girðingunni við Botnsvatn sem nú
er orðin 25 ára er farin að hopa -
og í hennar stað er að koma gras.
Auk þess lít ég ekki á lúpínuna
sem aðskotahlut vegna þess að í
sögulegu samhengi eru það fyrst
og fremst tilviljanir og slys sem
tíma. Þessi bíll er mjög öflugt og
gott tæki og það er allt annað en
var að vinna með honum,“ sagði
Jón Ásberg Salómonsson, slökkvi-
liðsstjóri á Húsavík, aðspurður
hvernig honum litist á nýja bíl-
inn.
Á laugardag var bíllinn til sýnis
almenningi og auk þess tók
Slökkviliðið smáæfingu með
froðudæluna. IM
valda því hvaða plöntur eru í
íslenskri náttúru og hverjar ekki.
Fjórðungur íslensku flórunnar
kom með manninum þ. á m.
njóli,“ sagði Þröstur. Að sögn
Þrastar hefur Steindór Steindórs-
son frá Hlöðum fært sterk rök fyr-
ir því í bók sinni Gróður á íslandi
hvaða plöntur hefðu verið hér
upprunalega. „Lúpínan á, að
mínu mati, hiklaust að vera á
meðal þeirra plantna sem nú eru
taldar íslenskar,“ sagði Þröstur að
lokum. GT
Heyskapur hefur gengið nokk-
uð vel á Norðurlandi vestra
þrátt fyrir fremur ótrygga tíð.
Margir bændur hafa lokið fyrri
slætti og Ijóst að nokkuð verð-
ur einnig um seinni slátt ef
fram fer sem horfir. Bændur í
Vestur-Húnavatnssýslu eru þó
heldur síöar á ferðinni hvað
heyskap varðar en starfsbræð-
ur þeirra austar á Norðurlandi.
Eiríkur Loftsson hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar á Sauðár-
króki sagði að heyskaparhorfur
væru góðar í Skagafirði. Margir
bændur hefðu lokið við fyrri slátt
og biðu nú eftir að tún spryttu
upp. Eiríkur kvaðst telja að flest-
ir kúabændur hefðu lokið fyrri
slætti en sauðfjárbændur væru
eitthvað seinna á ferðinni þar
sem tún hefðu verið beitt nokkuð
frameftir og sumir bændur rekið
Punktar úr
EyjaQarðar-
sveit
■ Á fundi sveitarstjórnar
Eyjafjarðarsveitar í síðustu
viku voru samþykkt kaup
sveitarfélagins á einbýlishúsi
Hauks Sveinssonar að Vall-
artröð 1 í Hrafnagilshverfi.
Kaupverð er 12 milljónir
króna. Pétur Þór Jónasson,
sveitarstjóri Eyjafjarðar-
sveitar, mun leigja húsið af
sveitarfélaginu, væntanlega
frá 1. október nk.
■ Á þessum fundi voru árs-
reikningar Eyjafjarðarsveit-
ar fyrir 1991 lagðir fram til
fyrri umræðu. Tekjur sveit-
arfélagsins í fyrra voru 99
milljónir króna, en gjöld 81
milljón króna. Að teknu til-
liti til fjármagnstekna og
fjármagnsgjalda var tekjuaf-
gangur 16,5 milljónir króna.
■ Skólanefnd hefur óskað
eftir því við menntamála-
ráðuneytið að sameinaður
grunnskóli Eyjafjarðarsveit-
ar beri nafnið Hrafnagils-
skóli.
■ Fyrir fundi sveitarstjórnar
í síðustu viku Iá erindi Bíla-
klúbbs Akureyrar um afnot
af landi í Eyjafjarðarsveit
undir bílkross og var í erind-
inu sérstaklega bent á Mel-
gerði. Sveitarstjóra var falið
að ræða við forráðamenn
Bílaklúbbsins.
■ Sveitarstjórn hafnaði
erindi Benedikts Hjaltason-
ar á Hrafnagili þar sem hann
bauð sveitarfélaginu leigu
á um 5 ha lands norðan
Hrafnagilsskóla fyrir 5,5
milljónir króna.
■ Ánna Guðmundsdóttir
hefur í erindi til sveitar-
stjórnar óskað eftir að kann-
aður verði möguleiki á því
að taka upp fastar áætlunar-
ferðir næsta vetur milli
Hrafnagils eða annarra
staða í Eyjafjarðarsveit og
Akureyrar. Þessar áætlunar-
ferðir eru fyrst og fremst
hugsaðar fyrir fjölda ungl-
inga í sveitarfélaginu sem
stundar nám í l'ramhalds-
skólum á Akureyri.
fé á tún á ný í hretinu í júní. Jón
Sigurðsson, héraðsráðunautur á
Blönduósi, hafði svipaða sögu að
segja. Margir bændur í Austur-
Húnavatnssýslu hafa lokið fyrri
slætti og horfur eru á að nokkuð
verði um seinni slátt.
Heyskapur er komin skemmra
á veg í Vestur-Húnavatnssýslu en
annarsstaðar á Norðurlandi að
sögn Björns Barkarsonar hjá
Búnaðarsambandi Vestur-Hún-
vetninga á Hvammstanga. Hann
sagði að tíðarfar hefði verið
fremur rysjótt og hvassviðri með-
al annars hamlað þurrheysverk-
un. Margir bændur sem heyjuðu í
vothey eða notuðu rúllutækni
væru þó langt komnir með hey-
skap eða jafnvel búnir. Björn
sagði að óvíst væri um seinni slátt
en líkur á að eitthvað verði slegið
upp ef veðurfar haldist sæmilega
hlýtt. ÞI
„í miðju Húsavíkurfjalli hefur
verið lúpína síðan 1967 í skóg-
Rannsókn á yfirborðs-
jarðhita við Öskju
Landgræðsla ríkisins:
„Lúpínan er ekki aðskotahlutur“
Norðurland vestra:
Heyskapur gengur vel
- margir bændur hafa lokið fyrri slætti