Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 22. ágúst 1992 Fréttir Bæjakeppni Funa verður á Melgerðismelum laugardaginn 29. ágúst og hefst kl. 13.00. Keppt verður í fimm flokkum: 13 ára og yngri, 14-16 ára, kvennaflokki, karlaflokki og opnum flokki, sem ætlaður er utanfélagsmönnum á öllum aldri. Skráningar eru hjá hópstjórum fram á miðvikudag 26. ágúst og á Melgerðismelum kl. 12-12.30 29. ágúst. Hestamannafélagið Funi. 5Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum verður haldið á nýjum og glæsilegum velli í Lög- mannshlíðarhverfi. DAGSKRÁ: Laugardagur 22. ágúst: Kl. 9.00 Hlíðnikeppni. Kl. 10.00 Hindrunarstökk. Kl. 11.00 Fjórgangur, unglingar. Matarhlé. Kl. 13.30 Fjórgangur, fullorðnir. Kl. 16.00 Fimmgangur. Kl. 18.00 Formannafundur í Skeifunni. Kl. 19.30 Grillveisla í Skeifunni. Sunnudagur 23. ágúst: Kl. 9.30 Tölt, fullorðnir. Kl. 11.30 Tölt, unglingar. Matarhlé. Kl. 14.00 Úrslit: Fjórgangur fullorðinna, fjórgangur unglinga, fimmgangur, tölt unglinga, tölt fullorðinna. Kl. 16.00 Gæðingaskeið. Verðlaunaafhending og mótsslit. Komið á eitt stærsta og glæsilegasta hestamót á Norðuriandi Í.D.L. A söluskrá Sunnuhlíð: 2ja herb. íbúð á annarri hæð. Keilusíða: 2ja herb. íbúð á þriðju hæð. Skarðshlíð: 3ja herb. íbúð á 1. hæð, svalainngangur. Víðilundur: 3ja herb. íbúð á annarri hæð. Glerárgata: 3ja herb. íbúð á neðri hæð, laus strax. Álfabyggð: 4ra herb. íbúð á efri hæð. Víðilundur: 4ra herb. íbúð á fyrstu hæð. Einilundur: 4ra herb. íbúð í suðurenda raðhúss. Grenivellir: 4ra herb. íbúð í fimm íbúða húsi. Stapasíða: Raðhúsaíbúðir með og án bílskúrs. Bakkahlíð: Einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stapasíða: Einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími: 21878. Opið frá kl. 10-12 og 13-17. Hermann R. Jónsson söiumaður kvöid og helgarsími 96-25025. Traust þjónusta í 20 ár. Nýtt ríkisfangelsi væntanlegt á næstu árum: „Erfitt að fínna hentugan stað innan borgarmarkanna - segir Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Vegna rekstrarlegs hagræðis af samrekstri fangelsa - til afplánunar annars vegar og gæsluvarðhalds hins vegar - mæla rök með því að nýtt ríkis- fangelsi rísi á höfuðborgar- svæðinu að sögn Ara Edwald, aðstoðarmanns dómsmálaráð- herra. „En á móti kemur að það er mjög mikilvægt að sátt sé um staðsetningu fangelsis þar sem það er byggt; það eru ekki allir sem bjóða fram vel- vilja og nægilegt rými,“ sagði Ari Edwald sem telur erfítt að fínna fangeisi stað í Reykjavík. Að sögn Ara Edwald hefur engin ákvörðun verið tekin enn um staðsetningu fangelsis en til- laga fangelsismálanefndar gerir ráð fyrir að hægt sé að reka sam- an afplánunarfangelsi og gæslu- varðhaldsfangelsi því við það náist mikið hagræði í starfs- mannahaldi. „í stuttu máli má segja að gæsluvarðhaldsfangelsið verður að vera í Reykjavík eða nágrenni vegna samskipta við lögreglu við rannsókn brotamála o.þ.h.,“ sagði Ari Edwald og benti á að ef afplánunarfangelsi risi á landsbyggðinni þyrfti því tvö fangelsi í stað eins. „Flutningar fanga hafa aukist mjög vegna ýmis konar þjónustu sem þeir þurfa að sækja en það má vera að mikið af henni megi fá utan höfuðborgarsvæðisins. Það er alveg ljóst að kostnaðurinn við að flytja fanga til og frá er minni á höfuðborgarsvæðinu enda býst ég við að daglega séu fluttir 4-5 fangar til og frá fangelsi,“ sagði Ari Edwald í samtali við Dag. „Hins vegar er augljóst að Dal- víkingar og fleiri eru áhugasamir og það er mikill kostur að heima- menn vilji að fangelsi rísi þar,“ sagði Ari Edwald og benti á að íbúar í ákveðnu hverfi í Reykja- vík hafi snúist öndverðir gegn því að félagsleg þjónusta Verndar yrði þar í hverfinu. „Ég býst við að erfitt sé að finna hentugan stað innan borgarmarkanna," sagði Ari Edwald að lokum. GT Landslagið ’92: Rúmlega 200 lög bárust Skilafrestur á lögum í Lands- lagskeppnina rann út á fímmtu- daginn. Rúmlega 200 lög bár- ust og er þaö meira en aðstand- endur keppninnar bjuggust við. Dómnefnd tekur nú til starfa og er það í hennar verkahring að velja 10 lög sem keppa munu um titilinn Lands- lagið ’92. Mikill fjöldi laga barst í keppn- ina um Landslagið ’92 - söngva- keppni Stöðvar 2. Lögin sem bár- ust voru rúmlega 200 og að sögn aðstandenda keppninnar er það mun meira en búist hafði verið við. Næst liggur fyrir að fækka Dýralæknafélag íslands: Ráðsteftia og aðal- fundur á Húsavík - sérstaklega Qallað um sjúkdóma í fiðurfé fengnir sérfræðingar erlendis frá til að miðla íslenskum dýralækn- um af þekkingu sinni og reynslu. Að þessu sinni hafi verið ákveðið að taka sjúkdóma í fiðurfénaði til umfjöllunar og fá hingað sér- fræðinga frá Bretlandi og Frakk- landi til þess að fjalla um þau mál. Aðalfundi Dýralæknafélags- ins lýkur í kvöld og að sögn Bárð- ar Guðmundssonar sitja á milli 50 og 60 manns ráðstefnuna og fundinn. ÞI Aðalfundur Dýralæknafélags íslands verður haldinn á Hótel Ilúsavík í dag en í gær fór fram ráðstefna á vegum Dýralækna- félagsins þar sem fjallað var um sjúkdóma í fíðurfé. Fyrir- lesarar á ráðstefnunni voru sérfræðingar frá Bretlandi og Frakklandi auk íslensks sér- fræðings um sjúkdóma í ali- fuglum. Bárður Guðmundsson, dýra- læknir á Húsavík, sagði í samtali við Dag að venjan væri að halda slíka faglega ráðstefnu í tengslum við aðalfund Dýralæknafélagsins þar sem ákveðin viðfangsefni væru tekin til umfjöllunar og lögunum niður í 10 og kemur þar til kasta dómnefndar en formað- ur hennar er Ingimar Eydal. Frá fyrsta til tíunda nóvember verða lögin sýnd á Stöð 2 en sjálf keppnin verður haldin í Sjallan- um á Akureyri föstudaginn 13. nóvember. KR Bikarstemmning: Sætaferðir í boði Mikil stemmning ríkir í bænum vegna leiks KA og Vals í úrsiit- um Mjólkurbikarins sem verð- ur í Reykjavík á sunnudag. Örlítil hreyfíng er komin í miðasölu í KA-heimiiinu og eitthvað af farþegum hefur þegar látið skrá sig í hópferð. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að það væri frekar rólegt að gera í þeim sérfargjöld- um sem þeir bjóði uppá vegna leiksins en það væri þó eitthvað um fyrirspurnir. í KA-heimilinu er hægt að láta skrá sig í flug hjá Flugfélagi Norðurlands og þegar er ein vél orðin full. Nóg pláss er enn í sætaferðir Sérleyfisbíla og fólk er hvatt til þess að panta hið fyrsta ef það ætlar sér að ná í miða í hópferðir félagsins. Talsvert af fólki mun fara á einkabílum og vitað er um að stórir hópar hafa tekið sig saman í samflot. Miðasalan í KA-heimilinu fer vel af stað og talsvert af miðum hefur selst. SV Mjólkurbikarinn: Ofreiknaðar tekjur, vanreiknuð gjöld í frétt í Degi á fímmtudaginn voru birtar tölur um tekjur sem KA ætti að geta haft af Mjólkurbikarleiknum. Hjá KA fengust þær upplýsingar að því miður væru þessar tölur í algeru ósamræmi við raun- veruleikann og ekki frá þeim Sigluijörðiir: Bflamálið enn í rannsókn Lögreglan á Siglufírði vinnur enn að rannsókn máis sem kom upp sl. þriðjudag. Frá hádegi þann dag og fram á kvöld var tilkynnt um 10 bíla sem skemmdir höfðu verið með eggvopni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Siglufirði. KR komnar. Tölurnar sem birtar voru komu upp á fjölmiðlafundi sem haldinn var á vegum KSÍ í vikunni og að sögn forsvarsmanna KA voru einungis hugsanlegar tekjur tekn- ar inn í pakkann en ekki gjöld. Þeir sögðu að liðið sem kæmi til með að vinna fengi 4 milljónir til þess að standa straum af kostnaði í Evrópukeppni en sú upphæð myndi í sumum tilvikum ekki duga fyrir ferðakostnaði og þeir gætu ekki með nokkru móti séð hvernig liðið gæti haft 10 milljón- ir út úr dæminu þótt þeir fegnir vildu. Tekjurnar af leiknum yrðu líklega einhverjar en myndu ekki gera menn ríka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.